Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985
Magnús Kjartansson á nokkur málverk á sýningunni og einnig á hann
skúlptúr sem hann kallar „Áhyggjur“.
FASTEIGNA- OG SKIPASALA
HVERFISGÖTU 98
(horni Baronstigs)
Sími 26650, 27380
Opið í dag og á
morgun frá kl. 1-4.
3ja herb.
Njálsgata. Rúmg. ib.
Sérinng. og allt sér. verð: tilboð.
Furugrund. Ca. 95 fm aiveg
skínandi íb. á 2. hæð. Verð
1900-2000 þús.
Engihjalli. Stór og góö íb. á
6. hæö. Laus strax.
Hrísmói Gbæ. Mjög stór lb.
á 1. hæð i glæsilegri blokk. Tilb.
u. trév. Ótal greiöslumögul.
Öldugata. Ca. 85 fm 3ja
herb. nýstandsett ib. á 3. hæð.
Verö 1700 þús.
4ra — Furugrund
Stórglæsileg 4ra herb.ib. á 1.
hæö. Suöursv. Ný teppi. Herb. i
kj. með aögangi að snyrtingu.
Verð 2,5 millj.
5 herb. - sérhæöir
í Hlíðunum. Stór og góö
neðri sérhæð í þribýli. Bilskúrsr.
Nánari uppl. á skrifst.
Tjarnarból. 130 fm stór-
glæsileg ib. á 4. hæö. Verð
2,4-2,5 millj.
Kaplaskjólsvegur. 5-6
herb. ca. 140 fm endaibúö. Verð
2.3 milij.
Einbýli - raðhús
Kleifarsel. Ca. 230 fm
glæsilegt raöhús ásamt bilskúr.
Miðvangur. Glæsilegt 5-6
herb. einbýlish. á einnl hæð
ásamt 54 fm tvöf. bilsk. Ákv.
sala. Verð 4,7 millj.
Mosfellssveít. Nýtt ca 146
fm einb.hús. Uppl. á skrifst.
Kambasel. Ca. 230 fm
glæsil. raöhús ásamt bilsk.
Skipti á minni ib. Verð 4 millj.
í byggingu
í Grafarvogi. Endaraöhús á
2 hæöum ásamt bílsk. Mjög
stórar sólsvalir þar sem gert er
ráö fyrir stóru garöhúsi. Afh.
fokhelt eöa lengra komiö eftir
ósk kaupanda. Teikn. á skrifst.
Vantar
Fyrir fjársterkan kaupanda 2ja
herb. íb. i Rvik.
Skoóum og verdmetum
samdægurs
Lögm.: Högni Jónsson hdl.
V ______________/
29555
Opiö kl. 1-3
2ja herb.
Hafnarfjöröur. vorum aö fá i
sölu 65 fm ibúö, alla nýstand-
setta. Nýtt gler i gluggum.
Mögul. aö taka bil uppi hluta
kaupverös.
Hraunbær. 65 fm vönduö ib. á
3. hæð. Verö 1400-1450 þús.
3ja herb.
Hólmgarður. Vorum aö fá i sölu
80 fm íb. á 1. hæö í nýju húsi.
Suöursv. Glæsileg eign. Verö
2-2,1 millj.
Engihjalli. 90 fm ib. á 2. hæö.
Verö 1750-1800 þús.
Hraunbær. 3ja herb. 100 fm íb.
á 1. hæð ásamt rúmg. aukaherb.
á jaröhæö. Mjög vönduö
sameign. Verð 1900-1950 þús.
Kleppsvegur. 3ja herb. á 1.
hæð. Verö 1750 þús.
4ra herb. og stærri
Goöheimar. Góö sérhæö ca.
155 fm á 1. hæö. 3-4 svefnherb.,
góö stofa, stórt eldhús meö góö-
um borökr. Verö 3,4 mlllj. Sklpti
mögul. á góöri 4ra-5 herb. íb.
Bugðulækur. Góö 4ra-5 herb.
íb. á 3. hæð ca. 110 fm. 3-4
svefnherb., góð stofa. Verö 2,2
millj.
Vesturbær. 117 fm (b. á 1. hæö
sem þarfnast standsetn.
Möguleg skipti á minni eign.
Æsufell. 120 fm ib. I lyftublokk.
Mögul. skipti á 2ja herb. ib.
Hugsanlegt aö taka bil aö auki.
Leirubakkí. 110 fm ibúö á 3.
hæö. Sér þvottahús i ibúöinni.
Möguleg skipti á 2ja herb. ibúö.
Kóngsbakki. 4ra herb. 110 fm
ib. á 2. hæö. Vönduö eign. Verö
2 milij.
Mávahliö. 4ra herb. 117 fm
mikiö endurn. Ib. I fjórb.húsi.
Verö 1950 þús. Mögul. skipti á
minni eign.
Dalsel. 4ra herb. 110 fm ib. á
2. hæö. Ibúðin skiptist i 3 rúmg.
svefnh., sjónv.þol og rúmg.
stofu. Þv.hús og búr innaf eldh.
Bilskýli. Mögul. aö taka minni
eign uppi hluta kaupverös.
flaðhus og einbýli
Alftamýri. Vorum aö fá i sölu
vandað 190 fm raöhús á tveimur
hæöum. Verö 5 millj.
Rauöagerói. Vorum aö fá i sölu
180 fm hús á 3 hæöum ásamt
45 fm bílsk. Mjög snyrtil. lóö
meö gróöurhúsi. Verö 2,5 millj.
Hryggjarsel. Faiiegt raöhús
ca. 230 fm. Á 1. hæö eru tvær
stofur, eldhús, þvottaherb. og
gestasn. Á efri hæö eru 4 stór
svefnherb. og gott bað. í kj. er
fullbúin 60 fm einstakl.ib. Stór
tvöf. bilskúr. Verö 4,3 millj.
kiWymlih
EIGNANAUSTé
Bólstaöarhlið 6, 105 Reykjavik.
Símar 29555 — 29558.
Hrolfur Hjaltason, viöskiptafrœómgur
Hugheilar þakkir flyt ég öllum þeim sem
sýndu mér vinsemd og viröingu í tilefni af
50 ára klausturafmæli mínu 17. mars sl.
Systir Hildegard.
Félag íslenskra mynd-
listarmanna opnar vor-
sýningu á Kjarvalsstöðum
FÉLAG íslenskra myndlistarmanna
heldur sfna árlegu sýningu á
Kjarvalsstöðum frá 13. apríl til 5.
maí. Sýningin er opin daglega frá kl.
14.00 til 22.00.
Á sýningunni sýna 30 félagar úr
FÍM, en þar af hafa fimm mynd-
listarmenn verið valdir í svokall-
aðan kjarna, sem gerir þeim kleift
að sýna fleiri myndir en aðrir á
sýningunni og einnig eru þeim
gerð betri skil í sýningarskránni
en öðrum.
Á sýningunni eru 111 verk, þar
af er fimm-manna kjarninn með
39 verk samtals. Jóhanna Þórð-
ardóttir, formaður sýningarnefnd-
ar, sagði í samtali við Mbl. að í ár
hefði verið ákveðið að hafa sýn-
inguna eingöngu opna fyrir félags-
menn. „Við ákváðum að láta reyna
á styrk félagsins. Árlegu sýn-
ingarnar fram til þessa hafa þró-
ast í þá átt að vera vettvangur
fyrir utanfélagsmenn og hafa þeir
oft verið fleiri að tölu en félags-
menn. Sýningar félagsins undan-
farin ár hafa alltaf verið á haust-
in, en nú ákváðum við að breyta til
og hafa vorsýningu."
Þeir fimm myndlistarmenn er
boðið var að mynda kjarnann eru:
Jóhann Briem, Magnús Kjartans-
son, Valgerður Bergsdóttir, Ragn-
heiður Jónsdóttir og Sigurður Sig-
urðsson.
Jóhanna sagði að sýningin væri
þriðja kjarna-sýningin sem haldin
er og hefur það gefist mjög vel.
„Það eru yfir 100 félagsmenn í
FÍM og er skemmtilegt að draga
út nokkra einstaklinga og kynna
þá vel, og gera þeim kleift að njóta
sín betur en ella.“
Jóhanna sagði að 17 félagsmenn
hefðu sett upp sýningu í Færeyj-
um sl. október og á dagskrá er i
júlí nk. að sex myndlistarmenn
setji upp sýningu í Austur-Þýska-
landi.
Valgerður Bergsdóttir, mynd-
listarmaður, er með níu myndir á
sýningunni og kallar hún þær all-
ar „Skuggar". „Þetta eru allt
teikningar unnar með grafit og
hef ég unnið þær allar á þessu ári.
Ég vinn mikið myndir í hópum —
ein mynd leiðir af annarri. Það er
engin algild lausn á mynd — hægt
er að taka sömu hugmyndina og
snúa henni á hundrað vegu,“ sagði
Valgerður. Hún sagðist eingöngu
vinna með svart og hvítt. „Það eru
öll þau blæbrigði sem ég þarf —
frá því bjartasta til hins svart-
asta.“
Magnús Kjartansson er bæði
með málverk og skúlptúr á sýn-
ingunni. „Ég sýni myndir undir
gleri, unnar á pappír með alls
kyns ljósnæmum efnum. Skúlp-
túrinn er gerður úr steinleir og
vann ég hann á verkstæði konu
minnar í Búðardal. Skúlptúrinn er
átta lóð, sem saman mynda orðið
„áhyggjur". Lóðin og heitið eiga að
tákna allar áhyggjurnar sem hvíla
á þjóðinni og er verkið tileinkað
ríkisstjórninni," sagði Magnús að
lokum.
Myndhöggvarafélagið í
Reykjavík opnar sýningu
Myndhöggvarafélagið f Reykja-
vfk opnar úti- og innisýningu á
skúlptúr á Kjarval8stöðum laug-
ardaginn 13. aprfl kl. 14.00.
Á sýningunni verða 47 verk
eftir 20 listamenn. Ellefu
verkanna eru úti og 36 þeirra eru
í vestursal Kjarvalsstaða. Sýn-
ingin verður opin daglega frá
klukkan 14.00 til 22.00 og henni
lýkur 5. maí.
Ragnar Kjartansson, blaða-
fulltrúi sýningarnefndar, sagði
að sýningin væri einskonar út-
tekt á stöðu höggmyndalistar-
innar í dag. „Sýningarnar fram
til þessa hjá okkur hafa verið
mjög frjálsar og engin dómnefnd
hefur verið hjáókkur til að velja
og hafna verkum. En nú má hins
vegar segja að við séum komnir
með spariandlit, vonandi. Sér-
stök sýningarnefnd hefur valið
öll verkin á þessa sýningu.
Ragnar sagði einnig að flestir
myndhöggvarar sem starfandi
eru hér á landi væru i vinnu ann-
ars staðar og þvi væri mynd-
höggið einskonar aukabúgrein.
Myndhöggvarafélagið í
Reykjavík var stofnað formlega
1972, en varð til 1967, þegar
haldnar voru fimm sýningar á
skólavörðuholti og 2 sýningar á
Lækjartorgi. Síðan hafa verið
haldnar 18 sýningar, þar af 5 úti
á landi og 2 erlendis — i Noregi
og á Álandseyjum.
3u
Jón Gunnar Árnason og Ragnar Kjartansson og nokkur þeirra verka sem verða á sýningu Myndhöggvarafélags-
ins í Reykjavík. _____