Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 28

Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 Plnrgmt Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aóstoóarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö. Þingað í Helsinki Um þessar mundir eru tíu ár liðin síðan Helsinki- samþykktin svonefnda var undirrituð af leiðtogum 35 ríkja í höfuðborg Finnlands. Af þessu tilefni munu utanrík- isráðherrar þessara ríkja í Evrópu og Norður-Ameríku hittast á fundi í Helsinki nú í vikunni. Þar verða fluttar jafn margar ræður og ráðherrarnir eru og skipst á skoðunum um gildi Helsinki-samþykktarinn- ar, þeirra funda og ráðstefna, sem efnt hefur verið til á grundvelli hennar. Þá verður deilt um þau mál sem nú eru hitamál í samskiptum austurs og vesturs og litið vonbjörtum augum til framtíðarinnar. A árinu 1976 gaf utanríkis- ráðuneytið lokasamþykkt ráð- stefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, eins og Hels- inki-samþykktin heitir fullu nafni, út í islenskri þýðingu og er það þéttskrifuð 60 síðna bók. Þetta skjal hefur orðið haldreipi fjölmargra einstakl- inga og hópa, sem vilja halda ríkisstjórnum kommúnista- ríkjanna í Austur-Evrópu við efni þess og ákvæði meðal annars um virðingu fyrir mannréttindum. í stuttu máli sagt hafa kommúnistastjórn- irnar sýnt þessum einstakling- um og hópum fulla fyrirlitn- ingu. 1 hugum frjálsra manna og þeirra sem búa undir oki kommúnismans er Andrei Sakharov nú tákn þeirra, sem láta ekki hið ómennska stjórn- kerfi kúga sig. Flest bendir til þess að Kremlverjar hafi mis- notað læknisfræðina til að brjóta Sakharov á bak aftur. Það var umdeild ákvörðun á sínum tíma að ganga til við- ræðna við Sovétmenn á vett- vangi ráðstefnunnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu. í sögulegu Ijósi er talið að slök- unarskeiðið hafi náð hámarki einmitt fyrir 10 árum í Hels- inki. Eins og nú er orðið ljóst megnaði slökunin ekki að breyta heimsmyndinni. Marg- ir og helst þeir, sem kenna skoðanir sínar við frið, hafa látið sem svo eftir 1975, að heimsslit væru á næsta leiti, ekki síst vegna varnarviðbún- aðar Vesturlanda. Hópar þessa fólks á Vesturlöndum taka undir með áróðursvél Sovétmanna, þegar hún dreg- ur athyglina frá kúgunar- stefnu kommúnismans og beinir henni að yfirvofandi hættu á kjarnorkustyrjöld. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, vakti réttilega máls á því á fundi Alþjóða- sambands lýðræðisflokka í síðustu viku, að ný áróðurs- herferð Sovétmanna er nú á döfinni til að kalla menn til stuðnings við Mikhail Gorb- achev, þegar hann hittir Ron- ald Reagan í nóvember. Áróðursstríð af þessu tagi hefur sett mikinn svip á sam- búð austurs og vesturs síðan 1975. Fleira kemur til sem stuðlar að spennu en gagn- kvæmar ásakanir um hættu- legan vígbúnað. Má þar sér- staklega nefna innrás Sovét- manna í Afganistan um jólin 1979. Þar hefur verið háð blóð- ug styrjöld síðan. í Póllandi hafa frelsisöfl verið brotin á bak aftur með herlögum. Tals- menn mannréttinda í Tékkó- slóvakíu, þeir sem kenna sig við Charta ’77, sæta ofsóknum. Þannig mætti lengi áfram telja. Líklega verða þessir atburð- ir ekki efst á baugi í ræðum utanríkisráðherranna í Hels- inki. Eftir valdaskiptin í Kreml sýnist sú skoðun ráða meðal vestrænna ráðamanna, að rétt sé að veita hinum nýju herrum umþóttunartíma, sjá hvort þeir ætli að láta stjórn- ast af raunsæi eða áróðrinum og lyginni. Reynslan sýnir, að sovéskir ráðamenn meta slíka kurteisi einskis. Þegar á reyn- ir, er þeim bæði sama um al- menningsálit í lýðræðisríkjun- um og það sem ráðamenn þeirra segja, hvorugt haggar völdum þeirra. Hitt er staðreynd, sem allir sovéskir andófsmenn eru sam- mála um, að það skiptir þá einstaklinga miklu, sem Kremlverjar ofsækja, að bar- ist sé fyrir frelsun þeirra á Vesturlöndum. í þeirri baráttu er Helsinki-samþykktin eins og fleinn í holdi Kremlverja. Þar segir meðal annars að rík- in viðurkenni „allsherjar gildi mannréttinda og grundvallar- frelsis" og það er skýrt fram tekið, að virðing fyrir þessum réttindum sé „einn af frum- þáttum þess friðar, réttlætis og velfarnaðar, sem nauðsyn- legur er til að tryggja að vin- samleg samskipti og sam- vinna" þróist milli ríkja. í tilefni af Helsinki-fundin- um hafa fulltrúar hinna kúg- uðu Eystrasaltsríkja vakið sérstaka athygli á því hvernig ráðist hefur verið gegn sögu, menningu, tungu og frelsi þessara þjóða síðan lönd þeirra voru innlimuð í Sovét- ríkin. Kremlverjar hafa misst stjórn á skapi sínu yfir þess- um andmælum, sem efnt hefur verið til í Kaupmannahöfn og tengjast einnig ferð skips um Eystrasaltið. Viðbrögð félaga Gorbachevs við þörfu fram- taki í þágu Eystrasaltsríkj- anna bera þess síður en svo merki, að umburðarlyndið hafi aukist í Kreml. eit mannkyns að ljósi og Lsannleika hefur lengi staðið. Það hefur reist sér margan minnisvarð- ann á vettvangi mennt- unar, þekkingar, lista, vísinda og tækni. Spurn- ing er hinsvegar, hvort kærleikur, hugarþel og siðfræði manns- ins hafi styrkzt samsvarandi. Þrátt fyrir ótrúlegar framfarir á sviði menntunar, þekkingar og vísinda síð- ustu áratugi stöndum við sízt nær því en löngu gengnar kynslóðir að byggja jörð- ina í sátt og samlyndi, hvorki sem þjóðir eða einstaklingar. Það kom fram á þingi Rauða kross-félaga á sl. ári, að „frá 1945 er áætlað að 50 milljónir manna hafi látið lífið í um 150 vopnuðum átökum ýmist milli ríkja eða innan ríkja og nú eru vopnin látin tala á a.m.k. 30 átaka- svæðum." (RKÍ-fréttir 6/84.) Vísindin, tæknin og kærleikurinn Vísindin og þekkingin hafa sigrast á fjölmörgum vandamálum, sem mann- kyn hafa hrjáð, ekki sízt á sviði sjúk- dóma. Vísindin og þekkingin hafa gert manninum kleift, þar sem bezt hefur tekizt, að búa svo í haginn um lífskjör þorra fólks, að ævilíkur hafa meir en tvöfaldast. Meðalævilíkur meybarns hér á landi 1850—1860 vóru 38 ár en eru nú 79 ár. Samsvarandi tölur um ævilíkur -rsveinbarns vóru 32 ár — eru 73 ár. Vísindin og tæknin hafa fært lönd og álfur saman svo mannkyn allt býr í raun í nábýli. Svo er flugtækni nútíma samgangna fyrir að þakka, svo dæmi sé tekið, að menn geta snætt árbít að morgni í Breiðholtinu en lagst til svefns að kveldi í Austurlöndum nær eða í Vesturheimi. Við getum einnig, tækn- innar vegna, horft á atburð á Péturs- torginu í Róm eða næstum hvaða stað öðrum í veröldinni um leið og hann ger- ist. Þrátt fyrir þessi undur öll stöndum við á öðrum sviðum jafnfjarri lausn vandamála og kynslóðir miðalda. Það gildir ekki sízt um sambúðarvandamálið á plánetunni Jörð, sambúðarvandamál í einstökum ríkjum eða sveitarfélögum — að ekki sé talað um smærri sambúðar- form. Vísindin og tæknin hafa einnig fætt af sér ný vandamál, sem gengnar kynslóðir þekktu ekki, svo sem mengun lofts og lagar og ógnvekjandi eyðilegg- ingarmátt nýrra vopna. Staðbundin stríð víða í veröldinni, náttúruhamfarir, uppskerubrestur á þurrkasvæðum, fátækt og fáfræði leggja milljónir manna að velli, langt um aldur fram. Flóttamannabúðir eru víða þar sem manngrúi, sem flúið hefur átthaga sína vegna styrjalda, pólitísks gerræðis eða skorts á nauðsynjum, hefst við. Skipulögð hryðjuverkasamtök deyða fjölda saklauss fólks á ári hverju. Eiturlyf, sem brjóta milljónir manna niður, eru verzlunarvara víða um heim. Vandamálin eru mörg og margvísleg. Þau eru hinsvegar, þegar grannt er að gáð, viðfangsefni, sem við verðum að glíma við og reyna að leysa, hvort sem okkur líkar betur eða vörr. Sum eru þess eðlis að þau verða ekki leyst nema ná- ungakærleikurinn komi við sögu. Tæplega 1.200 íslend- ingar bídu bana í slys- um 1971-80 Við þurfum hinsvegar ekki að horfa um sjónauka fjölmiðlatækni til annarra landa eða heimshorna til að sjá sitt hvað, sem miður fer. Margs konar vandamál bíða óleyst í okkar híaðvarpa. Á næstliðnum áratug, eða nánar til- tekið á árabilinu 1971 —1980, létust 1.152 íslendingar í slysum: • Slys af vélknúnum farartækjum á landi eru skráð á þessu árabili sem dán- arorsök 276 einstaklinga, þar af 197 karla og 79 kvenna (Tölfræðihandbók Hagstofu íslands 1984). Sama heimild segir að á árabilinu 1971—75 hafi 13 af hverjum 100 þúsund landsmönnum lát- izt á ári í slíkum slysum og rúmlega 12 1976-80. • í annars konar slysum létust 876 ein- staklingar, 641 karl og 235 konur. Þar af létust 117 í umferðarslysum á sjó eða vötnum, 44 í flugslysum, 286 í slysafalli, 79 vegna slysaeitrunar og þannig mætti áfram telja slysatilfellin. ótaldir eru MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUB 28. JÚLÍ 1985 29 REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 27. júlí þeir, sem lifðu af slys, en bera merki þeirra ævilangt. Það sem af er þessu ári, 1985, hafa tíu manns beðið bana í umferðarslysum hér á landi. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa 415 manns slasast í umferð- inni. Alls hlutu 204 meiriháttar meiðsl en 211 minniháttar. Meðal slasaðra eru 22 börn sex ára og yngri, 35 á aldrinum 7 til 14 ára, 44 vóru 15 til 16 ára en 119 slasaðra eru ungmenni 17 til 20 ára. Fjögur ungmenni 15 til 20 ára hafa lát- ist. Bílveltum og útafakstri fjölgaði úr 56 að meðaltali undanfarin ár í 103 það sem af er þessu ári. Umferðaróhöpp, sem leitt hafa til eignatjóns, eru rúm- lega þrjú þúsund talsins. Framangreindar upplýsingar, sem eru frá Umferðarráði, eru íhugunarefni, ekki sízt á þessum árstíma þegar um- ferðin á vegum landsins er í hámarki. Þær hljóta að hvetja alla þá, sem um- ferðarmálum sinna, til að herða róður- inn í fyrirbyggjandi aðgerðum hvers konar. Meginmáli skiptir þó að öku- menn fylgi umferðarreglum, hagi akstri í samræmi við aðstæður hverju sinni og sýni fyllstu tillitssemi. Hægt er að fyrirbyggja drjúgan hluta óhappa, sem umferð fylgja, með að- gæzlu, háttvísi og tillitssemi í garð náungans. Það er og vert að hafa það í huga að sá, sem veldur öðrum tjóni, skaðar sjálfan sig og sína nánustu jafn- framt. Engum liggur heldur svo mikið á í umferðinni að hann megi ekki vera að því að lifa. Bágindi í eigin hlaðvarpa í upphafi þessa bréfs er vikið vanda- málum sem víða blasa við í veröldinni, ekki sízt í vanþróuðum ríkjum, svoköll- uðum. Hungurvofan, sem er þekkt fyrir- bæri í fyrri tíma sögu, íslenzkri, grúfir yfir milljónum manna í fjarlægum heimsálfum. Stjórnarfar í þessum ríkj- um, sem við knöppust kjör búa, ber í mörgum tilfellum verstu einkenni marxisma og alræðishyggju. Vandamál- ið kemur ekki einvörðungu fram í vönt- un brýnustu lífsnauðsynja, heldur ekki síður í skorti sjálfsögðustu mannrétt- inda. íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í samátaki fólks á Vesturlöndum til hjálpar á hungursvæðum þriðja heimsins, hvorki í skyndihjálp né fram- tíðaraðgerðum, þ.e. hjálp til sjálfshjálp- ar. Það er vel. Mannfellir vegna harðær- is er það skammt að baki í þjóðarsögu okkar, að við ættum að skilja, ýmsum fremur, hörmungar þær sem þetta fólk býr við. Ef miðað er við aðstæður og kjör sem fólk bjó við hér á landi öldum saman og raunar fram á þessa öld, eins og kreppu- árin 1930 —1940 eru glöggt dæmi um, lifir þorri þjóðarinnar nú í vellystingum praktuglega. Erlend skuldasöfnun ber þess máske vott að við lifum jafnvel um efni fram, en því fyrirbæri var ekki ætl- að rúm í þessum línum. Engu að síður er ekki allt sem skyldi í okkar þjóðfélagi, langt frá því. Það má vera að mikill meirihluti Is- lendinga telji sig heyra til „hamingju- sömustu þjóð í heimi". Og víst hefur forsjónin lagt okkur upp í hendur flest af því sem leitt getur til velmegunar og velferðar. En sitthvað kann að hafa far- ið úrskeiðis í höndum okkar. í fyrsta lagi eru efnisleg verðmæti, svo nauðsynleg sem þau eru, ekki trygg- ing persónulegrar velferðar eða ham- ingju. Það er eðlilegt að fólk leitizt við að tryggja afkomuöryggi sitt og sinna. En dansinn í kring um gullkálfinn getur og hefur í fjölmörgum tilfellum breytzt í hrunadans, sem endar með því að jörð- in opnast undir fótum manna. í annan stað þurfum við, hvert og eitt, á vegferð okkar til velmegunar, að lúta siðferðilegum umferðarreglum og sýna náunganum bróðurlega tillitssemi. Brot MorRiinbladið/KÖE „í upphafi þessa bréfs er vikið að vandamálum sem víða blasa við í veröldinni, ekki síst í van- þróuðum ríkj- um, svokölluð- um. Hungurvof- an, sem er þekkt fyrirbæri í fyrri tíma sögu ís- lenzkri, grúfir yfir milljónum manna í fjarlæg- um heimsálfum. Stjórnarfar í þessum ríkjum, sem við knöpp- ust kjör búa, ber í mörgum tilfell- um verstu ein- kenni marxisma og alræðis- hyggju. Vanda- málið kemur ekki einvörð- ungu fram í vöntun brýnustu nauðsynja held- ur ekki siður í skorti á sjálf- sögðustu mann- réttindum.“ á þeim reglum getur leitt til slysa. Þar um höfum við flest einhver dæmi. Velmegun einkennir íslenzkt þjóðfé- lag í dag, ekki sízt í samanburði við svokölluð þróunarríki. Þó eru undan- tekningar frá þessari velmegunarreglu, jafnvel fleiri en flestir hyggja. Full- orðnu fólki, sem hefur ekki annan líf- eyri en frá almannatryggingum og á ekki eigið húsnæði, kemur orðið „velm- egun" sennilega spánskt fyrir sjónir, eftir að hafa horft á sparifé sitt brenna á báli verðbólgunnar (1971—1983). Sömu sögu má sjálfsagt segja um ein- stætt foreldri í láglaunastarfi, sem ekki á eigið húsnæði eða axlar verulegar hús- næðisskuldir. Það þarf ekki grannt að gá til að finna bágindi í íslenzkum hlaðvarpa. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Efnisleg verðmæti skipta ekki öllu máli á æviferli fólks. Margur maðurinn hefur gengið með reisn gegnum tilver- una án auðæfa. Margur maðurinn hefur verið hjálparhella og gleðigjafi sam- ferðarfólki sínu, þó hann hafi ekki reitt peninga í þverpokum. Skáldprestarnir Hallgrímur Pétursson og Matthías Jochumsson, svo tvö dæmi séu nefnd, gáfu ekki aðeins samtíð sinni heldur öll- um eftirkomandi kynslóðum, sem ís- lenzku skilja, fegurð og kærleika, sem stækkar hverja manneskju, þó þeir ættu ekki fjármuni á hávaxtareikningum. Sama máli gegnir um Davíð Stefánsson, Stein Steinarr, Tómas Guðmundsson og fjölmarga fleiri, sem „auðga“ hugar- heim okkar er nú lifum, þó gata þeirra væri ekki gulli lögð. Það er þó engan veginn hægt að kom- ast fram hjá þeirri staðreynd, að efnis- leg gæði, sem lífskjör okkar hvíla á í samtíð og framtíð, eru, kostnaðarlega séð, sótt til þeirrar verðmætasköpunar er til verður í þjóðarbúskapnum. Þetta gildir jafnt um samneyzlu sem einka- neyzlu. Allar svokallaðar samfélagsleg- ar framkvæmdir og öll svokölluð sam- félagsleg þjónusta er sótt til þessarar verðmætasköpunar í formi skatta á fólk og fyrirtæki. Opinberar framkvæmdir hverskonar, sjúkrastofnanir, skólar, al- mennar tryggingar, menningar- og listastofnanir sækja kostnaðarlega und- irstöðu í sama brunn: atvinnulífið í landinu. Það er staðreynd, sem blasir við í öll- um hagfræðiheimildum, að vestræn þjóðfélög, þar sem frjálst framtak og samkeppni setja mark á atvinnustarf- semi, skila allt að helmingi meiri þjóð- arframleiðslu á hvern vinnandi ein- stakling en hagkerfi marxisma og sósí- alisma. Þjóðarframleiðsla á mann er máske raunhæfasti mælikvarðinn á al- menn lífskjör. Það kann hinsvegar ekki góðri lukku að stýra þegar undirstöðuatvinnuvegur, eins og sjávarútvegur er hér á landi, sætir taprekstri ár eftir ár, enda þótt starfsfólk hans, og þá fyrst og fremst fiskverkunarfólk, sæti lakari kjörum en fólk í sumum veigaminni störfum. Hér verður skjótt við að bregðast. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. En það er ekki nægjanlegt, þótt mik- ilvægt sé, að styrkja hinar efnahagslegu undirstöður samfélags okkar. Við þurf- um ekki síður að þróa með okkur hæfi- leika til að njóta fegurðarinnar í um- hverfi okkar, lífi og listum. Og temja okkur háttvísi og hlýhug hvort í annars garð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.