Morgunblaðið - 01.05.1985, Page 53

Morgunblaðið - 01.05.1985, Page 53
gæti frelsi og athafnir verkalýðs- samtakanna. Einn af æðstu draumum at- vinnurekenda er að þeir nái með einhverjum hætti að slíta þau tengsl sem nauðsynleg eru á milli svokallaðrar verkalýðsforustu og hins almenna félaga í félögum. Að draga okkur til aukins miðstjórn- arvalds og að eyða þar með þeim lýðræðislegu hefðum sem okkur eru dýrmætastar. Af mörgum tilburðum í þessa átt er nærtækast að nefna tilkomu sjöttu greinarinnar margræddu í síðustu samningum. Okkar lán var það að Alþýðu- sambandsþing stóð fyrir dyrum og kom saman nægilega snemma til þess að fjalla um málið. Þar leit- uðu menn skýringar á slysi þessu og tókst að finna ráð til að draga úr þessum fleyg sárasta broddinn. Jú, fjandsamleg stjórnvöld og árásir andstæðinga geta vissulega stefnt frelsi verkalýðshreyfingar í voða, en önnur hætta og ekki minni stafar af ríkjandi áhuga- leysi og jafnvel algjöru tómlæti hins almenna félagsmanns fyrir því sem er að gerast í kjaramálum hans. Á upphafsárum hreyfingarinn- ar heyrðust raddir atvinnurek- enda halda því fram að verkafólki kæmi það hreint ekkert við hvað því væri borgað í laun, því bæri að vinna og vinna vel, en svo væri það einkamál vinnuveitandans hve- nær, hvernig og hve mikið hann greiddi því fyrir vinnuna. En nú lætur enginn vinnuveitandi slík ummæli frá sér fara, þó margir MORGUNBLAÐIS, MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1985 53 þeirra gætu eflaust hugsað sér endurkomu þessara gömlu daga. Heldur má nú heyra álíka athuga- semdir hrjóta af munni starfs- manna við vinnuborðin eða á kaffistofum fyrirtækjanna, eins og til dæmis þessar: Hvað varðar mig um þessa kjarabaráttu, er ekki búið að kjósa menn til að redda þessu öllu? Hver borgar þeim eiginlega kaup, er það ekki ég? Ef þeir geta ekki staðið í stykkinu þá skiptum við bara um menn. Þetta gæti hann sagt ef hann er þá einn af þeim fáu sem drógust á síðasta aðalfund til að skipta um menn. Það er sorglegt hvað margir fé- lagsmenn eru óvirkir með þessum hætti, og virðast halda að þeir geti beðið eins og ungar í hreiðri með gapandi gin eftir því að formaður- inn komi að sunnan frá samninga- borðinu með bitastæðan mola og stingi honum í kok þeirra. Nei, með þeim hætti vinnast engir sigrar hversu oft sem skipt er um formenn og stjórnir. Gerum okkur það ljóst að hin svokallaða verkalýðsforusta er ekki ákvörð- unaraðili nema í smámálum innan þess ramma sem við höfum sett henni með starfsreglum. Hún er þjónustuaðili sem er kjörinn til að vinna að þeim málum, og eftir þeim stefnum sem hinir almennu félagsmenn hafa ákveðið hverju sinni á félags- og aðalfundum fé- laga sinna. Kæru félagar, þið hafið eflaust búist við upptalningu á afrekum síðasta árs, eða að gefinn yrði tónninn um næstu baráttumál í þessu ávarpi eins og svo oft hefur verið gert, en svo verður ekki að þessu sinni. Bæði er að afrek síð- asta árs hafa ekki þyngt buddu ykkar svo nokkru nemi, og heldur er nú rislág útkoman á öðrum sviðum kjaramálanna, og svo hitt að það er ykkar verk að gefa tón- inn um framtíðina. Viljið þið ónothæfa miðstýrða verkalýðsforustu, hangandi í lausu lofti án þess grunns sem byggður var í upphafi baráttunnar eða ætlið þið að snúa aftur til þeirrar nauðsynlegu þátttöku í virkri verkalýðshreyfingu sem ein getur skilað umtalsverðum árangri. Kröfuganga og útifundur hinn 1. maí að þessu sinni er kjörinn vettvangur til að sýna aukinn samhug og baráttuhug okkar til nýrrar sóknar. Elsta og besta tjáningarform sem við þekkjum til að sýna hvert öðru samhug og samvinnuvilja er að safnast sam- an, mynda breiða og langa fylk- ingu, lyfta sameiginlega og sam- tímis kröfum okkar og óskum um betra mannlíf. Fyrir slíka tján- ingu þarf enginn að skammast sín. Einstöku glottandi Hannesar við bankahornin eru hinar einu aumkunarverðu persónur þessara atburða. Kæru félagar, okkur ber skylda til að vinna af heilindum og krafti að því að styrkja samtök okkar og að skila næstu kynslóð óskemmdri, öflugri og umfram allt frjálsri verkalýðshreyfingu. Til hamingju með daginn. 1. maí-nefnd verkalýðs- félaganna á Akureyri." Veitingahúsiö býður upp á létta og gómsæta rétti í hádeginu, kaffi og kökur eöa smurt brauð um miðjan dag- inn auk glæsilegs sérréttaseðils sem er í boði allan daginn frá kl. 11.30 til 23.30. Njótið góðrar þjónustu og veitinga þar sem allir reyna að gera sitt besta til að þér líði sem best. Veriö velkomin í Alex. Boröapantanir í síma 24631. Sveinbjörn Þór sýnir í Eden Sveinbjörn Þór myndlistarmaður opnar í dag, 1. maí, kl. 14 sýningu í Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru 77 smámyndir, unnar í olíu, akrýl og vatnsliti. Sýningin stendur til sunnudagskvölds 12. maí. Aðalfundur AÍ: Jes Einar Þorsteins- son kjörinn formaður AÐALFUNDUR Arkitektafelags ís- lands var haldinn 23. febrúar sl. Stjórn félagsins skipa nú Jes Einar Imrsteinsson formaður, Helga Bragadóttir ritari, Stefán Thors gjaldkeri og Guðlaugur Gauti Jóns- son meðstjórnandi. Starfsemi félagsins hefur verið blómleg og margt á döfinni. Nýyf- irstaðin er sýning um endurbætur gamalla bæjarhluta frá Menning- arstofnun Bandaríkjanna. Þá er í bígerð að fá hingað erlenda fyrir- lesara sem eru á leið yfir hafið. Talsverð umræða hefur átt sér stað um það hvort hefja skuli kennslu hér á landi í arkitektúr. Námsbraut í faginu myndi styrkja verulega starfsgrundvöll arkitekta og efla tengsl við aðrar stéttir, al- menning og stjórnvöld í landinu. Aðstaða til rannsókna myndi skapast og efla mætti alla útgáfu- og fræðslustarfsemi. Hugsanleg kennsla í arkitektúr í grunnskól- um landsins hefur einnig verið til umfjöllunar og unnið hefur verið að gerð tillagna um endurmennt- unarnámskeið í tenglsum við Há- skóla íslands. Fréttatilkynning Klassískt kvöld í Arnarhóli í kvöld Marakvartettínn leikur kammertónlist undir borðhaldi. NÝR, STÓRKOSTLEGUR SÉRRÉTTASEÐILL Friðrik S. Kristinsson í Koníaksstofunni syngur Friðrik S. Kristinsson tenor. Friðrik er í kennaradeild Söngskólans í Reykjavík. Söng- kennari hans er Magnús Jónsson óperusöngv- ari. Friðrik hélt sína fyrstu sjálfstæðu tónleika í mars sl. og hefur sungið við hin ýmsu tæki- færi. Undirleikari er Lára S. Rafnsdóttir píanó- leikari. Vinsamlegast pantið borð tímanlega. Með ósk uni a<) þið eigið ánœgjulega kvöldstund. ARTÍARHÓLL Á hoYni Hverfisgötu og Ingóífsstrœtis. Bovdapcmtanirfsh na 18833. Smiðjukaffi Opið allar nætur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.