Morgunblaðið - 13.04.1985, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.04.1985, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1985 Vestur-Evrópa: Börnin eru fyrir og fólki farið að fækka Strainborg, 12. aprfl. AP. FÓLKI er tekið að fa'kka í mörgum löndum Vestur-Evrópu og samtímis Qölgar þeim stöðugt, sem komnir eru á miðjan aldur eða eldri. Kemur þetta fram í könnun belgísku mannfjöldastofnunarinnar en í skýrslu hennar um þetta mál kemur einnig fram, að þessi þróun hafí hafist snemma á sjöunda áratugnum og tilraunir stjórnvalda til að ýta undir fólksfjölgun hafí engan árangur borið. Til að mannfjöldinn standi í stað þarf hver kona að ala af sér 2,1 barn en frjósemi vestur- evrópskra kvenna hrekkur ekki lengur til að ná þessu marki. í Vestur-Þýskalandi, Danmörku, Austurríki, Belgíu og Luxemborg er fólkinu farið að fækka og fyrir- sjáanlegt er, að um aldamótin verði íbúar Vestur-Evrópu all- nokkru færri en þeir eru nú. Þá mun fjórði hver maður verða 65 ára eða eldri. Þessi þróun er lengst komin í fyrrnefndum löndum en á einnig við um næstum öll önnur lönd álf- unnar. Það, sem kom mest á óvart, var, að Spánverjum, sem löngum hafa verið miklir barnakarlar, fækkaði í raun árið 1983 en þá svöruðu fæðingar til, að hver spænsk kona ætti 1,79 börn um sína daga en það er eins og fyrr segir ekki nóg til að halda í horf- inu. frar eru enn sem fyrr frjó- samastir Vestur-Evrópumanna en þar fækkar þó fæðingum einnig. írskar konur eiga nú að jafnaði þrjú börn hver. Robert L. Cloquet, forstöðumað- ur belgísku mannfjöldastofnunar- innar, sagði, að margar ástæður væru fyrir þessum umskiptum. Sums staðar, t.d. í Vestur-Þýska- landi og Hollandi, væri um að ræða beina óbeit á börnum en auk þess kæmu til efnalegar aðstæður. „Meginástæðan er sjálfsdýrkun nútímamannsins, hann vill vera ungur og njóta lífsins gæða. í þeim efnum eru börnin bara til trafala og efnahagslegt ok,“ sagði Cloquet. f Hollandi og Vestur-Þýska- landi vilja 10% hjóna ekki eignast barn en annars staðar í álfunni er meðaltalið 3%. Fóstureyðingum hefur fjölgað mjög í Evrópulönd- um og er nefnt sem dæmi um það, að í sumum héruðum ftalíu eru fóstureyðingar fleiri en lifandi fædd börn. Þeim fjölgar líka stöð- ugt þeim börnum, sem fædd eru utan hjónabands, og sömu sögu er að segja um einstæðar mæður. Enver Hoxha lézt vegna hjartabilunar VínarborK, 12. mprfl. AP. ENVER Hoxha, leiðtogi Kommún- istaflokks Albaníu, lézt í dag, og var af opinberri hálfu tilkynnt að hann hefði látizt af völdum hjartabilana á þriðjudag. Jafnframt sagði að Hoxha hefði þjáðst af sykursýki allt frá ár- inu 1948. Ramiz Alia forseti forsætis- nefndar þjóðþingsins þykir líkleg- asti eftirmaður Hoxha. Hann hef- ur verið útnefndur formaður út- fararnefndarinnar. Franskur iæknir, sem stundaði Hoxha í 20 ár, sagði hinn fallna leiðtoga oftsinnis hafa tjáð sér að Alia yrði eftirmaður sinn. Hoxha verður borinn til grafar á Skanderbeg-torginu í miðborg Tírana næstkomandi mánudag. TASS-fréttastofan skýrði frá andláti Hoxha aðeins nokkrum mínútum eftir tilkynningu yfir- valda I Albaníu. Hoxha fylgdi kenningum Jósefs Stalín og rifti hann sambandi við Moskvu fyrir aldarfjórðung. Sovéskt hlust- unardufl fannst yið Svalbarða Ósló, 12. mpríl. Frá Jmn Grik Lmure. fréumritmrm Mbi. NORSKIR varnarmálasérfræðingar grannskoða nú sovéskt hlustunar- dufl, sem norskur togari hirti upp rétt hjá Svalbarða fyrir nokkrum dögum. Telja þeir, að duflinu hafi verið ætlað að fylgjast með ferðum Nató-skipa á Atlantshafi. Á miðvikudag kom togarinn Halvarson með duflið inn til Tromsö. Tóku sérfræðingarnir það strax til athugunar. Duflið er sí- valningur og skiptist í nokkur hólf. Er eitt þeirra fullt af flókn- um og fullkomnum tæknibúnaði, en auk þess er duflið búið loftneti. Togaraskipstjórinn er ekki í minnsta vafa um, að þetta sé njósnadufl. Þrír bókstafir sem letraðir eru á það staðfesta, að það sé sovéskt og af nýlegri gerð. „Við fundum duflið á floti skömmu eftir að við komum út úr ísfirði á Svalbarða," segir skip- stjórinn. „Samkvæmt ósk norska slysavarnafélagsins tókum við það með okkur til Noregs.“ Bandarísk skoðanakönnun um Víetnamstríðið: Þriðjungur yissi ekki hvorn aðila Bandaríkjamenn studdu New York, 12. »prfl. AP. ÞRIÐJUNGUR aðspurðra í skoð- anakönnun ABC-sjónvarpsstöðvar- innar vissi ekki hverja Bandaríkja- menn studdu í Víetnamstríðinu. Áratugur er liðinn frá því Víetnam- stríðinu lauk með falli Saigon. Samkvæmt könnun ABC sögðu 12% aðspurðra að Banda- ríkjamenn hefðu barist með Norður-Víetnömum í Víet- namstríðinu. Þá sögðust 21% að- spurðra ekki Jengur muna hvorn aðilann Bandaríkjamenn hefðu stutt, en 67% aðspurðra svöruðu spurningunni laukrétt. Þá gerði ABC-sjónvarpsstöðin könnun meðal 1.249 bandarískra hermanna, sem gegndu herþjón- ustu á Víetnamárunum. Tveir þriðju þeirra tók þátt í aðgerð- um í Víetnam. Sögðust 61% að- spurðra hafa haft það á hreinu um hvað stríðið snerist, en 37% hermannanna svöruðu spurning- unni neitandi. FLOAMARKAÐUR FLÓAMARKAÐUR FLÓAMARKAÐUR FLÓAMARKAÐUR Á HALLVEICARSTÖÐUM í DAG LAUCARDAG 13. APRÍL — OPNUM KL. 11. F.H. ÚRVAL EICULEGRA MUNA M.A.: Fatnaður, skótau, búsáhöld, skrautmunir, lampar, leikföng, metravara í úrvali, húsgögn, o.m.fl. NÝTT OC notað. Kaffi og heitar vöfflur meö rjóma fyrir vægt gjald. ALLIR VELKOMNIR J.C. VÍK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.