Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1985 B 5 — Hvað um þína drauma? „Mina drauma“ Hann leggur báöar hendur á boröiö. horfir á þær um stund og segir „Sá fyrsti er aö geta bara málað. Þurfa ekki aö eyöa líkamlegum og andlegum krafti í aö afla fjár til aö geta gert þaö, heldur bara aö mála. Sá fyrsti, segi ég. Auövitaö snúast þeir allir um aö geta gert ná- kvæmlega þetta.“ — Svo við hverfum í annaö umhverfi. Er gott fyrir myndlist- armann aö búa í New York? „Mér finnst kannski meira gam- an aö búa þar en aö þaö sé gott. Og eiginlega er þaö alls ekkert gott — en voöalega gaman. Betra en að vera myndlistarmaður í fá- menni eins og hér. Á staö þar sem mönnum hættir til aö líta á mynd- listarmenn sem hálfgerö viöundur. Eitthvað ööruvísi fólk. Ekki þaö, þaö er nauösynlegt fyrir sálina aö koma hingaö. En úti, þar á myndlistarmaöur- inn meiri kost á aö þroska sig og sína list. Samkeppnin er óskaplega stíf og auövitaö óttalegur barning- ur oft. Maöur þarf oft aö kyngja stoltinu, en getur á meöan þróast þar sem straumar og áhrif liggja í loftinu og mikiö er aö gerast í myndlist.“ — Straumar og áhrif? „Já, sjáöu til, straumar og áhrif eru ekkert vont, eins og allt of mörgum hættir til aö halda. Þaö er bara allt í lagi meö aö veröa fyrir áhrifum og finna strauma. Spurn- ingin er hvernig fólk vinnur úr þeim áhrifum sem þaö veröur fyrir. Mönnum eins og Laxness og Pic- asso varö þar vel úr verki, hvort sem um var aö ræöa týpu, frasa eöa sjónræna upplifun. Sem allt þetta byggist nú á. Áhrif eru í raun ekkert annaö en aö eitt leiöir af ööru og oftast nær er þaö sjón- ræni — þetta er einn af mörgum hlutum sem myndlistarmenn og vísindamenn eiga sameiginlegt; aö vinna úr sjónrænum áhrifum ein- hvers sem þeir hafa upplifaö, Newton og epliö, til dæmis.“ — Þú minnist á viðhorf til myndlistarmanna sem ööruvísí- fólks. Ert þú öðruvísi? „Ég er allt of mikið eins og fólk er flest,“ svarar hann og hlær viö. „Allt of mikiö. Þú veröur aö athuga þaö aö viö erum fædd í landi þar sem 99% þjóöarinnar passar upp á almenningsálitiö. En sem betur fer fær þetta meöaltal alls og allra ekki alfariö aö ráöa — þá geröist heldur ekki neitt. Ég held aö ná- kvæmlega þetta gefi mörgum, bæöi myndlistarmönnum og ööru skapandi fólki kraftinn, þaö aö brjóta þröskulda almenningsálits- ins. Þá fyrst og fremst í sjálfu sér.“ — Margir mölbrotnir þrösk- uldar að þínu baki? „Já, margir.“ — Ef þú heföir aldreí fariö — værir þú aö mála öðruvísi? „Ég held aö ég væri bara allt ööruvísi maöur og málaöi þá sjálfsagt allt ööruvísi myndir," er svariö sem í beinu framhaldi kallar á spurninguna: — Hvernig maöur ertu þá núna? „Núna er ég þannig aö viömiö- unin i lífinu er myndlist. Þegar maöur er búinn aö hugsa, vinna og hrærast í myndlistinni þetta lengi, þá miöast allt viö hana. Þetta byggist allt á „visual-experience", sjónrænni upplifun eins og þaö heitir víst á íslensku — hljómar bara svo hræóilega hátíölega. Nema hvaö. Lífið er allt ein sjón- ræn upplifun og þegar maöur er búinn aö hrærast í þessum hugs- unarhætti lengi þá er maður orö- inn gegnsýröur. Aö vísu læt ég fullt af dóti framhjá mér fara, sit ekki Það er bara allt í lagi að verða fyrir áhrifum og f inna strauma Spurningin er hvernig fólk vinnur úr þeim áhrifum bara viö þaö aö upplifa allt og alla sjónrænt, en ... Þegar ég mála þá er allur kraft- urinn og allar stöövar heilans á fleygiferö viö aö upplifa einhverjar heimspekilegar vangaveltur í lit- um, útfrá einhverjum sjónrænum áhrifum og tilfinningum." — Heimspekilegu vangavelt- urnar — þær voru ekki alltaf í lit? „Nei, ég meðtók mjög bókstaf- lega í gamla daga spekina um aö ná fyrst valdi á svörtu og hvítu. Fara ekki í litinn nema tilbúinn." — Hvenær varst þú tílbúinn? „'82. En fjetta er ekki bara spurning um svart/hvitt og lit. Þar til maður er fyllilega reiðubúinn aö takast á viö litinn hugsar maöur hann alltaf út frá einhverri svartri útlínu. Viö getum sagt aö munur- inn á teikningu og málverki sé aö annaö er hugsaó utan frá og hitt innan frá. Ef ég ætla aö teikna stein þá byrja ég á útlínum hans og fylli síöan upp í. Á þessum sama steini í málverki byrja ég bara einhvers staöar og klára hann útfrá þeim punkti. Ég teikn- aöi mikiö áöur og hugsaöi i útlín- um. Geröi hins vegar þá kröfu til málverksins aö þaö skapaöi sjálft sínar útlínur, aö litur stæöi milliliöalaust á móti lit. Þetta var fyrsta takmarkið þegar ég byrjaöi aö mála og er, held ég, aö smá- koma,“ segir hann og litur á úriö. Sem reyndar samræmist ekki tímasetningu annarra gangverka staöarins. „Nákvæmt tímaskyn, þaö er eitthvaö sem ég er farinn aö tapa,“ segir hann og brosir. „En þaö er allt í lagi. Ég gekk meö úr i New York frá áramótum og fram á vor á íslenskum tíma, var þá aó vinna íslensku sýninguna." Þrátt fyrir ónákvæmt tímaskyn, segist Vignir veröa aö vera á öör- um staó innan stundar og viö höld- um viðtalinu áfram í humáttina þangaö. Upp fara gleraugun og Vignir hefst handa viö aö koma boröklútnum i sitt upprunalega brot — sem auövitaö er iöngu horfiö. Enda hættir hann viö þaö, heldur klútnum á lofti, brosir með sjálfum sér og segir: „Viltu sjá nokkur vel valin töfra- brögö?" — Töfrabrögð? „Já. Einu sinni var ég töframaö- ur, sýndi töfrabrögö meö Gulla fé- laga mínum." Og nú fer hann aö hlæja — hvort sem þaö nú er yfir minningunum eöa forundraninni i svip blaöamanns. Leggur klútinn frá sér undanbragöalaust og segir: „Töfrabrögðin eru náskyld mynd- listinni — breytir litlu hvoru megin dúksins maöur stendur.“ Og þar með göngum viö út í eftirmiðdaginn. Göngum eftir Tryggvagötunni, þar sem Vignir bendir á hitt og þetta húsnæöi sem „algerlega upplagöar vinnu- stofur, aö sjálfsögöu meö útsýni yfir sjóinn. En,“ segir hann, „veistu hvaö er þarna uppi? Pappakassar. Komst aö því þegar ég var aö leita aö vinnustofu einu sinni. Ég velti þvi stundum fyrir mér hvort ekki megi bæta aðstöðuvanda mynd- listarmanna meö því aö byggja eina allsherjar pappakassa- geymslu — ég er nú aö fíflast, en t.d. auði Krísuvíkurskólinn. Hann mætti nota undir vinnustofur myndlistarmanna — eöa pappa- kassa.“ — Getur þú unnið á sama stað og aðrir? „Ég vinn yfirleitt alltaf einn, bæöi vinn og tíóur best þannig. Ekki bara á vinnustofunni, helst í öllu húsinu. j algeru næöi til aö sökkva mór niöur í eigin hugsanir. Sérstaklega þegar ég er aö koma mér af staö, þá verö ég að hafa tilfinninguna fyrir því aö vera einn.“ — Alltaf víst hvað fer é strig- ann? „Yfirleitt er ég búinn aö ákveöa þaö og gera vinnumynd. Ef ekki, þá hugsa ég þaö sem fer á strig- ann sem grunnmálningu.“ — Kemur það einhverntíma á óvart? „Stundum, eftirá. Ég horfi á mynd og uppgötva eitthvaö sem er öðruvísi. Eitthvaö sem mér finnst gott. Stundum getur slík staöa valdiö miklum heilabrotum og bara vandræðum. Ég kannski undirmala mynd, sé nokkra góöa parta í henni sem ég vil halda inni. Svo þegar ég fer aö mála reyni ég aö láta þessa góöu parta halda sér, reyni kannski aö mála í kring- um þá, en fórna þeim oftast á end- anum. Þeir eru góöir út af fyrir sig, en ganga ekki upp í heildina." — Er það sjálfsgagnrýnin sem talar? „Ef hún væri ekki til staöar, ætti ég ekki allar þessar myndir hverja ofan á annarri. Þaö er að minnsta kosti eitt undirlag undir öllum mín- um myndum. Ég á ekkert voöa- lega gott meö aö laga mynd, mála frekar nýja.“ Þá erum viö komin niöur aö Tjörn. „Þetta finnst mér róman- tískt,“ segir Vignir og staönæmist þar sem andarungi bröltir yfir steinhnullung meö óljósar hug- myndir um leiö niöur í vatnið. En myndlistarmaöurinn er ekki aö vísa til þessa brúnleita hnoðra, horfir ekki einu sinni á hann, held- ur sjóndeildarhringinn allan, leik húsiö sem er honum kært frá fyrri tíö. Tjarnargötuna og Þingholtin sem skipta litum undir himni þar sem takast á Ijósbláminn litaóur sólageislum, inn á milli grárra skýjahnoðra sem óöum hrannast saman. Enda kannski sem óveö- ursský. Eru þaö þessi átök og áleitni umhverfisins sem myndlist- armaöurinn á vió? Öfl, sem sjást í svo mörgum verkanna? „Þaö er ekki bara i myndlistinni. Þjóófélagiö er allt svo „aggresíft" og frekt. Þaö eru allir aö troöast á öllum í þessu mannfélagi og viö- veröum aö sætta okkur við þaö — horfa á Ijósu punktana líka. Sem eru til. Auövitaö endurspeglast öll þessi átök i listinni og myndir þurfa aó vera svolítiö frekar. Ég vil hafa þá tilfinningu aö þær séu frek- ar og heimti sitt. Ég geri líka kröfu til málverksins um sál. Sterka sál, kraft, tilfinningu. Þá er ég sáttur.“ — Ertu sáttur við þitt? „Já, sáttur viö þaö sem ég er búinn aö gera. Svo er aftur á móti spurning um aö vera sáttur viö þaö sem maöur heföi átt aö gera, eöa gera betur. Þaö eru ýmis minniháttar slys á lífsleiðinni sem heföu mátt fara ööruvisi og oft stefnir maöur ann- aö en maöur virkilega vill. Þá er bara aö leiörétta þaó. Þetta er eins og aö mála mynd, maður hættir ekki fyrr en maður er ánægöur — gerir þaö kannski af því aö maöur er ekki á tímakaupi viö hlutina. En þó vaknar oft spurningin hvort ekki heföi mátt gera meira. Og ég er ekki búinn aö gera nóg.“ — Það stendur heima, a.m.k. þessa stundina. Tímaskynið segir aö klukkan sé oröin margt, enda er himinbláminn meö öllu horfinn, andarunginn sjálfsagt oröinn syndur og fyrstu rigningar- droparnir löngu lentir. Viö ákveö- um aö slíta samræöum fyrir úrheli- iö, enda viömælandans beöiö á öörum staö. Og þangaö kemur hann — of seint, aö vísu. VIÐTAL/VILBORG EINARSDÓTTIR MYND/FRIÐÞJÓFUR HELGASON Með Baldri um Breiða- fjörð Stykkiahólmi, 8. júlí. MEÐ BALDRI um Breiðafjörð. Þetta heyrir maður oft, bæði í út- varpi og manna á milli. Flatey perla Breiðafjarðar fylgir á eftir. Á sumrin er aðalvertíð Baldurs. Eins og komið hefir fram þá er margt manna í Flatey í sumarhús- um og eins eiga menn hús þar og búa á sumrin. I Flókalundi er bæði hótel og sumarhús og þangað er líka farið. Menn fara svo með bíla sína yfir fjörðinn alla leið að Brjánslæk því með hækkandi bensín- og olíuverði sparast mikið með að taka þessa leið, þótt hins- vegar tapist við það skemmtunin að aka um margbreytilegt lands- lag og sjá fegurð og tign þá sem þar býr. í góðu veðri er ábyggilegt fyrir þá sem fara þar fyrsta sinni, að sparnaðurinn verður minni en tapið ef þá er spöruð þessi leið, sannkölluð ævintýraleið. í morgun voru margir að fara með Baldri yfir fjörðinn, sumir til Flateyjar, aðrir til Brjánslækjar. Það var verið að hífa bílana um borð og tveir þeirra voru svo þungir að Baldur hallaðist svo að sumir voru að halda að hann myndi alveg fara yfir, en það var nú ekki enda vita skipverjar af langri reynslu hvað má bjóða hon- um. Veðrið var ákjósanlegt, kul og sól og þá er nú ekki amalegt að ferðast. Árni Niðjatal Magnúsar og Steinunnar frá Böðv- arsdal NÝLEGA VAR lokið við að fullgera aðra útgáfu niöjatals Magnúsar Hannessonar og Steinunnar Run- ólfsdóttur í Böðvarsdal í Vopnafirði, en sú fyrsta kom út árið 1971. Vann Baldur Ingólfsson verkið. Ritið nefnist Niðjar og er 68 síð- ur með nafnaskrá. Þar eru upplýs- ingar um rúmlega 1200 manns en þriðjungur þess er búsettur vest- anhafs. I formála útgáfunnar segir m.a.: „Það sem kom mér upphaflega til að ráðast í að setja saman kver um niðja Magnúsar og Steinunnar í Böðvarsdal voru frásagnir móður minnar, Katrínar M. Magnúsdótt- ur, um ættingja okkar, sem hún vissi ótrúlega vel deili á. Svo gerð- ist það eitt sinn, er ég heimsótti frænda minn, Hólmgeir Þor- steinsson frá Hrafnagili í Eyja- firði, að hann gaf mér eintak af samantekt sinni um föðurætt okkar og um leið góð ráð, hvernig mætti vinna slíkt verk.“ Þeir sem hafa áhuga á að eign- ast ritið geta snúið sér til Baldurs Ingólfssonar, Sólheimum 37 í Reykjavík, eða til fornbókasölunn- ar Bókarinnar, Laugavegi 1, Reykjavík. (Or (rétUtilkynninKU) V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! \t JWgfgitfiftlafrtft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.