Morgunblaðið - 12.07.1985, Síða 15

Morgunblaðið - 12.07.1985, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR12. JÚLÍ 1985 B 15 Kjarvalsstaðir: Verk Jóhannesar S. Kjarval í Kjarvalssal stendur nú yfir sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarval. Á sýningunni eru 30 málverk og teikningar allar í eigu Kjarvalsstaða. Þar á meóal eru nokkur verk sem keypt hafa veriö á sídustu árum og hafa ekki sést opinberlega fyrr. Sýningin er opin daglega kl. 14—22 fram til júlíloka. Akureyri: Útvarp Síríus tekið til starfa í tengslum við hundadagahátlð sem haldin verður á Akureyri hefur tekið til starfa útvarpsstöð þar I bæ, sem sendir m.a. út sömbutónlist og annaö efni I léttum dúr. Nafn stööv- arinnar er Slrfus og hófust útsend- ingar um slðustu helgi. Dagskrárefni veröur aðallega tónlist, en þegar fram I sækir stend- ur til aö þaö veröi fjölbreyttara, þá verður útsendingartlminn einnig lengdur. Tækjabúnaöur allur er fenginn hjá Pósti og Slma. Sent verður út á FM bylgju, 99,4 Mhz og I stereo. SAMKOMUR Hótel Borg: Orator meö dansleiki Hótel Borg hefur tekið stakka- skiþtum og hefjast nú aftur dansleik- ir á vegum Orators. Þaö veröur bryddaö upp á ýmsum nýjungum, en andi slðastliðins vetrar mun svlfa yfir vötnum. Pöbb-lnn: Hljómsveitin rock-óla Hljómsveitin ROCK-ÓLA leikur fimm daga vikunnar á Pöbb-lnn Hverfisgötu 46, þaö er aö segja frá miðvikudegi til sunnudags. Meölimir hljómsveitarinnar eru Agúst Ragn- arsson, Bobby Harrisson, Pálmi Sig- urhjartarson og Rafn Sigurbjörns- son. FERÐIR Ferðafélag íslands • í kvöld er farið I þrjár helgarferöir; I Þórsmörk, Landmannalaugar - Veiöivötn og á Hveravelli - grasa- ferö. Brottför er kl. 20. I öllum þess- um ferðum er gist (sæluhúsum Feröafélagsins á viökomandi stöö- um. Sunnudaginn 14. júll verður gengið á Hvalfell kl. 10 og komiö niöur hjá Glym (Botnsá kl. 13. Sama dag er gönguferð aö Glym, sem er hæsti foss landsins (198 m). Miö- vikudag kl. 20 er gönguferð aö Tröllafossi. Útivist Lagt veröur af staö I helgarferöir I kvöld I Þórsmörk, Lakaglga og Veiöivötn. í Þórsmörk er gist I skála Útivistar I Básum. í Lakaglgum er tjaldaö I nágrenni þessarar mestu gfgaraöar á jörðinni. A sunnudag kl. 8 hefst dagsferö I Þórsmörk. Gengið verður um ströndina milli Þorláks- hafnar og Selvogs og hefst sú ferð kl. 10.30, sunnudag. Þá verður einn- ig ferö, sem hefst kl. 13, þar sem ekið verður um Selvoginn og Strand- arkirkja skoöuö. Nk. miövikudag veröur slðan fariö I Þórsmerkurferö. brottför er frá BSl. Þingvellir: Þjónusta viö feröaffólk I sumar veröur farið I skipulagöar gönguferöir á vegum Þjóðgarösins og veröur leiösögumaöur hafður meö í för. Gönguferöirnar veröa meö þeim hætti aö á föstudögum og laugardögum kl. 13.00 verður fariö I svokallaöa Skógarkotsgöngu. Föstudaga, laugardaga og sunnu- dagakl. 16.30 veröur farin svonefnd Lögbergsganga; lagt af staö frá Flosagjá og gengiö um þinghelgina. HEILSAN Hreyfðu þig þegar þú situr kyrr! Um mikilvægi þess aö sitja rétt í vinnunni Æ fleiri verja nú vinnudegi sínum sitjandi og með aukinni tækni á vinnumarkaðnum, ekki síst með tilkomu tölvunnar, er allt útlít fyrir að þróunin haldi áfram í sömu átt, þ.e. að enn aukinn fjöldi starfa veröi inntur af hendi í sitjandi stellingu. Framleiðendur vinnustóla hafa hin síðustu ár verið að gera sér Ijósari grein fyrir þessari staðreynd og því hert á leitinni aö hinum fullkomna stól, sem er þægilegur og um leiö vinnuhvetjandi þeim, sem eyðir stórum hluta hvers dags sitjandi. Kannanir sýna, hversu mikil áhrif stólar hafa á vellíöan og heilsufar, til aö mynda skrifstofufólks, og hönnuðir skrifstofustóla hafa því leitað til lækna- vísindanna eftir ráðum til að draga úr atvinnusjúkdómum, sem raktir eru til rangrar setu. Stutt en markviss þróun Saga skrifstofustólsins er tiltölu- lega stutt saga, því um síðustu aldamót voru flest skrifstofustörf unnin standandi við púlt. Ritarar fengu sér þó sæti fljótlega þó bókhaldarar yröu aö láta sér nægja púltiö sitt öllu lengur. Ritarastólarn- ir voru þó síöur en svo þægilegir, þeir voru óbólstraðir og oftast baklausir í þokkabót. Innreiö ritvél- arinnar og reiknivélarinnar varö samfara bættum aöbúnaöi en hætt er þó viö aö nútímaskrifstofufólki þætti erfitt aö sætta sig viö fyrstu skrifstofuhúsgögnin. Þeim var oft fremur ætlaö aö vera „andlit" fyrir- tækisins út á viö en þægileg vinnu- aöstaöa. Hönnuöir 3. áratugarins tóku þó aó reyna aö samræma annars vegar stíl og hins vegar þægindi og undir lok hans leit fyrsti hjólastóllinn, sem snúa mátti allt um kring, dagsins Ijós. Árió 1928 var gefinn út opinber þýskur staöall fyrir stóla af slíku tagi og hvorki meira né minna en 3 milljónir slíkra skrifstofustóla voru framleiddar í Þýskalandi frá því ári og fram til 1975. En þaö var á 7. áratugnum, sem skriöur komst á þróunina: „mannúðarsjónarmiöin" urðu ofan á og læknavísindin tóku aö leggja sitt af mörkum viö hönnun skrif- stofuhúsgagnanna. Áriö 1967 var almennt oröiö Ijóst, aö seta er ekki kyrrstaða heldur framkvæmd, svo undarlega sem þaö kann aó hljóma. Og nú fer enginn skrifstofu- stólaframleiöandi í grafgötur um aó stóll þarf aö laga sig aö þörfum mannsins, ekki maöurinn að stóln- um. misjafnlega reynir á hvora hliö, neyöist hann til að hreyfa sig til aö úr veröi víxlverkun vöövanna beggja megin. Þannig auöveldar líkaminn sér að sitja til lengdar: 3) Spenntir vöövar þreytast. Teygja vöðvanna getur enn- fremur orsakaö meiðsli. Vegna þessa er þaö sem vió köllum af- slappaöa stellingu ekki síöur óheilsusamlegt — þaö reynir engu síöur á vööva líkamans. öll einhæf seta hefur neikvæö áhrif. 4) Hvildarstelling veldur þreytu! Fólk á t.d. auöveldara meö aö sofna í þægilegum stól en beinhöröum. Væröin, sem kem- ur yfir likamann, er i rauninni þreyta. f stól, sem hvetur þann sem situr til aö skipta um stell- ingu ööru hvoru, er framkvæmd meiri og nákvæmari vinna og sá, sem varið hefur deginum Mörg Evrópulandanna hafa sett lög um aðbúnað skrifstofufólks á vinnu- stöðum. í Þýskalandi gengu slík lög í gildi árið 1977 og eru þau talin strangari en annars staö- ar. Vinnuveitendur þar eru skaðabótaskyldir vegna meiðsla og/eða langvinnra veikinda t.d. af völdum illa hannaðra skrifstofuhúsgagna og lélegrar loftræstingar. Þá eru vinnuveitendur skyldugir til að hafa ráð- gefandi lækni til að fást viö atvinnutengda sjúk- dóma og gefa leiðbein- ingar um réttan aðbúnað. Að mati vinnuveitenda hafa fyrirbyggjandi ákvæði sem þau um læknisráðgjöf, fremur sparað fyrirtækjunum út- gjöld en aukið þau, þrátt fyrir dýrari skrifstofu- húsgögn. þannig, er ekki útkeyröur á kvöldin. 5) Vel hannaöur stóll fullnægir hreyfingarþörfinni i staó þess aó ýta undir einhliöa stellingu. En slíkur stóll veröur um leiö aö styója viö líkamann í hvaöa stellingu, sem hann velur sér — aöeins þannig sparast orka vöðvanna. „Hreyfi-seta" (og þar á doktorinn viö þá staöhæfingu, aö þaö aó sitja á rassinum sé í rauninni hreyfing í framkvæmd, andstætt því sem margir ímynda sér) þarf um leiö aö vera hagkvæm. 6) Besta setu-stelling þess, sem sitja þarf svo tímunum skiptir, er sú, aö áreynslulaust sé teygt á allri hryggjarsúlunni. Mjaðma- grindin veröur aö fá stuöning af sitjandanum án nokkurrar hindrunar þó til hreyfinga. Þess vegna þarf stuöningur stóls viö bak aö vera viö mjóhrygginn. Hryggjarsúlan hins vegar, er hvött til aö teygja úr sér með þvi aö þrýst er á hana, u.þ.b. á milli axlablaöanna eöa viö sjöunda hryggjarliöinn, en undir honum liggur einmitt líffaeri, sem bregö- ast rétt viö þeim þrýstingi. 7) Hagkvæmasta stellingin í stól er sem sagt sú, sem teygir á hryggnum. Og stööug breyting á spennu vöövanna umhverfis hryggjarsúluna, þ.e. „hreyfi- seta“ tryggir betri vinnu- aöstööu og um leiö aukin af- köst. Sittu MEÐ stólnum — ekki í honuml Þetta eru þær niöurstööur dr. Schoberths læknis, sem Drabert- fyrirtækiö leggur til grundvallar vlö hönnun stóla sinna. Hinn fullkomni skrifstofustóll, segja þeir hjá Drab- ert, er sá sem hvetur líkamann til aö sitja meö sér, ekki í sér — slíkur stóll er réttur, ekki aöeins frá heilsufarslegu sjónarmiöí, heldur frá sjónarmiöi vinnuveitandans líka, því hann kallar fram hraustara starfsfólk og um leið afkastameira starfsfólk. Til þess þarf stóllinn aö fullnægja m.a. þessum skilyröum: Hann veröur aö koma í veg fyrir aö mjaömagrindin haltist aftur meö því aö styöja viö hana. Hann verður aö hvetja hrygginn til aö teygja úr sér meö því aó þrýsta létt á hann á móts viö 7. hryggjarliö. Hann veröur aö styöja viö bakið á milli axlanna, ekki sist ef starf kallar á lárétta sjónlínu eins og viö tölvuvinnu. Hann veröur aö láta hreyfingar mjóhryggjar í friöi í staö þess aö hefta þær og má raunar alls ekki styöja viö mjóhrygginn — aöeins mjaömirnar. Axlablööin veröa aö vera frjáls. j stuttu máli sagt, stóllinn veröur aö fylgja hreyfingum líkamans í staö þess aö koma í veg fyrir þær. Aöeins með því móti fó vöövarnir hvíld sína á víxl viö áreynsluna. Til þess aö hver líkami geti stillt stól aö sínum eigin þörfum veröur vit- anlega aö vera hægt aö breyta stellingum stólsins úr sitjandi stööu. Margt fleira en þessir ofan- töldu punktar er auövitaö tekiö til greina viö hönnun Drabert-stóla, svo sem hæö og breidd armanna, öryggistæki á hjólunum undir stólnum, halli setunnar og hasö meö tilliti tíl vinnuborös eöa ann- arrar aóstööu o.fl. Þaö er flóknara mál en margur hyggur aö hanna stól sem gerir allt í senn: tryggir góöa heilsu og vellíöan starfsfólks- ins, tryggir vinnuveitanda góö og nákvæm afköst og er þar meö hyggileg fjárfesting og er um leið til augnayndis í umhverfi sínu. Gam- algróin fyrirtæki á borö viö Drab- ert, sem allt hafa lagt í sölurnar til aó ná þessum árangri og telja sig hafa náö svo nærri fullkomnun sem unnt er, draga þó andann aldrei léttar: Þar fara fram stööugar rann- sóknir og kannanir á gæöum stól- anna og heilsu þeirra, sem i þeim sitja. Aöeins meö þannig þrotlausri vinnu telur Drabert sig geta mætt æ haröari kröfum markaðarins. Fyrrverandi læknir lands- liðsins gefur góð ráð Ágætt dæmi um þá alúö, sem lögö er í hönnun skrifstofustóla, er aö finna hjá þýska fyrirtækinu Drabert, sem reyndar er taliö brautryöjandi á þessu sviöi. Þar hafa læknar verið meö í ráóum svo árum skiptir, núverandi ráögefandi fyrirtækisins er dr. Hanns Schob- ert, háskólaprófessor og fyrrver- andi trúnaöarlæknir þýska knatt- spyrnusambandsins. Sérgrein hans er bakveiki og orsakir hennar, sem leiöa má til íþróttaiðkana og at- vinnugreinar sjúklingsins. Auk þess aö starfa sem trúnaöarlæknir knattspyrnusambandsins var hann einnig sérlegur læknir þýska lands- liösins í knattspyrnu frá 1966— 1974. Dr. Schobert hóf rannsóknir á áhrifum langtímasetu á líkamann, einkum bakið, fyrir þremur áratug- um og þaö var því ekki aö ósekju aö Drabert-fyrirtækiö leitaöi til hans um aö hafa hönd í bagga meö hönnun skrifstofustóla sinna. Niöurstööur hans og þau leiöarljós, sem hann setur sér viö gerö hins fullkomna stóls, eru m.a. þessar: 1) Höfuö og háls veröa aö vera upprétt viö vinnu þannig aö sjónmálslínan sé bein eöa halli aöeins niöur á viö. Slík stelling gerir þá kröfu til hálsvöövanna, aö þeir séu spenntir, þ.e. þeir veröa aö vinna sitt verk. 2) Vöövar vinna þó aöeins stuttan tíma í senn en öll vlnna vööv- anna krefst orku. Vöövar í hálsi og baki mynda spegilmynd hver við annan, eru symmetrískir, og sitji maöur skakkt þannig aö

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.