Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985
Skakskolinn
Innritun hefst í dag og á morgun, laugardag og sunnu-1
dag, frá kl. 2—7 báöa dagana.
Kennt veröur í byrjenda- og framhaldsflokkum kl. 5—7 I
á daginn en fulloröinsflokkar frá kl. 8—10 á kvöldin.
I Klúbbfélagar, opiö hús á innritunartímanum.
| Geymiö og sýnið auglýsinguna.
Skákskólinn Laugavegi 51, sími 25550.
Bingó ^ IIkkll~
Bingó
í Glæsibæ í dag kl. 13.30.
Hæsti vinningur 25.000 kr. Heildarverömæti
vinninga yfir 100.000 + aukaumferö.
VrfTIAf/SiMfÍC
HÚS GÖMLU DANSANNA.
Gömlu dansarnir
í kvöld ffrá kl. 9—3
Hljómsveitin
DREKAR ásamt
hinni vinsælu
söngkonu
MATTÝ JÓHANNS
Aöeins rúllugjald.
... a Opiö næstu
Ain.. laugardagskvöld
KJúklingakJötseyði Celestln
eða
Parmaskinka á melónu
Aðalréttlr:
Hvítlaukskryddað lambabuff
með gratlneruðu blómkáll
eða
Marlneruð kjukllngabrlnga með vlskísósu
eða
Fylltur grfsahryggur með rauðkáli og rauðvínssósu
eða
Roastbeef meö bearnalssósu og ofnbakaðrl kartöflu
Eftlrréttur:
Mokkarjómarönd
Salat- og brauðbar.
Slgurður Þ. Cuðmundsson lelkur á pianó.
HÓTEL LOFTLEIÐIR |í
FLUCLEIOA jm HÓTEL
Kjöthátíð
Forréttur:
„Við erum einfaldlega
á sömu bylgjulengd
og venjulegt fólk“
Rætt viö strákana í Ríó tríói sem vilja upphefja íslenskt
skemmtiefni
Ríó tríó, eldfjörugir í andan-
um flytja þeir boðskap sinn,
óð til lífsgleöi og hins nota-
lega. Þeir tóku sig til eftir
nær 10 ára hlé og dubbuðu
sig upp fyrir gesti og gang-
andi í veitingahúsinu Broad-
way sl. haust og síðan hefur
ekki linnt látunum þar þegar
félagarnir hafa verið á ferð
ásamt Gunnari Þórðarsyni og
stórbandi hans. Þeir félagar
hafa sannarlega engu
gleymt, en ýmislegt lært af
lífsins komidí. Helgi Péturs-
son, Ólafur Þórðarson, Ágúst
Atlason, röðin er eftir mál-
gleði þeirra í viðtali um forn-
ar slóðir í þjóðlaga- og vísna-
söngnum og sama söngstfl í
dag. Auðvitað talar Helgi
mest og Óli næstum eins og
Ágúst minnst. Hvers vegna?
Vegna þess að þannig hefur
það verið frá því þeir félagar
fóru fyrst að troða upp og
það hefur komið eins eðlilega
út eins og Ríó er náttúrulegt
og eðlilegt fyrirbrigði í söng-
menningu íslendinga og við
skulum ekki gleyma „fóta-
takinu í fjarska“, Jónasi
Friðrik, textahöfundinum
sem hefur það fyrir sið að
hitta í mark og hefur með
sóma og sann verið einskon-
ar undiralda í Río.
Dróst á langinn ad
stilla hljóðfærin saman
Botninn var hálfsleginn úr Ríó
tríói árið 1974 þegar Helgi lenti í
ferðalögum, en áður en gjarðirn-
ar féllu gáfu þeir félagar út
plötu árið 1977. Hún hét Ríó fólk
og var að sjálfsögðu stíluð upp á
fólk. Meðal ferðalaganna sem
Helgi lenti í fyrir fólks-plötuna
var tveggja ára viðlega í Wash-
ington í Bandaríkjunum. Reynd-
ar hafa bæði Helgi og'óli gefið
út sjálfstæðar plötur frá því að
tríóið lagðist á hilluna um sinn,
en svo kom að því fyrir nokkrum
árum að sprotarnir á laukunum
fóru að hnusa eftir einhverjum
titringi, enda var það rökrétt af-
leiðing þess að Helgi komst loks
heim úr ferðalögum og þá fóru
að skjóta rótum hugrenningar
um að ef til vill væri nú ástæða
til þess að taka upp þráðinn á ný.
En þar sem þeir félagar tóku
skjótt upp hefðbundna aðferð ís-
lendinga með vinnu, meiri vinnu
og enn meiri vinnu dróst á lang-
inn að hljóðfærin væru stillt
saman.
Fyrir nokkrum árum kom upp
hugmynd hjá ólafi Laufdal í
Broadway að koma á þjóðlaga-
kvöldi í gamla stílnum. En það
gekk ekki í það skiptið og þeir
félagar héldu áfram sínum störf-
um, Helgi sem fréttamaður á út-
varpinu, óli lauk tónlistarskól-
anum, fór í kennslu sem tón-
menntakennari og duddaði sér
eins og íslendingum er tamt, svo
notað sé hans eigið orðalag, og
síðan gerðist h.ann starfsmaður
Ríkisútvarpsins. Ágúst hefur
allan þennan tíma leikið í ýms-
um hljómsveitum, m.a. Alfa
Betu og um árabií hefur hann
unnið í hljóðfæraverslun Poul
Bernburg.
Hallærislegir og
dottnir úr móð?
„Ég held að við höfum dregið
lappirnar, að koma saman svo
lengi sem raun ber vitni, vegna
þess eins að við óttuðumst að
vera orðnir of taugaóstyrkir,
gamaldags og hallærislegir,
hreinlega dottnir úr móð,“ sagði
Helgi og brosti sínu hæverska
brosi.
„En það sem vegur á móti,“
hélt óli áfram, „er að það vantar
alveg skemmtikrafta. Það má
segja að þeir sömu séu enn á
ferðinni og voru þegar við vorum
á fullri ferð um allar trissur,
ómar, Laddi eru enn að ódrep-
andi og síungir í þessu, en á hinn
bóginn voru margir fleiri í þessu
stússi fyrir 10—20 árum, margir
mjög góðir, en nú er svo til ekk-
ert nýtt á ferðinni."
Aumingjaskapur í
ræktun á íslensku efni
„Mér finnst sjónvarpið hafa
brugðist mjög illilega í þessum
efnum,“ segir Helgi, „og Félag
íslenskra hljóðfæraleikara hefur
brugðist hrapallega," skýtur óli
inn í. „Já, aumingjaskapurinn í
ræktun á íslensku efni ríður ekki
við einteyming," heldur Helgi
áfram. „Islenska efnið í sjón-
varpinu hefur verið það besta
um langan aldur, að minnsta
kosti það sem fólk vill sjá, en nú
er ekkert nema Duran Duran,
Duran Duran,“ bætir óli við og
er nú orðinn all goslegur á svip-
inn.
Dekrað við djöf-
ulsins poppvælinn
„Alls staðar eru menn að gera
eitthvað hér á landi,“ heldur óli
áfram, „skapa og skemmta,
vinna með íslenskt efni, en það
kemur ekkert af því í sjónvarp-
inu, það er eins og sjónvarpið
skammist sín fyrir það sem er
íslenskt. Við sjáum hins vegar
alls staðar hvað fólk skemmtir
sér og til hvers er leikurinn gerð-
ur, ef ekki til þess. Fólk gleðst
einnig ef hlutirnir ganga vel, en
það gengur auðvitað ekkert ef
ekki er ýtt undir ungt fólk til að
gera hluti sjálfstætt í tónlist-
inni, það má að minnsta kosti
ekki endalaust slá á útrétta
hönd. En það er dekrað við djöf-
ulsins poppvælinn á rás 2, það
vantar ekki.“
„Þetta er alveg rétt,“ segir
Helgi. „Það er ekkert gert til
þess að hjálpa því íslenska í
samkeppninni við útlenda texta,
útlent efni sem flæðir yfir og
stuðlar að því að gera okkur að
glópum sem tökum því þegjandi
sem að okkur er rétt og biðjumst
loks afsökunar á því að vera til.
Við erum með íslenska texta við
bæði innlend og erlend lög í
bland og það kemur ágætlega út.
Við keyrum að minnsta kosti
ekki íslenska tungu ofan í skúffu
og tvílæsum eins og sumir virð-
ast vilja í okkar þjóðfélagi."
„Þeir segjast ekki spila íslensk
lög á rás 2 vegna þess að það taki
svo langan tíma að gera skýrsl-
urnar, nenna því ekki,“ segir óli.
„Það er miklu fljótlegra að
rumpa þessu útlenda í gegn,
kyngja ótuggið."
Það er blússandi
efni um allt land
„Það er blússandi efni um allt
land, sem hægt er að vinna úr
íslenskt efni fyrir útvarp og
sjónvarp," segir Helgi. „Fólk á
ýmsum aldri, þótt mest sé grósk-
an hjá skólakrökkunum og þau
standi fyrir mörgum skemmtun-
um, eins og til dæmis í Háskóla-
bíói. Af hverju ekki að sníða
þarna úr efni fyrir sjónvarp, rás
2 og rás l.“
„Það sem er íslenskt núna er
álitið annars flokks efni,“ heldur
Óli áfram, „púkalegt og leiðin-
legt. Hér áður fyrr voru
þjóðlagakvöld eftir þjóðlaga-
kvöld þar sem lifandi tónlist var
flutt og menn tóku þátt í leikn-
um af lífi og sál. Nú hossar hið
opinbera aðeins Duran Duran og
einhverju sem er flutt inn í loft-
þéttum umbúðum, íslensku til-
þrifin eru snúin niður með
afskiptaleysi."
„Blöðin eru að fylgjast svolítið
með en ekki útvarp eða sjón-
varp,“ segir Helgi og dæsir um
Helgi: „Það var góður skóli að ferðast á sínum tíma,
kynnast fólkinu og landinu. Við náðum að vísu aldrei
að spila á nokkrum stöðum, Patreksfirði, Djúpavogi,
Borgarfirði eystra, Hrísey, Grímsey og Flatey og
kannski áttum við fleiri staði eftir. En það er víst að
við hefðum aldrei kynnst helmingnum af landinu ef
við hefðum ekki verið að spila og syngja.
Agúst: Við lentum meira að segja í þriggja mánaða
hljómleikaferðalagi í Bandaríkjunum, sungum í skól-
um, útvarpsstöðvum og sjónvarpi. Þá ferðuðumst við
um Norðurlönd og við fórum allvíða vegna Eyjagoss-
ins, m.a. til Kanada, New York og til Osló í sjónvarps-
upptöku.“
Ólafur: „Það hefur í sjálfu sér komið okkur mjög á
óvart hvað viðtökurnar í Broadway eru góðar og er
einkar ánægjulegt fyrir okkur. Við vitum að það er
einfalt, við flytjum það eins vel og við getum og
líklega flokkast þetta undir sígilt alþýðuefni, en mót-
tökurnar undirstrika það sem gefur okkur mesta
gleði, að við höfum ekki verið að tuða til einskis.