Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRfL 1985
■■ Grein: ÁRNIJOHNSEN --
53
Nordlensk
SAFARI SAFARI SAFARI SAFARI SAFARI SAFARI SAFARI
ÓKEYPIS ÁNÆGJUSTUND
«BB - _ _ , Frítt inn til kl. 01.00
Aldurstakmark 18 ara Húsiö opnað kl. 10—03
Sími11559
SAFARÍ SAFARÍ SAFARÍ SAFARÍ SAFARÍ SAFARÍ SAFARÍ
Ólafur, Agúst og Helgi.
leið og Óli grípur andann á lofti:
„Sjáið alla unglingapoppþætt-
ina, allt útlent, undirlægjuhátt-
ur gagnvart útlendingum."
„Þetta leiðir hvað af öðru,“
heldur Helgi áfram. „Það þarf að
koma til hvatning."
„Sjáið Messoforte," skýtur óli
inn í. „Þeir gáfust aldrei upp en
slógu svo í gegn á heimsmarkaði,
en þeir eru líklega búnir með
kvótann í íslenska sjónvarpinu,
því það eina sem hefur lengi sést
til þeirra þar er sjónvarpsþáttur
sem fékkst gefins erlendis frá.
Nei, íslenska skemmtiefnið er
best.“
Menn verða að þora
að taka áhættu
„Það vantar það eðlilega," seg-
ir Helgi, „og til þess að það verði
frambærilegt í útvarpi og sjón-
varpi verða menn að þora að
taka einhverja áhættu, þora að
láta reyna á margt sem mun
ekki standast fullkomlega
ströngustu kröfur, a.m.k. ekki
fyrst í stað.“
„Það virðast allir vera að miða
við Skon-rokk-myndböndin,“
segir Ágúst. „En við eigum alls
ekki að vera að keppa við þessar
erlendu spólur sem kosta offjár
enda framleiddar af milljónafyr-
irtækjum og iðulega er bak-
grunnurinn gerður að aðaiatriði,
sviðsmyndin látin fylla yfir-
þyrmandi upp í miðlungs efni og
svo eiga menn að gapa af undrun
og aðdáun. Við tókum oft upp
lifandi tónlist beint með þjóð-
lagahópum og það tókst ágæt-
lega.“
„Við myndum treysta okkur til
að vera með fullan þátt einu
sinni í viku, svo mikið efni er til
á íslandi, venjulegt gott íslenskt
efni, sem kemur úr okkar eigin
jarðvegi," segir óli og Helgi tek-
ur undir það: „Við í Ríó erum til
dæmis dæmigert venjulegt efni.
Við fengum tækifæri til þess að
æfa saman þrir i skóla. Það kost-
aði mikla æfingu og við fengum
góð tækifæri, vorum meðal ann-
ars heilmikið í sjónvarpi og við
finnum sjálfir hve fólk hefur
gaman af þessu, en ef enginn
hefði opnað dyr fyrir okkur hefð-
um við ugglaust fjarað út án
þess að hafa nokkurn tíma náð
fullum straum. Það er mjög
slæmt ef aðrir fá ekki sama
tækifæri. Við erum engir stór-
brotnir listamenn, erum einfald-
lega á sömu bylgjulengd og
venjulegt fólk.“
„Við lifðum fyrir þetta. Okkur
fannst við vera að skapa eitt-
hvað, nutum þess að vera til,
syngja og spila og taka þátt í
gleðinni sem við höfðum af því
ásamt öðrum,“ sagði Óli.
„Okkur datt ekki í hug að við
fengjum þessa aðsókn í Broad-
way eins og raun ber vitni,“ hélt
Ágúst áfram.
„Reiknuðum ekki með svona
skemmtanalegri örvæntingu,“
bætti Helgi við.
„Það er svo skemmtilegt hvað
Eldridansaklúbburinn
ELDING
Oansaö í Félagshelmili'
Hreyfils í kvöld kl. 9-2
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar
og söngkonan Krlstbjörg Löve
Aögöngumiðar i síma 685520
eftirkl. 18.
Vorfagnaður Eldridansaklúbbsina Eld-
ingar verður { Hreyfilshúsinu 20. aprfl.
Miöasala hetst 13. aprfl kl. 21.00 á
ima staö. Stjórnin.
MorgunblaðiÖ/Fridþjófur Helgason
aldur gestanna í Broadway
spannar vítt svið. Þarna er ungt
fólk sem var 5 ára þegar við vor-
um að byrja í þjóðlagastússinu,
og þeir elstu sem mæta á svæðið
eru upp í áttrætt. Ein sjötíu og
fimm ára hélt upp á afmælið sitt
um daginn. Ef þetta er ekki
þverskurður af þjóðfélaginu sem
mætir þarna, þá er ég illa svik-
inn,“ sagði ÓÍi.
„Líklega ættum við að taka
upp sunnudagssýningar fyrir
yngsta fólkið,“ hélt Helgi áfram.
„Það ætti að vera óhætt að gera
útúrdúra úr því að skrekkurinn
er farinn, hann var svakalegur
fyrst."
»Ég var svo hræddur um að
muna ekki textana," sagði óli.
„Nú erum við að undirbúa
plötu í haust,“ hélt Ágúst áfram,
„með nýju efni í léttum dúr og
það er haustið sem við stílum
upp á.“
Krakkar hættir að
bölva á íslensku
„Ég kemst ekki frá áhyggjun-
um af unga fólkinu og menning-
unni,“ hélt Helgi áfram. „Af
hverju ekki að hafa það árvisst
þegar losnar um tíma eftir skól-
ana á vorin að grípa það besta úr
skemmtiefni hvers skóla fyrir
sig. Það verður að gera eitthvað í
þessu, láta ekki bara mata
okkur, láta ekki unglinga alast
upp án þess að það sé sungið og
leikið fyrir þá beint, augliti til
auglitis, hávaðalaust, en lag-
visst. Þetta er ægileg þróun. Það
er svo mikið til og mikið hægt að
gera.“
„Krakkar eru hættir að bölva
á íslensku," segir óli. „Nú heyrir
maður krakka segja hiklaust
fuck og shit og svo framvegis, en
það er nú farið að fjúka í flest
skjól þegar krakkar kunna ekki
að bölva á íslensku. Við megum
ekki sitja auðum höndum þegar
svo er komið, verðum að horfast
í augu við raunveruleikann og
snúa vörn í sókn.“
— á.j.
Stanslaust Ijör
Hljómsveitin
Metal
leikur af sinni alkunnu snilld frá kl. 10—03
í kvöld.
Mundu aö koma snemma
í kvöld (seinast beiöstu
alltof lengi í biörööinni).
kópurinn
é £•£
! Kriin:
J ^að verður mikil i >
J stemmning hj* nJraar'
! kvöld er Rdw °kkur /
Jjw
I Cís'»» úmn,,h?rim
°PÍð íri kl. 18—03.
ss