Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, 3tJNNUDAflUR 28. JÚLl 1985 3$ óðum og þaer verða. Ekki eiga einkaskólar kröfu til styrks af al- mannafé." Með þessari grein grunnskóla- laga eru upp talin gildandi lög og reglur um einkaskóla. Mennta- málaráðherra segir, vegna ákvæð- is laganna um að ekki sé skylt að styrkja einkaskóla af almannafé: „Mér finnst sjálfsagt að styrkja Tjarnarskóla á þann veg, sem eðli- legt hefur þótt með aðra einka- skóla. Þarna er þó i raun verið að veita miklu minni styrk heldur en stundum er gert því hér er um að ræða algjöran grunnkostnað í launum nokkurra kennara. Það er ýmis kostnaður sem fellur á ríkis- sjóð hjá öðrum skólum sem ríkið ber ekki þarna." Val húsnæðis á hönd- um borgaryfirvalda Skólanum var valinn staður i Reykjavík. „Þungamiðja svæðis- ins, samgöngur bestar. Bestu tengslin við atvinnu- og þjóðlífið," segja stjórnendur. Skólinn fær til afnota fjórar skólastofur í gamla Miðbæjarskólanum við Tjörnina og mun sú ráðstöfun alfarið vera í höndum borgaryfirvalda að sögn stjórnenda skólans. Borgarstjóri segir, aðspurður um hvort skólinn komi til með að greiða húsaleigu til borgarinnar: „Það væri með öllu óeðlilegt að hann gerði það. Það þyrfti þá að láta alla aðra skóla gera það. Ég tel að þessi skóli eigi að njóta alls þess sama úr borgarsjóði og aðrir skólar, miðað við ákveðna fjárhæð á hvern nemanda, en hér er verið að feta nýjar slóðir og borginni spar- ast við þetta nokkur kostnaður." Aðspurður um hvort þetta viðhorf geti breyst ef nemendur verði í skólanum úr nágrannasveitarfé- lögum höfuðborgarinnar segir borgarstjóri: „Það mundi auðvitað hafa áhrif á framlag borgarinnar, bæði hvað varðar húsnæði og hins almenna framlags. Ég býst við að málið yrði þá skoðað á ný.“ Leiga þessa húsnæðis til Tjarnarskóla hefur verið gagnrýnd og benda menn m.a. á, að margir grunnskól- ar í Reykjavík búi við slæma að- stöðu, til dæmis Vesturbæjar- skólinn við Öldugötu. Fjármálahlið skólahaldsins er hvað mest gagnrýnd og þá helst fyrirhuguð skólagjöld, sem verða 28.500 kr. á hvern nemenda fyrir næsta skólavetur, eða sem svarar kr. 3.176 á mánuði að meðaltali. Til samanburðar við fyrirhuguð skólagjöld má nefna, að i Verzlun- arskóla fslands var árgjaldið síð- asta vetur kr. 6.000, þar með tald- ar kr. 650 til nemendafélags. í ísaksskóla er mánaðargjaldið kr. 500, í Landakotsskóla frá kr. 700 til 1.000 eftir því í hvaða bekkjar- deildum nemendur eru. Þessir skólar, sem yfirleitt hafa verið viðurkenndir sem einkaskólar, njóta mjög misjafnlegra hárra opinberra styrkja. Anton Sigurðs- son, skólastjóri fsaksskóla, segir að laun kennara þar séu hin sömu og í öðrum grunnskólum og að þau séu greidd af ríkinu. Að öðru leyti sjái skólinn, sem er sjálfseignar- stofnun, alfarið um kostnað við reksturinn. Skólinn á sjálfur það húsnæði sem hann er í. Verzlun- arskóli tslands mun njóta hærri framlaga úr ríkissjóði en t.d. Menntaskólinn í Reykjavík, þó Verzlunarskólinn sé einkaskóli, en verknámsskólar eru almennt dýr- ari í rekstri en bóknámsskólar. Landakotsskóli greiðir kennurum sínum sömu Iaun og aðrir grunn- skólakennarar hljóta, en þær greiðslur koma ekki beint úr ríkis- sjóði, þó svo skólinn njóti ein- hverra opinberra styrkja. Þá má ennfremur benda á ýmsa einkaskóla sem selja þjónustu sína til fólks á öllum aldri og eru tónlistarskólar t.d. styrktir af al- mannafé. Samkvæmt upplýsing- um frá Tónlistarskóla Garðabæj- ar, sem styrktur er bæði af ríki og sveitarfélagi, var skólagjald barns við nám á hljóðfæri sl. vetur sam- tals kr. 6.800, en kennt er eina kennslustund á viku, þe. tvisvar sinnum hálfa klukkustund, auk tónmenntafræðitíma í hópi með öðrum börnum. Þá eru ótaldir aðr- ir einkaskólar, svo sem tölvuskól- ar, dansskólar o. fl. þar sem for- eldrar geta keypt menntun fyrir börn sín. Einsetinn og með að- stöðu til heimanáms „Krakkar. Nú er tækifæri til að komast í skemmtilegan og skap- andi skóla,“ segir í kynningar- bæklingi frá Tjarnarskóla. Við- mælendur greinarhöfundar höfðu margir á orði að óljóst væri hvað Tjarnarskóli ætlar að bjóða upp á, sem ekki er boðið upp á í öðrum grunnskólum. Margrét og María segja aðspurðar, að skólinn muni starfa innan ramma grunnskóla- laganna en auk þess verði boðið upp á ýmislegt sem þar sé ekki að finna. Meðal annars verði stuðlað að því að skólstarfið einskorðist ekki við hefðbundna vinnu innan veggja skólans heldur tengist margvíslegri starfsemi utan hans. í þcssu sambandi má nefna heim- sóknir skólanema úr skólanum og fjölbreytilegar heimsóknir í skól- ann svo sem af þjóðkunnum pær- sónum, forsvarsrpönnum fyrir- tækja og stofnana, listamönnum, rithöfundum o.fl. Þá verður aukin kennsla í íslensku og stærðfræði, auk þess ýmiss konar námskeiða- hald til uppbyggingar einstakling- unum bæði í framsögn og ræðu- mennsku, auk þess sem menning- armálum og listum verður sinnt. Skólinn verður einsetinn og aðeins um 25 nemendur í hverjum bekk, sem er mun færra en yfirleitt í grunnskólunum, en þeir eru þar oft um og yfir 30 talsins. Þá gefst nemendum tækifæri á að sinna heimanámi á staðnum undir leið- sögn kennara skólans. Sálfræðiþjónusta keypt af einkaaðilum Húsnæði skólans sem telur fjór- ar kennslustofur, auk aðstöðu fyrir skrifstofuhald, vekur spurn- ingar um hvernig stjórnendur Tjarnarskóla ætla að uppfylla kröfur um leikfimikennslu, mat- reiðslu o. fl., ennfremur er spurt, hvernig skólinn muni sinna sál- fræðiþjónustu við nemendur. Svör við þessum spurningum voru þau, að stjórnendur væru nú i viðræð- um við þá, sem hafa yfir leikfimi- sal Miðbæjarskóla að ráða, um að fá þar inni, ennfremur um hús- næði til matreiðslukennslu. Sál- fræðiþjónustu segjast þær ætla að kaupa eftir þörfum hjá einkaaðil- um og segjast reikna með að í hundrað nemenda hópi hljóti að koma til þess að slíkrar þjónustu verði þörf. Sú þjónusta verður greidd af skólanum sjálfum og fjármögnuð af skólagjöldunum. Ymis stofnkostnaður við skólann verður ennfremur fjármagnaður af skólagjöldunum. Kennarar skólans munu fá föst, samningsbundin laun greidd án milliliða úr ríkissjóði en þar fyrir utan segja þær stöllur að hug- myndin sé sú að kennurum verði greidd sú vinna sem þeir leggja fram, þ.e. allt það sem kennarar leggja á sig aukaleg verði metið til launa, auk þess sem einhver yfir- borgun komi til. Einkaskóli — ekki einkaskóli — um það er ágreiningur. Tjarnar- skóli lýtur sjálfstæðri stjórnun þó hann njóti greiðslna af opinberu fé að takmörkuðu leyti, eins og stjórnendur benda á. Ekki hefur verið deilt um það fram að þessu að fsaksskóli, Landakotsskóli, Verzlunarskólinn og Samvinnu- skólinn séu einkaskólar, þó svipað sé ástatt um þá hvað varðar rekst- ur. Gert er ráð fyrir nánu sam- starfi við foreldra barna í Tjarn- arskóla og eru viðbrögð nokkurra skólamanna við því eftirtektar- verð. Heimir Pálsson kennari og annar aðstandanda Móðurmáls- skólans segir t.d., að af fenginni reynslu hljóti kennarar að telja það „kvíðvænlega aðstöðu að lenda í“. Hann segist alls ekki sannfærður um að foreldrar séu fróðastir um hvernig skipuleggja eigi skóla, svo hann skili árangri. Erna Nielsen, móðir tveggja barna í Landakotsskóla, segir aftur á móti, að hún telji ábyrgðarleysi að varpa allri ábyrgð af uppeldi barnanna i skólum á herðar kenn- ara. Foreldrar barna í Landakots- skóla hafi mikil og að hún segir góð afskipti af námi og félags- starfi barna sinna. Hún segist ennfremur líta á það sem sjálf- sögð mannréttindi og skyldu for- eldris að hafa slík afskipti. Mjög margir umsækj- enda úr ísaksskóla Umsóknir um skólavist í Tjarn- arskóla eru frá börnum foreldra úr öllum þjóðfélagshópum að sögn þeirra Maríu og Margrétar. Hið eina sem þær hafa greint sameig- inlegt í umsóknunum er að mjög mörg barnanna hafi verið í ísaks- skóla. Andmælendur skólans leggja mikið upp úr því að skólinn verði forréttindaskóli barna ríkra foreldra, aðrir hafi ekki efni á því að senda börn þangað. Meðmæl- endur skólans telja slíkt af og frá. Þeir foreldrar sem áhuga hafi geti velflestir staðið undir kostnaðin- um, segja þeir. Árlegur kostnaður sé á við sólarlandaferð eða kostn- að af því að foreldrar reyki einn pakka af sígarettum hvort á dag. Hér sé því einvörðungu um frjálst val að ræða. Það má minna á hér að lokum að hugmyndin að skólanum varð til í kennaraverkfallinu á sl. vetri og að hún á rætur að rekja til stöðu íslenskra kennara í dag. Því hefur ekki verið á móti mælt, að kjarabarátta kennara á sl. vetri hafði mikil áhrif á allt skólahald í landinu. Hvort Tjarnarskóli er einangrað fyrirbrigði eða upphaf að nýju skeiði í íslenskri skólasögu getur tíminn einn leitt í ljós, en hér fara á eftir glefsur úr viðtöl- um við ýmsa þá sem láta sig mál þessi varða. Bessí Jóhannsdóttir varaformaður fræðslu- ráðs Reykjavfkurborg- ar „Ég er almennt hlynnt einkaframtaki og tel að auknir valkostir fyrir for- eldra og börn séu af hinu góða. Varðandi Tjarnar- skóla tel ég, að það hefði verið æskilegt að ræða það mál fyrr en gert var á opinberum vettvangi vegna þess að öll mál sem stuðla að auknu frjálsræði hljóta að leiða til jákvæðrar um- ræðu. Varðandi skólagjald- ið sem mikið hefur verið rætt um þá tel ég það ekki af þeirri stærðargráðu að það sé hindrun fyrir al- menning, ef vilji er til þess að senda börn i skólann. f sambandi við þennan skóla þá hafa vinstri menn, einkum alþýðubandalags- menn, sem eru á móti einkaskólum fyrst og fremst vegna þess að þeir óttast, að þeir leiði til auk- ins frjálsræðis á öðrum sviðum, flaggað slagorðum með gífuryrðum um jafnan rétt ríkra og fátækra for- eldra. Þetta er aðeins þeirra vopn, þegar ekki má taka málefnalega á viðfangsefn- inu. Ég tel einnig mjög æskilegt að fleiri hæfir ein- staklingar tækju sig til og stofnuðu einkaskóla og þá einkaskóla á framhalds- skólastigi og jafnvel á há- skólastigi. Það má í því sambandi benda á þá um- ræðu sem nú á sér stað um háskóla á Akureyri." Heimir Pálsson forsvarsmaöur Móður- málsskólans „Þarna verður kennt það sama og á sama hátt og i öðrum grunnskólum, aðeins reynt að gera það skemmti- legra. Með fjöldatakmörk- unum er ennfremur hægt að veita þjónustu, sem mað- ur væri afskaplega glaður ef hægt væri að veita öllum. Ég sé ekki annað en að með þessu séum við að segja, að öll börn séu jöfn, en sum aðeins jafnari en önnur. í framhaldi af því er talað um mismunun, en ég held að það sé gífurlegur mis- skilningur ef menn halda að það sé ekki mismunun í skólakerfinu nú þegar, t.d. hafa börn mjög misjafnan hvata að heiman frá sér til náms. Til þess að draga þá litlu stofnun sem ég á aðild að, Móðurmálsskólann, inn í málið, þá höfum við nær einvörðungu boðið upp á efni sem ekki er boðið upp á í hinu eiginlega skólakerfi, enda haft þá stefnu að vera hreint ekki að keppa við þá skóla. Ég trúi því ekki að það búi neitt illt á bak við hugmyndina að Tjarnar- skóla, en ég hef ennfremur gífurlegar efasemdir varð- andi þá aðstöðu sem kenn- arar og stjórnendur þess skóla munu lenda i, þegar foreldrar, sem þarna verða mjög virkir þátttakendur í rekstri, fara að hafa áhrif á mótun skólans. Það þætti mér sem kennara kviðvæn- leg aðstaða að lenda í vegna þess að ég er alls ekki sannfærður um, að foreldr- ar séu fróðastir um hvernig á að skipuleggja skóla svo hann skili árangri." Anton Sigurðsson skólastjóri ísaksskóla „Mér lýst ljómandi vel á Tjarnarskólann. Þetta eru hugaðar og duglegar stúlk- ur og það er áhuginn fyrir þessu sem skiptir lang- mestu máli. Ef þær hafa brennandi áhuga á að gera þetta og fá kennara til þess að vinna að þessu með sama áhuga þá gengur þetta vel. Þetta er eins og hjá okkur í ísaksskóla. Það eru engin börn skyldug að koma til okkar, en þau koma, og for- eldrarnir velja skólann. Þetta vita kennararnir og starfsliðið og það verður til þess að við hljótum að gera eins vel og við getum." Ant- on sagði ennfremur, að sömu kennararnir hefðu starfað í ísaksskóla i ára- raðir, þó þeir væru ekki á hærri launum en gengur og gerist um grunnskólakenn- ara. Algengt væri að for- eldrar sæktu um skólavist fyrir börnin sín og hefðu á orði að þau vildu að börnin nytu þess sama og foreldr- arnir, þ.e. að vera vistuð í ísaksskóla. Vegna umræðunnar um skólagjöldin við Tjarnar- skóla sagði Anton: „Eg legg engan dóm á hvort þetta er of hátt, þær ætla áreiðan- lega að nýta fjármunina í þágu nemendanna. En það hefur hvarflað að mér hvers vegna þeir, sem hafa til þess tækifæri, mega ekki njóta þess. Ef fólk kýs þetta fremur en að gera eitthvað annað í staðinn, til dæmis að fara til útlanda, af hverju má það þá ekki?“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.