Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1986
Verðlagshöftin hverfa:
Oll hámarks-
álagning afnumin
— nema á olíuvörum
1. JÚNÍ næstkomandi verður af-
numin hámarksálagning heildsölu
og smásölu á verslunarvörum á borð
við fatnað og vefnaðarvöru, bús-
áhöld, járnvörur, íþróttaáhöld og
sportvörur, myndavélar og sjónauka
og fleira. Hefur þá verið aflétt
ákvæðum um hámarksálagningu á
öllum vörum nema olíuvörum, sem
um gilda reglur um hámarksverð.
Ákvörðun um þetta var tekin á fundi
Verðlagsráðs sl. miðvikudag, að
sögn Georgs Ólafssonar, verðlags-
stjóra.
Reglur um hámarksálagningu
hafa verið afnumdar í áföngum síð-
an í mars á síðasta ári, þegar aflétt
var ákvæðum um hámarksálagn-
ingu á matvörum í samræmi við
ákvæði í málefnasamningi ríkis-
stjórnarinnar. Forsenda þess að
ákvæði um hámarksálagningu séu
felld úr gildi er að fyrir hendi sé
nægileg samkeppni í viðkomandi
grein, sagði verðlagsstjóri.
Ekki er ljóst hve mikil áhrif þess-
ar aðgerðir hafa haft á vöruverð en
þó er talið, að einstaka vörutegund-
ir hafi heldur lækkað í verði. „Það
er of snemmt að segja til um hver
áhrifin hafa orðið,“ sagði Georg
Ólafsson, „en Verðlagsstofnun mun
að sjálfsögðu áfram halda uppi
verðgæslu með verðkönnunum og
fleiri aðgerðum, auk þess sem fylgst
verður með samkeppni í verslun og
þjónustu.“
Fulltrúar verkalýðshreyfingar-
innar í Verðlagsráði hafa greitt at-
kvæði gegn því að hámarksálagning
sé afnumin.
BHMR reynir að fá
kjaradómi hnekkt
— og höfðar mál fyrir Félagsdómi
LAUNAMÁLARÁÐ Bandalags háskólamanna (BHMR) mun á næstunni
höfða mál fyrir Félagsdómi til að fá hnekkt nýgengnum dómi Kjaradóms um
laun og starfskjör BHM-félaga í opinberri þjónustu. Launamálaráðið fer með
málið fyrir hönd tveggja aðildarfélaga sinna, Stéttarfélags lögfræðinga í
ríkisþjónustu og Kjarafélags verkfræðinga, sem hafa óskað eftir heimild til
að hefja málareksturinn. Formlega er réttur til slíks í höndum beildarsam-
takanna.
Þessi tvö félög, sem og fleiri félög
innan BHMR, telja sig ekki geta
unað niðurstöðu Kjaradóms og telja
auk þess, að dómurinn hafi ekki
farið að lögum við uppkvaðningu
dóma um sérkjarasamninga félag-
anna á dögunum, að því er Birgir
Björn Sigurjónsson, hagfræðingur
BHMR, sagði f samtali við blaða-
mann Mbl.
Félögin telja að Kjaradómur hafí
ekki farið aö lögum með því að taka
ekki fullt tillit til ákvæða um að
Dagur
ljóðsins
í DAG er dagur Ijóðsins og munu
Ijóðskáld lesa upp Ijóð sín í Iðnó á
tímabilinu frá klukkan 14 til 16. Á
Akureyri hefst hins vegar lestur
Ijóða í Sjallanum klukkan 17. Enn-
fremur verður Ijóðalestur í nokkrum
sjúkrahúsum.
í Reykjavík verður upplestur í
Iðnó og hefst hann kl. 14. Eftirtal-
in skáld munu lesa þar: Einar
Bragi, Einar Ólafsson, Jóhann
Hjálmarsson, Ingibjörg Haralds-
dóttir, Matthías Johannessen, Nf-
na Björk Árnadóttir, Sigfús
Bjartmarsson, Sigurður Pálsson,
Steinunn Sigurðardóttir, Vilborg
Dagbjartsdóttir, Þorsteinn frá
Hamri, Þór Eldon og Þórarinn
Eldjárn.
Á Akureyri verður upplestur í
kjallara Sjallans og hefst hann kl.
17. Þar munu eftirtalin skáld lesa
ljóð sín: Bragi Sigurjónsson,
Brynjólfur Ingvason, Einar
Kristjánsson, Eirfkur Stefánsson,
Guðlaugur Arason, Guðmundur
Frímann, Kristján frá Djúpalæk,
Kristján Pétur Sigurðsson, Krist-
ján Arngrfmsson, Jón Laxdal,
Martin Næs, Nick Cariglfa, ólöf
Sigríður Valsdóttir, Sigurður Ing-
ólfsson, Skafti Helgson og Sigurð-
ur Pálsson.
Eftirtalin skáld munu skipta sér
niður á Landspítala, Hrafnistu og
Kleppspitala: Dagur, Elísabet
->orgeirsdóttir, Gylfi Gröndal, Jón
rá Pálmholti, Kristfn Bjarnadótt-
r, Sigmundur Ernir Rúnarsson,
Porri Jóhannsson, Þóra Jónsdóttir
og Þórarinn Eldjárn.
ríkisstarfsmenn skuli hafa sam-
bærileg laun og þeir, sem starfa hjá
einkafyrirtækjum, og að ekki hafi
verið tekið efnislega á öllum þeim
gögnum, sem lögð voru fram í mál-
unum.
„Þetta var afgreitt í ráðinu fyrr í
vikunni enda vitað af ókyrrð f fíeiri
félögum," sagði Birgir Björn. „Við
munum ræða við forystumenn þess-
ara félaga á næstu dögum en ég
geri ráð fyrir að málið fari hratt af
stað strax í næstu viku.“
Kjarafélag verkfræðinga hefur
ákveðið, eins og fram kom f Mbl.
nýlega, að segja sig úr BHMR vegna
óánægju með niðurstöðu Kjara-
dóms í máli félagsins gegn fjár-
málaráðherra.
David Steel, leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi (fyrir miðju), við komuna til Reykjavíkur í ger.
David Steel við komuna tO Reykjavíkur:
Frjálslyndir orðnir næst-
stærsti flokkur Bretlands
Situr hér fund framkvæmdastjórnar Alþjóðasambands frjálslyndra
„VIÐ böfum sótt mjög á bæði gagnvart íhaldsflokknum og Verkamanna-
flokknum og samkvæmt síðustu skoðnakönnunum erum við í öðru sæti,
aðeins hálfu prósenti fyrír neðan Verkamannaflokkinn en talsvert fyrir
ofan íhaldsflokkinn. Nú njótum við stuðnings um þriðjungs kjósenda,
sem er veruleg aukning frá síðustu þingkosningum."
Þannig komst David Steel, leið-
togi Frjálslynda flokksins í Bret-
landi að orði í gær, er hann var
spurður um stöðu flokk síns f
brezkum stjórnmálum nú. Steel
er kominn til íslands ásamt ýms-
um kunnum stjórnmálamönnum
úr röðum frjálslyndra flokka víða
um heim í því skyni að sitja hér
fund framkvæmdastjórnar Al-
þjóðasambands frjálslyndra (Lib-
eral International), sem fram fer
f Reykjavík nú um helgina.
Þetta er fyrsti fundur fram-
kvæmdastjórnar Alþjóðasam-
bands frjálslyndra á Islandi, síð-
an Framsóknarflokknum var
veitt aðild að sambandinu 1983.
Þetta er samband frjálslyndra
lýðræðisflokka úr öllum heimin-
um. Nú eiga 32 frjálslyndir
stjórnmálaflokkar aðild að sam-
bandinu. Tólf af þessum flokkum
eiga aðild að ríkisstjórninni f
löndum sínum, þ. e. í Vestur-
Þýzkalandi, Frakklandi, ítalfu,
Hollandi, Belgíu, íslandi, Austur-
ríki, Finnlandi, Danmörku, ísra-
el, Sviss og Panama.
Helztu umræðuefni fundarins
hér verða staða frjálslyndra
flokka gagnvart stjórnmálastefn-
um til hægri og vinstri, tengsl Al-
þjóðasambands frjálslyndra við
pólitisk öfl f Bandaríkjunum,
stjórnmálaþróun í Mið- og Suð-
ur-Amerfku og undirbúningur
ársþings Alþjóðasambands
frjálslyndra, sem haldið verður f
Madrid í október nk.
Auk David Steels sækja ýmsir
kunnir stjórnmálamenn fundinn
nú. Þeirra á meðal eru ítalski
þingmaðurinn Giovanni Malag-
odi, sem er forseti Alþjóðasam-
bands frjálslyndra, Helmut
Scháfer, talsmaður Frjálslynda-
flokksins f Vestur-Þýzkalandi f
utanríkismálum, Pár Olav Sten-
báck, leiðtogi Sænska þjóðar-
flokksins í Finnlandi og fyrrver-
andi utanríkisráðherra þar f
landi, Hans Rossbach, formaður
Vinstri flokksins í Noregi, Anton-
io Garrigues, forseti Parti Ref-
ormista Democratica á Spáni og
Mordechai Virshubski, leiðtogi
Shinui-flokksins í ísrael.
Af hálfu Framsóknarflokksins
sækja fundinn m.a. Steingrfmur
Hermannsson forsætisráðherra,
en hann er einn af varaforsetum
Alþjóðasambands frjálslyndra.
1000 Lakes Economy Run f Finnlandi:
Bensínstífla kom í veg
fyrir sigur Jóns og Ómars
BRÆÐURNIR Jón og Ómar Ragnarssynir tóku nýlega þátt í 1000 Lakes
Economy Run, sparaksturskeppni, sem haldin var í Finnlandi. Eftir fyrri
dag keppninnar voru þeir í fyrata sæti, en urðu að hætta keppni daginn
eftir er bfllinn sem þeir óku bilaði.
Alls tóku áttatfu og nfu bilar
frá fjölmörgum Evrópulöndum
þátt í ýmsum flokkum í sparakst-
urskeppninni. Þeir Jón og ómar
óku Daihatsu Charade. Þegar
keppendur höfðu lokið fyrri hluta
leiðarinnar voru stigin reiknuð út
og kom þá f ljós að bræðurnir
voru í fyrsta sæti. Bifreið Þeirra
hafði eytt að meðaltali 4,357 lítr-
um af hundraði. Næsti bill, einnig
Daihatsu, eyddi 4,399 lítrum á
Jón og Ómar Ragnaresynir við Daihatsu bflinn rétt áður en keppnin hófst
hundraði, en þriðji bíllinn eyddi
4,634 Iftrum.
„Eftir að keppni hófst daginn
eftir og við höfðum ekið þrjár
leiðir þá stoppaði bíllinn skyndi-
lega,“ sagði Jón Ragnarsson f
samtali við Morgunblaðið. „Nú,
og við urðum bara að hætta.
Vélarlokið er innsiglað fyrir
keppnina og ekkert hægt að gera
við. Það sem þessu olli var bens-
ínstífla í aukabensíntanki. Þessi
aukatankur er smíðaður sérstak-
lega og er hægt að taka hann úr
bflnum og vigta. Einhver óhrein-
indi hafa leynst I tanknum og sf-
an orðin full, svo bfllinn stoppaði.
Reyndar höfðum við einnig orðið
varir við þetta daginn áður.
Þetta var alveg grátlegt og kom
flatt upp á marga því við vorum í
ffnu formi. Það kom t.d. i ljós að
þegar líða tók á nóttina eyddu
bilarnir meiru. Það var vegna
þess að menn voru orðnir þreyttir
og ekki eins vandvirkir. Þetta
kom hins vegar ekki fyrir hjá
okkur því við erum ýmsu vanir úr
„Sumargleðinni" o.fl. Ég er alveg
sannfærður um að við hefðum
haldið fyrsta sætinu hefði þetta
ekki komið fyrir,“ sagði Jón.
Nafn manns-
ins sem lést
í Norðurárdal
MAÐURINN, sem lést þegar bif-
reið valt skammt fyrir ofan bæinn
Hvamm í Norðurárdal í Borgar-
firði, hét ófeigur Baldursson, lög-
reglumaður á Akureyri. ófeigur
heitinn var 45 ára gamall, ættaður
frá ófeigsstöðum í Köldukinn.
Hann varð lögregluþjónn á Akur-
eyri árið 1967 og síðastliðin 10 ár
hefur hann starfað sem rannsókn-
arlögreglumaður, þar af yfir rann-
sóknardeild lögreglunnar á Akur-
eyri síðastliðin 4 ár.
Ófeigur Baldursson lætur eftir
sig eiginkonu og dóttur.