Morgunblaðið - 01.05.1985, Side 64

Morgunblaðið - 01.05.1985, Side 64
OPINN 10.00-00.30 TIL DAGLEGRA NOTA MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1985 VERÐ I LAUSASÖLU 25 KR. Tekjutrygging og ellilífeyrir hækka 7—12% Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI I gær var ákveAin hækkun á ellilífeyris- og tekjutryggingu, sem kemur til með að kostn um 280 milljónir króna á ársgrundvelli, og var fjármálaráð- herra falið að leita leiða til þess að afla þess fjár, án þess að ráðast í erlendar lántökur. Það var ákveðið að hækka elli- lífeyri um 7% og tekjutryggingu um 12%. Eru þessar hækkanir tengdar þeim launahækkunum sem veröa almennt í dag, þann 1. maí, en þó eru þær verulega um- fram umsamdar hækkanir á al- mennum launamarkaði. Á ríkisstjórnarfundinum í gær var i tengslum við þessa ákvörðun samþykkt að biðja Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra að gera tillögur um það hvernig þess- Víkingur varð bik- armeistari VÍKINGUR varð í gærkvöldi bikarmeistari í handknattleik. Víkingarnir unnu íslandsmeist- ara FH í æsispennandi úrslita- leik í Laugardalshöll 25:21. Þetta er þriðja árið í röð sem Víkingar verða bikar- meistarar og áttunda árið i röð sem félagið vinnur annað hvort sigur í íslandsmóti eða Bikarkeppni HSÍ. Sjá nánar á íþróttasíðum blaðsins. ari 280 milljóna króna útgjalda- aukningu á ársgrundvelli, verði mætt. Var það sérstaklega tiltekið að slíkar tillögur skuli ekki ganga út á erlendar lántökur. Iðnrekendur vilja virðis- aukaskatt MIKILL meirihluti félaga í Félagi íslenskra iðnrekenda vill taka upp upp virðisaukaskatt I stað sölu- skatts. Þetta er niðurstaða at- kvæðagreiðslu um málið, sem staðið hefur í viku, og lauk í gær. Samkvæmt upplýsingum Víg- lundar Þorsteinssonar var fjöldi útsendra atkvæða 90.712 og greidd atkvæði 74.499 eða 87,6%, en at- kvæðavægi félaga fer eftir sér- stökum reglum. Með virðisauka- skatti voru greidd 64.694 atkvæði eða 81,37%, en á móti 10.313 eða 12,97%. Auðir seðlar voru 4.492. Alvarlegt slys á Höfðabakka Morgunblaðid/Júlíus MJÖG harður árekstur varð um hádegisbil í gær á mótum Höfða- bakka og Dverghöfða í Reykjavík. Tvítugur maður ( litlum fólksbfl lenti framan á stórum vöruflutn- ingabíl með tengivagni og slasaðist alvarlega. Hann mun ekki í lífs- hættu. Áreksturinn vildi þannig til að fólksbíl, pólskum Fiat, var ekið suður Höfðabakka þegar annar bíll kom inn á götuna frá Dverghöfða. Sá mun hafa trufl- að ökumann Fiatsins, sem við það fór yfir á vinstri akrein og lenti framan á vöruflutninga- bílnum er ók norður Höfða- bakka. Fiatinn er gjörónýtur en skemmdir á vöruflutningabíln- um urðu litlar. Ökumaður hans siapp alveg ómeiddur. Myndin var tekin á slysstað í gær og sést greinilega hve fólks- billinn er illa farinn. Aukið frjálsræði í gjaldeyrismálum: Útflytjendum heimilað að opna gjaldeyrisreikninga Liður í ráðstöfunum til meira frjálsræðis, segir viðskiptaráðherra MATTHÍAS Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra skýrði frá því á ársfundi Seðlabankans í gær að ákveðið hefði verið að heimila frjálsari notkun á gjaldeyrisreikningum en verið hefur fram að þessu. Ráðherrann undirrit- aði í gær reglugerð, sem tekur gildi I. ágúst nk., en þar er kveðið svo á, að útflytjendum sem eiga eða eign- ast erlendan gjaldeyri sé heimilt tímabundið að leggja hann inn á gjaldeyrisreikning í íslenskum banka. Eigendur gjaldeyrisreikninga geta síðan ráðstafað fé af þeim til „viðurkenndra greiðslna vegna viðskipta í erlendri mynt til greiðslu á þeim kostnaði í erlendri mynt, sem starfsemi þeirra fylgir“, eins og það er orðað í reglugerð. Reglugerðin áskilur, að sé gjald- eyrisandvirði veðsett viðkomandi gjaldeyrisbanka eða ávísað honum með öðrum hætti, skuli slíkum samningum fyrst fullnægt, áður en eigendur geta lagt andvirði inn á reikning. Starfsemi útflytjenda, sem honum er heimilt að annast greiðslur til af reikningnum, er nánar skilgreind í reglugerð svo: ,...svo sem vegna kaupa reikn- Bátur hætt kominn við Faxasker Stefndi á fullri siglingu á skeriÖ, þegar skipstjórinn vaknaöi viö stýriÖ Veatmaniuejju, 30. iprfl. LITLU mátti muna í morgun, að bátur sigldi á fullri ferð á Faxaskcr vegna þeas að skipstjóri hans sofnaði við stýrið. Skipstjórinn vaknaði og áttaði sig á hættunni rétt í þann mund sem báturinn nálgaðist Faxaskerið, en honum tókst ekki að koma í veg fyrir að báturinn rækist harkalega utan í skerið og skemmdist talsvert. Skipstjórinn slasaðist talsvert í andliti svo sauma þurfti sex spor, auk þess missti hann eina tönn. Skipstjórinn vaknaði og áttaði sig þegar á því að báturinn stefndi beint á Faxasker. Setti hann þá þegar á fulla ferð aftur á bak og munaði litlu að honum tækist að forðast skerið. Lenti báturinn þó allharkalega utan í skerið, kom gat á stefni hans ofan sjólinu og hann dældaðist allmik- ið. Höggið var það mikið, að skipverjar þeir sem sváfu, hrukku upp með andfælum. Ekki slösuðust aðrir en skipstjórinn og Þetta átti sér stað laust fyrir kl. 7 í morgun, Kópur ÁR 9,103 tonna stálbátur frá Stokkseyri, var þá á leið til hafnar hér í Eyj- um til þess að sækja veiðarfæri. Sex manna áhöfn var um borð og voru skipstjóri og vélstjóri á vakt, en aðrir skipverjar sofandi. Siglt var eftir landsýn og ratsjá. Skipstjórinn var einn í brúnni og sofnaði við stýrið á siglingunni, en báturinn öslaði sjóinn á fullri ferð. MorKunbladið/ Sigurgeir Stefni Kóps ÁR 9 eftir að hafa skollið á Faxaskeri. Myndin var tekin í Vestmannaeyjahöfn síðdcgis í gær. var bátnum siglt til hafnar þar sem hann verður tekinn á land í skipalyftunni og skemmdir kann- aðir nánar. Sjópróf fóru fram í dag hjá embætti bæjarfógeta. hkj. ingseigenda á erlendri vöru og þjónustu eða með sölu til innlends gj aldeyrisbanka". Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra sagði ( þessu til- efni í samtali við Mbl.: „Þetta er liður í þeim ráðstöfunum til meira frjálsræðis í framkvæmd gjald- eyrismála, sem unnið hefur verið að í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þær reglur sem við höfum búið við allt frá 1977 voru við það miðaðar, að notkun gjaldeyrisreikninganna væri takmörkuð við ákveðin svið gjaldeyrisöflunar. Helsta undan- tekningin var sú, að ekki væri heimilt að geyma gjaldeyri á slík- um reikningum, sem aflað hefur verið með útflutningi á vöru eða þjónustu. Það skapar vissulega ýmislegt hagræði fyrir útflytjend- ur að fá slíka heimild og gæti ver- ið beint fjárhagslegt atriði að nota innistæðu á gjaldeyrisreikningum til greiðslu á erlendum kostnaði vegna framleiðslunnar. Með breytingu á gildandi reglu- gerð er ætlunin að koma til móts við þessi sjónarmið. Svo róttæk breyting getur haft í för með sér aukningu á gjaldeyrisreikningum á skömmum tíma, þ.e. að hún auki þann hluta af umráðafé bank- anna, sem krefst gengisbindingar, og getur því verið nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að bregðast við slíkri þróun." Matthías sagði að lokum aðspuröur, að gildistím- inn 1. ágúst nk. væri miðaður við það að bankastofnanir fengju nokkurn aðlögunartíma. Sjá fréttir af ársfundi Seðlabankans á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.