Morgunblaðið - 17.02.1985, Page 63

Morgunblaðið - 17.02.1985, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 63 - Minning: Oskar Hafsteinn Halldórsson Fæddur 19. júní 1924 Dáinn 8. febrúar 1985 Að kvöldi 8. febrúar lauk jarð- vist mágs okkar, óskars Hall- dórssonar, á Landspítalanum. Hann var fæddur 19. júní 1924 í Reykjavík og því rúmlega sextíu ára, er hann lést. Foreldrar Óskars voru þau Sig- ríður Stefánsdóttir, sem dó fyrir rúmum tuttugu árum, þann 16. maí 1964, og Halldór Oddsson, sem lést í hárri elli 9. október 1982. Þau hjónin slitu síðar sam- vistir. Óskar ólst upp í stórum systk- inahópi, hann var þriðji elstur af sjö systkinum, sem öll lifa hann, nema einn bróðir, Ingimar, sem fórst af slysförum um borð í bv. Ingólfi Arnarsyni 25. febrúar 1980. Einnig átti hann tvö hálfsystk- ini, sem Halldór átti með seinni konu sinni, Kristínu Magnúsdótt- ur, sem látin er fyrir nokkrum ár- um. Óskar bjó með móður sinni, eft- ir að þau hjón skildu, uns hann réð sig á erlend skip og sigldi með Eldsvoði á elliheimili: Þrjár rosknar konur létust lceau, Belgíu, 15. rebrúar. AP. ÞRJÁR rosknar konur létu lífið í nótt, þegar eldur kom upp á elli- heimili í borginni Iceau, sem er í um 25 km fjarlægð frá Brússel. Tjónið af völdum eldsvoðans á elliheimilinu, sem heitir Dvalar- heimili Jean Renard, er metið á 8 milljónir franka. f húsinu bjuggu 60 manns. Ekkert er enn vitað um upptök eldsins. Viðskiptablað í Gautaborg á barmi gjaldþrots Stokkhólmi, 14. febrúur. Krá fréturitara Mbl. BLAÐIÐ Göteborgs Handels- og sjöfartstidende rambar nú á barmi gjaldþrots, en blaðið hóf göngu sína að nýju á síðastliðnu hausti eftir tímabundna erfiðleika. f heilsíðuauglýsingu lýsir blaðið eftir samskotum fyrirtækja til að halda megi blaðinu gangandi. Þar er nefnt sem dæmi að ef 20 fyrir- tæki legðu fram eina milljón sænskra króna hvert, þá fengist 20 milljóna pottur til að greiða úr erfiðleikum blaðsins og tryggja útkomu þess. Blaðið segist þarfnast 15 millj- óna króna þegar í stað til að kom- ast út úr skuldum. Segir blaðið að útgáfan stæði undir sér ef áskrif- endur væru 20 þúsund talsins, en ekki 13 þúsund eins og nú er. þeim á stríðsárunum. Margt skeði á þeim ferðum hans, sem ekki er skráð, en fengur væri að, en óskar var lítið fyrir það gefinn að tjá sig, nema þá í vinahóp. Óskar mun hafa komið aftur heim úr siglingum kringum árið 1946. Þá fer hann, ásamt bræðrum sínum Inga og Oddgeiri, suður með sjó og stunda þeir þaðan sjó- sókn á bátum um nokkurra ára bil. Þeir bræður voru mjög sam- rýndir á þeim árum. Margar skemmtilegar sögur fóru af þeim bræðrum frá þeim tíma og margar þeirra spaugi- legar. Þegar landlegur voru, komu þeir bræður oft í heimsókn til okkar, þá gat Óskar sagt okkur margan brandarann, sem hlegið var að, en Óskar var þeim gáfum gæddur, að geta sagt skemmtilega frá spaugilegum atvikum, sem þeir bræður lentu oft í. En svo kom sá tími, að Óskar hætti á sjónum og fékk sér vinnu í landi. Hann starfaði lengi í Stáliðj- unni. Árið 1969 kvæntist hann Rögnu Þyrí Bjarnadóttur. Um fimm ára skeið bjuggu þau í Skot- SVAR MITT eftir Billy Graham * Ast og tilfinningar Eiginkona sonar míns hefur farið frá honum. Hún segist nú orðið hafa meiri áhuga á starfi sínu en fjölskyldunni. Er þetta réttur hugsunarháttur? Nei, alls ekki. Að sjálfsögðu þekki ég ekki öll málsat- vik. Þó er svo að sjá sem hún sjálf og langanir hennar eigi að sitja fyrir öllu öðru, og það er rangt. Ég veit, að nú um stundir vilja ýmsir taka hjónaband- ið léttum tökum. Allt of mörg ungmenni gifta sig með það í huga, að þau geti bara skilið, ef illa gengur. En Guð lítur ekki þannig á málin. Guð segir, að loforð hjóna sé mjög alvarlegt. Við ættum að hafa sömu af- stöðu. Ein ástæðan til þess, að svona er komið, held ég Sé sú, að við teljum ástina vera fyrst og fremst tilfinningar. Þegar tilfinningarnar dvína (að því er okkur finnst), er ástin á bak og burt. Ástin er að sönnu tilfinningar — en hún er meira. Hún er líka vilja-athöfn, þar sem karl og kona lofa sameiginlega að efla hvort annars heill. Skilgreining Biblíunnar á kærleikanum er sú bezta, sem til er: „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góð- viljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin. Hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa. Hann gleðst ekki yfir óréttvís- inni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt“ (1. Kor. 13,4—7). Biðjið fyrir tengdadóttur yðar. Sá, sem lifir einungis sjálfum sér, verður rótlaus og óhamingjusamur. Hún heldur, að hún finni gæfuna á þennan hátt. En hún verður fyrir vonbrigðum. Hún þarf að átta sig, en eink- um þarf hún að kynnast Kristi. Kristur sýnir okkur, hvað það er að elska í raun og veru. Hann einn getur gefið okkur kraft til að elska af öllu hjarta, þegar við göngum honum á hönd. landi á vegum Stáliðjunnar. Ragna átti þrjú börn af fyrra hjónabandi, en öll tóku Óskari vel og var mjög kært með þeim og Óskari síðan. Stuttu eftir að Óskar kom frá Skotlandi fór hann að vinna í Þórskaffi sem húsvörður og vann þar allt til dauðadags. Hann var vel látinn og samviskusamur starfskraftur. Konu sína missti Óskar í októ- ber 1983, var söknuður hans sár, en stjúpbörn hans reyndust hon- um mjög vel og þökkum við þeim fyrir þeirra ræktarsemi, sem þau sýndu Óskari eftir að móðir þeirra dó. Að lokum viljum við þakka óskari fyrir samfylgdina um þrjá- tíu ára skeið og þakklæti fjöl- skyldna okkar fyrir vináttu hans, sem aldrei bar skugga á. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 18. febrú- ar kl. 10.30 f.h. Guð blessi heimför hans. Guömundur og Þórir Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöö viö Hagkaup, simi 82895. Legsteinar Framleidum allar stærðir og gerðir af legsteinum Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf umgerð og val legsteina. I S.HELGASON HF STEINSNIIÐJA SKEMMUVEGI 48 SiMI 70677 Kransar; kistuskreytingar BORGARBLÓMÍÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMÍ: 32213 + Faöir okkar og tengdafaðir, ÍVAR ÞÓRARINSSON, hljóöfærasmiöur öldugranda 3, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 19. febr. kl. 10.30. Börn og tengdabörn. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför, GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUR, Hölabraut 6, Keflavlk. Guörföur Guömundadöttir, Jöhann Friórlkaaon, Ráöhildur Guömundsdóttir, Hinrik Albertsaon, Magnúsfna Guómundsdóttir, Jön Eyateinason, barnabörn og barnabarnabörn. þar sem bæði liðin og áhorfendur keppa um Arnarflugsverðlaun Liðin berjast um efsta sætið í undankeppni I. deildarinnar og þar með um vegleg verðlaun sem Arnarflug gefur. Áhorfendur geta líka unnið til verðlauna frá Arnarflugi með því að svara rétt í getraun um: Úrslit leiksins - Hversu mörg mörk skorar Kristján Arason hjá Einari Þorvarðarsyni - Hversu mörg skot ver Einar frá Kristjáni. Allir í Laugardalshöll kl. 20:15 á mánudagskvöld. Allir eiga möguleika á verðlaunum. ARNARFLUG Lágmúla 7 Sími 84477

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.