Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985
Vestur-Evrópa:
Börnin eru fyrir og
fólki farið að fækka
Strainborg, 12. aprfl. AP.
FÓLKI er tekið að fa'kka í mörgum löndum Vestur-Evrópu og samtímis
Qölgar þeim stöðugt, sem komnir eru á miðjan aldur eða eldri. Kemur þetta
fram í könnun belgísku mannfjöldastofnunarinnar en í skýrslu hennar um
þetta mál kemur einnig fram, að þessi þróun hafí hafist snemma á sjöunda
áratugnum og tilraunir stjórnvalda til að ýta undir fólksfjölgun hafí engan
árangur borið.
Til að mannfjöldinn standi í
stað þarf hver kona að ala af sér
2,1 barn en frjósemi vestur-
evrópskra kvenna hrekkur ekki
lengur til að ná þessu marki. í
Vestur-Þýskalandi, Danmörku,
Austurríki, Belgíu og Luxemborg
er fólkinu farið að fækka og fyrir-
sjáanlegt er, að um aldamótin
verði íbúar Vestur-Evrópu all-
nokkru færri en þeir eru nú. Þá
mun fjórði hver maður verða 65
ára eða eldri.
Þessi þróun er lengst komin í
fyrrnefndum löndum en á einnig
við um næstum öll önnur lönd álf-
unnar. Það, sem kom mest á óvart,
var, að Spánverjum, sem löngum
hafa verið miklir barnakarlar,
fækkaði í raun árið 1983 en þá
svöruðu fæðingar til, að hver
spænsk kona ætti 1,79 börn um
sína daga en það er eins og fyrr
segir ekki nóg til að halda í horf-
inu. frar eru enn sem fyrr frjó-
samastir Vestur-Evrópumanna en
þar fækkar þó fæðingum einnig.
írskar konur eiga nú að jafnaði
þrjú börn hver.
Robert L. Cloquet, forstöðumað-
ur belgísku mannfjöldastofnunar-
innar, sagði, að margar ástæður
væru fyrir þessum umskiptum.
Sums staðar, t.d. í Vestur-Þýska-
landi og Hollandi, væri um að
ræða beina óbeit á börnum en auk
þess kæmu til efnalegar aðstæður.
„Meginástæðan er sjálfsdýrkun
nútímamannsins, hann vill vera
ungur og njóta lífsins gæða. í
þeim efnum eru börnin bara til
trafala og efnahagslegt ok,“ sagði
Cloquet.
f Hollandi og Vestur-Þýska-
landi vilja 10% hjóna ekki eignast
barn en annars staðar í álfunni er
meðaltalið 3%. Fóstureyðingum
hefur fjölgað mjög í Evrópulönd-
um og er nefnt sem dæmi um það,
að í sumum héruðum ftalíu eru
fóstureyðingar fleiri en lifandi
fædd börn. Þeim fjölgar líka stöð-
ugt þeim börnum, sem fædd eru
utan hjónabands, og sömu sögu er
að segja um einstæðar mæður.
Enver Hoxha
lézt vegna
hjartabilunar
VínarborK, 12. mprfl. AP.
ENVER Hoxha, leiðtogi Kommún-
istaflokks Albaníu, lézt í dag, og var
af opinberri hálfu tilkynnt að hann
hefði látizt af völdum hjartabilana á
þriðjudag. Jafnframt sagði að Hoxha
hefði þjáðst af sykursýki allt frá ár-
inu 1948.
Ramiz Alia forseti forsætis-
nefndar þjóðþingsins þykir líkleg-
asti eftirmaður Hoxha. Hann hef-
ur verið útnefndur formaður út-
fararnefndarinnar. Franskur
iæknir, sem stundaði Hoxha í 20
ár, sagði hinn fallna leiðtoga
oftsinnis hafa tjáð sér að Alia yrði
eftirmaður sinn.
Hoxha verður borinn til grafar
á Skanderbeg-torginu í miðborg
Tírana næstkomandi mánudag.
TASS-fréttastofan skýrði frá
andláti Hoxha aðeins nokkrum
mínútum eftir tilkynningu yfir-
valda I Albaníu. Hoxha fylgdi
kenningum Jósefs Stalín og rifti
hann sambandi við Moskvu fyrir
aldarfjórðung.
Sovéskt hlust-
unardufl fannst
yið Svalbarða
Ósló, 12. mpríl. Frá Jmn Grik Lmure.
fréumritmrm Mbi.
NORSKIR varnarmálasérfræðingar
grannskoða nú sovéskt hlustunar-
dufl, sem norskur togari hirti upp
rétt hjá Svalbarða fyrir nokkrum
dögum. Telja þeir, að duflinu hafi
verið ætlað að fylgjast með ferðum
Nató-skipa á Atlantshafi.
Á miðvikudag kom togarinn
Halvarson með duflið inn til
Tromsö. Tóku sérfræðingarnir það
strax til athugunar. Duflið er sí-
valningur og skiptist í nokkur
hólf. Er eitt þeirra fullt af flókn-
um og fullkomnum tæknibúnaði,
en auk þess er duflið búið loftneti.
Togaraskipstjórinn er ekki í
minnsta vafa um, að þetta sé
njósnadufl. Þrír bókstafir sem
letraðir eru á það staðfesta, að það
sé sovéskt og af nýlegri gerð.
„Við fundum duflið á floti
skömmu eftir að við komum út úr
ísfirði á Svalbarða," segir skip-
stjórinn. „Samkvæmt ósk norska
slysavarnafélagsins tókum við það
með okkur til Noregs.“
Bandarísk skoðanakönnun um Víetnamstríðið:
Þriðjungur yissi ekki hvorn
aðila Bandaríkjamenn studdu
New York, 12. »prfl. AP.
ÞRIÐJUNGUR aðspurðra í skoð-
anakönnun ABC-sjónvarpsstöðvar-
innar vissi ekki hverja Bandaríkja-
menn studdu í Víetnamstríðinu.
Áratugur er liðinn frá því Víetnam-
stríðinu lauk með falli Saigon.
Samkvæmt könnun ABC
sögðu 12% aðspurðra að Banda-
ríkjamenn hefðu barist með
Norður-Víetnömum í Víet-
namstríðinu. Þá sögðust 21% að-
spurðra ekki Jengur muna hvorn
aðilann Bandaríkjamenn hefðu
stutt, en 67% aðspurðra svöruðu
spurningunni laukrétt.
Þá gerði ABC-sjónvarpsstöðin
könnun meðal 1.249 bandarískra
hermanna, sem gegndu herþjón-
ustu á Víetnamárunum. Tveir
þriðju þeirra tók þátt í aðgerð-
um í Víetnam. Sögðust 61% að-
spurðra hafa haft það á hreinu
um hvað stríðið snerist, en 37%
hermannanna svöruðu spurning-
unni neitandi.
FLOAMARKAÐUR FLÓAMARKAÐUR FLÓAMARKAÐUR FLÓAMARKAÐUR
Á HALLVEICARSTÖÐUM í DAG LAUCARDAG 13. APRÍL — OPNUM KL. 11. F.H. ÚRVAL EICULEGRA MUNA M.A.:
Fatnaður, skótau, búsáhöld, skrautmunir, lampar, leikföng, metravara í úrvali, húsgögn, o.m.fl. NÝTT OC notað.
Kaffi og heitar vöfflur meö rjóma fyrir vægt gjald.
ALLIR VELKOMNIR
J.C. VÍK