Morgunblaðið - 17.02.1985, Side 28

Morgunblaðið - 17.02.1985, Side 28
Nú eru liðin ríflega fjögur ár síðan NBC-sj ónvarpsstöð- in í Bandaríkjunum frumsýndi fram- haldsmyndaflokkinn Shogun (Herstjórinn), sem hóf göngu sína í íslenska sjónvarpinu á miðviku- daginn var. Shogun naut geysi- mikilla vinsælda meðai Banda- ríkjamanna en talið er að alls hafi um 125 milljónir fylgst með myndaflokknum og komst hann því í hóp vinsælustu framhalds- þátta, sem sýndir hafa verið þar vestra, þátta eins og Roots (Ræt- ur) o.fl. Shogun, sem kostaði um 22 milljónir dollara í framleiðslu (um 880 milljónir ísl.), er gerður eftir samnefndri metsölubók breska rithöfundarins James Clavell, en sjálfur var höfundur- inn framkvæmdastjóri við gerð myndaflokksins og það er hjarta- brjóturinn úr Þyrnifuglunum, Richard Chamberlain, sem fer með aðalhlutverkið. BLACKTHORNE Hann leikur enskan stýrimann, John Blackthorne að nafni. Blackthorne er stýrimaður á kaupfari sem ferst við strendur Japans um aldamótin 1600 en hann kemst lífs af ásamt öðrum úr áhöfninni en á þá er litið sem ræningja og þeir sæta illri með- ferð í fyrstu. Þegar þetta gerist ríkir lénsskipulag i Japan og inn- anlandserjur eru tíðar. Pimm höfðingjar deila völdum og ríkjum og er Blackthorne handtekinn af einum þeirra, Toranaga, sem er valdagráðugur maður og hyggst verða einvaldur herstjóri yfir öllu ríkinu og nýta sér í því skyni þekkingu Blackthornes á skipum og siglingum. Þannig er söguþráðurinn í Shogun í örstuttu máli. Það var ekki merkilegur atburður, sem kveikti hugmyndina að sögunni í huga Clavells. Hann sá skrifað í sögukennslubók níu ára gamallar dóttur sinnar þessi annars for-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.