Morgunblaðið - 01.05.1985, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 1. MAÍ 1986
59
n
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
{f UitMffiAtí'il If
Ekki borin eins mikil
virðing fyrir stjórn-
málamönnum og áður
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Feta ráðherrar og þingmenn í
fótspor forfeðra sinna? Þessari
spurningu munu víst flestir svara
neitandi.
Hugsum okkur t.d. menn eins og
Jónas Jónsson, ölaf Thors, Bjarna
Benediktsson, Hermann Jónasson
o.fl. Að mínu mati eigum við því
miður ekki eins snjalla stjórn-
málamenn og þessar látnu kemp-
ur. Mætti benda á margt máli
mínu til stuðnings, sem yrði of
langt upp að telja. Þó vil ég benda
á eitt atriði í þessu sambandi og
það er að ég held að þeir, sem nú
eru fulltrúar þjóðarinnar séu ekki
eins orðheldnir og ábyrgir stjórn-
málamenn og fyrirrennarar
þeirra, enda hef ég orðið var við
það, að nú er ekki borin eins mikil
virðing fyrir þingmönnum og áður
var og stafar það kannski ekki
hvað sízt af því, að margir af þess-
um mönnum lofa og svíkja kjós-
endur, þó á séu margar heiðarleg-
ar undantekningar. Þeir eru hins
vegar of margir með þessu marki
brenndir.
Orðheldni kostar enga peninga.
Eins er það, að þeir karpa oft tím-
unum saman um mál, sem litlu
skipta fyrir þjóðina og eru það oft
mál eins og t.d. bjórfrumvarpið
hans Sólness og bókstafurinn Z og
fleiri slík smámál.
En skattamálin, já, og efna-
hagsmál þjóðarinnar í heild virð-
ast sitja á hakanum, að ég nú ekki
tali um kaupgjaldsmálin.
Þar vantar mikið á, að þessir
menn geri sér far um að bæta hin-
um lægstlaunuðu upp þau háðung-
arlaun, sem þeir verða að draga
fram lífið á. Þeir eru líka sjálfir
vel launaðir og ráða sínu kaupi
sjálfir, sem mér finnst mjög rang-
látt. Þar ættu til að koma óvilhall-
ir menn, sem skæru úr um það
hvaða kaup ráðherrar og þing-
menn hefðu.
Það er öllum ljóst, að til þess að
fólk almennt geti lifað mannsæm-
andi lífi í þessu landi þarf að
leggja nótt með degi. Það sýnir að
við þurfum betri forystu. Þetta er
harður dómur, en ég veit að ég er
ekki einn um þessa skoðun. Ekki
þar fyrir, að ég get nefnt nöfn eins
og Ragnhildi Helgadóttur, Sverrir
Hermannsson, Lúðvík Jósefsson,
Helga Seljan og Guðrúnu Helga-
dóttur, sem ég tel öll vera ágæta
fulltrúa, burtséð frá allri pólitík.
Hún er hvort sem er í dag óþjóð-
holl og mannskemmandi að koma
nálægt henni. Nú, Albert og
Sverrir láta ekki ráðherra reka sig
út i horn með sínar hugsjónir og
ég lít upp til slíkra manna, hvar í
flokki sem þeir standa.
Eitt er það enn: Burt með bjór-
frumvarpið úr sölum Alþingis.
Drykkjuskapur íslendinga er orð-
inn svo mikill að það er orðið
eitthvert mesta vandamál þjóðar-
innar. Þeir eiga þakkir skyldar,
sem þar sporna á móti og þar yrði
bjórinn hrein viðbót. Þar hefur
vinur minn Helgi Seljan barizt
bezt á móti og á hann lof skilið
fyrir sitt framlag í þessum efnum.
Eg sé ekki, hvað bjórinn á skylt
við menningu og sízt mundi hann
leysa unglingavandamálið. Ég vil
svo að lokum segja það, að ég lít
upp til kvennanna á þingi, þær eru
góðir fulltrúar þjóðar sinnar,
einkum þær Salome og Ragnhild-
ur. Við þurfum að fá fleiri slíkar.
Svo segi ég: Sæl að sinni, eins og
þeir segja stundum í útvarpinu.
Það er vandi að velja sér
valdamenn sem stjórna.
Almenning þeir ætla sér
aðeins til að fórna.
Peningum stolið
af aldraðri konu
F.K. skrifar:
Velvakandi góður!
Ég treysti þér til þess að koma
þessum línum á framfæri sem
fyrst. Ég þarf að segja stutta
sögu:
Síðasta vetrardag fór ég í
heimsókn til konu á níræðis-
aldri, en hún býr á einu vist-
heimilinu fyrir aldraða hér í
borg. Ég sá strax að það amaði
eitthvað að henni og spurði því:
„Er nokkuð sérstakt að frétta í
dag?“ „Æ, það er sorgarsaga,”
sagði hún. „Ég þurfti að bregða
mér frá einn daginn f vikunni.
Ég hef víst ekki lokað herberg-
inu mínu — datt ekki í hug að
neinn færi þar inn. Ég átti dá-
litla peninga í veski í skápnum
þarna — nokkur þúsund. Þegar
ég kom inn aftur voru þeir
horfnir — hver einasti eyrir.
Hvernig á maður að láta sér
detta í hug að til séu svona mikl-
ir vesalingar að ræna frá sak-
lausu fólki. Ég hefi verið að
safna þessu saman svona smátt
og smátt af því sem maður fær
mánaðarlega. Þetta hefur eng-
inn í húsinu gert, það veit ég
með vissu. Það hefur einhver
utan af götunni fylgst með því
þegar ég fór út. Þessir aumingja
menn nota hvert tækifæri til
þess að bjarga sér. Það er ógæfu-
fólk sem þarf á fyrirbæn að
halda. Þetta var mikið áfall fyrir
mig, en vonandi kemst ég yfir
það.“
Þetta voru orð viðmælanda
míns. Á leiðinni heim datt mér í
hug að segja frá þessu ef ske
kynni að einhverjar góðhjartað-
ar manneskjur, sem hafa aura-
ráð, vildu gleðja konuna með þvi
að senda henni nokkrar krónur.
Safnast þegar saman kemur.
Hún heitir Sigurbjörg Péturs-
dóttir, Droplaugarstöðum.
Gleðilegt sumar.
Merki
Ella Magnússon hafði samband
við Velvakanda. Hún á þessi tvö
merki, sem birtast hér á síðunni,
en hún vissi ekki deili á þeim.
Ella vill því vita hvort einhver
kannast við merkin, hvaða ár
þau voru gefin út og af hvaða
tilefni.
Passamyndir
Ljósmyndastofa Reykjavíkur
er á horni Hverfisgötu
og Snorrabrautar
Öll almenn Ijósmyndaþjónusta
Verið velkomin
Hverfisgötu 105, 2. hæð. Sími 621166.
BMW 635 CSI m/öllu
Verð 880 þús.
Benz190 E
Árg. 1980. Verð 950 þús.
M. Benz 1983 m/öllu
Verð 1280 þús.
Opið kl. 5-7.
Uppl. í síma 81588
Chevrolet Blazer árg. ’77
með 6 cyl. Perkings dieselvél.
Ekinn bíll og vél 77 þús. km. Ath.
skipti á ódýrari eða dýrari.
Range Rover 1984
M. rafmagnsrúöum og ýmsum
aukahlutum. Verö 1450 þús.
Benz 1973 Range Rover 1980
Sjálfsk., vökvastýri. Innfl. notaö- m/öllu. Verö 880 þús.
ur 1982. vélapúöar