Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRlL 1985
Pælt í Passíusálmum
— post festum
— eftir Gunnar
Björnsson
Á pálmasunnudag birti Þjóð-
viljinn líflegt samtal við Megas,
þar sem síra Hallgrímur Péturs-
son og Passíusálmar hans voru á
dagskrá. Tilefni viðtalsins var
flutningur Megasar á Passíusálm-
unum við eigin tónlist flytjandans.
Það var í rauninni guðfræðilegur
skemmtilestur og vakti nokkra
sundurlausa þanka hjá þeim les-
anda, sem hér tekur sér penna í
hönd. Blaðamaðurinn hefur haft
stöðvun í sér til þess að fletta upp
hér og hvar í handbærum bókum
um Passíusálmana, guði sé lof
minnugur þess, að örðugt er að
spyrja af viti, nema spyrillinn hafi
einhverja lágmarks-innsýn í efnið.
Einkum eru það gömul skrif eftir
Halldór Laxness og bók Sigurðar
Nordal um síra Hallgrím og sálma
hans, sem blaðamaðurinn styðst
við. Megas verður fyrir svörum og
segir margt athyglisvert. Þó hefur
hann nokkra tilhneigingu til þess
að samþykkja gagnrýnislaust það,
sem blaðamaðurinn þylur upp úr
heimalærdómi sínum og verður þá
eins og bakarasveinninn góði i
„Dýrunum í Hálsaskógi", einkar
geðug persóna, eins og við munum,
en ekki alltént athugul að því
skapi: „Var það ekki áreiðanlega
kíló pipar? Ja, jújú, það var
ábyggilega kíló pipar.“
Þagad yfir kirkjunni
í þessu skemmtilega viðtali er
vandlega þagað yfir kirkjunni.
Þótt Megas ræði að vísu um „hefð-
ina“, sem hefur mótað hann í upp-
eldinu, liggur lesandanum ekki í
augum uppi, hver sú hefð sé, né
heldur hver hafi geymt hennar.
„Ómögulegt er með
nokkrum rökum að ve-
fengja, að meginþættir
þeirrar frásagnar, sem
er efni Passíusálma síra
Hallgríms Péturssonar,
hafi í raun og veru átt
sér stað. Hér eru á ferð
sögulegir atburðir á
sama hátt og orrustan
við Waterloo eða stofn-
un íslenska lýðveldisins
á Þingvöllum.“
Næstum hægt að segja, að manni
detti í hug, að síra Hallgrímur,
þessi „skemmtilegi og holdlegi
sjarmör", hafi verið haldinn ein-
hverri óíbotnanlegri dillu, sem
varðveist hafi á íslandi síðan fyrir
tilviljun. Og við kveður þessi
skrökkenndi tónn, þegar rembst er
við að þegja yfir kirkjulegri
kristni sem íslenskum veruleika
bæði fyrr og síðar. í staðinn er
allri athygli beint að því „hvað
Grímur sé að pæla“. Áhugi við-
mælendanna á Passíusálmunum
virðist sprottinn af einhvers konar
einka-brilléringu þeirra sjálfa.
Þeir rembast við að breiða yfir
það, að síra Hallgrímur var lút-
erskur prestur og án kirkjunnar
og varðstöðu hennar um „hefðina"
hefði Megas aldrei frétt, að Pass-
íusálmarnir væru til.
Var grunnt á því
góða með Drottni alls-
herjar og síra Hall-
grími Péturssyni?
Það hefur verið tíska á íslandi
um hríð, að taka undir það með
Sigurði Nordal, prófessor, að það
andi heldur köldu í garð Guðs föð-
ur frá skáldinu síra Hallgrími.
Það sé ekki fyrr en í 44. Passíu-
sálmi, að sættir takist með þeim
tveimur. Ekki virðist samt ýkja
mikið vantraust á Himnaföðurinn
í þessu versi 2. Passíusálms:
Óbljúgur skaltu aldrei neitt
útheimta, sem þér girnist veitt
til holdsins muna hentugt þér.
Hugsa jafnan, að drottinn sér,
hvað lífi og sál til liðs er nú,
langtum betur en sjálfur þú.
(2,18.)
Eða þessu:
Ef hér verður, sem oft kann ske,
undandráttur á hjálpinni,
bið styn andvarpa æ þess meir,
sem aukast vilja harmar þeir.
Föðurlegt hjarta hefur guð
við hvern, sem líður kross og nauð.
(3,16)
Og hér yrkir varla maður, sem
skortir guðstraust:
Enn finnur þú hér framar
frelsarans dæmið best.
Hörmungar hættusamar
og honum lágu mest.
Sitt traust þó setti hann
á guðs föður gæsku ríka.
Gjörðu það, sál mín, líka,
ef kross þig henda kann.
Mjög mörg dæmi af þesu tæi
mætti tilfæra til þess að færa
sönnur á það, að þótt frelsarinn
skipi að vísu þann sess, er honum
ber í sálmunum, þá er þó langur
vegur frá, að halli á Föðurinn í
umfjöllun Passíusálmanna.
Guð og Satan
I viðtalinu kemur fram sú
hugmynd, að „drottinn dómsins,
ásamt framkvæmdavaldi sínu,
djöflinum, sé tákn stjórnarfars-
ins, en Jesús tákn manneðlisins".
Hér er mjög óbiblíulegt álit á ferð.
Þótt Gamla testamentið, helgi-
ritasafn Jesú sjálfs og landa hans,
samanstandi af ákaflega fjöl-
breytilegum bókum, sem varla ber
saman í nokkrum punkti, þá má
þar lengi leita með logandi ljósi,
árangurslaust, til þess að finna
þeirri skoðun stað, að djöfullinn sé
framkvæmdavald Drottins.
Jesús var sakaður um að reka út
illa anda með fulltingi Satans.
Svar hans við þeirri ákæru var
líkingin um hinn sterka, alvopn-
aða mann, er varðveitir hús sitt
svo, að allt er í friði, sem honum
heyrir. Vald Jesú yfir illu öndun-
um er sönnun þess, að Satan er
sigraður og hyski hans. „Ég sá
Satan falla af himni eins og eld-
ingu,“ sagði Jesús um það mál.
Dagar Satans eru taldir. Tap hans
verður að fullu opinbert við endi
daganna. Uns það verður, notar
Satan þann tíma, sem eftir er, til
þess að vinna eins mikinn skaða
og honum er unnt.
í sköpunarfrásögn Fyrstu Móse-
bókar er fjallað um leyndardóm
hins illa með þeim hætti m.a., að
sögð er sagan af viðureign Adams
og Evu við höggorminn, er tælir
til óhlýðni við vilja hins góða
Guðs. í Jobsbók skipar Satan sess
eins konar opinbers saksóknara,
sem efast um staðfestu og ráð-
vendni Jobs og Drottinn, sem
sínu leyti kemur ekki til hugar,
Job muni falla frá hlýðni sin
leyfir Satan að reyna Job. I kva
islok snýr Drottinn við högi
Jobs á nýjan leik og blessar síði
æviár hans meira en hin fyrri.
Kenning Jesú um
Föðurinn á himnum
f kenningu sinni vitnaði Jesú
Gamla testamentið. Guð er eii
algóður og almáttugur. Hann
strangur í dómum, en einnig ai
ugur af miskunn. I siðferðilegi
efnum byggði Jesús á alkunni
grundvelli, þótt hann liti um lei
lífið frá öðru sjónarhorni en lai
ar hans í samtímanum. Dæmisi
ur hans, sem eru að mörgu le
skýrasta heimildin um skoða
hans, virðast hafa inni að hal
eitt, ákveðið stef: Örlagastund
upp runnin og kallar á viðbrög
verki. Gimsteinasala er boðin d;
indis perla á tækifærisverði
verður að grípa gæsina meðan h
gefst, þótt hann verði að kosta
þess öllum eigum sínum. Sakboi
ingur er á leið til réttarhalda
nú ríður á fyrir hann að sætt
strax við móstöðumanninn. Guf
kominn til fundar við mennim
nærgöngulli hátt en nokkru sii
fyrr. „Tíminn er fullnaður, gu
ríkið er nálægt. Gjörið iðru
Orðið „iðrun“ hefur á íslens
keim af „að þykja leiðinlegt
hafa syndgað". En það er e
þetta, sem felst í orði gríska fru
texta guðspjallanna. Á grísku þ
ir iðrun að hugsa sig um tvisv
fá eftirþanka, skipta um skoðui
þessari merkingu er „iðrun" e:
urhæfing hugmynda og tilfii
inga, sem leiðir af sér nýtt myr
ur lífs og hegðunar, svonefi
ávexti iðrunarinnar.
Það er fásinna að láta sér
hugar koma, að „djöfullinn
framkvæmdavald drottins" í Pa
íusálmunum. í kenningu Jesú
Guð óvefengjanlega góður, e
illur. Ekkert illt afl getur ke]
við hann í alvöru. Satan er æv
lega undir Guð settur, þó ekk
þeim skilningi að vera verkfæi
hendi hans, ennþá síður kep
nautur hans í neinni merkin
Hið illa er nokkurs konar ein!
Systkini sýna
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Ilafnfirðingar virðast vera að
eignast marktækan sýningarsal í
llafnargörðum við Strandgötu því að
þar rekur hver sýningin aðra. Gæðin
hafa þó verið mjög misjöfn til þessa
en allt tekur sinn tíma og það væri
meira en æskilegt að tilraunin
heppnaðist. En salurinn þyrfti að
vera a.m.k. einu herbergi stærri og
lýsingin sveigjanlegri til að gera sýn-
ingarnar áhugaverðari og forvitni-
legri.
Um þessar mundir sýna þar tvö
systkini, þau Jóna Guðvarðardóttir
og Einar Már.
Jóna er menntuð úr Myndlista-
og handíðaskóla íslands, þar sem
hún lagði stund á leirlist. Mynd-
verk hennar á sýningunni eru eins
konar keramikskúlptúrar, er hún
formar eftir frjálsu hugarflugi,
svo og nokkrar skálar.
Handverk listakonunnar er
mjög traustvekjandi og það er al-
veg víst, að hún á erindi inn á
þetta svið formtilrauna, sem hún
hefur valið sér. Nær iðulega eftir-
tektarverðum og sannfærandi
árangri.
Það er erfitt að gera upp á milli
verka hennar því þau hafa öll
eitthvað til síns ágætis og kalla
fram í hugann ýmsar hugleiðingar
um lífið og tilveruna um leið og
þau standa fyrir sínu formrænt
séð. En á þessum stað eru verkin
ekki alveg í sínu rétta umhverfi —
þyrftu að afla sér fulltingis meira
seiðandi andrúms og fullkomnari
lýsingar.
Einar Már sýnir ágætlega vel
teknar og vel gerðar litmyndir frá
háfjöllum Norður-Pakistan og
Skaftafelli. Einnig röð kalligraf-
ískra æfinga, sem hann hefur unn-
ið á hreinan og svipmikinn hátt.
Dregið saman í hnotskurn þá er
þetta langsamlega áhugaverðasta
sýningin sem ég hef séð á þessum
stað.
Empire Brass Quintet
Frábærir tónleikar
Tónlist
Björn Guðjónsson
Dagana 2. og 3. apríl gekkst
Tónlistarfélagið í Reykjavík
fyrir tónleikum í Austurbæjar-
bíói og Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Þar spilaði Empire
Brass Quintet (Rolf Smedvig og
Charles Lewis á trompeta, John
Ohanian á horn, Scott Hartman
á básúnu og James Pilafian á tú-
bu). í rúm fjörutíu ár hef ég sótt
tónieika nokkuð reglulega en
aldrei hef ég skemmt mér eins
vel og þarna. Einu gilti hvað
mennirnir spiluðu, þeir kunnu
allt og léku sér að því.
JTónleikarnir hófust með tríó-
sónötu eftir Albinoni. Þetta léku
mennirnir utanbókar af slíkri
snilld, að sú hugsun læddist að
gömlum blásara að hann hefði
betur valið sér annað ævistarf.
Mennirnir sem þarna blésu voru
jafnvígir á Bach, Mozart, Purc-
ell, Hándel og þá meistara alla.
Til marks um snilld þeirra má
geta þess að þeir spiluðu allegro-
kafla úr hornkonsert K. 447
(upphaflega saminn fyrir
strengjasveit) eins og Mozart
hefði samið konsertinn sérstak-
lega fyrir þá. Ég veit að Mozart
væri mér sammála hefði honum
gefist tækifæri til þess að hlusta
á jiessa kappa. Ánægjulegt var
líka að heyra þá spila sinfóníu
fyrir málmblásara eftir sovéska
tónskáldið Viktor Ewald (d.
1935). Ewald þessi er skammar-
lega lítið þekktur en stórmerki-
legt tónskáld.
Eftir hlé birtust garparnir
með rauðar slaufur við kjólinn
og spiluðu það sem oft er rang-
lega kallað léttari tónlist.
Ógleymanleg er mér með öllu
meðferð Smedvigs á virtúósa-
stykkjum Herberts Clarke og
Raphaels Mendes. Og ég sem
hélt að Mendes væri mest
trompetsnillingur í heimi. Ni
veit ég betur: það er Rolf Smed
vig. Ógleymanleg eru mér einni(
túbusólóin hans Pilafians í Stari
and Stripes, sem upphaflega ei
samin fyrir piccolo-flautu. Þega:
Charles Lewis spilaði hægu kafl
ana úr Porgy and Bess var engi
líkara en að sjálfur Cottie Willi
ams væri mættur á staðinn. Bás
únuleikarinn Scott Hartmai
brilleraði sleitulaust allan tím
ann. I einu orði sagt: frábæri
tónleikar.
En er þó ótalið það sem va:
einna ánægjulegast á þessun
tónleikum, en það er hin stór
glæsilega sviðsframkoma kvint
ettsins. Vissulega mætti húi
vera öðrum til eftirbreytni, ekk
síst þeim löndum vorum sen
standa á palli eins og framm
fyrir aftökusveit. Ferfalt bravi
fyrir Tónlistarfélaginu og mætt
um við fá meira að heyra.