Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 B 5 Leikreglur í samfélaginu Kristín Bjarnadóttir ræöir viö Hjördísi Hákonardóttur, borgardómara og formann Amnesty International Almenningur er fáfróö- ur um réttarkerfið K: I hverju eru borgardómarastörf aðallega fólgin? H: Já, þaö er alls ekki úr vegi aö gera aðeins grein fyrir þvl, fólk er ótrúlega fáfrótt um réttarkerfiö I landinu og þá starfsemi sem fram fer hjá dómstólunum — þaö eina sem allir vita er að mál eru oft á tiöum allt of lengi aö velkjast I dómskerfinu. Hjá borgardómaraembættinu er fariö með öll einkamál. i stórum dráttum þá eru þaö mál sem ein- staklingar eöa félög eiga í sln á milli. Þaö geta verið deilur um t.d. vangoldnar skuldir eöa skaöa- bótakröfur eöa um viðurkenningu á réttindum. Sem sagt ef Pétur vill fara I mál viö Pál, þá snýr hann sér til Borgardóms, en Sakadóm- ur fjallar hins vegar um öll mál einstaklinga, sem taldir eru sekir um refsivert athæfi. Þá er þaö rfkisvaldiö sem höföar mál gegn einstaklingnum. K: Þýöir þaö aö þitt starf sé meira fólgiö I aö ná sáttum I deilum, heldur en dæma? H: Kannski ekki meira. en þaö er allt- af reynt að ná sáttum. Og ekki bara reynt, þaö er skylda dómar- ans að gera það sem I hans valdi stendur til aö sættir megi nást. Takist þaö ekki þá er hafin gagn- öflun, m.a. kölluö vitni fyrir dóm- inn. Svo er málið flutt munnlega, oftast af lögfræðingum hvors aö- ila fyrir sig. Loks er dæmt I mál- inu. Sé annar hvor aðilinn óánægöur meö niöurstööu dóm- arans, getur hann áfrýjaö málinu breytir lögunum, þaö gerir Al- þingi. Hins vegar eru hin skrifuöu lög ekki einu réttarheimildirnar sem lagöar eru til grundvallar. Dómur getur llka veriö reistur á ööru, eins og t.d. réttarvenju eöa fordæmi. til Hæstaréttar. Viö erum sem sagt meö tvö dómsstig þar sem Hæstiréttur er áfrýjunardóms- stigið. K: Er algengt aö fólk viti ekki hvert þaö á aö leita með mál sln? H: Já, því er glfurlega mikið ruglaö saman hvar hin óllku mál eru tekin fyrir á fyrsta stigi. I rauninni er þaö nokkuð einfalt, þvl Sakadómur fjallar um sakamál en Borgardóm- ur um einkamál. En svo er þaö Borgarfógetaembættiö, þar er til staðar m.a. upþboösréttur, skiptaréttur og fógetaréttur, en i honum fara fram lögtök og fjár- nám. Nú ásamt dómsstörfunum þá gegnir Borgardómaraembætt- iö einnig umboðsstörfum eins og hjónavígslum og skilnaöarmálum. dómstólunum, þannig aö vel hæfu fólki sé gert mögulegt aö starfa þar, til dæmis aö ráöið sé nógu margt fólk til aö vinnuálagiö veröi ekki of mikiö og aö launin séu nógu há, til aö starfið sé sam- kepþnisfært. K: En hvaö með skipulagið? H: Þaö hafa verið gerðar ýmsar breytingar á siðustu árum, á rétt- arfarslögum, sem miöa aö þvl aö einfalda málsmeöferö. myndi þá allavega ná yfir fleiri en eitt lögsagnarumdæmi. Mat dómarans K: Hefur dómari vald til aö dæma eftir eigin geöþótta? H: Nei, dómara ber fyrst og slðast aö fara eftir lögum. Hins vegar er margbreytileiki mannllfsins sllkur aö þaö eru ekki til reglur um hvert einasta smáatriði, svo aö oft hlýt- ur mat dómarans aö koma til. Ég held þaö væri rangt aö halda þvl fram aö mat hans geti verið alger- lega óháö persónu hans. Hins vegar má hann ekki láta slna eigin sérvisku ráöa. Það er hluti af þjálf- un hans sem dómara aö vinna úr viöfangsefninu á hlutlægan hátt og rökstyöja niöurstöðuna. Geti hann þaö ekki þá er hann lélegur dómari. En einmitt þetta, hvernig dómari tekur afstöðu I máli, þaö er nokkuð sem er alveg þess vert aö hugsa um. K: Þú fórst I réttarheimspeki eftir aö þú útskrifaöist úr lagadeild Há- skóla íslands. Getur þú notfært þér þá menntun I dómarastarfi? H: Það er þá aöallega þjálfunin viö aö hugsa og skrifa. K: Er ekki til I dæminu að lög sem enn eru I gildi, séu I rauninni úrelt? H: Ef þaö eru skýr ákvæöi 'í lögum, jafnvel þótt lög séu úrelt I nútlma- þjóöfélagi, þá ber dómara aö fara eftir lögum. Þaö er ekki hann sem Angi af kvenrétt- indabaráttu K: Viltu ekki segja frá þfnum náms- ferli i stórum dráttum? H: Jú, ég útskrifaðist úr lagadeild haustiö ’71 og fór þá til Englands. Til Oxford. Þar ætlaði ég upphaf- lega aö vera bara i eitt ár, en ákvaö svo aö fara I lengra nám og skrifa um fóstureyöingar. Þaö var svona einhvers konar angi af kvenréttindabaráttu af minni hálfu. En þá var ég svo óheppin aö fá kennara sem mér samdi alls ekki viö. John M. Finnis heitir hann og er kaþólskur. Hann er nú viöfrægur maöur I faginu. Hins vegar læröi ég mikið af öörum kennara minum, sem var Ronald Dworkin, prófessor I réttarheim- speki. En ég lauk ekki náminu í Oxford, ég kom heim vorið 1974 og fór aö vinna sem dómarafull- trúi, fyrst I Kópavogi i eitt ár og siöan i Hafnarfiröi annaö ár og loks hjá Borgardómi Reykjavlkur. Ariö 1977 fékk ég leyfi og fór til Ameriku. En betur má ef duga skal. A þessari tölvu- öld, sem viö lifum nú á, er farið aö ræöa um tðlvuvæðingu dómstól- anna og þaö er augljóslega hægt að nota þá tækni tii mikillar hag- ræðingar, jafnvel telja sumir hugs- anlegt að tölvur veröi innan skamms farnar aö afgreiöa ein- földustu mál eins og vlxlamál. Þá hefur einnig veriö rætt um að nýtt dómsstig, lögréttan eins og þaö hefur veriö kallað, gæti leyst ein- hvern vanda, samhliöa einföldun á málsmeöferö. Þaö mætti aö mlnu mati gjarnan vera milli- dómsstig, sem væri áfrýjunarstig, fyrir smæstu málin og væri fyrra dómsstig fyrir flóknari mál. Svo er annaö, sem mætti ef til vill breyta meö því að koma á millistigi. Sýslumenn og bæjarfógetar eru dómarar og jafnframt lögreglu- stjórar og þaö passar engan veg- inn saman, að sá sem rannsakar mál, sem lögregluyfirvald, dæmi I sama máli sem óháöur dómari. Þessu veröur aö breyta. Þaö er ekki hægt að gera nema skipa sérstakan dómara viö hvert sýslu- mannsembætti, eöa þá leysa vandann meö þvl aö bæta við einu dómsstigi. Logsaga dómsins Þessu veröur að breyta K: Þaö er oft kvartaö undan þvl aö dómskerfið sé þunglamalegt, aö mál séu iengi aö flækjast I kerf- inu? H: Já, málafjöldinn hefur aukist glf- urlega, en ekki mannaflinn að sama skapi, þannig aö kerfiö ann- ar þvl ekki aö afgreiöa mál fljótt og vel. Til þess aö bæta úr þessu þarf bæði aö fjölga dómurum og breyta skipulaginu. K: Er ekki einfalt aö fjölga dómur- um? H: Ja, ekki er fjárveitingavaldiö á þeirri skoöun. En rlkiö má gæta sin aö spara ekki of mikið á dómsmálasviðinu, þvl réttaröryggi borgaranna hlýtur aö vera ein meginforsendan fyrir góöu þjóö- félagi. Og ef réttaröryggi á aö vera vel tryggt þarf aö búa vel aö Tilgangurinn var aö Kristín Jóhannesdóttir: ,Ég vel fatnað eftir því sem ég er að innan." Morgunbla&iS/VUborg Einangióttir 'Ljósmyndastofj verður til. Pétnr Stefánsson: „Er ég ekki flott ur?“ 1 ^ w ^ llptv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.