Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 I Það er eiginlega ekki hægt aö hugsa sér hann í ham. Bætandi ekki ein- ungis gráu ofan á svart, heldur rauðu, gulu, eit- urgrænu og öllu þar á milli, nema fjólu- bláu. Sem er þó aö koma til. Maður, sem lítur á um- hverfið sem eitt allsherjar smáatriði, þegar hann heyr einvígi við strigann, litina, eigin hugsanir og tilfinn- ingar — mótar þær í átök „Nei, en mér fyndist voöalega gott aó geta átt hér athvarf. Bæöi til aö vinna fyrir sýningar og eins er bara svo gott fyrir sálina og þaö sem maöur er aö gera, aö hverfa frá því. Ekki of lengi þó. En mér finnst gott aö fara frá New York um stund og koma ferskur aftur. Tilbúinn aö vinna úr þessu sjónræna sem ég hef upplifaö meö því aö festa rætur um stund á ein- hverjum öörum staö. Þess vegna er ég alltaf aö fara eitthvert, hef alltaf veriö svona.“ — Þetta er ekki bara rótleysi? „Það er bara í huganum." — En í persónunni? „Þaö er frekar spurning um skipulag — meö þeim fyrirvara aö eins og maður er endurspeglar ekki þaö sem maöur gerir. Þegar ég er aö vinna eru hlutir eins og aö boröa, sofa, loka dósum og svo- leiöis, bara smáatriöi. Ég kann ekki aö vera í röö og reglu, vil geta hent skissublööum út um allt, helst gengiö á þeim i nokkrar vikur og svona," segir hann og rennir hendinni yfir vangann a la rak- kremsauglýsing. „Þetta á svolítiö viö um sjálfan mig líka, ef ég væri aö vinna núna, sæti ég ekki hér svona sléttur og felldur og ný- rakaöur. Ekki þaö aö myndlistar- menn eigi aö vera átakanlega druslulegir." —í þessum óskipulagsumræð- um beinast augu blaóamanns ósjálfrátt aö höndum myndlistar- mannsins, sem á sinn hátt virka eldri og harögeröari en maöurinn sjálfur. Á meöan Vignir talar hafa þessar litaskorpnu hendur leikið sér meö boröklútinn, brotiö hann saman, slétt og fellt, tekiö í sundur og sett saman á annan hátt — sem sé mjög fjarlægt myndinni af manninum sem helst vill velkjast svolítiö meö myndirnar sínar á gólfinu. En það er kannski af því aö hann hefur verið frá vinnustof- unni — kannski of lengi? „Þaö er alltaf erfitt aö vera ekki aö mála, svona hugarfarslega séð. Þaö er bara svo margt sem ég fæ útrás fyrir þegar ég er aö vinna. Þá er ég aö hugsa uppátt og ef ég er í virkilega góöu stuöi, er umhverfið ekki til. En þegar þaö líöur svona langur tími eins og núna, tveir mánuðir af alls kyns truflunum, hrúgast upp hjá mér tilfinningar og hugmyndir. Og maöur fer i vont skap. Verður trekktur á aö hrær- ast ekki í hringrás þessara hug- mynda." — Engar aörar tjáningarleiö- ir? „Nei, úr því ég hef ekki lært aö drekka þetta úr mér þá er bara um eitt aö ræöa — aö vinna þaö úr sér.“ FÓLKÁ FÖSTUDEGI og fígúrur. Einhver misskilin skoffín, með útlit sem brýtur í bága við fegurðarskyn samtíðarinnar, utan um ólgandi blíðu, hjartagæsku, rómatík. Oftast málar hann yfir þær — einungis til aö fá þær enn sterkari. Nei, þaö er eiginlega ekki hægt að hugsa sér hann í ham. Ekki þar sem hann kemur í rólegheitunum, heilsar með handabandi, tekur ofan gleraugun og gefur þeim illt auga. „Þau eru eins og einhver heilsteyptur milliveggur á milli mín og tilverunnar. En það er allt í lagi. í dag er bara einn af þessum tveimur dögum á árinu sem ég reyni að þóknast náttúrulegum lögmálum og hvíla augun á linsunum." Og þar meö er þetta sjónræna komið inn í dæmið. Það er engin tilviljun. Maðurinn sem handfjatlar gleraugun og horfir á heiminn út úr fókus um stund er Vignir Jóhannsson. Myndlistarmaðurinn úr stórborginni sem kom heim í vor til að hvfla hugann, sýna afrakstur vetrarins á veggjum Listmunahússins, fara á fótboltaleik á Skaganum, föndra með dóttur sinni, horfa svolítið á Irfið og tilveruna í sjónrænu samhengi, sem ööru, og velta fyrir sér spurningunni um vinnustofu með útsýni yfir sundin. Er hann kannski á leiðinni heim? Vignir Jóhannsson myndlistarmaður — Sem veróur hvenær næst? Stynur nú myndlistarmaöurinn og leggur boröklútinn frá sér. „Núna fer ég beint í aö undirbúa Indónesíuferö og fer þangaö í allt öörum erindum en myndlist. Sé fram á kannski þrjá mánuöi þar til aö ég fer aö mála aftur. Af því ég veit þetta þá leggst þaö svolítiö illa i mig. Hins vegar er þetta ferö sem ég hef veriö aö sverma fyrir lengi og auövitaö vona ég aö þarna veröi ég fyrir einhverjum áhrifum til aö vinna úr seinna meir.“ — Skissar þú í fjarverunni? „Já. Þaö hefur eiginlega bjarg- aö mér þessa síöustu tvo mánuöi, aö eftir sýninguna hér fór óg til Frakklands og Spánar og vann svolítið í feröinni. Uppgötvaöi þá aö ég gat notaö liti, svona venju- lega barnaliti og eftir sem áöur fengiö maleríska tilfinningu í myndirnar. Þaö var talsveröur létt- ir í sjálfu sér, auk þess aö gefa mér von um aö geta unniö í lítiö for- mat.“ Smærri flötum hefur hann lítiö sinnt frá því framhaldsnáminu í grafík lauk '81 og hann snéri sér að málverkinu. „Þó hafa myndirn- ar mínar fariö minnkandi, allt frá '78.“ Samt, aö mála stórt, þaó er þessi líkamlega útrás, þessi vold- uga tilfinning þegar hver einasti líkamspartur tekur þátt í sköpun- inni.“ Þessi orö eru ekki einasta sögö, þau eru leikin út í tómarúm- iö. „Hitt,“ segir hann og kímir, hniprar sig i stólnum og teiknar með fingrum hægri handar í lófa þeirrar vinstri, „þaö er svona. En stundum þarf maöur aö sanna fyrir sjálfum sér aö þaö sé hægt aö vinna í minna format og aö þaö geti virkað.“ — Húsbóndinn á vinnustof- unni — maðurinn eða myndlist- in? „Myndlistin", svarar hann, án þess þó aö þurfa aö svara, svipur- inn einn nægir. „Annars væri óg að gera eitthvaö annaö. Fyrir mór eru eiginlega bara tvær stefnur í þessu öllu saman. Sumt fólk lifir á þessu sem brennur innra með því, hvort sem þaö er efnislega rökrétt, draumkennt eða hvaö. En þaö lifir á því sem hendi er næst til aö geta gert nákvæmlega þetta. Svo er fólk sem vill láta sér líða vel í ver- aldlegri efnishyggjunni og þá gerir þetta fólk þaö. Á kannski innra meö sér aöra drauma sem ganga á skjön við efnishyggjuna, en þaö velur þá og hafnar.“ bmm mm ■■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.