Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLl 1985 B 11 FYRIR FERÐALANGA farangurinn í bakpoka án erfiðleika.____________________________ Hér skal fariö yfir nokkur þau atriði sem hafa ber í huga þegar halda skal í feröalög. Til hægðarauka er hægf að skipta þessari umfjöllun í tvo hluta. Annars vegar fyrir þá sem ferðast á einkabílum og hins vegar þá sem feröast á tveimur jafnfljótum, gangandi. í báöum tilfellum eru þó nokkur atriöi sameiginleg. Hvað áað taka með í ferðalagið? Undirbúningur feróalaga vefst oft fyrir fólki. Hvaö á aö taka meö, hverju á aö sleppa, hvernig á maturinn aö vera, útbúnaöurinn, aukafatnaöur, svefnpokinn o.s.frv. Stundum viröist farangurinn í ökuferö eöa rútuferö veróa svo yfirgengilega mikill aö engu tali tekur. Göngufólk á oft I jafnmiklum erfiöleikum en munurinn er þó sá aö ekki má taka svo mikiö meö sér aö ekki sé hægt aö bera I N N I S L I S T Ökuferðin i ökuferö má notast viö þennan lista sem viðmiöun. UTBUNAÐUR 1. Tjald. 2. Bakpoki til aö nota í dagsferöir. 3. Eldunartæki, gasprímus. 4. Pottar og panna. 5. Hnífapör fyrir alla. 6. Hitabrúsi. 7. Drykkjarílát fyrir alla. 8. Diskar fyrir alla. 9. Salernispappír. 10. Eldhúsrúllur. 11. Eldhúshnífur. 12. Útvarp. 13. Vatnsbrúsi, ca. 10 lítra. 14. Kassi undir matvæli svo þau kremjist ekki. 15. Ferðagrill, kol, uppkveikja. 16. Eldspýtur. 17. Einangrunarmottur á tjald- botninn. 18. Landakort. 19. Teppi. 20. Sjúkrakassi. FATNAÐUR 1. Gönguskór, lóttir strigaskór eða hálfstífir gönguskór. 2. Sokkar og hosur. 3. Buxur. 4. Nærföt. 5. Peysur. 6. Húfa. 7. Vettlingar. 8. Vindgalli. 9. Regngalli. 10. Úlpa. 11. Varafatnaöur. MATUR 1. Grillmatur, s.s. lærissneiöar, kótilettur, pylsur. 2. Mjólk. 3. Egg. 4. Álegg. 5. Te og kaffi. 6. Ávaxtaþykkni. 7. Kakóduft. 8. Morgunmatur, s.s. hafragraut ur eöa kornflex. 9. Súpur. 10. Nasl. Undirbúningur Mjög brýnt er aö allur undirbún- ingur feröalagsins sé góöur. Þaö á viö alla skipulagningu feröarinnar, hversu lengi hún skal standa, hvert skal fara, hvenær koma skal til baka, hvaö ætlunin sé aö hafa fyrir stafni o.s.frv. Hyggilegast er aö gera lista yfir allt þaö sem ætlunin er aö hafa meöferöis og merkja síöan viö eftir því sem pakkaö er niöur. Þennan lista skal geyma á góöum staö. Þegar heim er komiö er ráö aö taka listann fram á ný og velta fyrir sér hvernig sá útbúnaö- ur, fatnaöur og matur gagnaöist sem haföur var meö í feröinni. Meö þessu móti má smám saman full- komna minnislista. Smám saman detta út atriöi sem enga nauösyn bar til aö hafa meö og önnur nauö- synlegri bætast viö. Ökuferðir Feröalög á einkabíl er eflaust vinsælasti feröamáti islendinga hér innanlands. Stefnulaus akstur, t.d. hringvegurinn um hina eöa þessa landshluta, er lítiö skemmti- legur. Best er aö undirbúa feröa- lagiö vel og vandlega. Ákveöa hvert fara skuli í fyrsta áfanga og reyna aö dvelja þar í einhvern tíma, reyna aö njóta útiverunnar jafnvel þó að rigni. Víöast er heim- ilt aö tjalda og mjög víöa eru tjaldsvæöi. Þaö er lítiö gaman aö aka í gegnum Húsafell, Þingvelli eöa framhjá Skaftafelli. Viturlegra er aö stoppa og skoöa sig um, gista jafnvel í tvær nætur. A feröalagi er nauösynlegt aö bíllinn sé i góöu standi ekki síst hjólbaröarnir. Malarvegirnir eru ákaflega slæmir og geta dekkin auöveldlega sprungiö vegna álags af hvössum steinum og klöppum sem uppúr standa. Almenn örygg- istæki veröa aö vera í mjög góöu lagi. Nefna má ökuljós, flautu, bremsur, stýri og vél. Þá má nefna hluti eins og rafgeyminn, vatns- magn á vatnskassa og þrýsting á hjólböröum. islendingar eru miklir trassar meö bíla sína, sagöi útlendingur nokkur og bætti því viö aö landinn ætti aldrei varahluti eöa verkfæri í btl sínum. Af helstu varahlutum má nefna kerti, platínur, kveikjulok, kveikjuhamar, viftureim og vara- dekk. Auk þeirra verkfæra sem fylgja bílnum getur komiö sér vel aö hafa skiptilykil, skrúfjárn og töng meðferöis. Aö auki er sjálf- sagt aö hafa sjúkrakassa og slökkvitæki í bílnum, ekki aöeins á ferðalögum. Þegar farangurinn er valinn skiptir miklu hvert ætlunin er aö halda. Sé fariö um óbyggöir er brýnt aö vera vel útbúinn, ef eitthvaö skyldi koma fyrir. Nauö- synlegt er aö hafa meöferöis vega- kort. Þaö skiptir einnig miklu máli hvernig farangrinum er komiö fyrir i bílnum svo auövelt sé aö komast aö einstökum hlutum. Því veröur aö hluta farangurinn niöur, geyma hann í töskum eöa kössum vel merktum. Þunga hluti ætti aö setja neöarlega i bílinn svo þyngdarhlut- föll öll raskist ekki. Varast ber aö setja farangurinn á toppinn því þaö veldur loftmótstööu og um leiö meiri eldsneytiseyöslu. Sé far- angurinn svo mikill aö hann komist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.