Morgunblaðið - 01.05.1985, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 01.05.1985, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR1. MAt 1986 .... að sýna það í verki Gvendur, þú hefur gleymt að slökkva i Uekinu í gærkvöldi! HÖGNI HREKKVISI © 19*5 McNaujhi Synd . ■pnr b 1 / f „ EG FEKK AtER 5NARL 'A HAMeotZCáARA- STAPNUM, Oó HÖSNl FÉKK Sé(R 5NARL |'<3UULFlSKA0OP(NNI Heitasta ósk bréfritara er ad sjónvarpið taki til sýningar einhverjar af þeim geysigóðu áströlsku bíómyndum, sem úr var sýnt í þættinum um istralska kvikmyndagerð sunnudaginn 21. aprfl. Astralskar bíómyndir í íslenska sjónvarpið Guðrún Runólfsdóttir skrifar: Ég vil byrja á að þakka fyrir óvenju góða dagskrá í sjónvarpi nú undanfarið — og á ég þar sér- staklega við stórgóða framhalds- þætti eins og Derrick og Shogun. Helgarmyndirnra hafa nú verið upp og ofan eins og verða vill, en samt í það heila ágætar. Þó vil ég taka fram að þessar svissnesk- frönsku myndir eru leiðinlegar al- veg upp til hópa og vonandi er sá pakki langt kominn. En aðalefni og erindi þessa bréfs er að þakka fyrir stórgóðan þátt sem hefur verið á miðviku- dögum, það er þáttur David At- tenborough „Lifandi heimur". Hann er stórkostlega vel gerður, skemmtilegur og fræðandi — bestu þakkir. Svo vil ég segja að ég horfði á þátt á sunnudagskvöldið, (21. apr- íl), sem hét „Áströlsk kvikmynda- gerð“, á ensku „Coming up from Down Under“ — og þar gafst al- deilis á að lfta. Þessi sýnishorn af ástralskri kvikmyndagerð voru geysispenn- andi, og ég á þá ósk heitasta að íslenska sjónvarpið geti tekið til sýningar einhverjar af þessum geysilega góðu myndum sem sýn- ishorn voru sýnd úr i þessum þætti á sunnudaginn var. Eg held þær hljóti að vera alveg stórkost- lega góðar, t.d. „The Last Wave“ og „Tim“ og fleiri og fleiri — þetta virðist vera óplægður akur að því er varðar okkar sjónvarp og þó. Það hafa verið sýndar myndir frá Ástralíu, eins og framhaldsþætt- irnir sem voru nú fyrir stuttu með Richard Chamberlain og Rachel Ward, og fleiri myndir og þær hafa verið mjög góðar. Gæti nú sjónvarpið ekki fengið fleiri myndir þaðan — þetta virðist vera mjög gott efni sem Ástralir eru að búa til — rómantískar og fallegar, raunverulegar, spennandi — og umfram allt mjög vel gerðar. Með bestu þökk og bestu óskir um gott og gleðilegt sumar. Gæslu- maður Geir Magnússon skrifar: Kæri Velvakandi. í Mbl. sem mér barst í dag sá ég frétt um ráðningu fálkaþjófagæslumanns við Mývatn. Væri ekki nær að ráða bara fálkagæslumann — þjófarnir hljóta að geta passað sig sjálfir. Glerkrukkur Leiðsögn Anna hringdi: Er einhver aðili eða stofnun sem tekur á móti tómum gler- krukkum? Mér finnst alveg synd að henda alltaf þessum gler- krukkum — það hlýtur að vera hægt að nota þær aftur. Sumartími Heimavinnandi sundlauga Anna hringdi: Af hverju er sumartími sund- lauga ekki byrjaður? Búið er að auglýsa í allan vetur að sumar- tími sundlauga hefjist 15. apríl, en ekkert hefur gerst. Laugunum er lokað eins og á veturna þessa dagana, klukkan 7.30 á virkum dögum og eins hefur opnunar- tíminn á sunnudögum ekkert lengst. SJS. hringdi: Ég á ekki til orð yfir heima- vinnandi konur. Tæknin er orðin mjög mikil heima fyrir — þær hafa þvottavélar, uppþvottavél- ar, hrærivélar og örbylgjuofna o.s.frv. og svo þykjast þær vera heimavinnandi. Hver borgar? Ef maður skreppur í bæinn í kaffi- tímanum sínum, sér maður ekk- ert nema kvenfólk — heimavinn- andi húsmæður — að spóka sig í bænum. Einn forvitinn hringdi: Til er fyrirtæki sem heitir „Leiðsögn", sem leiðbeinir fólki í sambandi við bílaviðgerðir. Þar sem bifvélavirkjun er löggild iðngrein getur fyrirtækið þá ekki tekið upp þjónustu á öðrum sviðum líka, t.d. leiðbeiningar i húsarafmagni og pússningu svo eitthvað sé nefnt, svo ég geti sparað mér peninga þegar ég fer að byggja? Lífeyrir Öryrkji hringdi: Mig langar til að vita hvort nýkjörnir formenn stjórnar- flokkanna hafi hugsað sér breyt- ingar á högum elli- og örorkulíf- eyrisþega. Þeir eru oft búnir að tala um breytingar, en minna hefur gerst í málinu og er svo komið að ástandið hefur sjaldan verið verra en einmitt nú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.