Morgunblaðið - 01.05.1985, Qupperneq 19
Smfóníuhljómsveit íslands:
Kammertónleik-
ar annað kvöldL
SlÐUSTU kammertónleikar Sinfón-
íuhljómsveitar íslands á þessu
starfsári verða í Bústaðakirkju á
morgun, fimmtudag, og hefjast þeir
kl. 20.30.
Á efnisskránni eru eftirtalin
verk:
J.C. Bach: Sinfónía í Es-dúr, op.
18, nr. 1.
J. Haydn: Sinfónía concertante
fyrir fiðlu, selló, óbó, fagott og
hljómsveit.
F. Schubert: Sinfónía nr. 5 í B-dúr.
Stjórnandi tónleikanna er Jean-
Pierre Jacquillat. Hann hefur ver-
ið aðalstjórnandi hljómsveitarinn-
ar siðan 1980. Hann hefur stjórn-
að ýmsum hljómsveitum í mörg-
um stórborgum Evrópu, bæði
austan „tjalds" og vestan, í Suð-
ur-Ameríku, Ástralíu og Suður-
Afríku, ennfremur óperusýning-
um víða um lönd, m.a. i Metropol-
itan-óperunni i New York. Einnig
hefur hann stjórnað upptökum á
verkum franskra tónskálda, m.a.
með Orchestre de Paris og Lam-
oureux-hljómsveitinni.
Einleikarar í Sinfóniu concert-
ante eftir J. Haydn eru úr röðum
hljómsveitarmanna. Þeir eru:
Szymon Kuran, fiðla, Pétur Þor-
valdsson, selló, Kristján Þ. Steph-
Hátíðahöld
á Akureyri
Á Akureyri verða hátíðahöld í tilefni
dagsins sem hér segir:
Messað verður í Akureyrar-
kirkju kl. 11. Prestur verður séra
Birgir Snæbjörnsson. KL 13.30.
verður safnast saman við gamla
verkalýðshúsið á Strandgötu 7 við
undirleik Lúðrasveitar Akureyrar.
Með lúðrasveitina i fararbroddi
verður siðan gengið suður Skipa-
götu, upp Kaupvangsstræti, norð-
ur Hafnarstræti, suður Geislagötu
um Ráðhústorg og Skipagötu að
hinu nýbyggða húsi verkalýðsfé-
laganna, þar sem haldinn verður
útifundur.
Formaður 1. maí-nefndar setur
fundinn og því næst flytur Jökull
Guðmundsson, málmiðnaðarmað-
ur, ávarp verkalýðsfélaganna. Þá
flytur Jón Karlsson, formaður
Verkamannafélagsins Fram á
Sauðárkróki, ræðu. Hólmfríður
Jónsdóttir, bókavörður, flytur þá
ávarp Launa- og kjaramálanefnd-
ar kvenna ’85 og Ásbjörn Dag-
bjartsson, náttúrufræðingur, flyt-
ur ávarp Áhugamanna um úrbæt-
ur i húsnæðismálum. Sævar Fri-
mannsson, varaformaður Eining-
ar, heldur svo lokaræðu dagsins.
Að loknum útifundi verður kaffi-
sala á vegum 1. maf-nefndar á
Hótel Varðborg og barnaskemmt-
um verður f Húsi aldraðra kl. 16.
Fréttatilkynning
ensen óbó, og Sigurður Markússon
fagott.
Aðgöngumiðar að þessum tón-
leikum fást við innganginn.
(FrétUtilkynning)
Frúnerki ’85:
Frímerkjasýn-
ing í tengslum
við landsþing
í TENGSLUM vió landsþing Lands-
sambands íslenzkra frímerkjasafn-
ara um næstu helgi verður haldin
frímerkjasýning, Frímerki ’85, næst-
komandi sunnudag kl. 10—22. Er
þetu kynningarsýning, sem á eink-
um að höfða til almennra safnara.
Verður hún í 44 römmum með marg-
víslegu efni, nær eingöngu íslenzku.
Norðlenzkir safnarar eiga efni á
17 römmum, en aðalhlutinn verð-
ur úr safni Hans Hals, svonefnd
aurafrimerki frá 1876—1892. Er
það Póst- og símamálastofnunin,
sem lánar þetta efni.
Er von Landssambandsins sú,
að almenningur og frímerkjasafn-
arar hafi bæði gagn og ánægju af
að skoða þessa sýningu, en hún
verður í Sfðumúla 17, efri hæð í
vesturenda.
Félag frímerkjasafnara verður
með skiptimarkað sama dag og á
sama stað i húsakynnum sinum kL
13.00-15.30.
(FréUatilkyuÍBg)
Samtök kvenna á
vinnumarkaðnum:
Útifundur á
Hallærisplani
SAMTÖK kvenna á vinnumarkaðn-
um efna til sérstaks útifundar á
Hallærisplaninu í dag, strax að lok-
inni göngu.
Samtök kvenna á vinnumarkað-
inum taka undir ákveðnar kröfur i
ávarpi fulltrúaráðs verkalýðsfé-
laganna, s.s. varðandi dagvistar-
mál, húsnæðismál, atvinnuöryggi
fiskvinnslufólks, friðarmál og
andóf gegn herstöðvum og aðild
íslands að NATO. Tvö mikilsverð
atriði réðu úrslitum um það að
Samtök kvenna á vinnumarkaðn-
um ákváðu að efna til sérstaks úti-
fundar. Annars vegar sú stefna
fulltrúaráðsins að hunsa konur við
val á ræöumönnum á útifundinum
á Lækjartorgi. Hins vegar vantar
alla baráttuhvatningu og nauð-
synlegar kröfur inn i ávarpið.
Fréttatilkynning
með jjölda stórravinninga
Búum öldmðnm
áhygg julaust ævikvöld
Hagnaði afhappdrætti DAS er varið til velferð-
armála aldraðra um allt land. Meðal annars
stuðnings við byggingar dvalarheimila aldr-
aðra á sem flestum stöðum víðsvegar um
landið.
Hér sést yfír framkvæmdasvæði Sjómanna-
dagsráðs og Happdrættis DAS í Hafnarfírði og
Garðabæ.
Helstu framkvæmdir er nú standa yfír eru að
Ijúka að fullu við hjúkrunardeildina, þ.e.
endurhæfíngardeild, meðferðarsundlaug og
að laga lóð.
Síðar taka svo við framkvæmdir við næsta
smáhýsahverfí.
HAPPDKÆTTI
Dvalarheimilis aldraöra sjómanna
BORGARNESDAGAR
í LAUGARDALSHÖLL 2.-5. MAÍ
VÖRUSÝNING
MYNDUSTARSÝNING
. TÍSKUSÝNINGAR
TOLVUKNATTSPYRNA
GOLFVÖLLUR OG LEIKIR
SÖNGUR OG TÓNLIST
SKEMMTUN OG FRÓÐLEIKUR
FYRIR ALLA
OPIÐ FIMMTUDAG KL. 19-22
FÖSTUDAG LAUGARDAG
OG SUNNUDAG KL. 13-22