Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 1

Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 1
167. tbl. 72. árg. Kvennaráðstefna SÞ: Samstaða náðist um lokaályktun í ÁLYKTUN Kvennarádstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í Nairóbí í Kenýa aðfaranótt laug- ardags, segir, að konur beri skarðan hlut frá borði í öllum ríkjum heims. I>að er rakið til þess, að menn hafi staðlaða ímynd af getu þeirra og hlut- verki. Skorað er á alla að breyta þessari ímynd og fullyrt, að þá muni koma í Ijós sá styrkur er búi í hæfileikum kvenna. Hann muni verða til farsældar við lausn ýmissa þeirra mála er brenni mest á heiminum um þessar mundir. Sigríður Snævarr, formaður sendinefndar fslands á ráðstefn- unni, sagði í símaviðtali á laug- ardag, að samstaða hefði tekist á síðustu stundu um lokaályktun- ina. Fulltrúar ísraela og Banda- ríkjamanna hótuðu að ganga af fundi ef zíonismi yrði fordæmdur í ályktuninni. Fyrir milligöngu for- seta Kenýa hefðu Sovétmenn og fleiri þjóðir fallist á að klausan um zíonisma yrði felld á brott. „Þessi ráðstefna hefur farið ákaflega vel fram og það er mikill sigur fyrir Sameinuðu þjóðirnar, að samstaða skuli hafi tekist um lokaályktunina," sagði Sigríður Snævarr. „Slík samstaða náðist ekki á fyrri kvennaráðstefnum SÞ, í Mexíkó og Kaupmannahöfn." Friðarsiglingin: Blóm og fánar í hafið Stokkhólmi, 27. júli. AP. Þátttakendur í frióar- og frelsissiglingu útlægra eóa burtfluttra íbúa Eystrasalts- ríkja Sovétríkjanna minntust í dag þeirra er flýóu hörmungar heimsstyrjaldarinnar síðari. At- höfnin fór fram á hafi úti, milli Sovétríkjanna og Svíþjóóar. Sungin var messa og síóan varpað blómum og fánum í sjó- inn. Friðarsiglingin er farin til að láta í ljós andúð þátttak- enda á innlimun Eistlands, Lettlands og Lithaugalands í Sovétríkin í lok heimsstyrj- aldarinnar. Um borð í skip- inu eru 196 manns. Lagði skipið úr höfn í Stokkhólmi í gær, föstudag. Verður siglt á alþjóðasiglingaleið undan ríkjunum þremur áður en haldið verður til Helsinki, en þangað kemur skipið um það leyti sem fulltrúar 35 ríkja koma þar saman til fundar í tilefni þess að áratugur er liðinn frá undirritun Helsinki-sáttmálans svonefnda. 96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/ólafur K. MaRnússon Miðborgar- stemmning Fjör er jafnan mikið í miðborg Reykjavíkur þeg- ar vel viðrar. Mannlífið hefur verið í miklum blóma í veðurblíðunni að undanförnu og vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir um sinn. Stjórn Uganda steypt af stóli: Talið að Obote forseti hafi flúið tO Kenýa Idi Amin lýsir stuðningi við valdaránið Kampala, Ú|awU, 27. júlf. AP. STJÓRN Miltons Obote í Úganda hefur verið steypt af stóli. Árla á laugardag var lesin yfirlýsing í útvarpinu í Kampala, höfuðborg landsins, þar sem sagði, að bundinn hefði verið endi á „ættbálkastjórn“ forsetans. Sagt var, að foringi uppreisnarinnar væri Basilio Olara Okello, liðsforingi. „Engu blóði hefur verið úthellt og almenningur getur farið frjáls ferða sinna um höfuðborgina,“ sagði enn- fremur í yfirlýsingunni. I Milton Obote I gær viðurkenndu stjórnvöld í Úganda, að uppreisnarástand ríkti innan hersins. Haft var eft- ir vestrænum stjórnarerindrek- um, að fyrr í vikunni hefðu bar- dagar brotist út milli stuðnings- manna og andstæðinga Obote í hernum. Væri ófriðlegast í norð- urhluta landsins. í morgun bár- ust um það fréttir að 25 herbif- reiðum uppreisnarmanna hefði verið ekið inn í Kampala og hefðu þær komið úr norðurátt. Ekki er vitað til þess að her- mennirnir hafi mætt mótspyrnu, en þó heyrðust miklir skothvellir um hríð. Óstaðfestar fréttir herma, að Obote forseti hafi flúið til Kenýa. Sjónarvottar segja að náinn samverkamaður hans, Cris Rwakasisi öryggismálaráðherra, hafi verið handtekinn er hann reyndi að komast undan. í gær hélt Milton Obote því fram, að uppreisnarmenn væru í bandalagi við Idi Amin, fyrrum einvald Úganda, og Yoweri Mus- eveni, sem er leiðtogi stærstu skæruliðasamtakanna sem berj- ast gegn stjórnvöldum. Frétta- skýrendur telja ekki ólíklegt, að forsetinn hafi nefnt nöfn þessara manna til að ófrægja uppreisn- armenn og tengsl séu ekki á milli þeirra og núverandi valdhafa í landinu. Amin, sem nú dvelst í útlegð í Saudi-Arabíu, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna í morgun, að hann styddi byltinguna í Úg- anda. Jafnframt hvatti hann hina nýju valdhafa til að láta pólitíska fanga lausa og leyfa út- lægum Úgandamönnum að snúa heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.