Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRlL 1985 19 Morgunblaðid/Bjarni Styrkyeiting úr Vísindasjóði Dýralæknafélagsins: Frá afhendingu styrkja úr Vísinda- sjóði Dýralæknafélagsins í gær. Frá vinstri: Sigurður Örn Hansson, ritari, Birnir Bjarnason, styrkþegi, Páll Agnar Pálsson, formaður sjóðsstjórnar, Halldór Vigfússon, styrkþegi og Brynjólfur Sandholt, gjaldkeri. við Morgunblaðið, að dýralækn- ar hefðu fullan hug á að styrkja sjóðinn og það hefðu þeir gert í hvívetna, en upphafið hafi þó komið frá sonum Sigurðar, þeim Guðbrandi, Jóhanni og Skildi. Sigurður Einarsson Hlíðar var fæddur 4. apríl 1885 í Hafnar- firði. Foreldrar hans voru Einar organisti og trésmiður þar Ein- arssonar bónda i Laxárdal i Eystrahreppi Einarssonar og kona hans, Sigríður Jónsdóttir bónda í Hörgsholti í Ytrahreppi Jónssonar. Hann lauk fjóröa bekkjar prófi í Lærða skólanum í Reykjavík 1904 og embættis- prófi í dýralækningum við Dýra- lækna- og landbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn 1910. Síð- ar var hann á þriggja mánaða Tveir hlutu styrk á 100 ára afmæli Sigurðar Hiíðar ÚTHLUTUN úr Vísindasjóði Dýralæknafélags íslands fór fram í gær, föstudaginn 12. aprfl, og hlutu tveir styrk samtals að upphæð 100 þúsund krónur, þeir Birnir Bjarnason, dýralæknir, sem nú stundar framhalds- nám í Danmörku og fæst við nautgripasjúkdóma, og Halldór Vigfússon, sem um langan aldur hefur unnið hjá Sauðfjárveikivörnum og stundað þar sjúkdómsgreiningar og sýklarannsóknir. Vísindasjóður Dýralæknafé- lags íslands var stofnaður og skipulagsskrá hans staðfest hinn 22. júlí 1968. Sjóðurinn er stofn- aður af sonum Sigurðar Einars- sonar Hlíðar, yfirdýralæknis, til minningar um föður þeirra og móður, Guðrúnu Louisu Hlíðar. Áður hafa 6 aðilar hlotið styrk úr sjóðnum, dýralæknarnir: Þorsteinn ólafsson, Eggert Gunnarsson, Grétar Harðarson, Ólafur Oddgeirsson, Halldór Runólfsson og Helgi Sigurðsson. { skipulagsskrá sjóðsins segir að úthlutun skuli fara fram ár hvert hinn 4. apríl, á afmælis- degi Sigurðar E. Hlíðar. Fyrsta úthlutun fór fram árið 1975 á níræðisafmæli Sigurðar, en út- hlutunin í ár, er tveir hljóta styrk, er í tilefni 100 ára afmælis hans, en þar sem það bar upp á skírdag var úthlutun frestað um nokkra daga. Formaður sjóðsstjórnar er Páli Agnar Pálsson, yfirdýra- læknir, og sagði hann i viðtali Sigurður E. Hlíðar dýralæknir. námskeiði við sama skóla, á ár- inu 1922, og veturinn 1929—30 stundaði hann nám í efnagrein- ingu mjólkur og kjarnfóðurs og í jarðvegsrannsóknum við rann- sóknarstofnun í Kiel. Árið 1910 var hann skipaður dýralæknir á Norður- og Austurlandi með búsetu á Akureyri. Gegndi hann því embætti fram til ársins 1943, er hann var skipaður dýralæknir í Reykjavík og yfirdýralæknir landsins. Af dýralæknisembætti í Reykjavík lét hann 1950, en yf- irdýralæknisembætti gegndi hann til sjötugsaldurs. Sigurður E. Hlíðar var valinn til ýmissa trúnaðarstarfa og vann að ýmsum félagsstörfum jafnframt embætti sfnu. Hann var stjórnarnefndarmaður Ræktunarfélags Norðurlands frá 1912—1943 og formaður þess 1921—1943. f bæjarstjórn Akur- eyrar átti hann sæti 1917—1938 og var forseti hennar frá 1932. Heilbrigðisfulltrúi á Akureyri var hann 1918—1943. Hann átti sæti á búnaðarþingi 1921—31. Þingmaður Akureyringa var hann 1937—1949, sat á 17 þing- um alls. Hann var kosinn í full- trúaráð Rannsóknastofnunar háskólans 1936 og formaður milliþinganefndar í mjólkurmál- um 1943. Hann átti sæti í stjórn Stúdentafélagsins á Akureyri, Taflfélags Akureyrar og Leikfé- lags Akureyrar, var formaður Dýralæknafélags fslands 1935—1943 og formaður Dýra- verndunarfélags íslands um langt skeið. Hann sinnti ýmsum ritstörfum, stofnaði blaðið ís- lending á Akureyri 1915 og var ritstjóri þess til 1920, var rit- stjóri Dagblaðsins á Akureyri 1914—1915 og Einars Þveræings 1926 og ritaði fjölda greina í er- lend og innlend tímarit og blöð. Hann samdi og gaf út nokkur rit um búfjársjúkdóma. Hann var og kunnáttumaður og áhuga- maður um mannfræði og ætt- fræði, og eftir að hann lét af embætti, gaf hann út mikið rit um Árnesingaættir. Kona Sigurðar Hlíðar var Guðrún Louisa Guðbrandsdóttir kaupmanns og konsúls í Reykja- vík Teitssonar Finnbogasonar og konu hans, Jakobine Frederikke Louise Zimsen. Sigurður lézt 18. desember 1962, en kona hans hálfu ári síðar eða 6. júní 1963. Hinn 19. desember 1962, dag- inn eftir lát Sigurðar Hlíðar, var hans minnst á Alþingi og sagði þá forseti sameinaðs þings m.a.: „Sigurður E. Hlíðar gegndi um langt skeið annasömu embætti af árvekni og áhuga, en sinnti jafnframt því fjölmörgum störf- um öðrum af alúð og ósérhlífni, eins og ráða má af því, sem hér hefur verið rakið af æviferli hans. Hann vann á löngum emb- ættisferli giftudrjúg störf fyrir bændastétt landsins. Hann var Ijúfmenni og gott til hans að leita með ýmis vandamál, af- burða vinsæll og vel látinn af öllum, sem við hann þurftu að skipta, stefnufastur í skoðunum, en samvinnuþýður í félagsmál- um.“ Alþýðubankinn á Akureyri: Kynning á verk- um Gunnars Dúa Júlíussonar KYNNING á verkum Gunnars Dúa Júlíussonar listmálara stcndur nú yf- ir í Alþýðubankanum á Akureyri. Gunnar Dúi hóf nám í myndlist á Akureyri 1946 hjá Hauki Stefáns- syni. Síðan stundaði hann nám í Handíða- og myndlistarskólanum í Reykjavík. Þá hefur hann einnig stundað nám erlendis í mörg ár. Menningarsamtök Norðlendinga standa að þessari listkynningu, sem er 8. einkasýning Gunnars. Sýningunni lýkur 31. maí. (Úr frétlatilkynninpu.) FILIDICASAFENDI MEÐ VOR í REYKJAVÍK í dag 10-16. í dag opnar mjög sérstæð garnverslun, sannkallað Garn-Gallerí, á Skólavörðustíg 20. í Garn-Gallerí er tískugarn beint frá tískuborginni Flórens á Ítalíu, siálftlFili-De Casa Fendilgarnið — í ótrúlegu úrvali og litavali. Að sjálfsögðu höfum við einnig lopalínuna frá Álafossi og Gefjunni. FiliDi CASA FENDI Vor og sumarlitirnir frálFili-De Casa Fendi eru fallegir, það er sannkallað ítalskt vor á Skólavörðustígnum. Skólavörðustíg 30 Sími 1 -35-30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.