Morgunblaðið - 01.05.1985, Page 1
80SÍÐUR B
97. tbl. 72. árg.
Harðir
bardagar
á Kfar
Falous
Salhiye, Líbanon, 3«. nprfl. AP.
HERMENN kristinna manna í Líb-
anon, sem búið hafa um sig á Kfar
Falous-fjalli f suðurhluta landsins,
Törðust í dag harðri áris herflokka
múhameðstrúarmanna. Notuðu þeir
nu. bandaríska skriðdreka af
Sherman-gerð, sem Israelar hafa lát-
ið þeim í té. Vitað er að þrír úr liði
múhameðstrúarmanna féllu og
nítján særðust, en engar fréttir er að
hafa um mannfall meðal hinnu
kristnu.
Hinn svonefndi „Suður-Lib-
anski her“, sem hefur á að skipa
um 1.000 hermönnum og lýtur
stjórn Antoine Lahd, fyrrum
hershöfðingja í her Líbanons,
hafði forystu um gagnsókn krist-
inna manna á Kfar Falous i dag.
Til liðs við hann komu einnig
hundruð kristinna manna úr öðr-
um, sjálfstæðum herflokkum.
Siðdegis var skipst á skotum á
mörkum borgarhluta kristinna
manna og múhameðstrúarmanna í
Beirút, en ekki hafa borist neinar
fregnir þaðan um mannfall.
Hópur Líbana settist í morgun
að i sendiráði Líbanons í Brussel
og hyggst halda þar kyrru fyrir i
nótt. Vill fólkið með þessari að-
gerð, sem hefur farið friðsamlega
fram, leggja áherslu á að stjórn-
völd í Líbanon verndi kristna
menn í landinu fyrir árásum mú-
hameðstrúarmanna.
Víetnamar
vilja bæta
samskiptin
við Bandaríkin
N«w York, 30. mpnX AP.
LE DUC THO, einn valdamesti
leiðtogi kommúnistastjórnarinnar
í Víetnam, segir að unnt sé að
jafna ágreining við Bandaríkja-
stjórn um horfna Bandaríkja-
menn í Víetnam, ef samskipti
ríkjanna taki miö af gagnkvæm-
um hag og virðingu.
Þetta kom fram í viðtali, sem
bandaríska sjónvarpsstöðin
ABC átt við hann og sýnt var í
gærkvöldi í tilefni þess, að liðin
eru tíu ár frá því, að kommún-
istar tóku völd í Suður-Víet-
nam.
Le Duc Tho hvatti til þess, að
Bandaríkjamenn og Víetnamar
tækju upp viðræður með það í
huga, að koma sambandi ríkj-
anna í eðlilegt horf.
Háttsettur embættismaður í
utanrikisráðuneyti Thailands
lýsti því yfir í dag, að Víetnam-
ar fylgdu nú hernaðarstefnu, en
ekki þeirri stefnu efnahagslegr-
ar hagsældar og friðsamlegrar
sambúðar, sem þeir hefðu heitið
að fylgja fyrir tíu árum. Hann
sagði, að það væri forsenda
fyrir samvinnu ríkja í Suð-
austur-Asíu við Víetnama, að
þeir drægju hernámslið sitt
burt frá Kambódíu. „Framtíðin
veltur á Víetnömum sjálfum,"
sagði hann.
Sjá: „Tíu ár frá falli
Suður-Víetnams,“ á bls. 28.
STOFNAÐ 1913
MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
MorgunblaAiA/ Friðþjófur
1. maí — hátíðisdagur verkalýðsins
f dag er 1. maí — hátíðisdagur verkalýðsins. B-blað Morgunblaðsins í dag er tileinkað deginum með viðtölum við launafólk og birtir ávörp
verkalýðsfélaganna. Sjá ennfremur leiðara. Myndin hér að ofan er af starfsmanni Sindrastáls við Sundahöfn í Reykjavík í gærmorgun.
Bandaríkin ákveða við-
skiptabann á Nicaragua
Gorbachev lofaði Ortega efnahagsaðstoð
Moskvu, Washington, 30. apríl. AP.
RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið, að setja algert
viðskiptabann á Nicaragua, og loka fyrir flugsamgöngur milli Banda-
ríkjanna og Nicaragua. Jafnframt hefur forsetinn ákveðið, að nema úr
gildi vináttusamning ríkjanna. Frá þessu var skýrt seint í kvöld.
í dag var tilkynnt, að Sovét-
stjórnin hefði fallist á, að veita
vinstri stjórninni i Nicaragua
efnahagsaðstoð, en ekki var
greint frá upphæð hennar, né í
hvaða formi hún verður.
Daniel Ortega, leiðtogi stjórn-
ar sandinista í Nicaragua, hélt
frá Moskvu í dag og kom til
Belgrad í Júgóslavíu síðdegis.
Næstu daga heimsækir hann
önnur kommúnistaríki í Austur-
Evrópu. Ortega sagði frétta-
mönnum í Moskvu, að stjórn sín
væri reiðubúin til að koma á eðli-
legum samskiptum við Bandarík-
in, en kvaðst telja ólíklegt, að
samband ríkjanna batnaði á
næstunni vegna afstöðu banda-
rískra stjórnvalda.
Haft er eftir heimildum í Man-
agua, að í Moskvu hafi Ortega
farið fram á beinan fjárhagsst-
uðning, að upphæð 200 milljónir
bandaríkjadala (jafnvirði um 8,3
milljarða ísl. króna).
Sovéskir fjölmiðlar sögðu í
dag, að í samkomulagi þeirra
Mikhails Gorbachevs, leiðtoga
Sovétríkjanna, og Ortega, væri
gert ráð fyrir því, að komið yrði á
fót sérstakri nefnd til að skipu-
leggja efnahagssamvinnu ríkj-
anna.
Sovétmenn halda því fram, að
Jóhannesarborg, 30. iprfl. AP.
TVÆR öflugar sprengjur sprungu í
nótt á skrifstofura guilnámafélaga í
Jóhannesarborg í Suður-Afríku og
ollu talsverðum skemmdum. Ekki er
vitað til þess, að neinn hafi sakað.
Talið er að tengsl séu á milli
þessa atviks og þeirrar ákvörðun-
ar námafélaganna um síðustu
helgi, að segja 17.500 svörtum
aðstoð þeirra við Nicaragua mið-
ist einkum við að styðja landbún-
að og félagslega þjónusta, en
Bandaríkjamenn halda því fram,
að einnig sé um hernaðarlega að-
stoð að ræða. Segja þeir, að hern-
aðaraðstoðin sé veitt fyrir milli-
göngu landa eins og Kúbu og
Búlgaríu.
„Það er út í hött, að kaupa vör-
ur frá Nicaragua og fjármagna
þannig útflutning stjórnvalda
þar á byltingu sinni,“ var haft
eftir Lloyd Bentsen, öldunga-
deildarþingmanni, í dag, en hann
er eindreginn talsmaður refsiað-
námamönnum upp störfum. Eng-
inn hefur enn lýst ábyrgð verkn-
aðarins á hendur sér.
Námafélögin, Anglo American
Corp. og Anglovaal Ltd., sögðu
starfsmönnunum upp í kjölfar
langvinnra og harðvítugra vinnu-
deiina í námunum. Verkalýðsfélög
svertingja hafa harðlega mótmælt
gerða þeirra, sem Bandaríkja-
stjórn hefur nú ákveðið að grípa
til.
Öldungadeild Bandaríkjaþings
samþykkti samhljóða í gær harð-
orða ályktun, þar sem stefna
vinstri stjórnarinnar í Nicaragua
var fordæmd. í ályktuninni er
stjórn Ortega sökuð um að halda
áfram gífurlegri hernaðarlegri
uppbyggingu í landinu, sem sé í
engu samræmi við eðlilegar
varnarþarfir Nicaragua. Er bent
á, að hin miklu útgjöld til her-
mála valdi því að ríkið sé næst-
um orðið gjaldþrota.
uppsögnunum og töldu formæl-
endur þeirra í gær, að náðst hefði
samkomulag um endurráðningu
allra námamannanna.
Ókyrrð var víða í borgarhverf-
um svertingja í Pretoriu í dag, en
engar fregnir hafa borist um al-
varleg átök.
Sprenging hjá námufélagi