Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18- MAÍ 1985 287. þáttur Hann var alinn upp við sjó, ungan dreymdi um skip og sjó, stundaði alla ævi sjó, aldurhniginn fórst í sjó. (Örn Arnarson: Stjáni blái.) Dæmi II: Svara mér, brunnur, í sumartunglið rauða - Urðar röddu um örlög heims, Urðar dómi um skelfing heims, Urðar forsögn um frelsi heims. Sál min er hrelld og hugsjúk allt til dauða. (Þorsteinn Valdimarsson: Svarað í sumartungl.) Loks er svo hliðklifun (epi- zeuxis). Þar eru endurtekn- ingarnar láréttar, ef svo mætti segja. Hendingar í dróttkvæð- um hætti má flokka undir hliðklifun. En hér eru önnur dæmi. Hið fyrsta: Nei, þú lifir, lifir, lögmál þitt er vilji, sérleik hefur sérhver sál, þótt enginn skilji. (Matt. Jochumsson: Bæn eftir vissan lestur.) Annað dæmi: Man ég, man ég tíma tvenna, töfrað gat ég hugi kvenna. (Davið Stefánsson: Hrærekur kon. í Kálfsskinni.) Verða nú stílbragðadæmin ekki fleiri að sinni, en sitthvað mun koma síðar. slenskra hefjast Bnkennisstafír fhitningavélar Air Aretic eni TF-AEA. tsbjöminn, sem er merki ftugfélags- ins, er hvítur á biáum fleti. Merkið hefur vakið verðskuldaða athygti á Zaventem. 29 Ekkert líf án ljóða eftir Einar Braga Upp er runninn 18. maí, að þessu sinni nefndur „Dagur ljóðs- ins“. Hann vekur í huga mér minn- ingu frá árinu 1969. Þá var haldið fyrsta rithöfundaþing á Islandi. Heiðursgestir voru helstu og elstu skáld landsins. Það féll í minn hlut sem formanns Rithöfunda- sambandsins að flytja setningarr- æðu og ávarpa heiðursgesti hvern og einn fáeinum orðum. Kvöldið áður var ég að undirbúa mig og kominn að Gunnari skáldi Gunn- arssyni, hafði seilst upp í hillu eft- ir fyrstu bók hans, Móðurminn- ingu, og lagt hana frá mér á borð- ið að lokinni notkun. Þá bar móður mína að garði. Þegar hún kom auga á ljóðakverið færðist ungur fagnaðarsvipur yfir aldrað andlit hennar. Hún horfði þögul á bókina drykklanga stund áður en hún sagði: Ég var 8 ára þegar þessi bók kom út. Við áttum þá heima á Vopnafirði. Eitt sinn fór pabbi þinn inn á Tanga að versla. Þegar hann kom aftur færði hann mér tvær bækur að gjöf: Nýja testamentið og þessa litlu ljóðabók eftir 17 ára skáld í sveitinni. Þetta voru fyrstu bækur sem ég eignaðist, og ég var fljót að læra ljóðin. Alla tíð síðan hefur mér fundist sem lífið væri ekkert líf án ljóða. Kanntu eitthvað af þeim enn? spurði ég. Við skulum sjá, svaraði hún, byrjaði á fyrsta ljóðinu og fór með það án þess hana ræki í vörðurn- ar. Ég las fyrsta vísuorð næsta kvæðis, en þá tók hún við og skil- aði því jafn auðveldlega. Þannig héldum við leiknum áfram uns hún var búin að fara með allt kverið utanbókar eins og að drekka vatn. Þá voru liðin 63 ár frá því hún eignaðist bókina og lærði. Ég rifja þetta upp vegna þess að svo ánægjulega hittist á að fyrsta „dag ljóðsins" ber upp á afmæli Gunnars skálds — og meira enn: hinn 18. maí 1906 dagsetur hann inngangsljóð Móðurminningar, svo segja má að þann dag hafi stigin verið fyrstu sporin á einum lengsta og glæstasta skáldferli sem saga íslenskra bókmennta kann frá að greina. Hefði einhvern tíma verið sagt að hollvættir væru hér með í spilinu og hefðu bent mönnum einmitt á þennan vordag, að enn mætti hann verða íslenskri skáldlist til heilla. Það var algent á árum áður að ljóðelskar konur ættu sér póesíbók og bæðu skáld að yrkja í hana, kæmust þær í færi. Ein þeirra var Guðfinna Þorsteinsdóttir, móðir Þorsteins Valdimars skálds og sjálf þjóðkunnur höfundur þegar á ævi leið undir skáldnafninu Erla. Hinn 6. október 1919 kom Gunnar Gunnarsson að Krossavík í Vopnafirði. Sem vænta mátti bað Guðfinna húsfreyja hann að yrkja í póesíbók sína. Gunnar skrifaði nafnlaust ljóð sem stingur mjög í stúf við hefðbundinn kveðskap og er efalaust eitt fyrsta ljóð á ís- lenska tungu sem bendir fram til þeirrar endurnýjunar sem ruddi sér til rúms um aldarfjórðungi síðan. Það hefur aldrei fyrr verið birt á prenti svo ég viti. Rauðu blöðin falla hljótt Af greinum trjánna, Dijúpa eins og rauðir dropar Frá brjósti skógarins — „Þrátt fyrir yfirborðs- mennsku tæknialdar og ærandi háreysti sem glymur í eyrum hvern dag frá morgni til kvölds blundar innst í eðli flestra manna þrá eftir einhverju æðra: þörf á að heyra hreinni tón.“ Drjúpa eins og rauðir dropar Niður í moldina, Falla eins og rauð tár í skógarkyrrðinni— Falla eins og rauð tár Á svartajörðina Á hverju hausti syrgir tréð Sumarið liðna — Á hverju hausti syrgir tréð Og grætur blóði — En næsta sumar sefur Djúpt í rót þess íslensk ljóðlist er jafngömul þjóðinni og þó síung og sálirnar yngjandi: endurfæðist með hverri nýrri kynslóð. Hún er þekkt að hógværð: hreykir sér ekki, hrópar ekki á torgum, bregst aldrei þeim sem eiga hana að vini. Þess er ekki að vænta að hóglát list sem gerir kröfur til viðtak-*" enda eigi fjöldahylli að fagna á háværri öld þegar allt á að vera auðvelt: koma til manna fyrir- hafnarlaust lífsgæðaþrælkum til dægradvalar og vera gleymt að morgni til að hægt sé að fylla tóm- ið nýju fánýti. En það heftir ekki lífsrás hennar: hún er eins og upp- sprettulindir landsins sem halda áfram að streyma hvort sem fáir eða margir hafa rænu á að leita hjá þeim svölunar þorsta sinum. Þrátt fyrir yfirborðsmennsku tæknialdar og ærandi háreysti sem glymur í eyrum hvern dag frá morgfii til kvöld blundar innst í eðli flestra manna þrá eftir ein- hverju æðra: þörf á að heyrs hreinni tón. Við skulum kalla hann rás 7: það er magísk tala. Þar kemur ljóðlistin til móts við hvern sem hennar leitar opnum huga. Hún tranar sér ekki, hefur nægan tíma til aö bíða. En kjarni manna er búinn að fá sig fullsadd- an á innihaldslausum hávaða og farinn að hlusta á rás 7. Þar er ungt fólk í fararbroddi. Það gengst æ oftar fyrir vönduðum ljóðakvöldum. I dag gegna skáldin kalli: láta til sín heyra og vonasl^ til að vekja í leiðinni skáldið í brjósti þér. I haust verður haldin norræn Ijóðlistarhátíð í Reykjavík með alþjóðlegu ívafi. Næsta skref- ið mætti verða stofnun Ljóðlistar- félags Islands með deildum víða um land, er gegndi líku hlutverki og tónlistarfélög hafa rækt með prýði um áratugi. Ég óska þjóðinni til hamingju með Dag ljóðsins. Hvernig líst henni á að taka upp þá þjóðar- venju sem vafalaust yrði einstæð í heiminum: að slökkva á sjón- varpinu stundarkorn að loknum veðurfregnum og lesa fyrir heimil- isfólk Ljóð dagsins? Uöfundur er akíld og rítböfuadur. Yfírferð samræmdu prófanna gengur vel: Niðurstöður sendar út um hvítasunnuna — ef ekkert óvænt kemur upp á, segir Hrólfur Kjartansson deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu YFIRFERÐ samræmdu prófa níundu bekkja grunnskólanna befur gengið mjög vel og er reiknað með að unnt verði að senda niðurstöðurnar til skólanna um hvítasunnuhelgina, ef ekkert óvænt kemur upp á. Þetta kom fram í samtali blaðamanns Mbl. við Hrólf Kjartansson deildarstjóra í skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins. Samkvæmt því ættu grunnskólar landsins, þar sem skólaslit fara fram um mánaðarmótin, að geta útskrifað 9. bekkinga með hefðbundnura hætti, en fram til þessa hefur verið óljóst, hvort tækist að fara yfir prófín fyrir þann tíma. Hrólfur sagði að yfirferðin hefði gengið mjög vel fram til þessa og ekkert sem benti til annars en að unnt yrði að senda út niðurstöðurnar um hvítasunn- una. Hann var spurður hvernig útkoma prófanna væri að þessu sinni. „Það vitum við nú ekki al- veg eins og er, en málið verður skoðað svolítið núna um helgina. Þetta ræðst alltaf af þvi hvernig til tekst með prófasamninguna sjálfa. Það er alltaf svolítið flökt eftir því hvort prófin eru talin þung eða létt, en þetta virðist vera ákaflega svipað og verið hefur." Hrólfur sagði ennfremur, að eftir þá athugun á niðurstöð- unum sem fram færi nú um helg- ina kæmi í ljós, hvort hnika þyrfti til í einkunnargjöfum til að ná meðaldreifingu. 17. maí hald- inn hátíðlegur í Reykjavík Þjóðhátíðardagur Norðmanna var í gær, 17. maí. Nokkuð var um hátíðahöld hér á landi í tilefni dagsins og hófust þau í gærmorgun er full- trúi frá Nordmannslaget lagði blómsveig að minnismerki um fallna hermenn í Fossvogskirkj- ugarði. Annemarie Lorentzen sendiherra Noregs á íslandi flutti ávarp, Halldis Moren Vesaas skáldkona las úr verkum eiginmanns síns, Tarjei Vesaas, og lúðrasveit Hjálpræðishersins i Osló lék. Síðan var farið í Norræna húsið og þaðan gengið í skrúð- göngu að Tjörninni og aftur að Norræna húsinu. Þar fóru börn- in í leiki fyrir utan húsið og inni var brúðuleikhús, kaffi og veit- ingar. Móttaka var í Norska sendi- ráðinu sídegis og um kvöldið hélt Nordmannslaget veislu í Naustinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.