Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1986 B 15 Skálholtshátíðin á sunnudag HIN árlega Skálholtshátíö verður haldin á sunnudaginn 21. júlí. Hátíóin hefst með klukknahringingu kl. 13.30, en kl. 14.00 hefst messa í Skálholtskirkju. Sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson prófastur predikar en sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup og sr. Guðmundur Óli Ólafsson þjóna með honum fyrir altari. Að messu lokinni veröur samkoma í kirkjunni þar sem meðal annars veröur flutt erindi um Ebenezer Henderson og dag- skrá úr skáldskap Odds Gottskálkssonar. Einnig veröur orgelleikur, einsöngur og almennur söngur. Ferð verður á hátíðina frá Umferðarmiöstöðinni kl. 12.00 og til baka aö hátíö lokinni. LEIKLIST Stúdentaleikhúsiö: Draumleikur Strindbergs Stúdentaleikhúsið sýnir sunnu- daginn 21. júlf leikritiö Draumleik eft- ir Strindberg ( þýðingu Sigurðar Grfmssonar. Er þetta f fyrsta sinn sem draumleikur er sviðsettur hér á landi. Leikstjóri er Kári Halldór. Söngur og hljóðfærasláttur gegna veigamiklu hlutverki I þessari sýn- ingu og var öll tónlistin samin sér- staklega af þessu tilefni af Arna Harðarsyni, tónskáldi og stjórnanda Háskólakórsins. Lýsingu annast Agúst Pétursson en hópur ungs myndlistarfólks sér um leikmynd og búninga. Sextán ungir áhugaleikarar koma fram I sýningunni. Sýningarnar eru f Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og hefjast nokkuð seinna en vanalegt er, eða kl. 22. SAMKOMVR Hótel Borg: Orator með dansleiki Hótel Borg hefur tekið stakka- skiptum og þar fara nú aftur fram dansleikir á vegum Orators. Það veröur bryddað upp á ýmsum nýj- ungum, en andi síðastliöins vetrar mun svlfa yfir vötnum. Pöbb-lnn: Hljómsveitin ROCK-ÓLA Hljómsveitin ROCK-ÓLA leikur fimm daga vikunnar á Pöbb-lnn Hverfisgötu 46, það er að segja frá miðvikudegi til sunnudags. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Agúst Ragn- arsson, Bobby Harrisson, Pálmi Sig- urhjartarson og Rafn Sigurbjörns- son. Húnaver: Bongóhátíð A laugardag og sunnudag veröur haldin svokölluð Bongóhátlð I Húna- veri. Það er hljómsveitin Stuðmenn sem stendur fyrir hátlðinni og mun hún leika fyrir dansi bæði kvöldin og einnig leika þeir seinnipart sunnu- dags. Auk Stuðmanna koma fram á hátlðinni þeir Bubbi Morthens og Megas. Þá mun Herbert Guðmunds- son söngvari taka lagiö og kynna Búddatrú. Jón Páll verður á staðnum og mun hann sjá um kraftakeppni og fleiri uppákomur. Slðast en ekki sist koma fram fjórir blámenn frá Senegal, sem kynna tónlist frá heimalandi sfnu og kenna gestum á bongótrommur. Reykjavíkurmót bamanna: A sunnudaginn verður Reykjavlk- urmót barnanna haldið I Hljómskála- garðinum. Þar verður keppt I fjöl- mörgum (þróttagreinum og margt fleira verður til skemmtunar eins og t.d. róðrartúrar á Tjörninni, hljóm- leikar og fjölbreytt skemmtiatriði. Mótið hefst kl. 14.00 og stendur til kl. 17.00. Skráning i keppni I hinum ýmsu greinum hefst kl. 13.30. Að- gangur er ókeypis og ekkert keppn- isgjald veröur heimtaö af keppend- um. Þaö er skátafélagið Arbúar sem sér um leikana. FERDIR Feröafélag íslands: I kvöld verður fariö I helgarferðir til Þórsmerkur, Landmannalauga (Fjallabaksleið nyrðri) og Alftavatns (Fjallabaksleið syðri). Sunnudaginn 21. júlf verður ferð til Þórsmerkur kl: 8.00. Klukkan 10.00 verður gengið á Stóra Kóngs- fell — Þrfhnjúka — Sporið og Grindaskörö (Reykjanesfólkvangur) og kl. 13.00 sama dag verður geng- ið af nýja Bláfjallaveginum á Stóra Bolla. Brottför I þessar feröir er frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Útivist: Um helgina eru þrjár helgarferðir hjá Utivist. Klukkan 20.00 I kvöld eru ferðir f Þórsmörk og Eldgjá — Land- mannalaugar. í Þórsmörk er gist I Útivistarskálanum f Básum. I Eld- gjárferðinni er gist I góðum skála sunnan Eldgjár. Gengið verður á Gjátind að Ófærufossi og vlðar. A laugardagsmorguninn kl. 8.30 verð- ur gengiö yfir Fimmvöröuháls. Gist verður I skála á hálsinum. A sunnu- dag verður farin dagsferð í Þórs- mörk kl. 8.00. Kl 8.00 veröur einnig farin ferö f Brúarárskörð og á Hlöðu- velli. Klukkan 13.00 á sunnudaginn er svo á dagskrá gönguferð I Mar- ardal vestan Hengils. Brottför er frá BSÍ, benslnsölu. Safnaðarferð á SkálholtshátíÖ: Sunnudaginn 21. júll verður hin árlega Skálholtshátlð. Af þvl tilefni verður sameiginleg ferð austur I Skálholt á vegum As- og Laugar- nessöfnuða. Farið veröur frá Laug- arneskirkju kl. 10.30 og frá Askirkju kl. 10.45. Þátttakendur geta haft með sér nesti ef þeir vilja, annars er veitingasala f Skálholti fyrir þá sem þess óska. i Skálholti verður messa kl. 14.00 og samkoma I kirkjunni slð- ar um daginn. Komið verður aftur til Reykjavlkur um kl. 19.30. Fargjaldið er kr. 250. Þingvellir: Þjónusta viö ferðafólk I sumar verður farið I skipulagðar gönguferðir á vegum Þjóðgarðsins og verður leiðsögumaður hafður með f för. Gönguferðirnar verða með þeim hætti að á föstudögum og laugardögum kl. 13.00 verður far- ið I svokallaða Skógarkotsgöngu. Föstudaga, laugardaga og sunnu- daga kl. 16.30 verður farin svonefnd Lögbergsganga; lagt af stað frá Flosagjá og gengið um þinghelgina. Náttúruverndarfélag Suövesturlands: Ferð um Bessa- staðahrepp Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands gengst fyrir náttúruskoðunar- og söguferö um Bessastaðahrepp laugardaginn 20. júlf. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Náttúrugripasafninu Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglustöðinni) kl. 13.45, frá Náttúrufræðistofu Kópavogs kl. 14.00 og frá Alftanesskóla kl. 14.45. Fargjald verður kr. 200, en kr. 100 fyrir þá sem fara frá Alfta- nesskóla. Frltt er fyrir börn I fylgd meö fullorðnum. Allir eru velkomnir I ferðina þó þeir séu ekki félagsmenn. Leiðsögumenn veröa Jens Tómas- son jarðfræðingur, Guðrún Jóns- dóttir llffræðingur, Anna Ólafsdóttir Björnsson sagnfræðingur og ólafur E. Stefánsson ráðunautur. Feröamálasamtök SuÖurnesja: Tvær feröir um Suðurnesin Ferðamálasamtök Suðurnesja standa fyrir dagsferð með leiðsögu- manni næstkomandi laugardag 20. júlf. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00 og ekiö um Hafnir út á Reykjanes. Þar verður litast um og vitinn meðal ann- ars skoðaður. Að þvf loknu verður farið um Staðarhverfi og I Grindavfk. Eftir að kaupstaöurinn hefur verið skoðaður verður farið I Hitaveitu Suðurnesja þar sem tekiö verður á móti hópnum. Þátttakendum gefst kostur á að fá sér sundsprett í Bláa lóninu eftir aö komið er úr hitaveitunni og að gæöa sér á veitingum ( nýja gisti- heimilinu við Lónið. Aætlaður heim- komutfmi er kl. 18.00. A vegum Ferðamálasamtakanna verður ennfremur farið I gönguferð um Preststiga á útilegumannaslóðir. Gengin verður gamla varðaða leiðin milli Hafna og Staðahverfis og kom- ið við f Eldvörpum og Sundvörðu- hrauni. Þetta er fáfarin leið en fjöl- breytt og er þar að finna ýmsar rúst- ir sem vitna um veru útilegumanna. Lagt verður af stað frá Umferðar- miðstööinni kl. 12.00 en komiö heim um kl. 18.00. Þátttökugjald I báðar ferðirnar er 400 krónur fyrir full- orðna. Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Ef að til eru Það er kunnara en frá þurfi aö segja, aö ef til eru egg, og ann- aöhvort ostbiti eða grænmeti einhverskonar, er auövelt aö drífa upp smárétt fyrirvaralaust. Egg tilheyra næstum „lúxus“mat svo dýr eru þau í innkaupum. En hvaö um þaö, flestir láta sjálfsagt eftir sér aö neyta þeirra stöku sinnum og illmögulegt er aö vera án þeirra við bakstur. En hér fylgja nokkrar uppskriftir af eggjakökum (ommelettum) o.fl. Eggjakaka bóndana 3 egg V4 dl mjólk Eggjakaka bóndans 1 tsk. brytjað dill, nýtt eða þurrk- aö salt, pipar 2 dl olía 1 lítill laukur 1 græn paprika 2 tómatar dál. af gulkorni (maís) 100 g skinka, brytjuö. Laukur, paprika og tómatar skoriö í bita og brugöiö í olíuna á pönnu, sama er um skinku og gulkorn. Egg og mjólk er þeytt saman, kryddi bætt í og hrær- unni hellt yfir grænmetiö. Látiö malla viö mjög vægan straum í 10—15 mín. og lok haft yfir allan tímann. Einnig má setja eggjak- ökuna í ofninn. Boriö fram meö góöu, grófu brauöi og grænmet- issalati. Ætlaö fyrir tvo. Frönsk eggjakaka Þeytt er saman: 5 egg, 5 matsk. vatn, Vi tsk. salt og örlítill pipar. Hræran sett á pönnu, sem örlítiö smjörlíki hefur veriö brætt á. Bakaö á pönnunni viö vægan straum þar til hræran er næstum oröin stíf, hrært upp frá botnin- um svo stífni sem jafnast. Uppskriftin ætluö fyrir fjóra. En í þessa eggjaköku er hægt aö bæta ýmsu því sem fyrirfinnst í kæliskápnum, hrærunni er þá hellt yfir t.d.: skinku, skorinni i teninga, rækjur, beikon og lauk, aspas, ostabita, soönar kartöflur í bitum, reyktan fisk, tómata i bit- um og sjálfsagt fieira. Eggjakaka meö kjöti 200 g hakkaö kjöt 2 dl smjörlíki eöa smjör 4 afhýddir tómatar (brugðið í heitt vatn til aö ná hýöi af) dál. hvítlaukur (annaöhvort duft eða mariö rif) salt, pipar og basillauf. Kjötiö sett á pönnu, kryddaö og aöeins brúnaö. Eggjakakan: 6 egg, 5 matsk. kalt vatn, salt, pipar og smjörlíki. Allt hrært vel saman og brúnaö á pönnu á meðan kjötinu er haldiö heitu. Þegar eggjakakan hefur stífnaö er kjötinu hellt yfir helm- ing hennar og hinn helmingurinn lagöur yfir og þá er rétturinn til- búinn til neyslu. Eggjahræra með grænmeti í eggjahræruna: 2 egg, salt, pip- ar, 2 dl rjómi eöa vatn 1 laukur Eggjahraara meö grænmeti 2 soönar kartöflur 1 bolli af snöggsoönu grænmeti i bitum agúrku- og tómatsneiöar. Laukurinn skorinn í sneiöar og rétt brugöiö á pönnu án þess aö brúna, kartöflum og grænmeti bætt á, ásamt agúrku- og tóm- atbitum. Eggin þeytt meö kryddi, rjóma eða vatni og hellt yfir grænmetiö, hrært í á meðan aö bakast í gegn viö vægan straum. Skreytt meö tómatbátum og agúrkusneiöum. Gróft brauö borið meö. Eggjahrsra meö tómötum 2 dl smjörlíki 4 egg 4 dl vatn eöa rjómi Vi tsk. salt og örlítill pipar. Smjörlíkið á aöeins aö vera bráöiö (ekki brúnaö) á pönnunni þegar eggjahrærunni er hellt á, hrært í meö gaffli á meöan þetta er aö stífna, gæta þarf þess aö ekki veröi of þurrt. Eggjahrær- una er hægt aö hafa heita eöa kalda og er góö meö brauöi, jafnvel í morgunverö á sunnudegi eöa öörum degi. Tómatar í bitum eöa sneiöum settir yfir. Leiórétting viö Heimilishorn föstudagínn 12. júlí sl. Þau mistök uröu i uppskriftum af „muffins" aö magn af lyftidufti í venjulegum formkökum var aukiö aö mun. Uppskriftin á aö vera svona: 2 bollar hveiti, 2 dl sykur 4 tsk. lyftiduft, 'h tsk. salt, 1 þeytt egg, 1 bolli mjólk, V* bolli brætt smjörlíki eöa jurtaolía. Sömuleiöis uröu mistök í Haframjöls formkökum: I upphafi á aö standa 1 bolli hveiti (ekki haframjöi). Þakka þeim sem hringdu og bentu á mistökin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.