Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 2
2 B MORCUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 LJÓSMYNDUN NORMAN PARKINSON Eghlýt að vera hamingjusamasti maður semégþekki Ljósmynd/María Gudmundsdóttir Rætt vid einn af þekktustu Ijósmyndurum líðandi stundar Viðtal/ Vilborg Einarsdóttir ann hefur komið víða viö á löngum ferli. Ferli sem hófst á Ijósmyndastofu í Bond Street 1931 og hefur boriö hann viöa til þessa dags. Hann er í hópi fárra útvalda, sem reglulega mynda breska kóngafólkiö og á fimmtíu og tveggja ára ferli hefur hann fest á filmu flest hin þekktari andlit, hvort heldur er í heimi tískunnar eöa annars. Þessa fimmtíu ára ferils var á sínum tíma minnst með útkomu bókar sem einn af Ijósmyndurum okkar á Morgunblaöinu, Árni Sæ- berg, fjárfesti nýlega í og sofnaði út frá eina nóttina. Má segja aö þá fyrst hafi hann virkilega vaknaö, þegar snemma næsta morgun varö á vegi hans sami maöur sem prýddi bakhliö bókarinnar — Norman Parkinson. Parkinson var hér á ferö í fyrsta sinn, en leiöir hans meö myndavél hafa víöa legiö, „þó aö allar liggi þær heim á endanum," segir hann. „Heim“ í hans huga er ekki England í þeim skilningi, heldur annaö og miklu minna meö annarri menningu og ööruvísi mannlífi. Það er eyjan Tobago, sem hann flutti til 1963 ásamt eiginkonunni Wendu, en hún var lengi í hópi þeirra þekktu fyrirsæta sem hann hefur fest á filmu. Þau kynntust 1947 er hann mynd- aöi hana fyrir forsíöu Vogue, en fimm árum áöur hófst langur ferill hans hjá annars vegar bandarísku útgáfu tímaritsins og hins vegar þeirri bresku. i dag starfar hann hins vegar aö hluta til sjálfstætt auk þess aö taka reglulega verkefni fyrir tímaritiö Town and Country, en þaö var einmitt á þess vegum sem hann dvaldi hér. Ekki þó til aö mynda landamerkin okkar á borö viö Gullfoss og Geysi, heldur annaö sem á sinn hátt er tengt landinu. „Ætli ég reyni ekki aö hafa eitthvaö alíslenskt í myndunum, eitthvaö sem menn átta sig á," segir hann þegar viö spjöllum saman í bókastofu Hótel Holts. „Mér er sagt aö hingaö komi útlendingar mikið til aö veiöa, nú þá setjum viö veiöistengur þarna einhvers staöar og smellum af. Landslagiö — stundum tek ég landslagsmyndir en þaö geta allir tekiö landslagsmyndir. Myndefniö er fyrir hendi, hreyfingarlaust og myndrænt i sjálfu sér og þaö eina sem gera þarf er aö standa þarna einhvers staöar í því og smella af. Sumir hafa auö- vitaö betra auga en aðrir, en þaö er ekki máliö. Máliö meö landslag er þaö sem maöur setur inn í landslagiö. Þessi mynd,“ segir hann og bendir á verk Eiríks Smith af gömlu konunni meö sjávarsíö- una í bakgrunn, sem trónir á veggnum gegnt okkur, „ef þessi gamla kona væri ekki þarna, þá værum viö núna aö horfa á eitthvaö landslag sem væri ekki neitt. Á hinn bóginn, ef landslagiö væri ekki þarna heldur gamla konan ein, þá værum viö líka aö horfa á einhverja málaöa konu sem væri heldur ekki neitt í sjálfu sér. Máliö er hvernig maöur setur mannlega þáttinn inn í þaö sem er fyrir hendi," segir hann og ypptir öxlum. Tekur upp bókina „Norman Parkin- son, Fifty Years of Style and Fashion” og flettir upp á blaösíöu 143. „Þessi mynd, sem er ein af mínum uppáhalds- myndum, leit nú ekki gæfulega út í byrjun. Viö vorum á Sheyschelle-eyjunum, búin aö vera aö mynda fatnaö og áttum eftir þessa dragt. Eina af þessum flíkum sem maður veit hreinlega ekki hvaö hægt er aö gera fyrir. Kölluöum hana „hundshræið" okkar í milli, enda minnti hún helst á þaö. Þegar viö höföum reynt aö gera ýmislegt til aö bæta útlitiö, búiö til skó út mörgum mislitum sandalabotnum og sett hatt á höföiö á fyrirsætunni, tekiö poloroid- myndirnar og skoðaö þær, voru fyrstu viöbrögðin „almáttugur, hvaö eigum viö aö gera viö hundshræ- iö?“ Kemur ekki í sömu andrá einhver sá ræfilsleg- asti hundur sem ég hef séö, gengur eftir ströndinni, stoppar siöan til aö bíta af sér fló og . . . klikk, kyrr, klikk, kyrr, klikk kyrr — þar meö var augnablikiö búiö, hundurinn sneri viö og eftir stóðum viö meö þrjár myndir sem viö vissum aö yröi aldrei aftur hægt að taka," segir Parkinson um þetta atvik. Reyndar eru atvikin sem áttu aö veröa ööruvisi orðin mörg, sbr. þegar hann var aö mynda eigin- konuna Wendu á strútsbaki viö Viktoríu-fossana. Þaö sýnir kannski best aö hann er Ijósmyndari fyrst og fremst. Sagan segir aö þegar strúturinn æröist og hljóp sem vitlaus væri af staö og í allt aöra átt en myndavélin var í hafi Parkinson heyrst kalla: „Meiri hliöarsvip, Wenda, meiri hliðarsvip." Um þetta segir Parkinson: „Fyrirsætur þurfa aö vera meira en bara fyrirsætur, þær veröa að vera haröduglegar og tilbúnar aö leggja mikiö á sig. Samanber Appolonia von Ravenstein, einhver kjarkaöasta kona sem ég hef hitt. Hún fór inn í fuglavarp og sneri sér í hringi á meðan viö röskuö- um ró fuglanna og fengum þúsundir til aö takast á loft meö þvílíkum hamagangi aö ekki heyrðist mannsins mál og varla sást í bláan himin. Þiö eigiö nú lika góðar, haröduglegar fyrirsætur,” segir hann og vísar til Maríu Guömundsdóttur, en mynd sem hann tók af henni 1964 er birt í fyrrnefndri bók. „Þaö er þó ekki besta myndin sem ég hef tekiö af Maríu. Sú besta var tekin í nautahjörðinni. Hún finnst mér góð, hún spannar bara of margar síöur svo aó ég gat ekki haft hana í bókinni." j þeim kafla bókarinnar sem Parkinson tileinkar sínum uppáhaldsfyrirsætum segir hann m.a.: „Kona sem lítur út eins og fyrirsæta hefur ekkert að gera framan viö myndavélina mína. Það er hin, sem litur ekki út eins og fyrirsæta en hefur hæfileikann til aö gera þaö,“ segir hann. i uppáhaldshópnum eru m.a. þær tvær konur sem hann valdi sérstaklega til aö prýöa kápu bókarinnar — Jerry Hall og Imian Abdul Majid „fallegasta blökkukona í heiminum". „Þaö var mjög meóvitaö aö fá þær tvær saman á myndina," segir hann og viröir fyrir sér bókarkáp- una. „Báöar eru þær meö fallegustu konunum sem ég hef myndaö, önnur jafn Ijós yfirlitum og hin er dökk, þetta hvíta og svarta hlið viö hlið, jafn fallegt, jafn sterkt og í fullkomnu jafnvægi," segir Parkin- son, sem eitt sinn í viötali svaraöi spurningu bresks blaöamanns um hvort ekki væri erfitt aö vera kvæntur og á sama tíma vinna viö aö taka myndir af fallegum konum, meö eftirfarandi: „Það er meö þetta eins og sælgætiö. Eftir vikuvinnu í sælgætis- verslun langar þig ekki i sykur." Parkinson leggur bókina frá sér og horfir áfram á verk Eiríks Smith og viö ræöum um Ijósmyndun. „Ég hlýt aö vera einhver heppnasti maöur sem ég þekki og hamingjusamasti líka. Ég vakna á hverjum degi og veit yfirleitt ekki nákvæmlega hvað óg verö aö gera þann daginn, nema aö þaö veröur meö myndavél. Sem er nákvæmlega þaö sem ég vil gera, ekki aó vakna, ná lestinni, komast aö skrif- boröinu og gera sömu hlutina dag eftir dag.“ Þó Ijósmyndatækninni hafi fleygt ört fram frá því að Parkinson tók sína fyrstu mynd, heldur hann mikilli tryggö við myndavélarnar sínar, sem flestar eru komnar yfir tvítugsaldurinn. „Ég keypti aö vísu nýju Minoltuna fyrir þremur mánuöum og þaö er dagaspursmál hvernær óg fleygi henni út um glugg- ann,“ segir hann og hlær. „Þetta er svo tæknilegt aó þaö vantar ekkert nema aö hún neiti aö smella af ef henni líkar ekki myndefniö! Annars er aöstoöar- maöurinn minn á góöri leiö meö aö læra á þetta tæki, hann kannski tekur mig i tíma seinna meir. En Ijósmyndun í dag er bæöi góö og vei gerö. Þar hefur orðið bylting, eins og í öllu sem Japanir hafa komið nálægt. Þeirra besta verk hefur iíklegast ver- iö aö bæta myndavélina meö áhugaljósmyndara í huga, enda er sjálfsagt um aö ræöa eina fagiö þar sem atvinnumenn eru svo dyggilega studdir af áhugamönnum. Bara eitt filmustykki myndi kosta okkur margfalt meira ef allt þetta fólk heföi ekki þaö mikinn áhuga á Ijósmyndun aö framleiöendur yröu aó selja filmur á viöráðanlegu verði. Nú, eins kom- umst viö atvinnumenn hjá milljónum mistaka vegna þess aö allt þetta fólk meö myndavélar á maganum hefur gert þau fyrir okkur. Þetta er afskaplega hag- stætt.“ —Næröu alltaf þeirri mynd sem þú ætlar þér? Nú brosir þessi sjötugi unglingur og segir: „Á hverjum degi sé ég svona tíu góöar myndir sem ég tek ekki. Annaö hvort er ég ekki meö myndavél, eöa þá aö andartak myndarinnar er horfiö áöur en ég næ svo mikið sem aö skerpustilla. Þaö er kannski þetta sem skilur okkur aö,“ segir hann og visar enn til Eiríks Smith, „hann skapar andartekiö í málverkiö, en andartakiö skapar Ijósmyndina mína." Eftir þessa síöustu tilvísun til málaralistar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.