Morgunblaðið - 01.05.1985, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR1. MAt 1986
.... að sýna það í
verki
Gvendur, þú hefur gleymt að
slökkva i Uekinu í gærkvöldi!
HÖGNI HREKKVISI
© 19*5
McNaujhi Synd .
■pnr b 1
/ f
„ EG FEKK AtER 5NARL 'A HAMeotZCáARA-
STAPNUM, Oó HÖSNl FÉKK Sé(R 5NARL
|'<3UULFlSKA0OP(NNI
Heitasta ósk bréfritara er ad sjónvarpið taki til sýningar einhverjar af þeim geysigóðu áströlsku bíómyndum, sem
úr var sýnt í þættinum um istralska kvikmyndagerð sunnudaginn 21. aprfl.
Astralskar bíómyndir
í íslenska sjónvarpið
Guðrún Runólfsdóttir skrifar:
Ég vil byrja á að þakka fyrir
óvenju góða dagskrá í sjónvarpi
nú undanfarið — og á ég þar sér-
staklega við stórgóða framhalds-
þætti eins og Derrick og Shogun.
Helgarmyndirnra hafa nú verið
upp og ofan eins og verða vill, en
samt í það heila ágætar. Þó vil ég
taka fram að þessar svissnesk-
frönsku myndir eru leiðinlegar al-
veg upp til hópa og vonandi er sá
pakki langt kominn.
En aðalefni og erindi þessa
bréfs er að þakka fyrir stórgóðan
þátt sem hefur verið á miðviku-
dögum, það er þáttur David At-
tenborough „Lifandi heimur".
Hann er stórkostlega vel gerður,
skemmtilegur og fræðandi —
bestu þakkir.
Svo vil ég segja að ég horfði á
þátt á sunnudagskvöldið, (21. apr-
íl), sem hét „Áströlsk kvikmynda-
gerð“, á ensku „Coming up from
Down Under“ — og þar gafst al-
deilis á að lfta.
Þessi sýnishorn af ástralskri
kvikmyndagerð voru geysispenn-
andi, og ég á þá ósk heitasta að
íslenska sjónvarpið geti tekið til
sýningar einhverjar af þessum
geysilega góðu myndum sem sýn-
ishorn voru sýnd úr i þessum
þætti á sunnudaginn var. Eg held
þær hljóti að vera alveg stórkost-
lega góðar, t.d. „The Last Wave“
og „Tim“ og fleiri og fleiri — þetta
virðist vera óplægður akur að því
er varðar okkar sjónvarp og þó.
Það hafa verið sýndar myndir frá
Ástralíu, eins og framhaldsþætt-
irnir sem voru nú fyrir stuttu með
Richard Chamberlain og Rachel
Ward, og fleiri myndir og þær
hafa verið mjög góðar. Gæti nú
sjónvarpið ekki fengið fleiri
myndir þaðan — þetta virðist vera
mjög gott efni sem Ástralir eru að
búa til — rómantískar og fallegar,
raunverulegar, spennandi — og
umfram allt mjög vel gerðar.
Með bestu þökk og bestu óskir
um gott og gleðilegt sumar.
Gæslu-
maður
Geir Magnússon skrifar:
Kæri Velvakandi. í Mbl. sem
mér barst í dag sá ég frétt um
ráðningu fálkaþjófagæslumanns
við Mývatn. Væri ekki nær að
ráða bara fálkagæslumann —
þjófarnir hljóta að geta passað
sig sjálfir.
Glerkrukkur Leiðsögn
Anna hringdi:
Er einhver aðili eða stofnun
sem tekur á móti tómum gler-
krukkum? Mér finnst alveg synd
að henda alltaf þessum gler-
krukkum — það hlýtur að vera
hægt að nota þær aftur.
Sumartími Heimavinnandi
sundlauga
Anna hringdi:
Af hverju er sumartími sund-
lauga ekki byrjaður? Búið er að
auglýsa í allan vetur að sumar-
tími sundlauga hefjist 15. apríl,
en ekkert hefur gerst. Laugunum
er lokað eins og á veturna þessa
dagana, klukkan 7.30 á virkum
dögum og eins hefur opnunar-
tíminn á sunnudögum ekkert
lengst.
SJS. hringdi:
Ég á ekki til orð yfir heima-
vinnandi konur. Tæknin er orðin
mjög mikil heima fyrir — þær
hafa þvottavélar, uppþvottavél-
ar, hrærivélar og örbylgjuofna
o.s.frv. og svo þykjast þær vera
heimavinnandi. Hver borgar? Ef
maður skreppur í bæinn í kaffi-
tímanum sínum, sér maður ekk-
ert nema kvenfólk — heimavinn-
andi húsmæður — að spóka sig í
bænum.
Einn forvitinn hringdi:
Til er fyrirtæki sem heitir
„Leiðsögn", sem leiðbeinir fólki í
sambandi við bílaviðgerðir. Þar
sem bifvélavirkjun er löggild
iðngrein getur fyrirtækið þá
ekki tekið upp þjónustu á öðrum
sviðum líka, t.d. leiðbeiningar i
húsarafmagni og pússningu svo
eitthvað sé nefnt, svo ég geti
sparað mér peninga þegar ég fer
að byggja?
Lífeyrir
Öryrkji hringdi:
Mig langar til að vita hvort
nýkjörnir formenn stjórnar-
flokkanna hafi hugsað sér breyt-
ingar á högum elli- og örorkulíf-
eyrisþega. Þeir eru oft búnir að
tala um breytingar, en minna
hefur gerst í málinu og er svo
komið að ástandið hefur sjaldan
verið verra en einmitt nú.