Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, liAUGARDAGUR18. MAÍ 1985
Moldarreka
Það er ekki á hverjum degi sem
við skrifborðsmenn leiðum hug-
ann að likamlegri erfiðisvinnu,
þá helst er vér reisum hús og
hverfum ofan í grunn að moka
frá sökklum. Leikþáttur Antons
Helga Jónssonar Verk að vinna er
fluttur var nú á fimmtudags-
kveldið á vegum RÚVAKSINS,
leiddi athygli eins slíks að hlut-
skipti erfiðisvinnumannsins. Þar
sagði frá rosknum karli og
strákling er púla við að grafa
skurð, samkvæmt öfugsnúinni
teikningu verkfræðispíru nokk-
urrar, er náttúrlega sést aldrei á
skurðbarminum, og dettur ekki í
hug að kveðja til skurðgröfu. Má
líta á þetta verk Antons Helga
Jónssonar sem ádeilu á hvít-
flibbastóðið er situr við teikni-
borðin og gefur erfiðisvinnuliðinu
skipanir, án þess að þekkja nokk-
uð til raunverulegra aðstæðna á
vinnustað. Ef við skoðum svo
þennan leikþátt frá enn hærri
sjónarhól, þá má líta svo á að þar
birtist vandkvæði íslensks sam-
félags í hnotskurn. Sum sé sú
staðreynd að þeir sem takast
beint á við framkvæmdir eru
gjarnan fjarstýrðir frá kontórum
og hafa oft harla lítil áhrif á
gang mála, og er þá stundum
hundsuð reynsla og verksvit
kynslóðanna.
Söngleikur?
Allt er þetta nú svo sem gott og
blessað. Ádeilan skilst fyrr en
skellur í tönnum en gallinn er sá
að höfundur kemst ekki upp úr
skurðinum fremur en kallinn og
stráksi. Þótti mér vistin þar held-
ur daufleg og ekki bætti úr skák
að svonefnd „tóntjöld" Snorra
Sveins Birgissonar voru nánast
dregin fyrir sviðið, þannig að
stundum var áheyrandanum ekki
ljóst hvort hann var að hlýða á
nútímatónlist, er byggðist á und-
arlegum smellum líkt og segul-
bandinu hefði verið komið fyrir
undir þakskeggi i vætutíð, eða
hann var að hlýða á nöldur
tveggja manna oní óvistlegum
skurði. Dæmi: Kallinn: Já, þú
hamast (1 mínútu dropatal) —
Kallinn: Það er í lagi að kasta
andskotans mæðinni (2 mínútna
dropatal).
Tilgangurinn
helgar...
Hverju þjóna slík vinnubrögð?
Er hér verið að styðja við bakið á
ungu tónskáldi? Varla, því tón-
tjöldin tengdust á engan hátt
verki Antons Helga, en hefðu
vafalaust getað notið sín prýði-
lega á tónleikum. Ég fæ ekki ann-
að séð en hér ráði annarleg sjón-
armið ferðinni. Það er vitað mál
að hærri greiðsla kemur fyrir
langloku, en stuttan hnitmiðaðan
leikþátt. Ég get ekki séð annað en
að hin óhóflega stærð tóntjalda
Snorra Sveins Birgissonar mark-
ist af hugsunarhætti uppmæl-
ingaaðals þess er gæti hafa
hreiðrað um sig á Ríkisútvarpinu
í skjóli einokunar? Þar gildir
lögmálið að draga seiminn. Ungir
og nánast óþekktir listamenn
eiga ekki að gjalda þessa upp-
mælingaaðals sem hefir vafa-
laust sjálfur verðlagt mínúturn-
ar. Leikverk Antons Helga Jóns-
3onar: Verk að vinna hefði máski
getaö fangaö athyglina hefði
textinn verið látinn hljóma fyrir
opnum tjöldum og tóntjöld
Snorra Sveins Birgissonar mætti
að ósekju draga fyrir annað og
hærra svið.
ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / S JÓN VARP
„Og sólin rennur upp“
— bandarísk bíómynd frá 1957
Ava Gardner og Tyrone Power í hlutverkum sínum sem
Brett Ashley og Jake Barnes.
Sjálfstætt fólk í
Jökuldalsheiði og grennd
■■■■ Fyrsti þáttur-
00 50 inn um Sjálf-
-— stætt fólk á
Jökuldalsheiði og grennd
er, á dagskrá útvarpsins,
rásar 1, klukkan 20.50 i
kvöld. Þátturinn í kvöld
nefnist „Jörðin og fólkið",
en alls verða þættirnir
fimm talsins. Þátturinn
er endurtekinn, en honum
var áður útvarpað í júlí
1977. Gunnar Valdimars-
son tók saman. Lesarar
eru: Guðrún Birna Hann-
esdóttir, Hjörtur Pálsson
og Klemenz Jónsson.
Gunnar sagði í samtali
við Mbl. að þættirnir fjöll-
uðu um samanburð á
„Sjálfstæðu fólki“ eftir
Halldór Laxness og prent-
uðum heimildum um Jök-
uldalsheiðina og nágrenni
vegna þeirrar þjóðsögu,
sem myndaðist, að sagan
gerðist á Jökuldalsheið-
inni. Gunnar sagðist vera
að mótmæla þeirri trú
manna að sagan hafi
gerst þar.
■i „Og sólin renn-
10 ur upp“ er heiti
— bandarískrar
bíómyndar frá árinu 1957
er verður á dagskrá sjón-
varpsins í kvöld klukkan
22.10. Myndin er gerð eftir
skáldsögu Ernest Hem-
ingways. Leikstjóri er
Henry King. I aðalhlut-
verkum eru: Tyrone Pow-
er, Ava Gardner, Errol
Flynn, Eddie Albert og
Mel Ferrer.
Kvikmyndahandbókin
okkar góða gefur mynd-
„Hér og nú“
— fréttaþáttur
í vikulokin
■I Fréttaþáttur-
00 inn í vikulokin,
“■ „Hér og nú“, er
á dagskrá rásar 1 að
vanda í dag klukkan 14.00
og sjá fréttamenn út-
varpsins um þann þátt. í
dag verða þeir Helgi Pét-
ursson og Atli Steinars-
son á vaktinni.
Helgi sagði í samtali við
Mbl. að athyglinni yrði
sérstaklega beint að Þing-
völlum, framtíð og friðun.
„Heilmikil ráðstefna
verður þar í dag á vegum
Landverndar og ætla ég
að vera á ráðstefnunni.
Þar er ætlunin að tala um
Þingvelli frá öllum hugs-
anlegum hliðum.
inni tvær og hálfa stjörnu
af fjórum mögulegum.
Bókin segir ennfremur að
hér sé Hemingway að
fjalla um tímabilið eftir
fyrri heimsstyrjöldina,
um draumóramenn þá er
löngum hafa gengið undir
nafninu týnda kynslóðin.
Bókin segir myndatöku
alla nokkuð góða og sér-
staklega tekur Flynn sig
vel út í hlutverki drukkins
manns.
Myndin gerist í París og
á Spáni eftir lok fyrri
■«:
Atli Steinarsson
Þingvellir verða sem
sagt uppistaðan í þættin-
um og síðan verða önnur
efni á dagskrá, sérstak-
lega það sem er að gerast
heimsstyrjaldarinnar. I
hópi rótlausra enskumæl-
andi manna í París á þeim
árum er ungur blaðamað-
ur. Hann er ástfanginn af
glæsilegri konu, sem
hjúkraði honum særðum,
en menjar stríðsins meina
þeim að njótast. Þótt
samband þeirra virðist
vonlaust treystir hvorugt
þeirra sér til að binda
enda á það.
Þýðandi er Kristrún
Þórðardóttir.
Helgi Pétursson
við sögu. Ætlunin er að
ræða um líftryggingar og
eins er bjórinn nú ofar-
lega í hugum manna."
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
18. mai
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg-
unorð: — Helgi Þorláksson
talar
8.15 Veðurtregnir.
8J0 Forystugr. dagbl. (útdr.)
Tónleikar. 8.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Valdimars
Gunnarssonar frá kvöldinu
áöur.
9.00 Fréttir.Tilkynningar. Tón-
leikar.
9.30 Oskalög sjúklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.(10.00
Fréttir. 10.10 Veöurfregnir.)
Oskalög sjúklinga frh.
11.20 Eitthvaö fyrir alla. Sig-
uröur Helgason stjórnar
þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
1Z20 Fréttir. 12.45 Veöur-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
14.00 Hér og nú
Fréttaþáttur I vikulokin
15.15 Listapopp
— Gunnar Salvarsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15.
Veðurfregnir.
16.20 Islenskt mál. Asgeir
Blöndal Magnússon flytur
þáttinn.
16.30 Bókaþáttur. Umsjón:
Njöröur P. Njarðvlk.
17.00 Fréttir á ensku
17.05 A óperusviðinu
Umsjón Leifur Þórarinsson.
18.10 Tónleikar.Tilkynningar.
18j*5 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
194» Kvöldfréttir. Tilkynningar
19.35 Þetta er þátturinn
Umsjón: örn Arnason og
Sigurður Sigurjónsson.
20.00 Utvarpssaga barnanna:
Ragnheiöur Gyöa Jónsdóttir
les arabískar sögur I Þúsund
og einni nótt I þýöingu
Steingrlms Thorsteinssonar
(3)
20.20 Harmonikuþáttur
Umsjón: Högni Jórisson.
20.50 Sjálfstætt fólk I Jökul-
dalsheiöi og grennd
1. þáttur: Jöröin og fólkiö.
Gunnar Valdimarsson tók
saman. Lesarar: Guörún
13.15 Enska knattspyrnan
Everton — Manchester Un-
ited. — Bein útsending frá
úrslitaleik ensku bikarkeppn-
innar á Wembley-leikvangi I
Lundúnum.
16.30 iþróttir
Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
19.25 Sögustundin
Emma bangsi og Leyndar-
mál Elsu
Sænskar barnamyndir.
Þýöandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Kvikmyndahátlðin 1985
Kynningarþáttur I umsjón
Arna Þórarinssonar og Sig-
urðar Sverris Pálssonar.
20.50 Hótel Tindastóll
Fimmtí þáttur
Breskur gamanmyndaflokk-
ur I sex þáttum um sein-
heppinn gestgjafa, starfslið
hans og hótelgesti.
Aðalhlutverk: John Cleese.
Þýðandi: Guöni Kolbeins-
son.
21.20 Gestir hjá Bryndlsi
Bryndls Schram tekur á móti
gestum I sjónvarpssal.
Stjórnandi Tage Ammen-
drup.
22.10 Og sólin rennur upp
(The Sun Also Rises)
Bandarlsk blómynd frá
1957, gerð eftir fyrstu
skáldsögu Ernest Hem-
Birna Hannesdóttir, Hjðrtur
Pálsson og Klemenz Jóns-
son. (Aður útvarpað I júlf
1977.)
21.45 Kvöldtónleikar
LAUGARDAGUR
18. maí
ingway. Leikstjóri Henry
King.
Aðalhlutverk: Tyrone Power,
Ava Gardner, Erroll Flynn,
Eddie Albert og Mel Ferrer.
Myndin gerist I Parls og á
Spáni eftir lok fyrri heims-
styrjaldar.
j hópi rótlausra enskumæl-
andi manna I Parls á þeim
árum er ungur blaðamaður.
Hann er ástfanginn af glæsi-
legri konu, sem hjúkraði
honum særðum, en menjar
strlösins meina þeim að njót-
ast. Þótt samband þeirra
virðist vonlaust treystir hvor-
ugt þeirra sér til að binda
enda á það.
Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
00.30 Dagskrárlok
SUNNUDAGUR
19. mal
18.00 Sunnudagshugvekja
18.10 Leynilögreglumeistarinn
Karl Blómkvist
Endursýning — Siðari hluti
Leikrit I tveimur hlutum, gert
eftir sögu Astrid Lindgrens.
Frumsýnd I „Stundinni
okkar” 1968.
1840 Miljón mörgæsir
Bresk náttúrullfsmynd um
Magellan-mörgæsina (asna-
mörgæs) I Suöur-Amerlku.
Þýðandi og þulur Jón O.
Edwald
19.10 Hlé
'I9JS0 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
Þættir úr slgildum tónverk-
um.
22.15 Skyggnst inn I hugar-
heim og sögu Kenya
3. og slöasti þáttur. Skúli
2040 Kvikmyndahátlðin 1985
Kynningarþáttur I umsjón
Arna Þórarinssonar og Sig-
urðar Sverris Pálssonar.
20.50 Sjónvarp næstu viku
21.05 Hvaðan komum viö?
Annar þáttur af þremur.
Svipmyndir úr daglegu llfi og
störfum sveitafólks á slöustu
öld eftir Arna Björnsson,
þjóðháttafræðing.
Flytjandi Borgar Garðarsson.
Stjórn upptöku: Þrándur
Thoroddsen.
21.30 Til þjónustu reiðubúinn
Sjötti þáttur
Breskur framhaldsmynda-
flokkur I þrettán þáttum.
Leikstjóri Andrew Davies.
Aðalhlutverk: John Duttine
og Belinda Lang.
Efni sföasta þáttar: David
fær stööuhækkun en efast
þó um hæfni slna þegar til-
raunir hans til að hjálpa
nemanda I vanda koma fyrir
ekki.
Þýöandi Kristmann Eiðsson.
22.25 Marconi — meistari nýrr-
ar tækni
Kanadlsk heimildamynd um
Italska verkfræöinginn Glugl-
telmo Marconi (18741937)
sem var brautryðjandi I þráð-
lausum skeyta- og útvarps-
sendingum og hlaut fyrir það
Nóbelsverðlaun 1909. A
þessu ári eru 80 ár slðan
fyrstu þráðlausu frétta-
skeytin bárust iil Islands með
uppfinningu Marconis og
deilur risu um slmamál.
Þýðandi Helgi Skúli Kjart-
ansson.
23.25 Dagskrárlok
Svavarsson segir frá og leik-
ur þarlenda tónlist.
23.15 Hljómskálamúslk
Umsjón: Guömundur Gils-
son.
24.00 Miönæturtónleikar
Umsjón: Jón Örn Marinós-
son.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
LAUGARDAGUR
18. mal
14.00—16.00 Léttur laugar-
dagur
Stjórnandi: Asgeir Tómas-
son.
16.00—18.00 Milli mála
Stjórnandi: Helgi Már Barða-
son.
Hlé.
24.00—2445 Listapopp
Endurtekinn þáttur frá rás 1.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
0045—03.00 Næturvaktin
Stjórnandi: Margrét Blöndal.
(Ftásirnar samtengdar að
lokinni dagskrá rásar 1.)
SUNNUDAGUR
19. mal
13J0—15.00 Krydd I tilveruna
Stjórnandi: Asta Ragnheiöur
Jóhannesdóttir.
15.00—164» Tónlistarkross-
gátan
Hlustendum er gefinn kostur
á að svara einföldum spurn-
ingum um tónlist og tónlist-
armenn og ráða krossgátu
um leiö.
Stjórnandi: Jón Gröndal.
16.00—18.00 Vinsældalisti
hlustenda rásar 2
20 vinsælustu lögin íeikin.
Stjórnandi: Asgeir Tómas-
son.
SJÓNVARP