Morgunblaðið - 01.05.1985, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 1. MAÍ 1985
Guðríður Símonar-
dóttir á heimleið
í höggmynd
Nær 350 ár eru liðin síðan Guðríður Símonardóttir komst aftur heim til
íslands eftir nærri 9 ára þrælkun í Alsír á Afríkuströnd þar sem hún var
seld í þrældóm í kjölfar Tyrkjaránsins í Vestmannaeyjum 1627. Víst er að
Guðríður Símonardóttir er í hópi kunnustu og merkustu kvenna íslands-
sögunnar, en um fáar er vitað sem urðu að ganga í gegnum annan eins
þráð örlaga. Henni var rænt frá fjölskyldu sinni og byggð og hneppt í
þrældóm í fjarlægri heimsálfu, en hún stóð af sér storma og hríðarveður
örlaganna, hélt trú og von og varð að ósk sinni eftir bratta leið.
t stórum dráttum má skipta lífi
Guðríðar Símonardóttur í þrjá
þætti. Sá fyrsti á hefðbundinn
hátt í Vestmannaeyjum unz hún
móðir og eiginkona er rifin upp
með rótum, annar þátturinn á sér
staö á Afríkuströnd í tæpan ára-
tug og sá þriðji sem eiginkona
séra Hallgríms Péturssonar,
sálmaskáldsins sem íslensk þjóð
hefur elskað svo lengi. Fordómar
hafa löngum fylgt Guðríði Sím-
onardóttur í munnmælum lands-
manna og víst hefur hún staðið í
skugga ljómans af sálmaskáldinu
í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og
fyrst og fremst lifir nafn hennar
með þjóðinni vegna þeirra miklu
örlaga sem hrifu hana með sér.
En jafnvel þegar. hún hafði náð
landi á ný var henni ekki sýnd
meiri samúð en svo að hún var
kölluð Tyrkja-Gudda af löndum
sínum' og margt hefur kynlegt
verið um hana sagt án þess að rök
hafi legið að baki.
í erindi, sem Sigurbjörn Ein-
arsson biskup flutti í Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum á 350
ára afmæþ Hallgríms Pétursson-
ar, segir hann m.a.:
„En Vestmannaeyjar urðu á
vegi hans síðar, eitt sker á reki,
brotið af því bergi, sem ræningj-
ar tróðu fótum einn válegan vor-
dag árið 1627.
Og aldrei er saga hans sögð án
þess að getið sé Vestmannaeyja.
Þegar vöggudísir kváðu honum
örlagastef norður í Hjaltadal var
rímað á móti undir Heimakletti
og stefin hittust úti í Kaup-
mannahöfn og féllu hvor að öðr-
um. Vér rekjum ekki þau djúpu
ráð, sem komu því rími saman.
Það eitt vitum vér, að héðan kom
sú koná, sem skyldi ganga með
honum til þess Helgafells, sem
fyrir honum lá.
Það var bratt þangað upp fyrir
hana og varla hafa aðrar konur
þurft að fara örðugri krókaleiðir
til móts við maka sinn en hún. Og
í augum íslenzkrar alþýðu var
henni lítt stætt uppi þar á hans
Helgafelli við hliðina á honum.
En ekki verður það út skafið að
þau áttu sameiginleg lífsörlög,
Guðríður Símonardóttir úr Vest-
mannaeyjum og sr. Hallgrímur
Pétursson. Sambúð þeirra hefur
ímyndunarafl þjóðrinnar vafið
þeim hégóma, að óvíða grillir í
veruleikann, en enginn fótur er
fyrir því, að hjúskapur þeirra
hafi ekki verið eðlilegur. Það er
sagt að hún hafi verið mislynd
nokkuð, enda verið úti í misvindi
og stórum veðrum, en glaðlyndi
hans og jafnlyndi hafi sléttað úr
þeim öldum og lægðum, sem
hennar fari fylgdu, en það er al-
kunna að andstæður í skapferli
fara oft vel saman í hjónabandi.
En hitt er óyggjandi að Guðríð-
ur hefur verið fágæt atgerviskona
á marga grein, ella hefði h ún
ekki komizt fram úr þeim ófær-
um, sem atvikin tefldu henni i.“
Eyjakonan Guðríður Símonar-
dóttir hefur lengi staðið óbætt
hjá garði minninganna í rás sög-
unnar, en nú hefur Ragnhildur
Stefánsdóttir myndhöggvari gert
höggmynd um Guðríði að beiðni
Eyjamanna og er ráðgert að setja
höggmyndina upp á hennar
gömlu lóð á Stakkagerðistúninu í
Eyjum, í hjarta bæjarins þar sem
hún átti sitt heimili og sína fjöl-
skyldu er Hund-Tyrkir rændu
nær helmingi af 500 íbúum Vest-
mannaeyja og drápu tugi manna.
Ragnhildur Stefánsdóttir byggir
höggmynd sína um Guðríði á
þeirri skoðun að þessi umdeilda
kona hafi þrátt fyrir allt staðið
eins og klettur, ekki aðeins' í
gegnum sína eigin samtíð i sorg
og gleði, heldur einnig í gegnum
aldanna rás, svo einstæð sem
saga hennar er. Þess vegna hefur
listamaöurinn byggt konumynd
Guðriðar út úr dröngum og klett-
um Eyjanna, því formi sem hefur
staðið af sér öldugang aldanna. í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd-er
fátt sem minnir á hina nafn-
kunnu húsfreyju nema örnefni, í
Reykjavík er verið að byggja
veglegustu kirkju landsins til
heiðurs minningar bónda hennar,
en höggmyndinni um Guðríði
Símonardóttur er ætlaður skiki
heima í Eyjum þaðan sem hún
var slitin burt og þangað sem hún
ætlaði á heimleið úr Barbaríinu
þótt örlögin kipptu enn einu sinni
svo afgerandi í líf hennar.
- á.j.
Morgunbladið/Frídþjófur Helgason
Höggmyndin um Guðríói Símonardóttur á lokastigi í Járnblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga þar sem Ragnhiidur myndhöggv-
ari hefur haft aðstöðu til að vinna verkið á lokástigi, en frum-
drögin vann hún í húsnæði sem Vífilfell í Reykjavík lagði til.
Höggmyndin er síbreytileg eftir því frá hvaða hlið er horft á hana
en þessa mynd tók Friðþjófur Helgason Ijósmyndari af verkinu
nær fullgerðu. Þórdís Eik heitir litla stúlkan sem hallar sér að
einum klettinum sem er hluti af höggmyndinni um Guðríði Sím-
onardóttur. Höggmyndin er tæpir 3 metrar á hæð.
Samtök
stofnuð
um
verndun
Mývatns
„SAMTÖK um verndun Mývatns"
voru formlcga stofnuð í Mývatns-
sveit þann 19. aprfl sl. Að stofnun-
inni stóð hópur áhugafólks um nátt-
úruvernd. Samtökin samþykktu eft-
irfarandi yfirlýsingu um tilgang og
markmið:
(1) Samtökunum er skylt að
standa vörð um lögin og verndun
Laxár og Mývatns frá 1974, og
gæta þess að þau séu haldin í hvi-
vetna.
(2) Ef rannsóknir á lífríki Mý-
vatns eða aðrar augljósar stað-
reyndir benda til þess að náma-
gröftur úr botni þess, starfræksla
efnaverksmiðju á bökkum þess,
röng stjórnun á framrennsli Mý-
vatns við Mývatnsósa, eða hver
önnur starfsemi á svæðinu stofni
lífríki Mývatns eða umhverfi þess
i hættu, ber þegar í stað að stöðva
slíka starfsemi, nema óyggjandi
sannanir liggi fyrir um að breyt-
ingar á þeim rekstri komi í veg
fyrir alla áhættu. Samtökin eni
þess fullviss, að lífríki Mývatns sé
svo einstakt og dýrmætt, að óaf-
sakanlegt sé að setja það í hugsan-
lega hættu af mannavöldum.
(3) Markmiðum sínum hyggjast
samtökin ná meðal annars með að
leita aðstoðar áhugamanna, stofn-
ana og samtaka um náttúru- og
umhverfisvernd, innlendra sem
erlendra, svo og með kynningu á
málstað okkar í ræðu og riti, enda
teljum við okkur skylt að veita lið-
sinni hverjum þeim aðilum, sem
hafa náttúruvernd hvers konar að
markmiði.
Samtökin eru öllum opin. Hver
sá sem undirritar' yfirlýsingu
samtakanna er orðinn félagií
þeim. Kjörin var fimm manna
framkvæmdastjórn samtakanna.
Hana skipa: Einar ísfeldsson,
Kálfaströnd, Árni Halldórsson,
Garði, Ásmundur Geirsson, Álfta-
gerði, - Egill Freysteinsson,
Vagnbrekku, og Stefanía Þor-
grímsdóttir, Garði.
(Úr rrétutilkrnníngu.)
JNNLEN'T
Sindrp
E*
^MÍan
iðjan hf.
Inytjum um mánaöamótin
Fífuhvamm
í Kópavogi
Sími641190.
§n&3®sasK2a®,5Sí2i ílk.
DHL Hraðflutnlngar hf.:
Moskvuborg bætist við
áfangastaði fyrirtækisins
ALÞJÓÐLEGA fyrirtækid DHL, hér nefnt Hradflutningar hf., sem sérhæf-
ir sig í hraðflutningum á verslunarskjölum og smápökkum heimshorna á
millí, hefur nú bætt Moskvuborg í alheimsnet sitt af mikilvægum áfanga-
stöðum. Nú er því mögulegt að senda verslunarskjöl og smápakka með
DHL, Hraðflutningum hf., frá íslandi til Moskvuborgar.
Á fundi sem haldinn var með
fréttamönnum í fyrri viku kom
m.a. fram í máli Patricks And-
ersen, framkvæmdastjóra DHL á
íslandi, að fyrirtækið hefur 600
viðskiptastöðvar I 140 löndum,
al’t'frá fslandi til Nýju Gíneu.
Undirritaður hefur verið samn-
ingur við sovésku ríkisfraktþjón-
ustuna SVT og væntir DHL þess
að bæta 48 sovéskum borgum í
alheimsnet sitt fyrir árslok 1985.
Þá er í bígerð að bæta við Aust-
ur-Evrópuíöndum s.s. Júgóslavíu,
Rúmeníu, Búlgarfu, Ungverja-
landi og Póllandi.
Ennfremur var kynnt á fundin-
um nýtt verðlagningarkerfi fyrir-
tækisins, sem nefnist mánaðar-
uppbót DHL. Samkvæmt því
gefst viskiptavinum nú sjálfum
kostur á að ákveða verð hverrar
sendingar þar eð hin mánaðar-
lega uppbót er reiknuð út frá
heildarfjölda sendinga þeirra frá
fyrra mánuði. Hið nýja uppbót-.
arkerfi gildir jafnt um smápakka
sem skjöl og gengur það í gildi
frá og með 1. maí.