Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 MATARGERÐ Paté á borðum veitingahússins „Potturínn og Pannan“, en meðiæti er súrt og ferskt grænmetí. okkardaga matreiddir á italíu enn þann dag í dag. Ráöamenn hafa snemma reynt aö koma skipulagi á hlutina og viröist heilbrigöiseftirlit hafa veriö til í ein- hverri mynd fyrr á öldum. í Frakk- landi var gefin út fyrirskipan áriö 1351 og segir þar aö kjötbakarar megi ekki geyma framleiöslu sína lengur en einn dag, aö viölögöum sektum. Notkun á skemmdu kjöti í kjötbakstur varöaöi einnig sektum og skyldi skemmt paté og annar kjötbakstur brenndur fyrir framan verslun bakarans, átti þaö aö vera honum víti til varnaöar. Áriö 1440 fengu samtök kjötbak- ara í Frakklandi þau forréttindi aö mega einir framleiöa »paté“ og „terrine" úr kjöti, fiski og osti og uröu kráareigendur aö kaupa rétti þessa hjá kjötbökurum. „Paté" hefur um aldir veriö snar þáttur í matargerð Frakka og höföu konungar landsins mikil áhrif á mat- armenningu landsmanna. Sumir þeirra lögöu þó meiri áherslu á magn en gaeöi. Breyting varö á sögu franskar matargeröar er hin ítalska 15 ára Katrin af Medici giftist franska ríkisarfanum (Henry II) áriö 1533. Hún flutti meö sér hirö mat- sveina frá Flórens til Frakklands og varð þaö til þess aö matargerö í Frakklandi varö mun fágaöri en áö- ur haföi verið, meira var lagt upp úr bragöi og gæöum en útliti. Paté og terrine voru sem áöur í hávegum höfö og þann sess skipa þessir réttir í Frakklandi enn i dag. Hér á islandi má sjá í matvöru- verslunum „Franskt paté“, „Fjalla- grasa paté“, „Lifrarkæfu meö frönskum villisveppum" og margar aörar nýstárlegar áleggstegundir. Hafa þessir nýstárlegu réttir vakiö forvitni margra og spurt er: Hvernig er hægt aö framleiöa franskt paté á islandi? „íslenskt franskt eldhús" er framleiöandinn og voru eigendurnir sóttir heim, þaö eru fransk-íslensku matreiöslumeistararnir Eric Paul Calmon og Gunnlaugur Guö- mundsson. Þaö var á fögru sumarkveldi aö siglt var eftir Genfarvatni og var feröinni heitiö aö 13. aldar kastala í Frakklandi tH kvöidverö- ar. Gestir voru leiddir í stóran sal. Þar var hátt til lofts og voru veggir þaktir stórum myndofnum teppum. Lýsing salaríns kom frá kertum sem komiö hafði veríö fyrir í hóum stjökum á langborðum. í þessu rómantíska umhverfi var eirts og horfiö vasrí langt aftur í aldir. Var það ekki í sHkum sölum, viö langborö í fomum köstulum aöals og kirkju, sem kempur sögualdar eins og Hrafn Sveinbjamarson neyttu matar og drykkjar er þeir fóru suöurgöngur sór til sálar- heilla aNt suður til Rómar í Páfagarð. Þaö má einnig vera aö fyrír þá hafi veríö borínn svipaöur matur og lagður var á borð fyrir okkur, en sérhverjum gesti var færöur diskur í forrétt sem á var sneiö af paté eöa „paté en croute" og voru sneiöamar meö innlögöu mósa- ikmynstri sem var úr mismunandi kjöttegundum. Réttur- inn var einstaklega Ijúffengur. Þar sem fremur lítið er al- mennt vitaö um matargerö fyrrí alda, er ekki aö efa aö mörg- um mun þykja saga patégerðar áhugaverö. Paté en croute hefur veríö lýst sem lúxus kjötbúöingi í brauöskum og nær saga þessarar matargeröar langt aftur í aldir jafnvel allt til daga for Egypta. Frakkinn Guillaume Tirel, ööru nafni Taillevent, skrifaði fyrst niöur upp- skriftir af paté svo vitaö sé. Hann starfaði viö hirö Frakklandskonunga í fjöldamörg ár og var hann aöalaöur fyrir störf sín áriö 1392. Margar uppskriftir sem notaöar eru á okkar tímum hafa ver- iö varöveittar af matreiöslumönnum frá miðöldum og í meira en 200 ár voru bækur Taillevent aöal upp- sláttarrit franskra matreiöslumanna. Meðal uppskrifta sem þar má finna eru m.a. ála-paté og dúfna-paté og fleira góðgæti. Dúfna-paté var kryddaö meö múskati og deigiö penslaö meö eggi. Þegar rétturinn var tekinn úr ofninum átti aö hella yfir hann ediki og strá yfir hann pist- asíuhnetum. Á miööldum voru paté-réttir yfir- leitt bornir fram sem þriöji réttur í máltíö og var þá um að ræöa kjöt- paté, fisk-paté meö möndlum og hvítvíni, osta-paté meö þeyttum eggjum eða eggja-paté meö hvít- víni, fíkjum og rúsínum, lauk, safran, engifer o.fl. en sykur var ails ekki notaður. Af nútima frægum paté-réttum má nefna „foie gras", en hann er útbúinn úr lifur úr gæs sem hefur veriö stríðalin í ákveðinn tíma og getur þá lifrin ein orðiö V* þunga fuglsins. í ritum frá því um 234—149 f.Kr. er þess getiö aö gæsir hafi verið fitaöar, en ekki er vitað hvernig þær voru matreiddar. Gríska skáldiö Hóras getur þess í ádeiluriti frá því um 65—68 f.Kr. Segir þar m.a. „þá birtust drengir sem báru lifur af hvítri gæs fitaöri meö fíkjum". Franska orðið „foie“ (lifur) rekur uppruna sinn til þessa síöar. Egyptar borðuðu lifur en bann var lagt viö neyslu á svínakjöti. Grikkir fórnuöu svínum til guöa sinna og var svínakjöt á boröum þeirra. Þeir meöhöndluöu þaö á ýmsa vegu, þaö var saltaö eöa boröaö ferskt en einnig voru útbúnir úr þvi kjötréttir, pylsur og paté. Til er gömul grísk „Paté en croute“ uppskrift af paté sem kallaö var „myma". í það var notaö hakkaö meyrt kjöt hnoöað með blóði, út í þaö var bætt ediki, tímian, osti, kór- inander, rúsínum, lauk, hunangi og súrum fræum úr granateplum. Þaö voru Gallar eöa Keltar sem voru hvaö snjallastir viö aö matreiöa svínakjöt en þeir bjuggu þar sem nú er Frakkland. Þaö viröist sem Róm- verjar, sem róöust inn í landið á annarri öld f.Kr., hafi lært aö meta fæöu landsmanna og uröu þeir leiknir i aö matreiöa alls kyns rétti úr svínakjöti. Ævagömul nöfn á ítölsk- um réttum eins og „farcimina", „tobelli", „tomacula" o.fl. eru frá tímum Rómverja og eru réttir þessir FERÐAMÁL innlend umsjón: Siguröur Siguröarson STYKKISHÓLMUR STYKKISHÓLMUR stendur á fögrum staö á Þórsnesi noröanmegin á Snæfellsnesi. Út- sýni þaöan er ákaflega fagurt og fjölbreyti- legt. I norðri, handan Breiöafjaröar, rísa há fjöll allt frá Látrabjargi i vestri aö Reykhóla- sveit í austri. Þetta er Baröastrandarsýsla. í noröaustri er Klofningur og fjöll i Dalasýslu. Aö baki eru svo hin fjölbreyttu og sérkenni- legu fjöll á fjallgaröinum. Mesta eftirtekt aö- komumannsins vekja þó eyjarnar á Breiöa- firöi, eyjarnar fyrir framan kauptúniö. Vest- ast eru Höskuldsey og Elliöaey. Austar eru eyjar eins og Fagurey, Klakkseyjar, Purkey, Hrappsey og fleiri. Þær renna þó flestar í eitt fyrir augum ókunnugra. Flóabáturinn Baldur er meö skemmtiferö á laugardögum um eyj- arnar eins og fram kemur í annarri grein í þessum þætti. Atvinnulíf í Stykkishólmi er mjög fjölbreyti- legt. Þar byggist ekki allt á sjávarútvegi og fiskvinnslu eins og í öörum kauptúnum á Snæfellsnesi. Þarna er blómleg verslun, mik- ill iönaöur og að sjálfsögöu útgerö og fisk- vinnsla. Hólmarar vænta mikils af feröa- mannaþjónustu enda er hún vaxandi. Þarna er glæsilegt hótel sem rekiö er allan ársins hring. í Hótel Stykkishólmi er veitingasalur, salur til dansleikja- og ráðstefnuhalds og Stykkishólmur á hinu fornfræga Þórsnesi hóteliö hefur vínveitingaleyfi. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæöi og í nágrenninu er kjörbúö og bensínstöö. Sundlaug er í Stykk- ishólmi. Fastar feröir eru meö áætlunarbílum í Stykkishólm og Baldur fer yfir i Flatey og Brjánslæk. Stykkishólmur er tilvalinn dvalarstaöur fyrir þá sem áhuga hafa á aö skoöa Snæ- fellsnes. Aöeins 62 km eru út i Ólafsvík. Leiö- in þangaö er mörkuö fjölmörgum athyglis- veröum stööum./Nefna má Berserkjahraun, Rauökúlu, Hraunsfjörö, Kolgrafarfjörö, Kirkjufelliö viö Grundarfjörö og Búlands- höföa. Ekki þarf aö fjölyröa um landiö kring- um Snæfellsjökul eöa jökulinn sjálfan. Gönguleiðir eru fjölmargar á Snæfellsnesi og um fjallgaröinn, en þvi miöur eru þær fæstar merktar. Væri þaö þó þarft verk. Hér skal minnst á Drápuhlíöarfjall, en þaö er skammt sunnan viö Stykkishólm. Á því villist enginn. Drápuhlíöarfjall er úr glampandi líp- ariti, foröum var taliö aö gull fyndist þar. Skammt frá Stykkishólmi er Helgafell. Felliö er sögufrægt úr Eyrbyggju, héraössög- unni. Þar bjó Snorri goöi og þar var klaustur. Sá er gengur á fjalliö getur aö uppfylltum skilyröum fengið óskir sínar uppfylltar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.