Morgunblaðið - 01.05.1985, Side 50

Morgunblaðið - 01.05.1985, Side 50
50 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1985 fclk í fréttum Frá vinstri: Magnús Ólafsson, forstöðumaóar Emmess-ísgeró- arinnar, Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri MS, og Erlendur Magnússon, forstöóumadur Brauðgeróar MS. COSPER ' *?■****.» WL CosrtR — Hvers vegna seljum við ekki bílinn og kaupum nýjan bíl fyrir andvirðið? Stefanía: Andlitió karlmannlegt og hörkulegt, en línurnar eru skýrar. Ágúst Þorvaldsson, Brúnastöðum, stjórnarformaður Mjólkur- samsölunnar og fyrrverandi alþingismaóur, ásamt Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra. Tímamót hjá Mjólkursamsölunni í tilefni af 25 ára afmæli Emmess-rjómaísgerðarinnar, 50 ára afmæli Mjólkursamsölunnar og 40 ára afmælis Sam- sölubrauðgerðarinnar, bauð stjórn fyrirtækisins kaup- mönnum og viðskiptaaðilum fyrirtækjanna í síðdegisboð á Hótel Sögu fyrir skömmu. ólafur K. Magnússon var mættur á staðinn og tók meðfylgjandi myndir. Rainer: Áhyggjufullur Rainer setur beisli á Stefaníu dóttur sína Rainer Mónakófursti óttast nú mjög um andlega heilsu Stefaníu prinsessu. Hann hefur áhyggj- ur af þvi að hún þoli ekki þá spennu sem fylgir því að vera eftirsótt ljósmyndafyrirsæta og tískusýn- ingardama beggja vegna Atlantsála og hefur beðið hana lengstra orða að taka sér frí frá starfi sínu einhvern tíma og hugsa sitt mál vandlega. Blaða- fulltrúi furstans hefur staðfest þetta og Stefanía ku vera að velta fyrir sér beiðni föður síns. Raunar segja margir að hann hafi ekki einungis beðið hana að slaka á, heldur skipað henni það og nú sitji vansæl prinsessa í furstahöllinni. Vogue, Harpers, Cosmopolitan og öll hin tímaritin íhuga skaðabóta- kröfu á hendur fyrirsætumiðlun Vilhelmínu. Stefanía leið nokkuð fyrir það í æsku að vera yngst og ekki álitin eins falleg og eldri systirin Karólína. Þá var hún (og er segja sumir) fremur stráksleg að ýmsu leyti. Þegar Grace móðir hennar lést í bílslysi, var Stefanía í för með henni, brákaði hryggjarliði og fékk taugaáfall. Eftir það hefur hún ekki verið söm að því er fregnir herma og ekki hefur bætt úr skák samband hennar við syni þeirra Jean Paul Belmondo og Alain Delon. Þau voru storma- söm, einkum það fyrrnefnda, en ögn uppbyggilegra það síðara, en það leið undir lok er Stefanía skrifaði undir samninginn við Vilhelmínu sýningarstúlku- miðlara. Tók það einnig á Stefaníu. Nú er Rainer handviss um að dóttir sín sé orðin taugaveikluð og ráðvillt og viti í raun ekkert hvað hún vilji. Því beri að gera sem mest á sem skemmstum tíma. Hann vill hlífa henni og vinir og vandamenn deila um hvort hann ætli sér ekki um of með því að kyrrsetja dóttur sína heima fyrir ...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.