Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 6
6—B~ MORGUNBLAÐID, FOSTUDAGUR L FEBRÚAR 1985 SNÝRÐUSÓLAR HRWGNUM VIÐ? w W * %■ T í h Ertu að vinna eða eltthvað að sýsla þegar líkam- fnn vill sofa? Greinín hér ý eftlr fjallar um leiðir tíl að Mka á klukkuna eða líkamann. Það er komið nýtt skilti upp á vegg í grænmet- ismarkaðinum: „Opið 24 klukkustundir á sólar- hring^, og sama er að segja um f jölmargar sölu- búðlr í Bandarfkjunum. Líkamsræktarstöðvar eru 5 opnar allan sðlarhringinn, tölvubanklnn lokar aldrei og veitíngahús bjóða morgunverð áöllum tímum sólarhrings. Það lítur út fyrir að hálfur heimurinn só á næturvakt. -sr Þaö lætur reyndar naarri aö svo sé. í Bandarfkjun- um er einn af hverjum fjórum starfandi körfum í vinnunnl klukkan tvö um nótt i staöinn fyrlr klukkan tvö aö degin- um og sama er aö segja um eina af hverjum sex konum. Eftirspurn eft- Ir vaktavfnnufófki sem er reíöubúiö aö ganga á sólarhringsvaktir hefur tvöfaldast á síðustu 25 árum og því fjölgar stööugt. I mörgum fjöl- skyfdum þar sem báöir foreidrar starfa utan heimilis er a.m.k. annar ra fjöl- rldna hafa hjónin mismunandi I vöku- og svefntíma. Hringlið meö tímann kostar sitt. Morgunveröur á miönætti getur ekki gabbaö líkamann. Þaö er flóknara en svo aö stllla hina inn- byggöu klukku hans. Þreyta þjakar vaktavinnufólk. Einnig meltingar- truflanir, slys, fjölskylduvandamál og aukin áfengis- og lyfjaneyzla. Vandamáliö er ekki aöeins per- sónulegt. Margt vaktavinnufólk — læknar, hjúkrunarfólk, flugmenn, flugumferöarstjórar, starfsmenn í kjarnorkuverum og hermenn — bera ábyrgö á öryggi og heilsufari almennings. Svo mjög hefur slíku vakta- vfnnufófki fjölgaö aö atvinnurek- endur eru loks farnir aö taka þetta vandamál alvarlega. Þeir hafa kall- aö til visindamenn úr fílabeinsturn- um rannsóknastofanna til aö leggja á ráöin um hvernig unnt sé aö leiörétta þá skekkju sem kemst á líf þeirra sem vinna störf sin á nóttunni. Árangurinn hefur oröiö undra- veröur á ýmsum sviðum. í efna- fræöiverksmiöju einni þar sem reksturinn gekk iila hefur líffræö- ingum tekizt svo vel upp aö venju- legir starfsmenn verksmiöjunnar hafa nú fariö aö dæmi hinna og breytt vaktatafla lögreglumanna á næturvöktum hefur dregiö úr hættu á hjartaáföllum, a.m.k. í bili. Rannsóknir sem fram fara á þessu sviði viröast einnig geta orö- ið til þess aö koma í veg fyrir aö íþróttamenn gangi fram af sér. Tímalíffraaöingar viö Harvard, Stanford og New York-háskóla eru þegar farnir aö undirbúa Ólympíu- leikana 1988 meö hliösjón af þeim leikum sem fram fóru í Bandaríkj- unum í ár. Þeir starfa meö banda- rísku ólympíunefndinni. Rannsókn- ir þeirra beinast aö þeim íþrótta- mönnum sem eru framúrskarandi, ástandi líkama þeirra á ýmsum tímum sólarhringsins og andlegu ástandi þeirra, meö þaö fyrir aug- um aö gera fyrir þá nýjar æflnga- og keppnisstundaskrár. En þaö er ekki eínungis vakta- vinnufóik og íþróttamenn sem njóta góös af þessum rannsókn- um. Því fólki fjölgar sem leggur mjög hart að sér, fer á fætur fyrir allar aldir og leggst ekki til svefns fyrr en liöiö er á nóttu. Alþekkt er sú röskun sem veröur þegar fólk feröast á milli staöa og tímamis- munur segir til sín, svo dæmi sé nefnt. öll dönsum viö eftir klukk- unni, hvort sem vísar hennar hreyf- ast fram á viö eöa aftur. Tímalíffræðin verður öllum aö gagni. Hún veitir ráðleggingar um þaö hverníg viö eigum aö ná áttum þegar klukkan ruglar okkur í rim- inu. Viö getum séö viö henni ef viö breytum matarvenjum, drykkjuslö- um okkar og svefntíma, og gerum okkur betur grein fyrir umhverfinu. Ur tengslum Til skamms tíma var ekki tekiö tillit til mannlegra þarfa viö skipu- lag vaktavinnu. Breytlngar á vökt- um hafa ýmist veriö réttsælis eöa rangsælis, þ.e. fólk fer ýmist til vinnu sefjirMkJftir vaktaskipti eöa j fyrr, þannigaö lengra eöa styttra var á milli vaktanna. Vaktirnar eru þá mismunandi frá degi til dags, stundum breytast þær annan hvern dag og stundum á þriggja eöa fjögurra vikna fresti. Starfsfólk sjúkrahúsa vinnur sumt á 36 stunda vöktum, áhafnir á kjarn- Ljósm./ Friðþjófur. Leikreglur í samfélaginu binda endahnút á þetta Eng- landsnám mitt. Ég fór I heimspeki- deild I Rutgers University I New Jersey, með réttarheimspeki sem kjörsviö og tók MA-próf. Slðan kom ég heim og var skömmu sfð- ar skipuö sýslumaður Stranda- sýslu. Þykir víst fínt að vera sýslumaður K: Var einnver sérstök ástæöa fyrir þvl aö þú gafst sýslumanns- embættið frá þér? H: Já, fólk spyr gjarnan af hverju ég hafi farið Or þessu embætti I ann- að. Það þykir vlst flnt að vera sýslumaður. Það má seja að borgardómarastarfið sé akadem- fskara og það höfðaði til mln — hitt er svona meira höfðingjaemb- ætti. Svo voru lika persónulegar ástæöur. Hvað starfið snerti pá átti ég m.a. erfitt með að sætta mig við þaö sem viö vorum aö tala um áðan, að sýslumaður skuli vera dómari og lögregla I sama máli. Það er nokkuö sem er al- gerlega andstætt minni réttlætis- kennd, þvl segja má aö eitt af höfuðmannréttindum borgaranna sé að vera ekki dæmdur af sömu manneskju og rannsakar mál þeirra. Einnig fer illa saman aö vera bæði innheimtumaöur og dómari, sérstaklega þegar inn- heimtumaðurinn á einhverra hagsmuna að gæta sem ötull inn- heimtumaöur, eins og þá var. Þad vantar gagn- rýna hugsun K: Hefuröu einhvern vettvang l huga, þar sem heimspekimenntun þln gæti nýst? H: Þaö er litill áhugi á réttarheim- speki við lagadeildina I Háskóla Islands og sem rfkisstarfsmaður er maöur eins og útspýtt hundsskinn og ekki mikiö pláss fyrir ró og andrlki eftir vinnutlma, nema þá eftir að börnin eru sofnuð — og það er oftast nokkuö seint, þann- ig að ég hef heldur lltinn tfma til fræðistarfa sem stendur. Þetta áhugaleysi á réttarheimspeki takmarkar llka tækifærin til fræði- starfa, þannig aö eini möguleikinn er nánast aö setjast viö skriftir. Þegar ég fór út I þetta nám, þá fussuöu og sveiuðu allir lagapróf- essorarnir. Þó afstaðan hafi breyst nokkuö slðan — þaö er þó boðið upp á réttarheimspeki sem kjörsvið og hún er kennd dálftiö á fyrsta ári — þá finnst mér mikiö vanta á að lagadeildin gefi þessari fræðigrein þann gaum sem henni ber. Það er allt of mikil áhersla lögð á lagabókstafinn sem sllkan. Það vantar gagnrýna hugsun. Hinn gullni meöalvegur K: Er óhugsandi að við verðum svo þroskuð að skráð lög og dóms- vald verði óþarft? H: Já, ég held það. Einhverntlma I æsku minni hef ég sjálfsagt Imyndað mér að sllkt væri mögu- legt og kannski vonaö það. En þegar maður fullorönast, kemst maður betur og betur að raun um hvað fólk er — og hlýtur að halda áfram aö vera — óllkt. Þaö er nú undirrót flestra deilna og við höf- um ekki fundið betri lausn til að útkljá deilur manna en einhvern hlutlausan aöila, dómara sem styðst við ákveðnar reglur. K: Hver er tilgangur laga i stuttu máli? H: Það má kannski segja að tilgang- ur laga sé að setja leikreglur I samfélaginu til þess að auövelda samskipti manna og tryggja viss réttindi án þess þó að skerða um of frelsi fólks til samninga og at- hafna. Þaö er kúnst að haga löggjöfinni svo, aö öll þessi markmið náist. Hið gagnstæöa væri aö allir fengju aö leika laus- um hala og troða aðra niöur f svaðið. Þetta er spurning um hinn gullna meöalveg milli frjálsræöis og afskiptasemi. Svo eru náttúr- lega sumir sem halda þvl fram að ef lög eru mjög slæm, þá séu þau ekki lög. Þá er spurningin hvaö lög eiginlega séu, sem er önnur spurning en sú hver sé tilgangur laganna — og það var þaö sem við vorum aö fjalla um, ekki satt. Náttúruréttarkenningin og raunspekin K: Hvað eru Iðg? H: Það eru tvær meginkenningar um þetta efni: Náttúruréttarkenningin og raunspekin. Það er kannski erfitt að gera grein fyrir þeim I stuttu máli, en I stórum dráttum þá má segja að raunspekin segi gild lög vera þær reglur, sem sett- ar eru af löggjafa. Raunsþekin tel- ur sem sagt sett lög vera lög, þótt þau séu slæm lög. Sem dæmi má nefna þau lög sem sett voru I Þýskalandi á nasistatfmabilinu. Það var mikið rætt um þau I sam- bandi við Núrnbergréttarhöldin. Margir vildu halda þvf fram að þau brytu svo hróplega gegn siðferð- iskröfum að þau gætu ekki talist gild lög. En samkvæmt raunspek- inni voru þau sett af þar til bærum löggjafa og þvl gildandi lög I land- inu. Þetta þýöir þó ekki að allir raunspekisinnar segðu aö fólki bæri siðferöileg skylda til aö fara eftir sllkum lögum. Náttúruréttar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.