Morgunblaðið - 01.05.1985, Side 28

Morgunblaðið - 01.05.1985, Side 28
28 MÖRGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR1. MAl 1985 Þýskalandsheimsókn Bandaríkjaforseta: Geimvarnaáætlun- in aðalumræðuefni Reagans og Kohls Bonn o* Moskvu, 30. npríL AP. BÚIST er við, að geimvarnaáætlun Bandaríkjanna verði aðalumræðuefni þeirra Helmuts Kohls kanslara og Ronalds Reagans, í opinberri heimsókn Bandaríkjaforseta í Vestur-Þýskalandi í ntestu viku, að því er embættismenn í Bonn greindu frá í dag. Kohl ætlar að skýra afstöðu Vestur-Þýskalands til geimvarna- rannsóknanna. Mun hann greina Reagan frá því, að Vestur-Þjóðverjar hafi áhuga á að taka þátt í rannsókn- unum, en aðeins með því skilyrði að Bandaríkjamenn séu fáanlegir til að tryggja, að ávinningi af þeim á tæknisviðinu verði jafnt skipt beggja vegna Atlantshafs- ins. Kohl hefur tekið af öll tvímæli um það undanfarið, að hann styð- ur rannsóknaráætlun Bandaríkja- Viljum frjálsari heims- verzlun — segir Shuitz utanríkis- ráöherra Bandaríkjanna Waohinfrton, 30. april. AP. BANDARÍKIN munu gera sína eigin viðskiptasaminga við ein- stök lönd sérstaklega, ef óskir Reagans Bandaríkjaforseta verða ekki teknar til greina um nýjar viðræður um heimsverzl- unina á fundi 7 helztu iðnríkja heims, sem fram á að fara í Bonn í þessari viku. Skýrði George P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, frá þessu í dag. Shultz sagði ennfremur, að Reagan færi til Bonn ekki aðeins í þeim tilgangi að koma á nýjum viðræðum um alþjóðaviðskipti, heldur einnig í því skyni að fá ým- is þeirra landa, sem þátt taka i fundinum í Bonn, til að gera meira til þess að efla efnahagslíf sitt en þau hafa fengizt til að gera til þessa. Fyrr í þessum mánuði gerðu ísrael og Bandaríkin með sér samning um að afnema hvers kon- ar tolla af vörum, sem þau seldu hvort öðru. Sagði Shultz, að ef ekki næðist samkomulag á fundin- um í Bonn um nýjar viðræður um aukið frelsi i alþjóðaviðskiptum, þá myndu Bandaríkin fara eins að gagnvart einstökum ríkium og gert hefði verið gagnvart ísrael og gera við þau viðskiptasamninga ein sér. Sagði Shultz, að Banda- ríkastjórn hygðist beita sér fyrir „frjálsari verzlun" alls staðar í heiminum. manna, en hefur verið tvístígandi um, hvort rétt væri að blanda vestur-þýskum fyrirtækjum í mál- ið. Kohl hefur einnig hvatt til þess, að löndin í Vestur-Evrópu taki sameiginlega afstöðu til geim- varnaáætlunarinnar. í dag sakaði sovéska fréttastof- an TASS Ronald Reagan forseta um að hampa Þriðja ríkinu og hvítþvo nasista með för sinni til kirkjugarðsins í Bitburg. Þá notaði TASS heimsókn Reagans til að ráðast með hefð- bundnum hætti á vestur-þýsk stjórnvöld og saka þau um hefnd- arstefnu, auk þess sem deilt var á bandaríska utanríkisstefnu. Kvað fréttastofan ónafngreinda ein- staklinga á Vesturlöndum aðhyll- ast sömu meginsjónarmið og Adolf Hitler hefði gert. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 6 skýiað Amsterdam 4 11 skýjaö Aþena 11 22 skýjað Barcelona 16 skýjaö Berlin 2 10 rigning Briissel 5 13 rigning Chicago 3 21 rigning Dublin 8 13 skýjað Feneyiar 14 skýjaö Frankturt 2 10 rígning Gent 1 10 skýjað Helainki 4 7 skýjað Hong Kong 21 24 skýjað Jerúsalem 12 24 skýjað Kaupm.höfn 1 8 skýjað Las Palmas 20 skýjað Lissabon 11 24 heiöskirt London 10 15 skýjað Los Angeles 12 23 skýjað Malaga 21 léttsk. Maltorca 20 skýjað Miami 22 34 skýjað Montreal 3 20 heiðskirt Moskva 8 9 skýjaö New York 9 22 heiðskírt Osló 1 10 heiðskírt París 8 12 skýjað Peking 14 28 heiöskírt Reykjavik 6 skúr Rio de Janeiro 19 35 skýjað Rómaborg 11 21 heiðskírt Stokkhólmur 2 5 skýjað Sydney 16 21 skýjað Tókýó 12 23 heiðskirt Vinarborg 3 9 skýjaö Þórshöfn 9 léttsk. Inflúensufaraldur á Norður-Englandi SUfford, 30. april. AP. NÍTJÁN manns hafa dáið úr inn- núensufaraldri á Norður-Englandi undanfarnar tvær vikur. „Við teljum ekki, að ástæða sé til þess að grípa til neyðarráðstafana, en vissulega hafa mun fleiri veikzt en við gátum með nokkru móti búizt við á þessum tíma árs,“ var í dag haft eftir Roy Trainor, aðstoðaryfirmanni heil- brigðismálastofnunarinnar f Staf- fordshire. Flestir þeirra, sem látizt hafa, veiktust af lungnabólgu í kjölfar inflúensunnar. Yfir 70 manns eru nú á sjúkrahúsum vegna inflúens- unnar og þar af eru 8 manns I gjörgæzlu. Hátíðarhöld í Víetnam: 10 ár frá falli Suður-Víetnams Ho Chi Minb-borg, 30. iprfl. Skriðdrekar fóru um götur og torg og herþotur þutu um himin- inn, þegar Víetnamar fögnuðu því í dag, að 10 ár eru liðin frá falli Suður-Víetnams og sigri kommún- ismans. Þúsundir borgarbúa voru á götum úti. Herfyikingar voru samfellt í 2 'k klukkustund að ganga fram hjá heiðurspalli, þar sem stóðu aldraðir byltingarfor- ingjar, sem barist höfðu gegn Japönum, Frökkum og Banda- ríkjamönnum í 30 ár. Nguyen Van Linh, formaður kommúnistaflokks Ho Chi Minh-borgar, sagði í 45 mínútna langri ræðu við upphaf hátíðar- haldanna, að sigurinn fyrir 10 árum hefði verið „mesta þrek- virki 20. aldarinnar“. Hann þakkaði Sovétríkjunum veitta aðstoð og kvað stríðið hafa reynst Bandaríkjunum endalaus myrkraganga. Fótgönguliðar úr vietnamska hernum, sem er hinn fjórði stærsti í heimi, skiptu þúsund- um í göngunni og á eftir þeim fóru herdeildir, sem báru banda- ríska M-16 riffla, sem teknir voru herfangi, er Saigon- stjórnin féll. Alls er talið, að um 50.000 manns hafi verið í göngunni. Ferð geimferjunnar: Margvísleg tækni- vandamál steðja að HouKton, 30. aprfl. AP. Vísindamennirnir um borð í geimferjunni Challenger fengust í dag jöfnum höndum við rannsóknir og viðgerðir. Hófust þar með dagleg störf þeirra í rannsóknastofunni, sem þeir deila með öpum og rottum. Brotinn loftþrýstiloki, bilað pípulagnakerfi, tölvuraunir og mistök í fjarskiptum ollu þvi, að geimförunum gekk seinlega að komast í gang með rannsókna- störfin. Geimferjunni var skotið á loft frá Kennedy-geimferðastöðinni á Florida í gær, en innan fárra klukkustunda frá flugtaki lentu geimfararnir sjö í margvíslegum tæknilegum erfiðleikum og fóru allar tímaáætlanir úr skorðum. Unnt var að ráða fram úr flest- um þessum vandamálum, m.a. í sambandi við fjarskiptin, með að- stoð sérfræðinga á jörðu niðri. Önnur af vandamálunum eru enn þá óleyst og geta valdið því að hætta verði við um 15 af tilraun- um þeim sem fyrirhugað var að gera í þessari vikuferð úti í geimn- um. Flugstjóri í ferðinni er Robert Overmayer, sem áður hefur farið í geimferjuferð. Aðstoðarflugmað- ur hans er Fred Gregory. í áhöfn- inni eru tveir læknar, tveir eðlis- Þessi mynd sýnir skemmdir þær sem urðu á hjólbörðum geimferjunnar Discovery við lendingu 19. aprfl sl. fræðingar og efnaverkfræðingur. Challenger hefur meðferðis tvo litla gervihnetti, sem komið verð- ur á braut um jörðu. Samkomulag milli Spánar og Portúgals LÍKHabon, 30. april. AP. SPÁNN og Portúgal komust að sam- komulagi í dag um lausn á ýmsum belztu deilumálum landanna, sem óleyst voru með tilliti til 10 ára aðlög- unartímabils landanna fyrir aðild að Evrópubandalaginu. Samkomulag þetta nær til fiskveiðiréttinda Spán- verja í landhelgi Portúgala og tolla á vörum, sem fluttar verða út frá öðru landinu til hins. Samkomulag þetta náðist að loknum 17 klukkustunda samn- ingafundi, sem utanríkisráðherrar beggja landanna tóku þátt i. Sagði Moran, að enn væri eftir að gera nokkrar tæknilegar breytingar á því samkomulagi, sem gert hefði verið, en mestu máli skipti þó, að eining hefði verið um aðalatriðin. „Viðræður þessar voru erfiðar fyrir báða aðila, en voru táknrænar fyrir hina miklu viðleitni af hálfu beggja landanna til að komast að samkomulagi," sagði Jaime Gama, utanríkisráðherra Portúgals, eftir fundinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.