Morgunblaðið - 01.05.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 01.05.1985, Síða 26
26 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR1. MA-Í 1985 í fremstu röð frá vinstri: Ásrún Davíðsdóttir, John Speight, Eggert Þorleifsson, Sigríður Gröndal, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigurður Björnsson, Guðmundur Ólafsson, Júlíus Vífíll Ingvarsson, Hrönn Hafliðadóttir, Guðmundur Jónsson. LEÐURBLAKAN Tónlist Jón Þórarinsson óperetta eftir Johann Strauss yngra. Texti eftir Henry Meilhac og Ludovic Halévy, söngtextar eftir Richard Genée. Islensk þýðing eftir Jakob Jóh. Smára með viðaukum eftir Flosa ólafs- son og og Þorstein Gylfason. Hljómsveitarstjóri á frumsýn- ingu Gerhard Deckert. Leik- stjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Una Collins. Lýsing: Asmundur Karlsson. í aðalhlutverkum á frumsýn- ingu: ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, Sigurður Björnsson, Sigríður Gröndal, Guðmundur Jónsson, John Speight, Júlíus Vífill Ingy- arsson, Hrönn Hafliðadóttir, Guðmundur ólafsson, Eggert Þorleifsson, Ásrún Davíðsdóttir. — Kór og hljómsveit íslensku óperunnar. „Hver er munurinn á óperu og óperettu? Ekki sá að ópera sé samfelldur söngur en óperetta ekki, því að þá væri til að mynda Töfrafíautan ekki ópera. Ekki heldur sá að óperur séu sýndar í óperuhúsum en óperettur ekki, því að þá væri Leðurblakan ekki óperetta. Hún hefur átt heima á fjölum óperuhúsa um víða veröld í áratugi, ein af öllum óperett- um. Það var tónskáldið Gustav Mahler sem átti upptökin að því: fyrst í Hamborg og síðan í Vín, en hann var óperustjóri í Vín frá 1897 til 1911. Einhver sagði að það mætti ekki fyrir nokkurn mun gera Leðurblökuna að óperu, því að þá yrði engin almennileg óperetta til lengur." Þessa skemmtilegu og rétt- mætu athugasemd er að finna i efnisskrá þeirrar sviðsetningar á Leðurblökunni sem íslenska óperan frumsýndi sl. laugardag. En ekki er þörf neinnar afsökun- ar eða réttlætingar á því að Leð- urblakan skuli hafa verið valin til sýningar hér, því að sannast sagna er það að sem tónverk stendur hún langtum framar ófáum systrum sínum af leik- sviðinu, þótt þær kunni að bera óperunafn. Það er líka vel til þessarar uppsetningar vandað, leikmynd- in er létt og stílfærð eftir kröf- um hins þrönga sviðs í Gamla bíói. Það gleður augað að hún skuli ekki vera á tveimur hæðum eins og oftast hefur orðið að vera í þessu húsi. En stigar miklir eru enn báðum megin sviðsins og eru stigagöngur i þessari sýningu eins og stundum áður næsta þreytandi fyrir óperugesti sem sjálfir eru farnir að mæðast á stigum. Það eina sem stakk mig í augun í leikmyndinni var skrif- borðið í fangelsinu í þriðja þætti, sem leit út eins og nýkom- ið úr búð og átti ekki heima þarna. Þórhildur Þorleifsdóttir hefur enn einu sinni unnið það krafta- verk að koma fyrir litríkri, fjör- legri og skemmtilegri sýningu við þau erfiðu skilyrði sem hér ríkja. Þetta vekur undrun í hvert skipti sem það tekst, en ekki fer þó hjá þvi að þrengslin setja mark á sýninguna. Stundum hefði verið til bóta að draga nokkuð úr hreyfingum leikenda, svo að þeir sýndust ekki eins að- krepptir og raun var á. Hljómsveitarstjóri hefur verið sóttur beint í sjálfa Ríkisóper- una í Vín til að stjórna fyrstu sýningunum á Leðurblökunni. Gerhard Deckert er enginn við- vaningur í þessu starfi enda hafði hann fyllsta vald á því og sá til þess að hin fíngerðu blæ- brigði þessarar tónlistar skiluðu sér til áheyrenda. Á síðari sýn- ingum mun Garðar Cortes taka við stjórninni. í hlutverki Rósalindu var ólöf Kolbrún Harðardóttir og var glæsileg, bæði að sjá og heyra. — Sigurður Björnsson söng hlut- verk Eisensteins í 190. skipti, og er það sennilega íslenskt met. Hann fór hér á kostum, og e.t.v. er það til marks um ágæti þeirr- ar tónlistar sem hér var flutt að hún hljómaði jafn fersk úr munni Sigurðar og þeirra sem nú voru að syngja hana í fyrsta skipti. — Meðal þeirra var Sig- ríður Gröndal sem fór með hlut- verk Adele og „sló í gegn“, bæði í söng og leik. Ásrún Davíðsdóttir fór fallega með lítið hlutverk Idu dansmeyjar, en þær Sigríður Jónas frá Hriflu langvinnt dekur flokks hans við kommúnista, sem hann horfði á sem gamall maður á sæmilegum friðarstóli með vaxandi undrun. Hér er ekki rúm til að fjalla í smáatriðum um einstaka þætti á óvenjulega fjölskrúðugum stjórn- málaferli Jónasar frá Hriflu. Hans tími var mestur frá 1927— 1937, þegar sá ferill hófst sem gerði hann smám saman áhrifa- lítinn í flokknum. Það var úrslita- tími fyrir íslendinga, því þótt mörk umbyltingarinnar í þjóð- félaginu séu skýrust á stríðs- tímanum síðari, var jarðvegurinn svo vel undirbúinn, að við lifðum hernámið af, bæði menningarlega og atvinnulega. Fyrir stríð vorum við, þrátt fyrir einangrun, orðin merkilega framstiga í mörgum efnum. Kreppan hafði kennt okk- ur að meta breytingar og taka þær fram yfir kyrrstöðu bændasam- félagsins gamla með tæki járnald- ar í hönd. Jónas kom og blés lífs- andanum í nasir samtíðar sinnar, og þótt menn yrðu bæði sárir og móðir í þeirri baráttu sem fylgdi leggur sagan líknarhendur sínar yfir slíkt hnjask. Við metum alla stjórnmálaforingja þessa tímabils mikils af því þeir unnu vel og létu stundum eins og við værum millj- ónaþjóð. En eins og eitt leiðir af öðru má segja að kveikjan að upp- eldi og hugarfari stjórnmála- foringja okkar á öldinni hafi legið i hugsjónamönnum 19. aldarinnar, og það besta i stjórnmálum okkar sé þaðan runnið. Þar standa hlið við hlið stjórnmálamaðurinn Jón Sigurðsson og skáldið Jónas Hall- grímsson. Jónas frá Hriflu átti við einlæga hrifningu fylgismanna sinna að búa. Kæmi hann til að gista vildi húsbóndinn gjarnan láta hann sofa hjá sér, svo hann gæti rætt landsins gagn og nauðsynjar, og pólitík yfirleitt, við þennan eld- huga fram í gráa dagsskímu. En i þingflokki sínum átti hann and- stæðinga. Þessir andstæðingar, þótt í minnihluta væru, voru samt nógu áberandi til að stýfa af Jón- asi flugfjaðrirnar þegar honum reið mest á fylginu. Við stjórn- armyndunina 1934, þar sem Jónas var óumdeilanlega yfirsmiðurinn, æxluðust málin þannig að hann varð ekki ráðherra. Alþýðuflokks- menn báru við óbilgirni hans og ráðríki. Þeir néru "honum því um nasir, að þeir ættu í þessu efni skoðanabræður I þingflokki hans sjálfs. Menn geta gert sér í hug- arlund hve erfitt hlýtur að hafa verið að mæta þessu fyrir ákafa- mann, sem taldi sig eiga margt erindi í ríkisstjórn — og vera óbeint föður beggja flokkanna. En þótt sókn Jónasar hafi á stundum virst heldur ofstopagjörn, þá var hann í eðli sínu gamansamur mað- ur. Hann kaus að bíða 1934, þótt honum hefði verið mögulegt að reyna stjórnarmyndun með Sjálf- stæðisflokknum. Að þriggja ára tíma loknum var biðin búin að fara þannig með þennan mann, að hans þótti ekki þörf lengur. Miklum sögum fór af ofríki Jón- asar á helsta valdatíma hans og var skrifað ógætilega um hann í erlendum blöðum. Ur þeim hefur Kristján tíundi eflaust haft efni spurningar sinnar á steinbryggj- unni hér í Reykjavík, þegar hann var að koma í heimsókn á Alþing- ishátíðina. Jónas stóð til hliðar við rauða dregilinn, einn í móttöku- nefndinni, og rétti kóngi höndina. Þá sagði Kristján tíundi: Sá det er Dem som spiller den lille Musso- lini her i landet. Viðstaddir sáu að Jónas eldroðnaði og þrútnaði í framan, eins og hann ætlaði að springa, en við Kristján kóng sagði hann kurteislega: Der trives ikke nogen saadan en Mand i Der- es Rige. Þeir voru fleiri en kóngur- inn sem töldu sig eiga ýmislegt vantalað við Jónas, einkum á helstu umsvifaárum hans í stjórn- málum. Einn þeirra var Héðinn Valdimarsson, eins og fram kemur í bæklingnum „Skuldaskii Jónasar frá Hriflu við sósíalismann". Engu var líkara en Héðinn liti svo á að Jónas hefði svikist undan merkj- um sósíalismans, þegar hann sneri sér að því að stofna Framsóknar- flokkinn. Þetta viðhorf gerði erfið- ara fyrir um samstarfið við Al- þýðuflokkinn, einkum hvað Jónas snerti, því þar sátu jafnan menn fyrir sem hugsuðu honum þegj- andi þörfina, þótt Jón Baldvinsson væri ekki í þeim hópi. Auk þess vissu Héðinn og Jónas báðir sínu viti og reru á sömu miðum í leit að æskilegum mannafla. Héðinn sagði eitt sinn við samstarfsmann sinn, að það væri illt að horfa upp á það að sjá Jónas liggja við dyr háskólans og hirða hvern efnilega Alþýðuflokksmanninn á fætur öðrum. Jónas barðist ótrauður gegn áhrifum öfgafenginna vinstri manna, eins og þeir voru þegar trúin á Stalín var í algleymingi, og samstarf kommúnista við móður- flokkinn fór fram svo að segja fyrir opnum tjöldum. En völd Jón- asar fóru dvínandi í Framsóknar- flokknum, einkum eftir stjóm- armyndunina 1937. Þá var stund- um eins og hann ætti ekki lengur samleið með stjórnarforustunni. Þetta fundu andstæðingar hans og voru því á verði út af hverju tæki- færi til þess að koma honum á hné. Andstaðan við hann var þeim mun auðveldari vegna flokkslegra erfiðleika hans og átaka á bak við tjöldin sem þreyttu hann. Hann hafði lengi talið sig kjörinn til að veita menningarmálum í landinu stuðning, og hafði samið fslands- sögu í anda þjóðarmetnaðar og nýliðinna átaka við Dani. Auk þess var hann lengi driffjöðrin í menntamálaráði. Nutu margir góðs af því, m.a. Halldór Laxness um það leyti sem hann var að rita Sölku Völku. Menntamálaráð var þá miklu valdameiri stofnun um hag listamanna en nú er, enda fleira komið til sögu þeim í hag á okkar tímum. Og loksins skarst í odda vegna þess sem nefnt var pólitísk af- skipti Jónasar af listum. Sótti þar að honum fjölbreytt lið sem sumt fylgdi Kristni E. Andréssyni að málum, og virtist um tíma sem Jónas væri kominn í andstöðu við listmálara landsins. Efndi hann þá til sérstakrar málverkasýn- ingar laugardaginn fyrir pálma- sunnudag árið 1942 í húsakynnum Alþingis til að veita almenningi kost á að sjá nokkur þeirra mál- verka, sem menntamálaráð hafði keypt af listamönnum, sem Jónas kallaði „klessumálara". Þar voru til sýnis verk eftir ýmsa módern- ista og mæltist þetta illa fyrir, en frumorsök deilunnar var óánægja með úthlutun menntamálaráðs á listamannalaunum. Það er alltaf hættulegt að ætla að hafa uppi dagskipanir í listum og þess galt Jónas að þessu sinni. Hins vegar hefur ekki farið stórum sögum af sumum þeirra „klessumálara", sem þarna áttu sýningargripi. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að rangt var að snúast með þessum hætti gegn nýungum í málaralist. Málið hjaðnaði síðan, en þeir sem stóðu fyrst og fremst á móti Jón- asi í þessari deilu, þótt þeir beittu öðrum fyrir sig, voru að leggja grunninn að því að verða allsráð- andi í listum. Og þeim tókst það og kunna því ekki illa. Þótt Jónas skrifaði í langan tíma um stjórnmál svo að segja á hverjum degi, liggur mikið skrifað eftir hann um skáld og listamenn, og marga afreksmenn þjóðarinn- ar. Er næsta ótrúlegt hverju hann kom í verk á þessu sviði. Afköst hans og forusta í stjórnmálum, á þýðingarmiklum og viðkvæmum tíma í lífi þjóðarinnar, valda því að sagan mun verða nokkuð lengi að má hann út. Hér hefur verið stiklað á meginþáttum í lífi þessa merkilega stjórnmálamanns, sem lék eins og af fingrum fram inn- göngumarsinn að lýðveldinu og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.