Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JtJLÍ 1985 LEIKLIST Kjarkur ta að efast Rætt viö Kára Halldór Þórsson, leikstjóra Meira en veruleiki Dóttirin: ... Allt þetta hefur mig dreymt ... Skáldíð: — Um þetta orti ég eitt sinn! Dóttirin: — Þá veistu hvaö skáldskapur er . . . Skáldið: — Þá veit ég hvaö draumur er ... Hvaö er skáld- skapur? Dóttirin: — Ekki veruleiki heldur meira en veruleiki ... ekki draum- ur heldur vökudraumur ... „Þetta er ævintýri. Dóttir Guös- ins Indra kemur til jaröar og upplif- ir jarölífiö, þar sem allt getur gerst,“ segir Kári Halldór í spjalli um drauminn, veruleikann og verkiö. „I þessu verki undirstrikar höf- undurinn lögmál díalektíkurinnar. Hann segir: Lífiö er barátta and- stæöra afla. — Og barátta and- stæöna framleiöir afl. Strindberg teflir saman veruleika, draumi og skáldskap. Á ákveönum augna- blikum upplifir maöur aö þaö sé eitt og hiö sama." — Er Draumleikur auöskiljan- legt og aögengilegt verk fyrir nú- tímafólk Nýlega frumsýndi Stúdentaleikhúsiö Draumleik eftir Strindberg í uppsetningu Kára Halldórs Þórsson- ar, leikara og leikstjóra. Kári Halldór útskrifaöist úr Leiklistarskóla Þjóö- leikhússins áriö 1972. Eftir að hafa starfaö í Danmörku hálft annaö ár fór hann í sérnám í leiklistarkennslu viö leiklistar- skólann í Stokkhólmi. Eftir þaö kenndi hann m.a. viö Leikiist- arskóla íslands. Flutti síöan til Finnlands og starfaði þar í eitt ár sem leikari við Skolteatern i Ekanás. Sumarið 1978 hélt Kári Halldór enn til Stokkhólms og vann sem leikari meö tilraunahópi og stundaöi jafnframt kennslu, vann þá meö sama nemendahópnum í tvö ár. Síðan 1981 hefur Kári Hall- dór veriö búsettur á isiandi og kennt viö Leiklistarskóla ís- lands. Einnig hefur hann sviö- sett hjá frjálsum leikhópum og áhugaleikfélögum, og má þar nefna „Úr aldaannár hjá Litla leikklúbbnum á ísafiröi, sem sýnt var á Listahátíð ’82 og „Dúfnaveisluna“ hjá Leikdeild Skallagríms í Borgarnesi. Hann hefur leikstýrt hjá Leikfélagi Akureyrar þar sem hann sstti upp „Þrjár systur” eftir Tjekhov. Þetta er í annaö sinn sem Kári setur á svið verk eftir Strind- berg, því árið 1983 leikstýrði hann „Fröken Júlíu“ hjá Gránufélaginu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Draum- leikur er sýndur hér á landi. „Ég held aö krafan á okkur sem vinnum saman sé aö gera verkið aögengilegt. Vinnan er meöal ann- ars fólgin í þvi aö átta sig á hvaö er mikilvægt í verkinu og gefa þvi líf." Aödragandinn aö sýningu Stúd- entaleikhússins er í stuttu máli sá aö leikritavalsnefndin fékk auga- staö á leikriti um ævi Strindbergs eftir breskan höfund. f fyrrasumar var leitaö til Kára Halldórs og hann beöinn aö leikstýra. Aö eigin sögn benti Kári Halldór á aö slík upp- færsla kreföist mikillar undirbún- ingsvinnu meö leikurunum. Síö- astliöiö haust byrjaöi hann aö vinna meö hópi af ungum áhuga- leikurum á vegum leikhússins og var þá vinnan tvíþætt, annars veg- ar fólgin í þvi aö kynna sér æfi og verk Strindbergs og hinsvegar vinnu og tækni leikarans. Margir, bæöi leikir og læröir, uröu til aö leggja hópnum liö, fræöimenn voru kallaöir til og alls munu um áttatíu til níutíu manns hafa tekiö beinan og óbeinan þátt i undirbún- ingsstarfinu. Auk leikhópsins störf- uöu dagskrárhópur og tæknihópur fullum fetum, en þaö var í janúar sl. aö endanlega var tekin ákvörö- um um aö leika Strindberg. Tónlist viö verkið er samin af Árna Harö- arsyni. „Mér finnst dansinn og tónlistin tærustu listgreinarnar," segir Kári Halldór. „Þær megna aö víkka þá mynd sem maöur er aö skapa og varpa Ijósi á samhengiö. I þessu tilfelli er tónlistin nánast tveir þriöju hlutar sýningarinnar, hún er innofin í þennan heim sem sýning- in er. Hljóöfærin — þau eru hluti af leikmyndinni." Hann hefur veríð kallaður kvenhatari — Eftir hverju fannst þér leik- hópurinn vera aö leita? „Ég held aö þaö sem er sterkast í þeim sé löngunin til aö tjá sig um samtíöina." — Er þaö hægt gegnum verk eftir Strindberg? „Allavega Draumleik. Ég held reyndar öll verk eftir Strindberg. í rauninni fjallar sígildur höfundur alltaf um sina samtíö. Shake- speare var ekki aö skrifa fyrir framtíðina á sínum tima. Dario Fo .Með úraumleik í höndunum. Kári Halldór Þórsson. MINNISPUNKTAR FYRIR FERÐALANGA Hvaö á að taka með í ferðalagið? inn má ekki vera þannig aö hann meltist of fljótt og maginn tæmist, því er mælt meö trefjaríkum mat. Svefnpokinn, eldunartæki, pottur og annar útbúnaöur veröur að vera mjög léttur og fyrirferðarlítill. Undirbúningur skiptir ákaflega miklu máli. Brýnt er aö velja leiöir af mikilli vandvirkni og ætla sér ekki um of. Þess vegna er gott landakort mikilvægt, einnig áttaviti og þekking á notkun hans. Ágætt er aö afla sér upplýsinga um þaö svæöi sem ætlunin er aö ferðast um. Miklu skiptir aö rétt gönguleiö sé valin, sneitt sé fram- hjá hindrunum eins og mýrum eða vötnum. Fariö sé yfir ár og straum- þung jökulfjót á réttum staö o.s.frv. Rétt er aö taka þaö fram aö enginn skyldi feröast einn síns liðs, öryggisins vegna. Þrír er lág- marksfjöldinn i lengri gönguferö um, en fimm eöa fleiri er tryggast. ekki fyrir í farangursrýminu má benda á aö betra er aö nota kerru en hlaöa á toppinn. Til er íslensk framleiösla sem nefnist „bílboxiö", er þaö lokuö kerra ætluö fyrir far- angur. Meö því aö kerran er lokuö kemst ekki ryk í farangurinn. Gönguferðalög Gönguferöir njóta æ meiri vin- sælda hór á landi. Feröalangar bera þá allan sinn farangur á bak- inu og ganga á milli staöa eöa notfæra sér hring- eöa tímamiöa BSÍ til aö koma sér á milli staöa, og ganga þá út frá þeim. Fyrir göngufólk skiptir þaö mestu máli aö geta boriö allan sinn farangur á bakinu, jafnvel svo dög- um skiptir. Þess vegna veröur aö vanda valiö á því sem í bakpokann fer. Foröast ber gler, dósir og önn- ur þung ílát. Matur veröur aö vera orkuríkur og léttur i buröi. Matur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.