Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ1985
13
3. tbl. Veru
ÚT ER komið þriðja tölublað Veru
á þessu ári. í þessari nýju Veru er
gluggað í málefni unglinganna,
ekki síst stelpnanna. Starfsmenn
unglingaheimila og athvarfa
spjalla saman um tilveru ungl-
inganna og það, sem þeim þykir
einkum einkenna veröld krakk-
anna. í grein um kynlíf er veifað
réttinum til að segja nei. í annarri
grein um skólamál er vakin at-
hygli á þeirri mismunun sem
strákar og stelpur verða fyrir í
skólanum og í enn einni grein í
þessum málaflokki er fjallað um
tónlistarkonuna Cyndi Lauper.
Kvennaráðgjöfin fjallar að
þessu sinni um hjúskaparslit og
sambúðar. Samtal er við Guðrúnu
Ágústsdóttur og fjallað er um
borgar- og þingmál.
(Úr fréttatilkynningu.)
lívað fiíu krakkamír?
Hynlíf: að vegja ngf?
Cyndi I rnper er mgirt öarbie.
Er Ufid fi\kur?
— eða iurðarber?
Ég er kona, því orti
ég um líf konunnar
Hlýja skugganna
Ljóðabók eftir
Sigfús Bjartmarsson
MÁL og menning hefur sent frá
sér ljóðabókina Hlýja skugganna
eftir Sigfús Bjartmarsson. Er það
önnur ljóðabók Sigfúsar, en sú
fyrri hét „Út um lensportið" og
kom út árið 1979.
í bók Sigfúsar skiptast á stuttar
ljóðmyndir og lengri frásagnar-
ljóð. Hann leitar víða fanga og
sum ljóð hans eru einskonar
skáldlegur vitnisburður um ferðir
hans til Rómönsku-Ameríku og
fleiri framandi landa. Ljóð Sigfús-
ar eru tregablandin án þess að
vera neitt svartagallsraus og hann
reynir að höfða ekki síður til
vitsmuna en tilfinninga.
Hlýja skugganna skiptist í þrjá
hluta með eftirmála. Kápu hann-
aði Hilmar Þ. Helgason, en Þórar-
Sigfús Bjartmarsson
inn öskar Þórarinsson tók mynd-
ina aftan á henni. Bókin er 76 bls.
að stærð og unnin að öllu leyti í
prentsmiðjunni Hólum.
Fréttatilkynning
Einskonar höfuðlausn
Ljóðabók eftir
Gyrði Elíasson
NÝLEGA sendi Mál og menning
frá sér ljóðabókina Einskonar höf-
uðlausn eftir Gyrði Elíasson.
Þetta er þriðja ljóðabók Gyrðis en
hann hefur áður sent frá sér bæk-
urnar „Svarthvít axlabönd“ (1983)
og „Tvíbreitt (svig)rúm“ (1984).
Gyrðir er tilraunamaður í
skáldskap. Ljóð hans segja ekki
sögu heldur bregða upp leiftur-
myndum úr hugarheimi nútímans.
Tungutak hans er í samræmi við
þetta einskonar „skipulegt ofbeldi
gagnvart venjulegu talmáli", en
það er stundum talið aðall nú-
tímaljóðlistar. Gyrðir leikur sér
að margs konar klisjum úr tækni-
heimi og borgarmenningu og legg-
ur auk þess mikið upp úr umgjörð
ljóðanna, svo segja má að þau séu
myndir í tvenns konar merkingu,
bæði hvað varðar innihald og út-
lit.
Einskonar höfuðlausn er 44 bls.,
unnin að öllu leyti í Prentsmiðj-
unni Hólum. Mynd á kápu er eftir
Sigurlaug Elíasson en Teikn hann-
aði kápuna.
(Fréttatilkynning.)
Rætt við skáldið
og rithöfundinn Hall-
disi Vesaas, ekkju
Tarjei Vesaas, en
hún er nú
stödd hér á landi
Hvað gerir ljóð að góðu ljóði? Það
er nú það, ég veit það varla, segir
skáldkonan, en það er mikilvægt að
Ijóðiö segi eitthvað — sé meira en
orðin tóm.
Halldis Moren Vesaas heitir
hún, skáld og rithöfundur, norsk,
komin á efri ár og ekkja hins ást-
sæla rithöfundar Tarjei Vesaas.
Hún er nú stödd á íslandi í þriðja
sinn á ævinni, kom fyrst 1938, og
hún undrast yfir þeim stakka-
skiptum sem Reykjavík hefur tek-
ið: Þessi litli bær, sem var, orðinn
að nútíma stórborg, segir hún,
með rismikinn vegvísi, áttavita, í
henni miðri, og augun sýna að hún
á við kirkjuna á Skólavörðuholt-
inu, og það rennur upp fyrir blaða-
manni að Hallgrímskirkjuturninn
fer að verða tákn Reykjavíkur,
rétt eins og Eiffel-turninn er nán-
ast fólginn í merkingu orðsins
„París“. Hún býr í Norræna hús-
inu, þar sem hún las úr ljóðum
sínum sl. sunnudag. Hún fer aftur
til Noregs um helgina.
Fyrsta ljóðabók Halldisar Vesa-
as kom út árið 1929, þegar hún var
21 árs gömul, og vakti bókin þegar
mikla eftirtekt — ekki síst vegna
þess hversu ljóð hennar voru rík
af þeirri tilfinningu „að vera
kona“:
Ég orti um lífið, segir hún sjálf,
og líf konunnar einfaldlega vegna
þess að ég er kona. Það var ekki
beinlínis af ásettu ráði, sam-
kvæmt „prógrammi".
Viðfangsefni fyrstu ljóðabóka
Halldisar voru ástin og hamingj-
an, en með heimsstyrjöldinni síð-
ari breyttist tónninn: Ljóðin verða
Halldis Vesaas f garði Norræna hússins.
Morgunbladid/RAX
alvarlegri, og hún spyr hvers kon-
ar vera maðurinn sé — annars
vegar geti hann valdið tortímingu
og dauða, og hins vegar sýni
mennimir ótrúlegan náungakær-
leik og samstöðu, þegar á bjátar.
Stríð og alvarlegir hlutir setja
mark sitt á öll skáld og rithöf-
unda, segir hún, og ég var engin
undantekning.
Eftir Halldisi liggur fjöldi bóka
í óbundnu máli, barnabækur, ævi-
sögur — hún ritaði m.a. ævisögu
eiginmanns síns og rithöfundarins
Svens Moren — og bækur um líf
þeirra hjóna saman. En það eru
áratugir síðan hún hætti að yrkja
að ráði, eða eins og hún orðar það
sjálf: Eg hætti ekki; ljóðin hættu
að koma.
En hvers vegna?
Það er ekki gott að segja.
Kannski hafði ég ort allt sem mér
bara að yrkja.
Halldís ferðast mikið um heim-
inn og les úr verkum sínum, en
þess á milli ver hún tímanum mest
í þýðingar á leikritum fyrir
Norska leikhúsið. Þessa stundina
er hún að glíma við Fást.
Maður lærir mikið á því að
þýða, segir hún, en segist ekki
þýða mikið af ljóðum, eins og hún
gerði á yngri árum. Skömmu eftir
síðari heimstyrjöld komu út í Nor-
egi þýðingar hennar á ljóðum Da-
víðs Stefánssonar.
Halldis Vesaas er viðkunnarleg
kona að spjalla við, það skín af
henni rósemi og friður, og hún
svarar spurningum jafnt með
þögninni sem orðum. Agi ljóðsins
hvílir yfir henni ennþá, þótt ljóðin
„komi ekki lengur“.
PARTÝ-GRILL
úti og inni
Djörf nýjung í matargerö
Griliaö á 1, 2, 3 hæöum meö
gæöum
einskonar höfuð
lausn
gyrðir eliassqn
MAL &MBMNTWG
GLOEY HF
Aripúla 19 -128 Reyklavik - Pústhóll 8010 - Simi 81620