Morgunblaðið - 01.05.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1985
25
samvinnumenn gætu á þessum
tímum aldrei svarist flokkslegt
fóstbræðralag við kaupkröfufólkið
á mölinni, hina brottfluttu, sem
skildu bóndann eftir einan við að
berjast um með orfið á túninu eða
enginu. Þess vegna stóð hann í
raun að stofnun tveggja flokka,
sem saman mynduðu valdakerfi
sem stóð nær óslitið frá árinu 1927
til ársins 1939, eða í tólf ár, nokk-
urn veginn til jafnlengdar við-
reisnarstjórnum ólafs Thors,
Bjarna Benediktssonar og Jó-
hanns Hafstein. Með Alþýðu-
flokki, sem þá var sama og Al-
þýðusambandið, og Framsóknar-
flokki, sem Jónas var formaður
fyrir í tíu ár, frá 1934 til 1944,
tókst að koma á tveimur ríkis-
stjórnum, hvorri á fætur annarri,
þar sem Alþýðuflokkurinn var í
minni hluta m.a. vegna þess að
kjördæmaskipunin var sniðin að
bændasamfélaginu. Þessum
minnihluta undu Alþýðuflokks-
menn illa, einkum hörðustu bar-
áttumenn flokksins á tímabilinu,
þeir Héðinn Valdimarsson og Vil-
mundur Jónsson, og litu með vel-
þóknun á, svo ekki sé nefnt að þeir
hafi gert það að skilyrði fyrir
samstarfi, að Jónas varð ekki ráð-
herra í hvorugri stjórninni.
Þegar Jónas Jónsson frá Hriflu
varð ráðherra árið 1927 hófst
raunverulegt valdaskeið hans.
Þennan tíma notaði hann til að
brydda á ýmsum framförum í
landinu. Þrátt fyrir rætur hans í
bændastétt, og þótt ekki væri þá
komin til sögunnar sú mikla vél-
væðing sem hefur gert betri bú
meira að ímynd iðnaðar en strits
og boginna baka, hafði sýnin til
umheimsins kennt honum að ekki
var eftir neinu að bíða með að
hrinda íslandi inn í tuttugustu
öldina. Enginn tími var til að
hugsa fyrir langskólamenntun í
landinu umfram þá sem fyrir var.
í staðinn kaus hann að láta reisa
alþýðuskóla á hentugum stöðum
til að færa ungu fólki einskonar
skemmri skírn í menntun, sem
umbyltingarsamfélagið byggðist
að nokkru á þegar fram liðu
stundir. En jafnframt þessu
kvaddi hann til bæjarins — að
stjórnarsetrinu — ýmsa þá ungu
Framsóknarmenn, sem hann vissi
að voru ötulir í pólitískri baráttu,
og skeikaði sjaldan mannvalið.
Þeir snerust sumir hverjir gegn
skapara sínum síðar. Embættis-
mannastéttin fékk að mestu að
vera í friði, en hann tók upp
breytta hætti við skipanir í emb-
ætti. í ábyrgðarstörf átti hann til
að setja unga menn, þegar grá-
hærðir og virðulegir embættis-
menn töldu að þeir ættu réttinn,
og varð stundum út af þessu hið
fmesta fjaðrafok. Svo fór að lok-
um að andstæðingar hans töldu
hann ekki með öllum mjalla. En
því orðspori hratt haan af sér á
stundinni.
heldur „árið sem Björgvin dæmdi
dóminn", en ástæðan gat auðvitað
verið lagni Björgvins Vigfússonar
að sætta menn.
Jónas réðst gegn embættis-
mannastéttinni, sem ráðið hafði
miklu i landinu frá þvtDanir fóru
hér með æðstu völd. Var Jónasi
mest uppsigað við lögfræðinga og
lækna. Náðu átökin við læknana
hámarki þegar Jónas vék Helga
Tómassyni frá yfirlæknisstöðunni
á Kleppi og reit síðan sína frægu
grein: „Stóra bomban".
Jónas var ekki löglærður maður
og hafa ólöglærðir dómsmála-
ráðherrar alltaf reynst illa og ætti
að varast slíkt í framtíðinni.
Héraðsskólarnir, sem Jónas lét
reisa, voru honum mjög til sóma,
því fram að því var lítið um
menntunartækifæri ungs fólks til
sveita. Jónas veitti Menntaskólan-
um á Akureyri heimild til þess að
útskrifa stúdenta og naut Norður-
land þar hins frábæra skólameist-
ara, Sigurðar Guðmundssonar,
sem aflað hafði skólanum mikils
álits.
Þetta voru jákvæðu hliðarnar á
Jónasi, en hvað um þær neikvæðu?
Jónas ofsótti alla atvinnurekend-
ur, sem voru á annarri stjórn-
málaskoðun en hann og þá sér-
í minningu
Jónasar Jónssonar
Á ráðherraárum Jónasar var
lagður grunnurinn að þeim nýju
tímum, sem yfir landið hafa geng-
ið á þessari öld. Vel má hugsa sér
að þessir nýju tímar hefðu komið
án Jónasar. Þó verður ekki séð
hver það hefði átt að vera, sem af
jafn miklum krafti hefði ráðist að
gömlu kerfi með jafnsnöggum
árangri og Jónas. Bent hefur verið
á hvernig hann studdist við gaml-
ar stoðir bændasamfélagsins. En
þess hefur ekki verið getið sem
skyldi, að framfarahugurinn í
Jónasi hlaut að verða þessu gamla
samfélagi þungur í skauti þegar
tímar liðu. Þannig urðu handatil-
tektir hans til að breyta þeim
byggðum, sem hann vildi helst
verja, og jafnvel Hrifla fór í eyði
um tíma. Hér í Reykjavík sat
hann þó yfir afsprengi bændasam-
félagsins. Sambandi íslenskra
samvinnufélaga, og var skólastjóri
við skóla hreyfingarinnar, og virð-
ist sem það geti verið sæmileg
sárabót fyrir fækkun bújarðanna
og afkastameiri landbúnað að
sama skapi.
Haustið 1923 voru almennar
kosningar. Þá skrifaði ungur Al-
þýðuflokksmaður nafnlausa grein
um Jónas, sem hann svaraði með
yfirlýsingu, sem seinna fékk nafn-
ið „Línan frá 1923“. Þar kvaðst
Jónas vera samvinnumaður og
sem slíkur „fús að vinna að al-
mennum framförum með verka-
mönnum meðan þeir hlýddu lög-
um og landsrétti. En jafnskjótt og
verkamenn gerðust byltingarsinn-
aðir og vildu umbreyta þjóðfélag-
inu með ofbeldi, kvaðst ég einráð-
inn í að standa á móti slíkum að-
gerðum við hlið ólafs Thors". Ekki
varð skýrar kveðið að orði um við-
horf Jónasar til flokka. Byltingin í
Rússlandi hafði verið gerð sex ár-
um áður, og horfur voru á að póli-
tísk trúarþðrf myndi með tíman-
um breyta hinu æskilega og viður-
kennda viðhorfi breskrar verka-
lýðshreyfingar um „baráttu fyrir
breyttum kjörum án þess að
leggja þjóðskipulagið í rúst“. Enn
harðnaði þessi togstreita með
stofnun kommúnistaflokksins
1930. Eftir það varð varðstaða
Jónasar enn þá óbilgjarnari. Og í
stað embættismannastéttarinnar,
sem var honum mál um nýja tíma
í landinu, tók hann upp baráttu
við kommúnista og þá vinstri
menn, sem vildu efna til lang-
vinnrar styrjaldar i þjóðfélaginu
út af minnihlutavöldum en ekki
kaupi eða borgaralegum stefnu-
miðum. Þessi barátta hans kom
m.a. fram í myndun þjóðstjórnar-
innar 1939, þótt þróunin á stríðs-
árunum ætti eftir að leiða komm-
únista um stund til forustu í ís-
lenskum stjórnmálum. Þá var
Jónas kominn úr formannssæti í
flokki sínum. Framundan var
SJÁ NÆSTU SÍÐU
staklega sjálfstæðismenn úti á
landi. Tókst honum að koma
mörgum þeirra á kné. Hann kom
þeim hugsunarhætti inn hjá fólki,
en það væri ljótt að græða pen-
inga. Alla tíð síðan hefur arðsemi
verið bannorð á íslandi.
En það versta hjá Jónasi var, að
hann innleiddi hatrið og heiftina
inn í íslensk stjórnmál. Enginn
rógur var svo svívirðilegur, að
ekki mætti velta andstæðingi sín-
um upp úr honum. Tilgangurinn
helgaði ávallt meðalið. Ef Jónasi
var bent á að hann færi með stað-
lausa stafi, þá svaraði hann gjarn-
an: „Þetta hefði getað verið satt.“
Þegar Jónas hafði verið hrakinn
frá Tímanum gaf hann tímaritið
Ófeig út í nokkur ár, en endaði svo
hjá Ágnari Bogasyni I Mánudags-
blaðinu. Vitur maður hefur sagt:
„Hatrið er lélegur bandamaður."
Jónas Jónsson sannaði þessa setn-
ingu með lífshlaupi sínu. Á ævi-
kvöldi sínu sat hann einn eftir, rú-
inn völdum og vinum. Hann var
mestur óhappamaður í íslenskri
stjórnmálasögu fyrr og síðar.
Reykjavík, 29. apríl 1985.
Leifur Sreinsaon er lögfrædingur í
Revkjavík.
— eftir Jón
Sigurðsson
Það er satt sem merkur maður
hefur sagt að Jónas Jónsson frá
Hriflu leysti íslenska æsku af
fjötri menntunarleysisins — frels-
aði hana með því að opna henni
leiðir til náms og frama. Með
þessu er ekki hallað á neina sam-
tíðar- og samferðamenn Jónasar
en um frumkvæði og forystu hans
sjálfs hafa þeir reyndar flestir
verið á einu máli.
Þetta frumkvæði og þessi for-
ysta Jónasar Jónssonar er ómet-
anlegur skerfur hans til þjóðar-
sögunnar. Með aðstæður í nútíma-
þjóðfélagi í huga er óhætt að full-
yrða að með þessu var grundvöllur
lagður að alhliða framförum lands
og lýðs — fyrstu skrefin tekin til
samfélags velmegunar, velferðar,
tæknibyltingar og þess menntun-
arástands þjóðarinnar sem staðist
getur upplýsinga- og tómstunda-
þjóðfélag framtíðarinnar.
Þessi skerfur Jónasar Jónssonar
frá Hriflu er svo mikilsverður —
ræður slíkum úrslitum, að minn-
ing hans á að vera í heiðri höfð og
nafn hans blessað meðal íslend-
inga — jafnvel þótt öll önnur störf
hans þættu mjög orka tvímælis
eða féllu með öllu í gleymsku.
Nú á dögum þykir stöðug og
langvarandi skólaganga allra
sjálfsagt mál. Það er viðurkennt
að menn verða að hljóta alla þá
skólamenntun sem þeir geta og
þola til þess að þjóðin dragist ekki
aftur úr í lífskjörum og tækifæri
Islendinga til ánægjulegs lifs
skerðist ekki. En þeim mun frem-
ur er ástæða til að minnast þess
nú, þegar aldarafmælis Jónasar
Jónssonar er minnst, að afskipti
hans af skólamálum ollu deilum á
sínum tíma og stormar léku um
tillögur hans. Við íslendingar er-
um flestir mjög ánægðir með
okkur sjálfa eins og við erum; við
erum „hamingjusamir" af okkur
sjálfum eins og nýleg könnun hef-
ur sýnt, og af sjálfu leiðir að við
teljum okkur sjálfum lítillar um-
bótar þörf. Það var þessi sama
inngróna íslenska afturhalds-
hneigð, „tómlætið" islenska, sem
Jónas varð að fást við og eru þá
ýmsar stjórnmálaástæður margra
andstæðinga hans ekki nefndar.
Hlutur Jóniasar Jónssonar í
sögu Islendinga er svo mikill orð-
inn og maðurinn allur svo mikill
fyrir sér að hann á það skilið að
ljósinu verði beint þannig að hon-
um að andlitsdrættirnir sjáist:
Hann var hvorki albjartur svo að
hvergi bæri skugga á né var hann
með öllu myrkur ásýndum. En
hann var svo umsvifamikill og
umdeildur að enn eimir eftir af
þeim hita, og má einnig af því
marka hve miklu hann fékk áork-
að.
í störfum sínum og afskiptum
af málefnum þjóðarinnar var Jón-
as Jónsson frá Hriflu um fram allt
boðberinn, hvatamaðurinn, kenni-
maðurinn. Hann mun hafa litið á
það sem meginhlutverk sitt — eða
var honum það ómeðvitað? — að
gefa öðrum innblástur, að vekja
öðrum hungur eftir nýrri vitn-
eskju, nýjum úrræðum, nýstárleg-
um athöfnum. Allt fram á síðustu
ár sín var Jónas brennandi í and-
anum og ekki með öllu sáttur við
umhverfi sitt. Hann settist aldrei
í helgan stein en fann jafnan til í
þeim stormum sem um ísland
léku.
Með því að Jónas var hvatamað-
ur og vann að því að gefa öðrum
innblástur var hann sálnaveiðari,
uppalandi og hjálparhella ungum
mönnum, jafnt í atvinnulífi, á
skólagöngu sem á braut listanna.
En hann var aldrei hlutlaus að-
stoðarmaður, heldur sannfærður
kennimaður; þess vegna rak að því
að honum lenti saman við nýja
kynslóð. Jónas hefur mjög verið
lastaður af þessu en að nokkru
leyti ranglega. Ástæður hans voru
þær að hann lagði alla áherslu á
að aðrir störfuðu einnig með ailan
almenning í huga, með gildi list-
anna fyrir daglegt líf og innblást-
ur almennings í huga. Þegar leit
ungra listamanna að frjórri sköp-
un stefndi í aðrar áttir varð Jónas
viðskila við þá, og skap hans leyfði
ekkert hlutleysi.
Eiginlega var Jónas Jónsson
ævinlega róttækur maður — eða
það sem á hans dögum var nefnt
„radical“ og miðað við franskar
fyrirmyndir. Sem róttækur hvata-
maður hlaut Jónas lengst af að
taka sér stöðu fremst og yst í
þeirri stjórnmálafylkingu sem
hann sjálfur átti mikinn þátt í að
móta. Framan af var hann fyrir
bragðið minnihlutamaður í Fram-
sóknarflokknum, og að loknu
ótrúlega stuttu forystuskeiði í
flokknum var honum aftur vikið
til hliðar; liðu siðan löng og mörg
ár.
Margir hafa sagt að raun hafi
verið að lesa það sem Jónas skrif-
aði opinberlega á síðari árum sín-
um. Nú er annað uppi. Nú telja
margir ábyrgir og djúphugulir
skólamenn þvert á móti að Jónas
hafi verið nokkurs konar hrópandi
í eyðimörkinni. Hann var sífellt að
hamra á gildi skólanna sem
orkuveitu innblásturs fyrir alla
þjóðina; þess vegna áttu skólarnir
að tengjast lífi og starfi almenn-
ings fremur en einum saman
lærdómi höfðingsmanna. Enn var
Jónas róttækur eldhugi sem lagði
siðferðilegan dóm á störf og
stefnu í skólamálum. 1 augum
hans snerust skólamál um sið-
ferði, þjóðrækni og lífsstefnu, og
tækniþekking og sérþekking átti
að lúta lífinu — átti að vera inn-
blásin lífsstefnu og ekki hvaða
lífsstefnu sem vera skyldi heldur
þjóðlegri og alþýðiegri lífsstefnu.
Vantar okkur nokkuð fremur nú
á dögum?
Kennslustörf Jónasar Jónssonar
voru á sömu lund. Hann skrifaði
bestu og vinsælustu kennslubækur
íslensku þjóðarinnar, en í eigin
kennslu sinni notaði hann enga
bók. Hann veitti nemendum sínum
innblástur og mótaði þannig líf
þeirra æ síðan. Undirstaðan í svo
nefndu „valdakerfi“ Jónasar Jóns-
sonar var fyrri nemendur hans og
persónuleg hollusta þeirra margra
var ótrúleg. Hann vildi ekki kenna
með því sem hann sjálfur nefndi
„staðreyndaítroðslu”; hann vildi
ekki „setja nemendum fyrir“;
hann vildi ekki fylgja neinni
„námsskrá"; — hann vildi fylla
nemendur innblæstri, anda, sem
síðan gæti stýrt lífi þeirra til
heilla og hamingju, og ekki aðeins
þeim sjálfum heldur og öllum
þeim sem við þá skiptu síöar á
lifsbrautinni. Og ótrúlega mörg
dæmi sýna að Jónas náði árangri.
Þrátt fyrir mjög breytta tíma
heldur fordæmi hvatamannsins og
kennimannsins Jónasar Jónssonar
frá Hriflu fullu gildi sínu.
Höfundur er skólastjóri Samrinnu-
skólans að Bifrösk
Veist
þú um
stað?
þar sem umhverfi er
notalegt, veitingar
frábœrar og þjónusta góö.
Þaö vltum viö.
Nefnilega Goöheima,
veitingasal Hótels Hofs.
Þú átt mikiö eftir, ef þú
hefur ekki reynt
kökuhlaöboröiö okkar.
Þar eru úrvals tertur af
öllum geröum.
Rauöarárstíg 18
Reykjavík
Sími 28866