Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985
21
HOLLUSTUBYLTINGIN/Jón Óttar Ragnarsson
Reykingar
og mataræði
Þótt ótrúlegt megi virðast er
það enn útbreidd skoðun á ís-
landi að allur mesti munaður
mannlífsins sé annaðhvort
heilsuspillandi eða ósiðlegur.
Að vísu er þessi bábilja heldur
á undanhaldi eftir því sem fleiri
skilja að því aðeins er gaman að
njóta lífsins ef maður tapar ekki
heilsunni um leið.
Æ fleiri eru orðnir meðvitaðir
um að mestu lystisemdir lífsins
eru fólgnar í þeirri skemmtun
sem hvorki skaðar heilsuna né
gerir mann að fíknilyfjaþræl.
Og er nokkur munaður meiri
til en góður matur og drykkur,
skemmtilegur dans, ánægjulegt
kynlíf eða fjallgöngur og skíða-
ferðir í þolanlegu veðri.
Hollustubyltingin byggist m.a.
á því að sífellt fleiri eiga kost á
lystisemdum sem eru í senn ynd-
isauki og heilsubót.
Að reykja
Eitthvert besta dæmið um
óheilbrigða og tilgangslausa
nautn er að reykja. Lætur nærri
að þriðji hver reykingamaður
láti lifið fyrir nautn sína.
En ekki nóg með það. Svo
rækilega vanabindandi er nikó-
tínið í tóbakinu að það heyrir til
algjörra undantekninga ef reyk-
ingar verða ekki stjórnlaus
nautn.
Reykingamaðurinn er þar með
tilneyddur að troða upp í andlit-
ið á sér 20—25 sígarettum á dag
með tilheyrandi fjárútlátum,
heilsutjóni og mengun.
Að hætta að reykja
En það er meira en að segja
það að hætta að reykja. Því mið-
ur bíða þeirra sem leggja þennan
vana á hilluna ýmsar óskemmti-
legar hremmingar.
Eitt af þvi versta er hættan á
að fitna. Staðfesta rannsóknir að
þessi ’nætta er fyrir hendi, og er
því meiri sem meira var reykt.
Yfirleitt eru þessi aukakíló að-
eins tímabundið vandamál því
flestir eru búnir að ná sér aftur í
eðlilega þyngd eftir um það bil
ár.
Hitt er þó ennþá ánægjulegra
að þeim sem hafa fengið tilsögn
um mataræði og líkamsrækt
tekst yfirleitt að bægja vand-
anum frá með öllu.
Ráðgjöf
f grófum dráttum ætti hver sá
sem ætlar að hætta að reykja að
hafa eftirfarandi atriði i huga:
1. Hættan á offitu hjá þeim sem
leggja niður reykingar er ekki
eins mikil og af er látið. Engu að
síður er þetta vandamál afar
hvimleitt fyrir þá sem það bitn-
ar á.
2. Hver sem vill á að geta sneitt
hjá þessu vandamáli ef hann
Það er hreinn óþarfi að fitna þótt
maður hætti að reykja.
gerir lítils háttar lagfæringar á
eigin fæðuvenjum og hreyfingar-
venjum.
3. Hvað mataræði viðvíkur er
meginatriðið að draga úr neyslu
á feitum mat og fitu og svo á
sætum mat og sykri. Á móti þarf
að auka neysluna á grænmeti,
grófu korni og kartöflum.
4. Um hreyfingarvenjur gildir að
þar skiptir mestu að hreyfa sig
meira en venjulega, t.d. fara í
stuttar gönguferðir, fara regiu-
lega í sund eða álíka.
5. öfugt við það sem flestir
kunna að halda er hér ekki verið
að tala um róttækar breytingar
á lífsvenjum, heldur minni hátt-
ar lagfæringu þann tima sem
áhrif nikótínsins eru að fjara út
(um það bil eitt ár).
Sumir hafa látið vel af því að
fara á „fjörefnakúr“ eftir að þeir
hætta að reykja, þ.e. taka bæti-
efnapillur (oft rangnefndar
„vítamínpillur") í ákveðinn tíma.
Um helstu fjörefnablöndur
verður fjallað síðar í þessum
þætti. Hins vegar ætti að vera
augljóst að slíkir kúrar koma
aldrei í staðinn fyrir þau atriði
sem nefnd voru hér á undan,
þvert á móti.
Lokaorð
Eitt af þeim vandamálum,
sem oft koma upp þegar fólk
hættir að reykja, er að það fer að
fitna og getur jafnvel átt á
hættu að hlaupa í spik.
Að vísu er offita margfalt
hættuminna heilbrigðisvanda-
mál en reykingar. En það er ekki
sá boðskapur sem mestu skiptir í
þessu sambandi.
Kjarni málsins er sá að þessi
aukakfló eni vandamál sem auð-
velt er að komast hjá ef viðkom-
andi gerir minni háttar lagfær-
ingar á eigin lífsvenjum.
Þessar breytingar felast í stuttu
máli í því að borða mat sem er ívið
minna fitandi en ella og að auka
lítillega við daglega hreyfingu. Og
málið er leystl
Selfoss:
Hækkunar-
beiðni hita-
veitu vísað
frá öðru sinni
Selfossi, 10. aprfl.
HÆKKUNARBEIÐNI á gjaldskrá
hitaveitu frá stjórn veitustofnana á
Selfossi kom öðru sinni fyrir bæjar-
stjórn í dag en var ekki afgreidd
heldur vísað aftur til stjórnarinnar
og nánari skýringa krafist.
Stjórn veitustofnana fór fram á
10% hækkun gjaldskrár hitaveitu
frá 1. apríl að telja. Á bæjar-
stjórnarfundinum í dag kom fram
að ekki var meirihluti fyrir sam-
þykkt þessarar hækkunar frekar
en á síðasta fundi.
Á fundinum var samþykkt til-
laga þess efnis að vísa beiðninni
aftur til stjórnar veitustofnana
með ósk um að skrifleg greinar-
gerð um stöðu veitunnar lægi fyrir
á næsta bæjarstjórnarfundi sem
verður í maí.
Hækkunarbeiðnin er til komin
vegna borunar nýrrar holu á
veitusvæði hitaveitunnar eftir
áföll þar í byrjun árs.
Á bæjarstjórnarfundinum kom
til umræðu samningur hitaveit-
unnar við Hitaveitu Eyra og að
mögulegt væri að Hitaveitu Eyra
bæri að greiöa kostnaö vegna holu
sem boruð var til vatnsöflunar
fyrir hana en hefur nú verið dæmd
ónýt. Um þetta eru ákvæði í samn-
ingi veitnanna.
Sig. Jóns
,Apglýsinga-
síminn er 2 24 80
■■
Hildur Rögnvaldsdóttir tekur við 1. verðlaunum í hugmyndasamkeppni ui
skjaldarmerki fyrir Bessastaðahrepp af Sigurði Val Asbjarnarsyni, sveitai
stjóra.
Handhafar öryrkjaleyfa athugiö:
Þegar þið kaupið
POLONEZ
fáiö þiö stóran og sterkan bíl viö ykkar hæfí en á smábílaveröi:
155.800,- kr. kominn á götuna.
Bessastaðahreppur:
Skjaldarmerki
verðlaunað
Hreppsnefnd Bessastaðahrepps
ákvað á síðasta ári að efna til hug-
myndasamkeppni um skjaldarmerki
fyrir hreppinn. Tillögur bárust frá
fjörutíu og fjórum aðiljum, sem hver
um sig lagði fram eina eða fleiri
hugmynd.
Að mati hreppsnefndarmanna
og sveitarstjóra fengu 18 tillögur
eitt eða fleiri atkvæði. Á fundi
hreppsnefndar 28. marz sl. var
tekin endanleg ákvörðun um
hvaða tillaga fengi fyrstu verð-
laun og var það tillaga Hildar
Rögnvaldsdóttur, Sjávargötu 29,
Bessastaðahreppi.
Um merki sitt segir Hildur:
„Blár grunnur, þar sem hvítar lín-
ur tákna láréttar línur landsins,
hafið undir og himininn yfir. Fugl,
seni höfða á tii mikils fuglalífs í
bænum.“
Önnur Verðlaun hlaut Sigur-
sveinn H. Jóhannesson, Lamba
staðabraur. 8, Selt.iarnarnesi, en
Skjaldarmerki Bessastaðahrepps.
hreppsnefndin ákvað aö veita ekki
þriðju verölaun þar sen*. ekk' náð
isr, samstaör, innan nefndarinnar
um hver ætti aö hijóta þau. Þess ,
staö var ákveðið aö láta verðlaun-
in renna tií æskulýðsmáia.
★ Þjónustan hjá okkur er rómuð.
★ Við bjóAum ykkur góAan reynsluakstur
og aAstoA viA lausn einstakra vanda-
mála.
* KomiA og kaupiA stóran og sterkan bfl
sem er þægilegur í akstri, hagnýtur, end-
ingargóAur og fallegur.
Polonez-umboöid Ármúla 23, s. 685870 - 81733.