Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLl 1985 B 13 hefur sagt um sjálfan sig sem leikritaskáld aö hann sé sígildur höfundur einmitt vegna þess aö hann skrifar fyrir sína samtíö, um sína samtíö. Þaö er sama hvaöa sígildan höfund þú tekur, þeir eiga þaö sameiginlegt aö varpa Ijósi á sína samtíö, fyrir sitt samtíöarfólk. Ég myndi álíta þaö svik viö slíka höfunda aö reyna aö setja verk þeirra upp í „anda“ þess tíma sem þeir liföu á. Sá andi er ekki lengur til, nema hann sé aö finna í okkar samtíö. Leiksýning hlýtur aö mótast af þeim heimi sem viö lifum í — í dag. Þá á óg viö tilfinninga- heim okkar og hugsanaheim. Ööruvísi getum viö ekki talaö til samtíöarfólks okkar. Hvaöa stíll er síðan valinn í ytra formi er önnur spurning. Eitt af þvi sem mér finnst svo athyglisvert hjá Strindberg er aö dýptin í persónum hans kemur sterkast fram i kvenpersónunum. En hann lýsir fyrst og fremst viö- brögöum persónanna og þú verö- ur sjálfur aö kafa eftir orsökinni. Ég upplifi aö hjá honum séu þaö konurnar sem brenna sterkast af lífslöngun, meöan hann gerir grín aö sjálfum sér og sínu kyni. Hann hefur gjarna veriö kallaður kven- hatari, — ég veit ekki hvort þaö er rétt. Kannski var hann hræddur viö þær? Kannski öfundaði hann þær?“ Hvernig lifum viö okkar lífi „Þegar maöur er að vinna aö leiksýningu þarf maöur aö gera upp viö sig: Hvaö vil ég segja meö (>essu verki? Fyrir mér er mikil- vægt aö draga fram atriöi, sem eru höfö á huldu í daglegu lífi, bæld og falin. Þetta geröi Strindberg. Hann spyr: Hvernig lifum viö okkar lífi? í formála aö Draumleik segir: ... Allt getur gerst, allt er mögulegt og sennilegt. Tími og rúm eru ekki til. Llr smávægilegu efni veruleikans spinnur ímyndunarafliö og vefur nýjar myndir: samruna af minning- um, raunverulegum atvikum, upp- spuna, fjarstæöum og augnabliks hugkvæmni. — Meö þessum orö- um gefur höfundur óendanlega möguleika og gerir samtímis mikl- ar kröfur.“ — Finnuröu jákvæða lífsspeki í Draumleik? „Já þaö finn ég. Ég upplifi þetta verk sem yfirgripsmikla lýsingu á mannlifinu. i öllu því sem ég geri finnst mér markmiöið vera aö efla lifslöngun áhorfenda, þannig aö þeir finni fyrir henni meöan á sýn- ingu stendur og finni hjá sér löng- un til aö fara út og takast á viö lífiö og tilveruna, lifa lífinu í návist ann- arra. Þetta hljómar kannski róm- antískt — en þaö er þaö ekki. Viö þurfum á slíkri örvun aö halda í dag, því einstaklingurinn veröur svo auöveldlega undir sem slíkur. í Draumleik lætur Strindberg Agn- esi segja um mennina: Þessi eru mín börn. Hvert um sig eru þau góö, en þegar þau koma saman deila þau og veröa aö djöflum." Þegar líf manns og verkiö verða eitt — Veröur þér aldrei á aö upp- götva aö þú hafir verið aö flýja sjálfan þig i starfi þinu? „Á meöan ég er aö vinna finnst mér í rauninni óhugsandi aö ég sé aö flýja sjálfan mig. Ég get blekkt mig, en þaö kemst upp fyrr eða síöar, þvi ef svo er þá ganga hlut- irnir ekki upp. Þaö er spurning um hvenær maður kemst á þaö stig í vinnunni aö ná utanum grunn þess sem veriö er aö skapa og aö allir sem eru aö vinna saman finni hver fyrir persónuleika annars. Sem leikstjóri upplifi ég vinnu mina fyrst og fremst gegnum aöra og þetta er þaö stig þegar líf manns og verkiö veröa eitt. Leikarar og leikstjóri geta gefiö sig út i þrotlausa leit. Þaö er mikilvægt fyrir listamenn aö finna sameiginlegan kjark til aö ef- ast og úthald í þeirri leit sem list- greinin útheimtir." VIDTAL/KRISTÍN BJARNADÖTTIR MYNDIR/EMILÍA B. BJÖRNSDÓTTIR 10. Sjúkrakassi meö plástrum, blööruplástrum, skærum, sárabindum, magnýl, spritti, joöi o.fl. 11. Varafatnaöur, t.d. aukapeysa, íþróttabuxur, vettlingar, húfa, sokkar, stuttbuxur. MATUR 1. Frostþurrkaöur matur, en hann er léttur og fyrirferöarlít- ill. 2. Kjötmeti, daglegur skammtur um 150 g. 3. Flatkökur, þær geymast mjög vel. 4. Smjör. 5. Álegg, s.s. kæfa, ostur, mys- ingur, hangikjöt o.fl. 6. Nasl. Súkkulaöi, rúsínur, þurrkaöir ávextir, hnetur o.fl. orkuríkar fæðutegundir. 7. Ávaxtaþykkni. 8. Te eöa kaffi 9. Kakóduft. 10. G-mjólk. 11. Varamatur. Hann skal geyma i lokuöu íláti, sem ekki má snerta fyrr en allt annaö er uppuriö. T.d. nokkrir flatköku- pakkar, frostþurrkaöur matur, þrúgusykur, brjóstsykur og súkkulaöi. Samantekt/Siguröur Sigurðsson, höf. bókarinnar „Fjallaferöir. Handbók ís- lenskra ferðalanga um útbúnaö og tækni". M I N N I S L I S T I Gönguferö, þrír dagar eöa lengur Göngufólk getur haft þennan minnislista sér til halds og trausts í ferðum sínum. Ekki má þó fylgja honum í blindni, frekar nota hann sem viömiöun. 11. Landakort, í mælikvaröanum 1:100.000 og einnig 1:250.000. 12. Flauta, neyöartæki í villu. 13. Neyöarblys. 14. Ljósfæri, vasaljós eöa kerti ásamt eldspýtum. 15. Tjald. 16. Álpoki. Öryggistæki í neyð. 17. Úr. 18. Útvarp. FATNAÐUR 1. Gönguskór, hálfstífir og upp- háir. Varareimar. 2. Hosur, helst tvennar og til vara. 3. Legghlífar, til varnar bleytu. 4. Hnébuxur. 5. Nærföt, léttar síöar nærbuxur til vara. 6. Peysa. 7. Vettlingar. 8. Vindgalli. 9. Regngalli. Best er aö nota galla úr „core-tex“ en hann „andar" og er þá vindgallinn óþarfur. ÚTBÚNAÐUR 1. Bakpoki, 50 lítra eöa stærri. 2. Svefnpoki, sem hægt er aö opna aö endilöngu. 3. Eldunartæki. Bensín- eöa steinolíuprímus. 4. Pottur og panna. Veröa aö vera léttir og fyrirferöarlitlir. 5. Hnífapör. 6. Hitabrúsi. 7. Drykkjarílát. 8. Salernispappír. 9. Vasahnífur meö innfelldu blaöi ásamt öörum hjálpartækjum, s.s. skrúfjárni, skærum, sting, sög o.fl. 10. Áttaviti. Samkomur í Háteigskirkju TRÚ OG LÍF heldur samkomur í Háteigskirkju dagana 19.—22. júlí. Ræðumaður öll kvöldin er Tony Fitzgerald frá Englandi. Mikið verður um söng á sam- komunum, Tony Fitzgerald pred- ikar guðs orð og biður fyrir fólki. Samkomurnar byrja kl. 20.30 öll kvöldin og eru allir velkomnir. (FrélUtilkynninf.) Snillingarnir Ketil Haugsand og Laurence Dreyfus. Leiðrétting f GAGNRÝNI um síðustu helgar- tónleika í Skálholti var þess getið, að um næstu helgi yrðu merkir tónleikar haldnir þar. Rétt þykir að leiðrétta í því sambandi smá skekkju, en um næstu helgi falla sumartónleikar niður vegna hinnar árlegu Skálholtshátíðar. Tónleik- ar Ketil Haugsand og Laurence Dreyfus verða um aðra helgi héðan í frá eða dagana 27. og 28. júlí. Jón Ásgeirsson V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.