Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 1
80SÍÐUR B 97. tbl. 72. árg. Harðir bardagar á Kfar Falous Salhiye, Líbanon, 3«. nprfl. AP. HERMENN kristinna manna í Líb- anon, sem búið hafa um sig á Kfar Falous-fjalli f suðurhluta landsins, Törðust í dag harðri áris herflokka múhameðstrúarmanna. Notuðu þeir nu. bandaríska skriðdreka af Sherman-gerð, sem Israelar hafa lát- ið þeim í té. Vitað er að þrír úr liði múhameðstrúarmanna féllu og nítján særðust, en engar fréttir er að hafa um mannfall meðal hinnu kristnu. Hinn svonefndi „Suður-Lib- anski her“, sem hefur á að skipa um 1.000 hermönnum og lýtur stjórn Antoine Lahd, fyrrum hershöfðingja í her Líbanons, hafði forystu um gagnsókn krist- inna manna á Kfar Falous i dag. Til liðs við hann komu einnig hundruð kristinna manna úr öðr- um, sjálfstæðum herflokkum. Siðdegis var skipst á skotum á mörkum borgarhluta kristinna manna og múhameðstrúarmanna í Beirút, en ekki hafa borist neinar fregnir þaðan um mannfall. Hópur Líbana settist í morgun að i sendiráði Líbanons í Brussel og hyggst halda þar kyrru fyrir i nótt. Vill fólkið með þessari að- gerð, sem hefur farið friðsamlega fram, leggja áherslu á að stjórn- völd í Líbanon verndi kristna menn í landinu fyrir árásum mú- hameðstrúarmanna. Víetnamar vilja bæta samskiptin við Bandaríkin N«w York, 30. mpnX AP. LE DUC THO, einn valdamesti leiðtogi kommúnistastjórnarinnar í Víetnam, segir að unnt sé að jafna ágreining við Bandaríkja- stjórn um horfna Bandaríkja- menn í Víetnam, ef samskipti ríkjanna taki miö af gagnkvæm- um hag og virðingu. Þetta kom fram í viðtali, sem bandaríska sjónvarpsstöðin ABC átt við hann og sýnt var í gærkvöldi í tilefni þess, að liðin eru tíu ár frá því, að kommún- istar tóku völd í Suður-Víet- nam. Le Duc Tho hvatti til þess, að Bandaríkjamenn og Víetnamar tækju upp viðræður með það í huga, að koma sambandi ríkj- anna í eðlilegt horf. Háttsettur embættismaður í utanrikisráðuneyti Thailands lýsti því yfir í dag, að Víetnam- ar fylgdu nú hernaðarstefnu, en ekki þeirri stefnu efnahagslegr- ar hagsældar og friðsamlegrar sambúðar, sem þeir hefðu heitið að fylgja fyrir tíu árum. Hann sagði, að það væri forsenda fyrir samvinnu ríkja í Suð- austur-Asíu við Víetnama, að þeir drægju hernámslið sitt burt frá Kambódíu. „Framtíðin veltur á Víetnömum sjálfum," sagði hann. Sjá: „Tíu ár frá falli Suður-Víetnams,“ á bls. 28. STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins MorgunblaAiA/ Friðþjófur 1. maí — hátíðisdagur verkalýðsins f dag er 1. maí — hátíðisdagur verkalýðsins. B-blað Morgunblaðsins í dag er tileinkað deginum með viðtölum við launafólk og birtir ávörp verkalýðsfélaganna. Sjá ennfremur leiðara. Myndin hér að ofan er af starfsmanni Sindrastáls við Sundahöfn í Reykjavík í gærmorgun. Bandaríkin ákveða við- skiptabann á Nicaragua Gorbachev lofaði Ortega efnahagsaðstoð Moskvu, Washington, 30. apríl. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið, að setja algert viðskiptabann á Nicaragua, og loka fyrir flugsamgöngur milli Banda- ríkjanna og Nicaragua. Jafnframt hefur forsetinn ákveðið, að nema úr gildi vináttusamning ríkjanna. Frá þessu var skýrt seint í kvöld. í dag var tilkynnt, að Sovét- stjórnin hefði fallist á, að veita vinstri stjórninni i Nicaragua efnahagsaðstoð, en ekki var greint frá upphæð hennar, né í hvaða formi hún verður. Daniel Ortega, leiðtogi stjórn- ar sandinista í Nicaragua, hélt frá Moskvu í dag og kom til Belgrad í Júgóslavíu síðdegis. Næstu daga heimsækir hann önnur kommúnistaríki í Austur- Evrópu. Ortega sagði frétta- mönnum í Moskvu, að stjórn sín væri reiðubúin til að koma á eðli- legum samskiptum við Bandarík- in, en kvaðst telja ólíklegt, að samband ríkjanna batnaði á næstunni vegna afstöðu banda- rískra stjórnvalda. Haft er eftir heimildum í Man- agua, að í Moskvu hafi Ortega farið fram á beinan fjárhagsst- uðning, að upphæð 200 milljónir bandaríkjadala (jafnvirði um 8,3 milljarða ísl. króna). Sovéskir fjölmiðlar sögðu í dag, að í samkomulagi þeirra Mikhails Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkjanna, og Ortega, væri gert ráð fyrir því, að komið yrði á fót sérstakri nefnd til að skipu- leggja efnahagssamvinnu ríkj- anna. Sovétmenn halda því fram, að Jóhannesarborg, 30. iprfl. AP. TVÆR öflugar sprengjur sprungu í nótt á skrifstofura guilnámafélaga í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og ollu talsverðum skemmdum. Ekki er vitað til þess, að neinn hafi sakað. Talið er að tengsl séu á milli þessa atviks og þeirrar ákvörðun- ar námafélaganna um síðustu helgi, að segja 17.500 svörtum aðstoð þeirra við Nicaragua mið- ist einkum við að styðja landbún- að og félagslega þjónusta, en Bandaríkjamenn halda því fram, að einnig sé um hernaðarlega að- stoð að ræða. Segja þeir, að hern- aðaraðstoðin sé veitt fyrir milli- göngu landa eins og Kúbu og Búlgaríu. „Það er út í hött, að kaupa vör- ur frá Nicaragua og fjármagna þannig útflutning stjórnvalda þar á byltingu sinni,“ var haft eftir Lloyd Bentsen, öldunga- deildarþingmanni, í dag, en hann er eindreginn talsmaður refsiað- námamönnum upp störfum. Eng- inn hefur enn lýst ábyrgð verkn- aðarins á hendur sér. Námafélögin, Anglo American Corp. og Anglovaal Ltd., sögðu starfsmönnunum upp í kjölfar langvinnra og harðvítugra vinnu- deiina í námunum. Verkalýðsfélög svertingja hafa harðlega mótmælt gerða þeirra, sem Bandaríkja- stjórn hefur nú ákveðið að grípa til. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti samhljóða í gær harð- orða ályktun, þar sem stefna vinstri stjórnarinnar í Nicaragua var fordæmd. í ályktuninni er stjórn Ortega sökuð um að halda áfram gífurlegri hernaðarlegri uppbyggingu í landinu, sem sé í engu samræmi við eðlilegar varnarþarfir Nicaragua. Er bent á, að hin miklu útgjöld til her- mála valdi því að ríkið sé næst- um orðið gjaldþrota. uppsögnunum og töldu formæl- endur þeirra í gær, að náðst hefði samkomulag um endurráðningu allra námamannanna. Ókyrrð var víða í borgarhverf- um svertingja í Pretoriu í dag, en engar fregnir hafa borist um al- varleg átök. Sprenging hjá námufélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.