Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLl 1985 LIST Gallerí Borg: Sumarsýning í Gallerl Borg hefur verið opnuö sumarsýning. Þar eru til sýnis um 100 myndverk, graflkmyndir, pastel- myndir, vatnslitamyndir og teikn- ingar eftir alla helstu listamenn þjóð- arinnar. Einnig eru til sýnis listmunir úr keramik og gleri. Sýningin verður opin til ágústloka og mun taka einhverjum breytingum frá degi til dags. Gallerf Borg verður lokaö um helgar I júll og ágúst, nema sérstakt samkomuiag komi til við einstaklinga eða hópa. NýlistasafniÖ: Douwe Jan Bakker Hollenski listamaöurinn Douwe Jan Bakker opnaði þ. 5. júll sl. sýn- ingu I Nýlistasafninu viö Vatnsstlg I Reykjavlk. Bakker hefur haft mikið samneyti við islenska listamenn bæöi hér og I Hollandí en hann er nú staddur hér I tfunda sinn, kom hingaö fyrst 1971. Hann hefur haldið sýningar I Gallerf Súm og Gallerl Suðurgötu 7. Sýningin I Nýlistasafninu ber heit- ið “Notes and references" og er tvfskipt; annarsvegar eru verk sem Bakker hefur komið meö hingað sér- staklega og hinsvegar verk eftir hann I eigu safnsins. Verkin úr eigu safnsins eru: "A Vocabulary Sculpt- ure in the lcelandic Landscape" og “Um sérstakt framlag íslands og Is- lensks samfélags til sögu bygg- ingarlistarinnar". Fyrra verkið sam- anstendur af 72 Ijósmyndum af ýms- um fyrirbærum I Islensku landslagi og tilheyrandi nöfnum. Hefur verkið verið sýnt víða. Sýningin stendur til sunnudagsins 21. júlf og er safnið opið alla daga frá kl. 16.00 til 20.00. Kjarvalsstaðir: Verk Jóhannesar S. Kjarvals í Kjarvalssal stendur nú yfir sýn- ing á verkum Jóhannesar S. Kjarv- als. A sýningunni eru 30 málverk og teikningar allar I eigu Kjarvalsstaða. Þar á meðal eru nokkur verk sem keypt hafa verið á slöustu árum og hafa ekki sést opinberlega fyrr. Sýn- ingin er opin daglega kl. 14.—22. fram til júlfloka. HVAD ERAÐ GERAST UM Rússneskar Ijós- myndir af íslenskum listamönnum Sýning á 164 Ijósmyndum af ís- lenskum listamönnum eftir rússn- esk-franska Ijósmyndarann Vladimir Sichov stendur nú yfir I vestursal Kjarvalsstaða. Sýningin er opin kl. 14 —22. til 28. júlf. Asmundarsafn: .Konan í list Ásmundar Nú stendur yfir I Asmundarsafni við Sigtún sýning sem nefnist Konan I list Asmundar Sveinssonar. Er hér um að ræða myndefni sem tekur yfir mest allan listferil Asmundar og birt- ist I fjölbreytilegum útfærslum. Sýningunni er skipt I fjórar eining- ar sem sýndar eru I fjórum sölum safnsins: Kona og barn uppi I Kúl- unni, Kona og karl niðri I Kúlunni, Kona við vinnu I Pýramidunum og Kona sem tákn I Skemmunni. Safnið er opið alla daga frá kl. 10.00—17.00. Hans Christiansen sýnir í Þrastarlundi HANS Christiansen myndlistarmaður opnaöi um síöustu helgi sýningu á rúmiega tuttugu vatnslitamyndum i veit- ingastofunni Þrastarlundi við Sog. Þetta er hans 10. einka- sýning. Myndirnar é sýningunni eru flestar geröar á þessu og síöasta ári og eru þær allar til sölu. Sýningunni lýkur þann 28. júlí nk. Norræna húsiö: Gunnlaugur Scheving Sumarsýning Norræna hússins er á verkum Gunnlaugs Scheving. öll verkin á sýningunni eru sjávarmynd- ir. Sýningin er opin alla daga kl. 14.00—19.00 en henni lýkur 25 júll. Norsk grafík í anddyri Norræna hússins var opnuð sýning á graflkmyndum norska listamannsins Guttorm Gutt- ormsgaard sl. mánudag. Sú sýning er opin á venjulegum opnunartlma Norræna hússins og stendur til 22. júlf. Feröaleikhúsið sýnir „Light Nights“ FERÐALEIKHÚSIÐ hefur nú byrjað 16. ttarfsár sitt. Eins og áöur bera sýningar þess nafniö „Light Nights“ og fara fram á ensku enda ætlaöar erlendum feröamönnum. Efniö er allt ísienskt og er markmiö sýninganna aö gefa útlendingum innsýn í íslenskt menningarlíf í aldanna rás. Margir listamenn koma fram f sýningunum eöa leggja þeim liö á annan hátt. Leikhússtjórar Feröaleikhússins eru Halldór Snorrason og Kristfn G. Magnús, sem jafnframt er sögumaöur í sýningunum. Sýnt er í Tjarnarbíói öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld til ágústloka. Sýningar hefjast kl. 21.00. Listasafn Einars Jónssonar: Safnahús og höggmyndagarður Safnahús Listasafns Einars Jónssonar er opið laugardaga og sunnudaga frá klukkan 13.30 til 16.00 og höggmyndagaröurinn sem I eru 24 eirafsteypur af verkum lista- mannsins er opinn sömu daga frá klukkan 11.00 til 17.00. Akureyri: íþróttaskemman í dag verður opnuð viðamikil myndlistarsýning I íþróttaskemm- unni við Tryggvabraut á Akureyri. Þar sýna rúmlega 20 ungir myndlist- armenn milli 130 og 140 verk; mál- verk, teikningar, skúlptúra, textll graflk og keramik. Þátttakendur eiga það sameigin- legt að hafa stundað listnám um lengri eöa skemmri tlma utan heima- byggðarinnar, ýmist I Reykjavlk eða erlendis. Flestir eru þeir Akureyr- ingar, en einnig eru I hópnum aðrir Norðlendingar, sem byrjuðu listnám sitt I Myndlistarskólanum á Akureyri. Tilgangur sýningarinnar, sem styrkt er af Menningarsjóði Akureyrarbæj- ar, er að sýna hvaö ungt myndlistar- fólk á Akureyri er að fást við og hvers er að vænta af nýrri kynslóð á þessu sviði. Akranes: Bókasafn Akraness Sovésk bóka- og listmunasýning stendur yfir I bókasafninu. A sýning- unni eru á þriðja hundrað bækur af ýmsu tagi. Einnig eru sýnd vegg- spjöld, hljómplötur og frlmerki. List- munir eru 27 talsins, öskjur og lakk- myndir. Sýningin veröur opin á afgreiðslu- tíma safnsins. Hafnarfjöröur: Menningar og lista- stofnunin Hafnartxxg Ungverski listamaðurinn Janos Probstner sýnir pastelteikningar I Hafnarborg, menningar og lista- stofnun Hafnarfjaröar. Probstner hefur dvalist hér á landi um nokk- urra vikna skeið, og eru myndirnar afrakstur dvalarinnar. Janos Probstner er fyrsti erlendi listamaðurinn sem sýnir I Hafnar- borg. Sýningin er opin kl. 14.00—19.00. Hverageröi: Ámi Garðar sýnir í Eden Nú stendur yfir I Eden I Hvera- gerði málverkasýning Arna Garöars. A sýningunni eru 63 vatnslita- og pastelmyndir, aöallega landslags- myndir hvaðanæva af landinu. Sýn- ingin er opin daglega frá kl. 9.00 til 23.30. Henni lýkur á sunnudags- kvöldið 21. júlf. ísafjörður: Slúnkaríki Nú um helgina opnar I Slúnkariki á ísafirði sýning Svölu Jónsdóttur á Ijósmyndum. Sýningin stendur til 2. ágúst nk. Svala hefur áður tekið þátt I ýmsum samsýningum og þá sýnt grafikmyndir. SÖFN Þjóðminjasafnið: íslenskar hannyrð- ir í Bogasal Nú stendur yfir I Bogasal Þjóð- minjasafns íslands sýning á verkum islenskra hannyröakvenna og nefnist hún „Með silfurbjarta nál“. Þar gefur aö llta verk eftir rúmlega 40 konur sem uppi voru frá þvl á 12. öld og fram undir slðustu aldamót. A sýn- ingunni er leitast við að draga fram helstu einkenni hinnar Islensku út- saumshefðar. Mjög vegleg sýningar- skrá hefur verið gefin út og er I henni meðal annars aö finna æviágrip allra þeirra kvenna ssem verk eiga á sýn- ingunni. Sýningin er opin daglega frá kl. 13.30 til 16.00 fram I október. Arbæjarsafn: Sumarsýning Arbæjarsafns var opnuð um slðustu helgi. Hér er um að ræða farandsýningu frá þjóðminjasafni Grænlendinga f Nuuk. Sýndir eru grænlensku bát- arnir qajaq og umiaq. Sýningin er opin á opnunartlma safnsins sem er frá 13.30 til 18.00 alla daga nema mánudaga. Sædýrasafniö: Dýrín stór og smá Sædýrasafnið verður opið um helgina, eins og alla daga, frá kl. 10.00—19.00 Meðal þess sem er til sýnis eru háhyrningar, Ijón, (sbjörn, apar, kindur og fjöldi annarra dýra, stórra og smárra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.