Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 Drög að stjórnmálaályktun landsfundar: Höfuðáhersla lögð á að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði LANDSFUNDI Sjálfstieðisnokks- ins var fram haldið í Laugardals- höll í gær, og hófst hann með skýrslu framkvæmdastjóra flokks- ins, Kjartans Gunnarssonar, um starfsemi flokksins, og í kjölfar hennar voru skipulagsmál flokks- ins rædd og um þau almennar um- ræóur. Erindi undir yfirskriftinni „Allir sem einn“ voru svo flutt að loknu hádegisverðarhléi og að þeim loknum fylgdi Geir H. Haarde drögum að stjórnmála- ályktun landsfundarins úr hlaði. Meðal þess sem lögð er höfuðáhersla á í drögunum er að á næstunni verði reynt til þraut- ar í samstarfi við samtök launa- fólks og vinnuveitenda að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði næsta haust og tryggja þann stöðugleika í efnahagslífi, sem segir í drögunum að sé nauðsyn- leg forsenda heilbrigðrar at- vinnustarfsemi og bættra lífs- kjara. Friðrik Sóphusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, tók fyrstur til máls, þegar umræður um stjórnmálaályktun lands- Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins: „Brýnasta verkefni flokksins að vinna að málum unga fólksins. fundar hófust. Friðrik lagði í máli sínu höfuðáherslu á að Morgunblaðið/Árni Sæberg Helena Albertsdóttir: „Hef ákveð- ið að gefa ekki kost á mér. brýnustu verkefni sem biðu flokksins nú á ári æskunnar væru þau að tryggja framgang þeirra mála sem unga fólkið hef- ur sérstakan áhuga á. Nefndi Friðrik í því sambandi húsnæð- ismál og útvarpslagafrumvarpið sérstaklega. Margir tóku til máls um drög- in að stjórnmálaályktun. Meðal þeirra var Helena Albertsdóttir. Gagnrýndi hún nokkra þætti sem henni þykir miður fara í starfi Sjálfstæðisflokksins, en sagði að flokkurinn væri engu að síður brjóstvörn lýðræðisins á íslandi. Lýsti Helena því síðan yfir, að hún gæfi ekki kost á sér við varaformannskjör, þó að hún hefði fengið áskoranir í þá veru. Mælendaskrá var tæmd um kl. 17.30 og hófu starfshópar þá störf. Landsfundurinn heldur áfram I dag með starfi starfs- hópa árdegis, en síðdegis verða ályktanir afgreiddar. A morgun verður svo umræðu um ályktanir og afgreiðslu þeirra haldið áfram frá kl. 10. Stjórnmála- ályktun flokksins verður af- greidd eftir hádegi á morgun og kosningar fara fram frá kl. 15 til 18. Bervíkurslysið: Útför eins í dag og tveggja á sunnudag LEITIN að skipverjunum tveimur af Bervík SH, sem enn hafa ekki fund- izt, hafði engan árangur borið í gærkvöldi. Útför Sveins Hlyns Þórssonar verður í dag gerð frá Sauðárkróki, en minningarathöfn um hann var í Ólafsvík fyrr í vikunni. Útför feðganna Úlfars Kristjánssonar og Jóhanns Óttars Úlfarssonar verður í ólafsvík á sunnudag. Hvöss norðanátt er nú við Breiðafjörð og þungur sjór í fjör- unni þar sem Bervíkin liggur. Flakið er því að liðast sundur i hafrótinu og var fjaran vöktuð í allan gærdag. Morgunbladið/Júlíus Hjálpartækjasýningin opnuð JNNLENT Sýning hjálpartækja fyrir fatlaða var opnuð á Hótel Loftleiðum síðastliðinn föstudag. Þar eru sýnd tæki fyrir hreyfihamlaða, en einnig olinda, heyrnarskerta og þroskahefta. Sýningin stendur til þriðjudagsins 16. aprfl. Verndari sýningarinnar er forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og hér skoðar hún sérstakan akstursbúnað fyrir fatlaða. 140 ungir sjálfstæðismenn leggja fram verkefnaskrá á landsfundi: „Sumir ráðherrar flokksins hafa reynt að veikja stöðu formanns“ — sagði Vilhjálmur Egilsson sem hafði fram- sögu um verkefnaskrána á landsfundi í gær „STARF í samstarfsnefnd, um skattalækkanir fór út um þúfur vegna áhugaleysis ráðherra Sjálf- stæðLsflokksins. Svo virtist sem stór hluti þingflokksins væri í raun á móti skattalækkunarleiðinni. Hvorki þingmenn né ráðherrar Sjálfstæðisflokksins komu með eigin tillögur um leiðir, heldur voru ýmsir þingmenn með sífelldar bábiljur og mótbárur. Þessi vinnubrögð hjálpuðu ekki til við að ná samstöðu um skattalækkunarleiðina og eru kannski eitt besta dæmi um það hvernig sumir ráðherrar flokks- ins og þingmenn hafa reynt að veikja formann Sjálfstæðis- flokksins, með því að þvælast fyrir og spilla fyrir mörgu af því sem hann hefur viljað ná fram.“ Þetta voru m.a. orð Vilhjálms Egilssonar, er hann mælti fyrir tillögum 140 ungra sjálfstæð- ismanna á landsfundi í gær, í þá veru að þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins vinni eftir verkefna- skrá í 10 liðum, sem Vilhjálmur kynnti sérstaklega í framsögu sinni. Vilhjálmur sagði að markmið- ið með þessari verkefnaskrá væri að setja nokkur helstu stefnumál fram með skýrum og einföldum hætti. Þannig sagði hann að gæti orðið auðveldara fyrir þingflokkinn að starfa að framgangi sjálfstæðisstefnunn- ar á Alþingi. Helstu áhersluatriði i þessari verkefnaskrá eru: Lækkun verð- bólgu, jafnvægi á vinnumarkaði og stöðvun skuldasöfnunar er- lendis. Þá er lögð áhersla á frjáls utanríkisviðskipti, að dregið verði úr umsvifum hins opin- bera, ríkisbönkum breytt í hlutafélög, húsnæðislánum beint til þeirra sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn, að afnema útflutningsbætur og styrki til sauðfjár- og naut- griparæktar, auka svigrúm fyrir einkarekstur í heilbrigðiskerf- inu, frelsi í útvarpsrekstri o.fl. Tillögu þessara 140 ungu sjálfstæðismanna var vísað til stjórnmálanefndar. Karl Þorsteins Skákþing íslands: Karl Þorsteins Islandsmeistari KARL Þorsteins hefur þegar tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í skák á þessu ári, en ein umferð er eftir á Skákþingi íslands. Karl hefur 9 vinninga en næsti maður 7,5. Staða efstu manna fyrir síðustu umferðina, sem verður tefld í dag, er þessi: Karl Þorsteins 9 v., Þröstur Þórhallsson 7,5 v., Davíð Ólafsson 7 v. og Lárus Jóhannes- son 6,5 vinninga og biðskák. í 12. umferð gerði Karl jafntefli við Dan Hansson og Þröstur Þórhalls- son gerði jafntefli við Hauk Ang- antýsson eftir að skákin hafði far- ið í bið. Þröstur varð að vinna þessa skák til að eiga möguleika á að ná Karli. Landsbankinn: 4,5 milljarða króna láns- samningur undirritaður ÞANN 9. aprfl sl. var undirritaður í London lánssamningur milli Lands- banka íslands og 18 erlendra banka undir forystu Manufacturers Hanov- er Limited. Samkvæmt þessum samningi gefur Landsbankinn út innláns- skírteini, víxla og aðrar skuldavið- urkenningar til skamms tíma og mega allt að 110 millj. Banda- ríkjadollara vera í umferð á hverj- um tíma, eða 4,5 milljarðar króna. Erlendu bankarnir munu hver fyrir sig gera tilboð í þessi skulda- skjöl og Landsbankinn mun taka tilboðum að því marki, sem hann telur hagkvæmt. Náist ekki með þessum hætti sú upphæð sem Landsbankinn hefur þörf fyrir hverju sinni, eru erlendu bankarn- ir skuldbundnir til að lána Lands- bankanum það sem á vantar, allt að 77,5 millj. Bandaríkjadollara á umsömdum hagstæðum kjörum. Lán þessi verða tekin i ýmsum tegundum gjaldeyris, Bandaríkja- dollurum, sterlingspundum og þýskum mörkum. Samningurinn er til fimm ára. Andvirði þessara lána mun að hluta til verða ráðstafað til að endurgreiða önnur erlend lán, sem tekin hafa verið vegna viðbótar- lána, og einnig til að greiða Seðla- bankanum endurseld, gengisbund- in afurðalán. Þessar lántökur munu ekki auka skuldir þjóðar- innar. Uppgreiðsla endurseldra, geng- isbundinna lána í Seðlabankanum er liður í framkvæmd þeirrar ákvörðunar stjórnvalda, að af- urðalánin flytjist til viðskipta- bankanna. Samningur sá, sem Landsbankinn hefur nú gert, tryggir áframhaldandi fjármögn- un þeirra. (FrétUtilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.