Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 35
\ M.ORGUNBLAD.IJXSU^UDAGUR 28.,JúlJj9g lagt þar fram mikið starf allt frá upphafi til þessa dags. Nefna mætti mörg fleiri störf Torfa í félagsmálum, bæði tengd búnaðarfélags- og samvinnufé- lagsskapnum og margs konar funda, nefnda og stjórnarsetu, en slík þátttaka verður ekki frekar tíunduð hér, slíkt yrði of langt mál í stuttri grein á miðjum heyönn- um. Þingstaður sveitarinnar er á Torfalæk og áður fyrri fóru kosn- ingar bæði til sveitarstjórnar og alþingis þar fram. Þá var þar standandi hlaðið veisluborð og veitt kaffi frá morgni til kvölds og mikið um að vera. Ég held að Torfi hafi kunnað vel slíkum gesta- gangi, svo glaður og reifur var hann jafnan. Þau Torfalækjarhjón eiga tvo syni: Jóhannes, sem byggt hefur ásamt konu sinni, Elínu Sigurð- ardóttur, nýbýlið Torfalæk II af stórhug og myndarskap, og Jón, sem býr í Reykjavík með konu sinni, Sigríði Kristinsdóttur. Jó- hannes lauk búfræðikandidats- prófi frá Hvanneyri 1968, en Jón hefur lokið BA-prófi í íslensku og sögu frá Háskóla íslands. Það var ekki ætlunin að skrifa langt mál um Torfa á Torfalæk, þótt slíkt væri auðvelt, svo víða liggja hans spor, heldur senda honum stutta afmæliskveðju. Á slíkum tímamótum kemur í hug- ann þakklæti fyrir gott og ánægjulegt samstarf á liðnum ár- um og alúðlegt viðmót og hlýjar móttökur. Okkur á Kagaðarhóli er það gleðiefni að geta sent Torfa hugheilar hamingjuóskir á þess- um afmælisdegi og árnað honum og fjölskyldu hans allra heilla á ókomnum árum. Stefán Á. Jónsson MorminbUAiA/Ámi Helgaaon Þessi myndarlegi malarbingur verður á næstu vikum blandaður olíu og síðan lagður á veginn við Stykkishólm. Stykkishólmur: Bundið slitlag á 5 kflómetra Stjkkinhólmi, 22. júlí. UM næstu mánaðamót verða góð þáttaskil í samgöngumálum Hólm- ara en þá verður lagt bundið slitlag á 5 km vegarkafla frá götunum í Stykkishólmi, aðalbrautinni, og upp í Helgafellssveit, en unnið hefir ver- ið að því að fullgera þennan veg frá áramótum. Hefir hann verið gerður beinn svo 3em kostur er, leiðinlegar beygjur teknar af og klettar brotnir sem í vegi voru. Þá má ekki gleyma því að gott efni hefir verið látið í veginn og hann hækk- aður um meira en mannhæð á sumum stöðum. Verkið var boðið út í fyrra og vegna góðrar tíðar í vetur var hægt að vinna við allan undirbúning í vetur, frá áramót- um. Þetta verður mikil samgöngu- bót sem allir hér fagna heilshug- ar. Á þessum vegi hafa á veturna oft orðið miklar tafir vegna snjóa og skafla. Þetta mun breytast með hækkun vegar og því að holt nærri veginum hafa verið fjarlægð. Und- anfarið hefir verið unnið að því að mala grjót í smámylsnu til að nota í olíumölina og er því nú að miklu leyti lokið enda kominn stærðar- hóll eftir hin mikilvirku og full- komnu tæki sem þar hafa verið að verki. Það er hugað að því að leggja varanlegt slitlag á tvær götur í Stykkishólmi um leið. Efni það sem nú er unnið úr lofar góðu og vegagerðin hefir lært af reynsl- unni eins og allir gera. Framfar- irnar og tæknin eru svo mikil í dag að undrun sætir og þau tæki sem notuð voru fyrir fáum árum fá engan hljómgrunn nú hjá þeim sem fylgjast með tímanum. En minnumst þess að tæknivætt þjóð- félag má aldrei tapa sinni sáj. GULLFOSS AÐALSTRÆTI9 SIMI12315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.