Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 1
110. tbl. 72. árg. Norður-írland: Sinn Fein tekur sæti Belfast, 17. maí. AP. SINN FEIN, stjórnmálaarmur írska lýdveldishersins (IRA), hlaut 59 sæti af 566 í bsjarstjórnarkosningum, sem fram fóru á Norður-írlandi í gær. Hefur Sinn Fein þar með hlotið nýtt hlutverk í stjórnmálum á N-ír- landi og stjórnmálaskýrendur ætla að samtökin muni leika spellvirkja þegar því verður við komið. Hlaut Sinn Fein sæti í 17 af 26 borgar- stjórnum N-frlands. Þegar 93% atkvæða höfðu verið talin hafði Sambandsflokkurinn hlotið 179 sæti eða 34% atkvæða og Lýðræðislegi sambandsflokkur- inn, flokkur Ians Paisley prests, 135 sæti eða 25,7% atkvæða. Flokkur sósíaldemókrata (SDLP) hlaut 101 sæti, Bandalagsflokkur- inn 30 sæti, og aðrir smáflokkar 40 sæti. Leiðtogar Sinn Fein hrósuðu sigri í dag og sögðu sigurinn stærri en þeir bjuggust við. And- stæðingarnir lögðu lítinn trúnað á það og sögðu Sinn Fein af ásettu ráði hafa spáð sér færri sætum en þeir hlutu til þess að kjósendur þeirra létu sig ekki vanta í kjör- klefana. Fulltrúar Sinn Fein munu fylla sætin, sem flokkurinn vann. Yfirvöld í Dublin höfðu vonast til að fylgi færi frá Sinn Fein til SDLP vegna tilrauna til að koma á stöðugleika á N-írlandi. Leiðtogar Sinn Fein segjast ætla að gera draumsýnir sinna manna að veru- leika, en leiðtogar tveggja stórra flokka mótmælenda hafa bundist samtökum um að útiloka Sinn Fein þar sem því verður við komið. Mikil leynd yfir hvarfi flugvélar Aeroflot Tókýó, 17. maí. AP. MIKIL leynd hvflir yfir ætluðu hvarfl sovézkrar flugvélar undan Síberíuströnd, milli sovézka megin- landsins og Sakalíneyju, eftir flug- tak í Vladivostock. Fylgst var með flugi vélarinnar á ratsjám í herstöðv- um í Japan er hún hvarf skyndilega af skjánum á fímmtudagsmorgun. Japanskir embættismenn voru þögulir sem gröfin og sovézkir full- trúar í Tókýó sömuleiðis. Skýringin á leyndinni er m.a. sú að Japanir vilja ekki gefa of miklar upplýs- ingar þar eð Rússar kæmust þá að hvernig Japanir eru í stakk búnir að fylgjast með umferð í nágrenni við sig. Vegna upplýsinga frá hlust- unar- og ratsjárstöðvum Japana neyddust Rússar ti) að viðurkenna á sínum tíma aö þeir hefðu skotið kóreska farþegaþotu niður með 269 manns ínnanborðs Sovézka flug- vélin fórsi á svipuðuni slóðum. Aðeins hefur veriö staðfest af opinberri hálfu i Tókýó aö f lugvélin hafi íarist. Var flugvélin frá sov- ézka flugfélaginu Aeroflot. STOFNAÐ 1913 64 SÍÐUR B OG LESBÓK LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1985 Prentsmiöja Morgunblaðsins Fokker-flugvélin sem fórst á Grænlandsjökli: Áhöfnin í flugvélinni í tengslum við PLO Kaupmannahöfn, 17. mii. Fri Nils Jörgen DÖNSK BLÖÐ segja að allt bendi til að samband hafí verið á milli skæruliðahreyfíngar Palestínu- manna og Fokker Fricndship- flugvélarinnar, sem fórst á Græn- landsjökli 20. aprfl sl. Flugvélin var á leið frá Norður-Yemen til Nicar- agua. Ferðalangarnir áðu í Reykja- vík og fórst flugvélin á Grænlandi á leið frá Reykjavík til Syðri- Straumsfjarðar. Tveir af fímm, sem Braun frétUriUra MorgunblaAsins. um borð voru, létust. Jyllandsposten segir í dag að samkvæmt skjölum, sem fundust í flugvélinni, hafi annar hinna látnu verið hryðjuverkamaðurinn Ahmed Khalid, sem átti samskipti við PLO. Lögreglustjóri Græn- lands, Niels Schmidt, varðist allra frétta í samtali við Jyllandsposten og Berlingske Tidende, en segir málið i höndum rannsóknalög- reglu. Talsmenn rannsóknalög- reglunnar vilja aðeins segja að málið sé „athyglisvert". Ahmed Khalid var frá Jórdaníu og var hann annar tveggja flug- manna vélarinnar. Auk hans lézt Filippseyjamaður, en auk þeirra voru í áhöfninni Indverji, Banda- ríkjamaður og ísraeli. Blöðin tvö byggja frásögnina á bandarískum heimildarmönnum. Samkvæmt þeim fannst gífurleg fjárupphæð í gjaldmiðlum ýmissa ríkja í braki flugvélarinnar. Einn- ig fannst þar slangur af vegabréf- um, sem gefin voru út í Líbanon, Jórdaníu og Norður-Yemen, ásamt nafnskírteinum gefnum út í Pak- istan og af PLO. Fjárlagafrumvarp demókrata samþykkt Washington, 17.mai. AP. FJÁRLAGANEFND fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings samþykkti í dag fjárlagafrumvarp demókrata fyrir næsta fjárhagsár með 21 at- kvæði gegn 12. Samkvæmt frumvarpmu verða niðurstöðutölur fjárlaga 367,3 mill.iarðai dala. Hækkun tryggingabotó, verður ekk< skert, en geri er ráó fyrir verulegri lækkun herútgjalda. F.jarlagai'rumvarpiö kemur nu til kasta fulltrúadeildarinnar. Tilraunir til að tryggja sam- komulag beggja flokka um herútgjöld voru unnar fyrir gig. Einn repúblíkani greiddi at- kvæði meö fiárlagafrumvarpinu auk 2(» demókrata Samkvæmt frumvarpinu verð- ur 230 milljarða dala halli a fjárlögun' mmnkaðui un‘ 50 milljarða dala. NiÖurskurður a útgjöldum til innanlandsmála verður ekki eins mikill og gert var ráð fyrir í öðru fjárlagafrumvarpi, sem repú- blikanar fengu samþykkt í öld- ungadeildinni í síðusti viku Talið er að fulltrúadeildir greiði atkvæðí un; frumvarpið um miðja næsti viku Repúblik anai sen; en i minnihluti'. i deildinni, segja aö þei> vilj' miklai breytingav á frumvarp inu. Aður höfðu demókratar boðisr. til að samþykkja nokkra hækkun herútgjalda, ef repúblikanar lof- uðu að styðja frumvarpið. Demó- kratar kváðust reiðubúnir að samþykkja 2 milljarða dala hækkun, en repúblikanar töldu það of litla hækkun í gærkvöld' rædd nefndii frumvarpið a lokuðum tundi, en þaö a sér enga hliðstæðu Nefnd- in samþykktf aö hraða, afgreiðsiu fjárlaga þegar repúblikanar höfðu hætt málþófi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.