Morgunblaðið - 28.07.1985, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1985
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir FRÍÐU PROPPÉ
Stjórnendur Tjarnarskóla í Reykja-
vík eru þessa dagana að fara yfír
umsóknir nemenda og kennara um
skólavist og kennslu í skólanum á
komandi vetri. Á annað hundrað um-
sóknir hafa borist um skólavist en
fjöldi umsókna kennara fæst ekki
uppgefínn, stjórnendurnir segja að-
eins aö þær séu nægilega margar og
séu enn aö berast. Reglur hafa verið
settar um hvernig staðið veröur að
vali nemenda, sem verða í fjórum
bekkjardeildum, tveimur í 7. bekk,
einni í 8. bekk og einni í 9. bekk. Sú
regla gildir, að í fyrsta lagi verður
farið eftir búsetu í skólahverfum og
þess gætt að nemendur skiptist jafnt
á skólahverfí samkvæmt höfðatölu-
reglu. í öðru lagi ræður innkomuröð
umsókna. Þá hafa umsóknir einnig
borist úr nágrannasveitarfélögum
Reykjavíkur, a.m.k. úr Mosfellssveit,
Garðabæ, Hafnarfírði og af Sel-
tjarnarnesi og segja forráðamenn
skólans að fullur vilji sé fyrir að veita
þeim inngöngu eftir sömu reglum og
gilda um nemendur úr Reykjavík.
Reiknað er með, að kennarar við
skólann geti orðið um tíu talsins.
Fjöldi þeirra fer nokkuð eftir skipt-
ingu námsgreina milli þeirra, en
reiknað er með tæplega fímm stöðug-
ildum, sem svo eru nefnd. Kennarar
verða allir með full kennsluréttindi.
Einkaskólar — Nýtt skeið
í íslenskri skólagöngu?
Skóli þessi hefur verið mjög í
sviðsljósinu síðustu vikur og um
fátt meira rætt og ritað. Menn
greinir á um margt, eru m.a. ekki
á eitt sáttir um, hvort hér sé á
ferðinni einkaskóli eða einvörð-
ungu enn einn ríkisrekinn grunn-
skóli. Verður hér á eftir rakinn
aödragandi að stofnun skólans,
hugmyndir stjórnenda hans um
rekstur reifaðar og gerð grein
fyrir starfrækslu nokkurra einka-
skóla hérlendis. Þá verða birt um-
mæli nokkurra þeirra sem rætt
var við vegna vinnslu þessarar
samantektar, en það voru ráða-
menn ríkis og borgar, skólastjórar
nokkurra skóla, forsvarsmenn
kennarasamtaka, foreldrar grunn-
skólanema og áhugamenn um
skólamál.
Stofnendur Tjarnarskóla og
stjórnendur eru tveir ungir kenn-
arar, þær Margrét Theódórsdóttir
og María Sólveig Héðinsdóttir, en
þær kenndu báðar við grunnskól-
ann í Mosfellssveit. Báðar eru þær
háskólamenntaðar en hafa aðeins
að baki þriggja ára starfsreynslu,
sem sumir viðmælenda benda á,
en þar sem víðar eru menn ekki á
einu máli um hvort telja eigi þá
staðreynd kost eða löst. Þær við-
urkenna sjálfar að öll reynsla sé
dýrmæt og segjast hafa rekið sig á
reynsluleysi sitt í samskiptum við
fjölmiðla við stofnun skólans, en
að sú reynsla hafi verið góður
skóli. Samstarfsmenn þeirra
stallna og foreldrar barna, sem
þær hafa kennt, gáfu þeim gott
orð, þegar leitað var álits: „Mjög
góðir kennarar báðar tvær, sér-
staklega góðir íslenskukennarar,"
sagði m.a. einn fyrrverandi sam-
starfsmaður.
Að hrökkva eða
stökkva
María og Margrét lýsa sjálfar
hugmyndinni að stofnun skólans á
þennan veg: Það var í kennara-
verkfallinu á sl. skólavetri að við
þurftum sem BHM-kennarar að
mæta til vinnu, þó engir væru
nemendurnir. Þá bar margt á
góma í umræðunni. Við hugleidd-
um framtíðina og möguleika
okkar sjálfra. Okkur fannst
ákveðið vonleysi einkenna umræð-
una og kjarabaráttan náði aldrei
neinum dampi. Hugmyndin að
einkaskóla kom því ekki út frá því
að við uppgötvuðum allt í einu að
nú vantaði einkaskóla, heldur vor-
um við uggandi um framtíðina.
Við höfum gaman af starfi okkar
og langaði að skapa nýjan starfs-
vettvang. Það var síðan um það að
ræða að hrökkva eða stökkva eftir
að við höfðum kannað grundvöll-
inn og aflað upplýsinga um hvað
þyrfti til.
Þær stöllur sneru sér fyrst til
menntamálaráðuneytisins og skil-
uðu þangað upplýsingum um
hvers konar skóla þær hygðust
stofna og fengu jákvæð viðbrögð.
Menntamálaráðherra, Ragnhildur
Helgadóttir, segir að stofnun
Tjarnarskóla þýði ekki að upp hafi
verið tekin ný stefna í skólamál-
um: „Heimild til stofnunar slíks
skóla er búin að vera í grunnskóla-
lögunum frá því að þau voru sett,“
sagði hún. Ákvæði laganna eru í
XIII. kafla, 75. gr., um einkaskóla,
en hún er svohljóðandi: „Heimilt
er menntamálaráðuneytinu að
löggilda grunnskóla eða hluta
grunnskóla, sbr. 3. gr., eða for-
skóla, sbr. 74. gr., sem kostaðir eru
af einstökum mönnum eða stofn-
unum, ef þeir starfá samkvæmt
reglugerð eða skipulagsskrá er
það staðfestir, enda hlíti slíkir
skólar sama eftirliti og reglum og
aðrir grunnskólar. Kennarar við
skóla þessa skulu fullnægja öllum
skilyrðum um rétt til kennslu í
grunnskóla. Börn, sem þessa
einkaskóla sækja, hafa undanþágu
samkvæmt 7. gr. (þ.e. til að sækja
ríkisrekinn grunnskóla), en for-
stöðumaður skal fyrir upphaf
hvers skólaárs senda hlutaðeig-
andi skólanefnd skrá um nemend-
ur og tilkynna henni allar
breytingar á nemendaskrá, jafn-
Hvað segja þau um Tjarnarskóla óg einkaskóla almennt?
Ragnhildur
Helgadóttir
menntamálaráðherra.
„Ég tel, að hér sé aðeins
um að ræða einn af fjöl-
mörgum einkaskólum í
landinu. Auðvitað er ekki
verið að mismuna börnum,
þó boðin sé fram þjónusta
vegna fræðslu barna, sem
ef til vill er ekki í öðrum
skólum. Með sama hætti
mætti segja, að verið sé að
mismuna unglingum með
því að gefa þeim kost á að
stunda nám í Verzlunar-
skólanum eða Samvinnu-
skólanum, eða að verið sé
að mismuna börnum með
því að gefa þeim kost á að
stunda nám í ísaksskóla,
eða fara í dans- eða spila-
tíma. Þetta er eingöngu
spurning um meiri fjöl-
breytni og hvað það er sem
HÉR FARA á eftir ummæli þeirra sem rætt var við um einkaskóla. Spurt var um álit á stofnun
Tjarnarskóla, hvort menn teldu hann einangrað fyrirbrigði eða upphaf af nýju skeiði í íslenzkri
skólasögu. Ennfremur var spurt um afstöðu manna almennt til einkaskóla og til þeirra fjölmörgu
sjónarmiða sem fram hafa komið í umræðu um málið.
Svanhildur
foreldrar vilja verja tekjum
sínum í. Mér sýnist að hér
sé um að ræða álíka kostn-
að fyrir foreldra eins og að
kaupa einn sígarettupakka
á dag.“ Aðspurð um hvort
hún myndi senda sín börn í
Tjarnarskóla, ef þau væru á
þeim aldri, sagði ráðherr-
ann, að hún hefði sent tvö
barna sinna í ísaksskóla á
sínum tíma. „Það gæti vel
verið, ef ég ætti heima ná-
lægt skólanum og ætti börn
á þessum aldri.“
Davíð
Oddsson
borgarstjóri
„Ég lít svo á að þessi skóli
muni starfa sjálfstæðar en
aðrir skólar og feta nýjar
slóðir. Auðvitað mun hann
sjá um að koma þeirri
kennslu á framfæri sem
skólaskyldan gerir ráð
fyrir. Ég tel að þarna sé um
að ræða eins konar vísi að
einkaskóla og að þetta sé
ekki minni einkaskóli en til
dæmis Samvinnuskólinn og
Verzlunarskólinn." Davíð
sagðist eiga 13 ára gamlan
son og aðspurður um hvort
hann myndi senda hann í
Tjarnarskóla sagði hann:
„Það er nú þannig komið að
ég sendi hann ekki eitt eða
neitt. Ætli hann mundi
ekki ráða því sjálfur, en
hann er í ágætum skóla,
Hagaskóla." Borgarstjóri
bætti því við að hann myndi
líklega ekki amast við því,
ef drengurinn vildi fara í
skólann, „en hann er nítíu
prósent hættur að spyrja
mig,“ bætti hann við.
Kaaber
formaður Bandalags
kennarafélaga
„Ég lít svo á varðandi
Tjarnarskóla, að þarna sé
ríkið í rauninni að viður-
kenna, að foreldrar eigi að
borga þann umframkostnað
sem fylgir því að reka skóla.
Nú segja forráðamenn skól-
ans að þetta eigi að vera
góður og skemmtilegur
skóli og ég sé ekki að þarna
verði annað í boði en það
sem fyrir er í öðrum
grunnskólum. Ríkið leggur
til kennara, borgin leggur
til aðstöðu og foreldrar
borga það sem umfram þarf
til að gera skólann góðan og
skemmtilegan. Er ríkið ekki
þar með að viðurkenna, að
það leggur ekki nóg fram til
grunnskólans?" Svanhildur
sagði ennfremur að hún sæi
ekki að þarna væri á ferð-
inni einkaskóli, hún liti á
einkaskóla sem skóla með
sérhæfðan kennslufræði-
legan bakgrunn, sem þessi
skóli hefði ekki að hennar
mati.