Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRlL 1985 Fnunvarp til þingskaparlaga: Nýjar reglur um fyrirspurn- ir og utandagskrárumræðu Fram hefur verið lagt á Alþingi frumvarp til breyttra þingskapar- laga, sem kveða m.a. á um skýrari og markvissari reglur um fyrirspurn- ir um umræður utan dagskrár. Flutningsmenn eru Þorvaidur Garð- ar Kristjánsson (S), Salome Þorkels- dóttir (S), Helgi Seljan (Abl), Eiður Guðnason (A) og Stefán Benedikts- son (BJ). Helztu nýmæli frumvarpsins eru, samkvæmt athugasemdum sem því fylgja: 1. Stjórn þingsins er efld með skipulegum og markvissum vinnubrögðum. Að þessu lúta ákvæði um hlutverk forseta þingsins, 2. mgr. 11. gr., og ákvæði um verkefni fasta- nefnda þingsins, 6. mgr. 15. gr., svo og ákvæði 2. mgr. 18. gr. og 6. mgr. 28. gr. sem stuðla að því að þingmálum sé útbýtt tíman- lega svo að meðferð mála verði dreift sem jafnast á þingtíman- um. 2. Fjölgað er fastanefndum í sam- einuðu þingi með því að gera þar ráð fyrir félagsmálanefnd, 1. og 2. mgr. 15. gr. 3. Settar eru reglur um hnitmið- aðri meðferð þingsályktunar- tillagna en verið hefur. Stuðlað er að því að tillögur til þings- ályktunar verði aðeins bornar fram í sameinuðu þingi. Tvær umræður þarf um allar þings- ályktunartillögur til þess að þær nái samþykki til fullnaðar. Tímalengd fyrri umræðu er takmörkuð nema um sé að ræða tillögur um tiltekin mikilvæg mál. Reglur þessar miða að því að meira ráðrúm gefist til eig- inlegra löggjafarstarfa í þing- deildum, 28. gr. 4. Breytt er reglum um fyrir- spurnir þannig að umræðan er bundin einungis við fyrirspyrj- anda og viðkomandi ráðherra og ræðutími styttur. Með þessu er komið í veg fyrir að almenn umræða drepi á dreif sjálfri fyrirspurninni og tilgangi fyrirspyrjanda með henni. Jafnframt gefur þetta meira svigrúm til löggjafarstarfa þingsins með því að umfang Sluttar þingl'réttir Bílamál banka- stjóra rædd á þingi Matthías Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, hefur gert bankaráðum ríkisbankanna að skýra samþykktir sínar um bíla- styrki bankastjóra, sem mjög hafa verið í fréttum síðustu daga. Jóhanna Sigurðardóttir (A) hefur óskað eftir því að fá að beina spurningum um þetta efni til viðskiptaráðherra á Alþingi. Búizt var við utandagskrárum- ræðu um þetta efni í gær, en henn ver frestað þar til í dag. Lög um vélstjóranám Alþingi samþykkti í gær lög um vélstjóranám, sem kveða á um námsskyldur og réttindi vél- stjóra. Móttaka sjónvarpsefnis frá fjarskiptahnöttum Þrír þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Gunnar G. Schram, Frið- jón Þórðarson og Birgir ísl. Gunnarsson hafa lagt fram til- lögu á Alþingi, sem felur ríkis- stjórninni, verði hún samþykkt, að „gera sem fyrst ráðstafanir til þess að unnt verði að hefja móttöku sjónvarpsefnis frá fjar- skiptahnöttum Evrópuþjóða hér á landi og undirbúa útsendingu slíks efnis með dreifikerfi ís- lenzka sjónvarpsins“. Samgöngur um Hvalfjörð Davíð Aðalsteinsson (F) hefur ásamt þingmönnum úr fjórum þingflokkum flutt tillögu um „athugun á því, hvaða sam- gönguíeið er hagkvæmust um Hvalfjörð. Að þeirri athugun lokinni verði sett fram áætlun um framkvæmdir". Inn í þessa athugun komi fjór- ir aðalmöguleikar: • Ferja yfir fjörðinn • Brú yfir fjörðinn • Göng undir fjörðinn • Vegur fyrir fjörðinn „Yfirvofandi byggðahrun“ Hjörleifur Guttormsson o.fl. þingmenn Alþýðubandalags flytja tillögu til þingsályktunar um úttekt á fjárhagsstöðu bænda og einstakra búgreina. Að lokinni úttekt skal undirbúa tillögur til „að koma í veg fyrir yfirvofandi byggðahrun". Kostn- aður úttektar og tillögugerðar verði greiddur úr ríkissjóði. Fyrirspumir: fyrirspurna í þingstörfum minnkar, 5. mgr. 31. gr. 5. Sett eru ákvæði um umræður utan dagskrár, en um það efni hefur ekkert verið að finna í þingsköpum. Ákvæði þessi eru tvenns konar eftir þvi hve mik- ilsverð mál er um að ræða. Annars vegar er opnuð leið fyrir því að fleiri mál megi verða tekin fyrir utan dagskrár en tíðkast hefur jafnframt því að umræður séu mjög takmark- aðar. Hins vegar er ætlunin að þrengja möguleika til umræðna utan dagskrár án tímatak- markana þannig að slíkar um- ræður verði nánast i undan- tekningartilvikum um hin mik- ilvægustu mál, 32. gr. Þær breytingar í frumvarpinu, sem eru fólgnar í iögfestingu á venjum sem fylgt hefur verið í framkvæmd, eru af ýmsum toga spunnar, t.d.: Varamaður, sem gerist aðalmaður, tekur sæti í þeirri þingdeild sem sá sat í sem hvarf af þingi, 9. gr. Fjárveitinga- nefnd er heimilað að skipa undir- nefnd til að starfa að sérstökum verkefnum milli þinga, 3. mgr. 15. gr. Munnleg skýrsla ráðherra til Alþingis er heimiluð ef ekki verð- ur komið við að prenta skýrslu eða ekki þykir ástæða til, 3. mgr. 29. gr. Kveðið er á um málsmeðferð ef þingmaður forfallast svo að nauð- syn krefji að varamaður taki sæti hans á meðan, 2. mgr. 34. gr. Fram er tekið að hvort heldur sameinað þing eða þingdeild megi vísa máli til ríkisstjórnar eða einstakra ráðherra, 42. gr. Ef fram kemur ósk um nafnakall er ákveðið að við henni skuli orðið, 2. mgr. 47. gr. Myndin sýnir áhugafólk um eitt eða annað málefni fyrir framan þing- húsið á síðdegi liðinn vetur, en sá siður fer nú í vöxt að þrýstihópar heiðri þingið með návist sinni á Austurvelli. 107. löggjafarþingið: 400 þingmál 107. löggjafarþingi íslendinga lýkur senniiega upp úr miðjum næsta mánuði. Tíminn, sem þing- inu gefst til starfa, styttist óðum. Meðal mála, sem líkur eru taldar á að fái afgreiðslu, má nefna: + Lánsfjárlög 1985. + Útvarpslagafrumvarp, með eða án auglýsingaheimildar nýrra stöðva. + Fækkun sjóða og einföldun sjóðakerfis. Frumvarp enn ekki fram komið. + Heimild til bruggunar og sölu meðalsterks bjórs. Líkur standa til að óvenju mörg þingmál, tillögur til þings- ályktunar og frumvarp til laga, dagi uppi og fái ekki fullnaðar- afgreiðslu. Rúmlega 400 þingmál hafa verið lögð fram, nálægt 160 fyrirspurnir. Tæplega 70 stjórn- arfrumvörp og um það bil 65 þingmannafrumvörp. Fækkun og samein- ing viðskiptabanka — nefnd undir formennsku Gylfa Þ. Gíslasonar Kostnaöur skattborg- ara af búnaðarþingi Eins og fram hefur komiö í fréttum á þingsíöu Morgun- blaðsins lagði Matthías Á. Mathiesen, bankamálaráöherra, fram stjórnarfrumvarp um viðskiptabanka nýverið, sem felur í sér margs konar nýmæli. í athugasemdum með frumvarpinu segir svo um fækkun og sameiningu viðskiptabanka: armið verið sett fram í nefndinni um fækkun og sameiningu ríkis- viðskiptabanka. Annars vegar er um innbyrðis sameiningu tveggja ríkisviðskiptabanka að ræða en hins vegar sameiningu ríkisvið- skiptabanka og hlutafélagsbanka. Nefndin gerir ekki tillögur með hvaða hætti þetta skuli gert en meirihluti nefndarinnar, þeir Þorsteinn Pálsson, Björn Líndal og Jón G. Solnes, telur, að það mundi flýta fyrir framgangi máls- ins að ráðherra hefði forgöngu um tæknilega útfærslu sameiningar sem leggja mætti fyrir Alþingi í frumvarpsformi þegar þing kemur saman í haust." og Sigurgeir Jónsson, aðstoðar- bankastjóri í Seðlabankanum." „í frumvarpinu eru ekki taldir upp starfandi viðskiptabankar. Það er hins vegar gert í bráða- birgðaákvæði sem fylgir frum- varpinu. Bankamálanefnd fjallaði um sameiningu og fækkun við- skiptabanka en varð ekki ásátt um leið er farin skyldi í því efni. í bókun, sem nefndin gerði og sendi viðskiptaráðherra, segir m.a.: „Jafnframt hafa tvö meginsjón- Búnaðarþing Guðmundur Einarsson (BJ) spyr landbúnaðarráðherra: Hver var heildarkostnaðar við búnaðar- þing 1984 og 1985? Hve stóran hlut greiddi ríkissjóður? I svari óskast kostnaður á hvort þing um sig og hvernig hann skiptist á eftirfar- andi þætti: • laun þingfulltrúa • ferðir þingfulltrúa • húsnæðiskostnaður þing- fulltrúa • dagpeningar þingfulltrúa • annar kostnaður Sjómannadagur Eiður Guðnason (A) spyr sjáv- arútvegsráðherra: Hyggst ráð- herra beita sér fyrir því að Al- þingi ákveði nú á þessu þingi að sjómannadagurinn verði lög- skipaður frídagur? Fiskeldi Guðmundur Einarsson (BJ) spyr landbúnaðarráðherra: Hver eru markmið væntanlegs frum- varps um fiskeldi? Hvert verður hlutverk landbúnaðarráðuneytis samkvæmt frumvarpinu? íkveikja í atvinnuhúsnæði Sami þingmaður spyr dóms- málaráðherra: í hvaða tilvikum hafa rannsóknir tæknimanna leitt til gruns um að íkveikja hafi vald- ið bruna í atvinnuhúsnæði á und- anförnum fimm árum? I hvaða til- vikum hefur með lögreglurann- sókn verið úrskurðað að um íkveikju hafi verið að ræða? í hvaða tilvikum hafa ákærur verið gefnar út? Óskað er skriflegra svara. I samræmi við þá afstöðu, sem kom fram hjá meirihluta banka- málanefndar í framangreindri bókun, hefur viðskiptaráðherra falið þremur mönnum að gera til- lögur um bætt skipulag og rekstur viðskiptabanka samhliða færslu viðskipta og útibúa milli banka. Tillögurnar eiga að fela í sér drög að skipulagsbreytingum, sem leiði til eðlilegs hlutfalls milli skuld- bindinga og ráðstöfunarfjár banka, góðs jafnvægis í útlánum banka til einstakra atvinnugreina, bættrar þjónustu banka við at- vinnulífið og lægri kostnaðar við bankarekstur. Forysta fyrir verkinu hefur ver- ið falin dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrv. ráðherra, en með honum starfa Björn Líndal, deildarstjóri, 'esió af meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.