Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985
47
Á íslandi höfum við hreint
loft. Eitthvað á þessa leið var
fimm dálka fyrirsögn á viðtali
við landbúnaðarráðherra, ný-
kominn heim frá Norðurlönd-
um. Og fimm dálka frétt í öðru
blaði: Mannekla og súrefnis-
skortur. Því lýst hvernig fólk
verður veikt af súrefnisskorti —
á Landspítalanum. Ekki þó
sjúklingarnir heldur símastúlk-
urnar, sem hafðar eru í loft-
lausum klefa. Hugsið ykkur að
hafa ekki loft í landi þar sem
ómælt magn af lofti leikur um
vanga eða lemur alla daga árs-
ins. Og kostar ekki neitt. Bara
að opna glugga í 10—15 mínút-
ur og inn streymir hreina loftið.
Er næstum það eina sem við
eigum — fyrir utan nóg land-
rými — og það ómælt og öllum
frjálst. Þarf hvorki að panta
það né borga, nema maður endi-
lega vilji og komi sér með til-
færingum upp slíkum kostnað-
arlið.
Loft er víst það eina sem ekki
verður frá okkur tekið. Ekki
hvarflað að neinum að setja
réttinn til hreins lofts í stjórn-
arskrá landsins, eins og sumar
þjóðir ku nú gera, því eins og
hann Hannes Hafstein sagði
svo réttilega:
Loft við þurfum, við þurfum bað,
að þvo burt dáðleysis mollukóf
Látum vera með baðið (enda
ekki talið til mannréttinda í
nokkurri stjórnarskrá). Óhreinir
lifa af. En án lofts verða þeir
eins og gapandi fiskar á þurru
þilfari. Flestir geta víst verið
sammála Hannesi þegar hann
segir um loft i hástigi, Storminn:
þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur
og lífsanda starfandi hvarvetna vekur.
Ekki þurfum við, um tugur
blaðamanna, hér í splunkunýju
stórhýsi við Tryggvagötuna vitn-
anna við. Sönnunargagnið á
staðnum. Finnum það a eigin
skrokki eftir nokkurra klukku-
tíma í sal, sem er 10°16 metrar á
lengd og aðeins þrjár 10 sm rifur
á gluggum í 16 metra fjarlægð
frá þeim sem innst situr. Og fyrir
þessar rifur hefur hönnuður
hússins sett spýtur og festingar
til að loka næstum alveg fyrir
þessi loftgöt — aðeins neðst hægt
að opna svona 15 sm. Bjargaðist
fyrsta hálfa árið meðan gat var
upp í heiðan himin fyrir framan
dyrnar, en svo var neglt fyrir
það. Síðan reynum við hér að
gleypa loft áður en inn er gengið
og horfum öfundaraugum á þá
sem eru fyrir utan húsið — í
þessu fræga íslenska lofti. Kvört-
unarkór með kröfur um að
hleypa lofti inn framkallaði bara
andstyggilega ljótar pípur neðan
í loftin, — sem enn kemur ekkert
loft úr. Kannski verður það ein-
hvern tímann. „Fagmenn" vilja
víst endilega úr því að við erum
svo leiðinleg að heimta ioft kaupa
það með rándýrum aðgerðum og
rafmagni. Við kunnum að vísu
betra ráð: bara að gera þessa
stóru glugga opnanlega. Afsakið
reiðilesturinn, sem kemur af loft-
leysi og andarteppu. Næsta neyð-
arráð verður eflaust að reyna að
bera loft inn í húfu sinni að hætti
Bakkabræðra. Þeir fyrir neðan
okkur í veitingahúsinu eru betur
settir. Þeir hafa port, sem hægt
er að læsa og opna svo út. Sögðu
mér frá þessu þjóðráði um dag-
inn. En hér er ekkert op, bara
lokaðir gluggar á einum vegg.
Svona er nú þetta hús teiknað.
Og það er alveg fullt af svona
húsum í Reykjavík — með geysi-
stórum gluggum,en engum sem
hægt er að opna til hleypa lofti
inn.
Loftlaus hús á íslandi. Er það
ekki skrýtið. Meira að segja fullt
af fallegum skólabyggingum í
landinu, þar sem ekki er hægt að
hleypa fersku lofti inn á krakk-
ana og reka burtu lognmolluna.
Fyrir par árum var byggt fínt
hús við Háskólann, sem nefnist
Lögberg — vitanlega án opnan-
legra glugga. Loftræstikerfi var
sett upp með ærnum kostnaði, en
það lét svo hátt í því að truflaði
kennslu. (Svona eins og í fund-
arsölum Hótel Sögu þar sem
fundarmenn eru sífellt að velja á
milli þess að heyra í ræðumanni
eða hafa hlýju og loft sem kemur
inn með hávaðasama loftræsti-
kerfínu). Fyrir harðfylgi þeirra
sem þarna kenndu tókst að brjót-
ast í gegn um „fagmennskuna" og
fá opnanlega glugga á kennslu-
stofur. Barátta undirritaðrar í
fræðsluráði Reykjavíkur fyrir að
ekki yrðu byggðir fleiri skólar án
opnanlegra glugga varð meira í
átt við bardaga Don Kíkóta við
vindmyllurnar. Tilefni þeirrar
orustu var árvissar kvartanir
skólanna vegna loftleysis og sam-
þykktir fjárveitinga til að reyna
að bæta þar úr. Jafnan var reikn-
að nægt loft, en þeir sem það áttu
að gleypa virtust ekki geta fundið
það. Urðu oft merkilegar umræð-
ur um fyrirbrigðið með hjálp sér-
fræðinga. Loks var gripið til þess
ráðs að samþykkja í fræðsluráði
að gera úttekt á loftræstiskerfum
allra skólanna í Reykjavík með
viðgerðar og rekstrarkostnaði.
Datt rétt sí svona í hug að þessa
peninga mætti nota til að hjálpa
til við að koma fræðslu í kolla
nemenda í stað þess að eyða þeim
í að reyna að dæla lofti í lungu
þeirra. 0 vei, þegar undirrituð
hætti í fræðsluráði hafði ekki
tekist að koma þessu stóra verk-
efni lengra en á blað og hefur víst
ekkert til þess spurst. Það gladdi
þó hjartað að heyra að útvarps-
fólki hefði betur gengið, er það af
hörku krafðist opnanlegra glugga
í nýja útvarpshúsið, enda þarf að
vera mikið loft í þeim.
Nú lesum við í blöðunum að
íslendingar séu að byrja að
spara, farnir að leggja í banka í
stað þess að reyna að koma pen-
ingunum sínum í lóg á hvern
þann hátt sem hugvitið leyfir.
Kannski menn vilji þá fara að
nýta ókeypis loft í hýbýlin sín.
En þrátt fyrir fyrirspurnir til
þeirra sem vita ættu um rekstr-
arkostnað hafa engin einhlýt
svör fengist. Bara sagt að kostn-
aður sé misjafn, hægt sé að
hanna kerfin „rétt“, semsagt
nokkuð sömu svörin og jafnan
fengust í fræðsluráði á sínum
tíma. En kílówattstundin af
rafmagni til heimilisnota í
Reykjavík kostar kr. 3,63 og ýms-
um finnst rafmagnsreikningur-
inn nægilega hár án rafmagns-
dælingar á lofti, fyrir utan við-
hald og amstur. Kannski mætti
þarna fá smáaur til annars
skemmtilegra. En þá er kerfinu
að mæta. Þarf að sækja um að fá
að breyta húsum. Aldrei hefi ég
að vísu getað skilið að opnanleg-
ur gluggi sé svo miklu ljótari en
lokaður gluggi. Enda ekki með
löggiltan smekk og hefi ekkert
lært til þeirra hluta í útlöndum,
þar sem bara kemur mengað loft
inn um opna glugga. Sit því uppi
með óskólahefíaðan smekk fyrir
hreint íslenskt loft beint í lung-
un. Sendi nú í bænum mínum
ákall: Gef oss í dag vort daglegt
brauð og loft inn um opinn
glugga. Forða oss frá illu — þeim
sem byggja oplaus hús á íslandi,
að hætti Molbúa.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
KROSSINN
ALIHÓLSVEGI 32 - KÓPAVOGI
Samkomur á sunnudögum kl.
16.30.Samkomurá laugardögum
kl. 20.40. Biblíulestur á þriöju-
dögum kl. 20.30.
Vegurinn — Nýtt líf
Almenn samkoma veröur i kvöld
kl. 20.30 í Síöumúla 8. Allir vel-
komnir.
Elím, Grettisgötu 62,
Reykjavík
I dag sunnudag veröur almenn
samkoma kl. 17.00.
Veriö velkomin.
Trúoglíf
Samvera í Háskólakapellunni i
dag kl. 14.00.
Þú ert velkominn.
Trú og líf.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustrsti 2
Sunnudag
kl. 16.00 útisamkoma á Laekjar-
torgi, kl. 20.00 baen, kl. 20.30
hjálpræöissamkoma. Lautinant-
arnir Rannveig Maria Níelsdóttir
og Dag Albert Baarnes stjórna
og tala.
Þriðjudag
kl. 20.30 kveöjusamkoma fyrlr
deildarstjórahjónin önnu og
Daniel Óskarsson. Brigader
Óskar Jónsson stjórnar. Veriö
velkomin.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir sunnudag
28. júlí:
1. Kl. 08. Þórsmörk — dagsferö.
Ath.: m/lengri dvöl i Þórsmörk.
2. Kl. 10. Krísuvíkurbjarg —
Rœningjastígur. Ekiö um Krísu-
vik aö Ræningjastig. Verö kr.
400.
3. Kl. 13. Lækjavetlir — Ketil-
stígur — Seltún. Létt gönguleiö
yfir Sveifluháls. Verö kr. 400.
Miðvikudagur 31. júlí:
1. Kl. 08. Þórsmörk. Dvalargest-
ir — dagsferö. Góö gistiaöstaöa.
Mikil náttúrufegurö.
Ath.: Fræðslurít nr. 1 ar komið
út, „Gönguleiöír aó Fjallabaki"
eftir Guójón Ó. Magnússon.
Feröafélag Islands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11796 og 19533.
Sumarieyfisferðir
Feröafélagsins:
1. 31. júlf - 5. ágúst (8 dagar):
Hvftémea — Hveravellir. Gengiö
milli sæluhúsa á Kili. Fararstjóri:
Siguröur Kristjánsson.
2. 2.-7. ágúat (6 dagar); Land-
mannalaugar — Þórsmörk.
Gengiö milli sæluhúsa. Farar-
stjóri: Sturla Jónsson.
3. 7.-16. ágúst (10 dagar): Há-
lendishringur. Ekiö noröur
Sprengisand um Gæsavatnaleiö,
Öskju, Drekagil, Heröubreiöar-
lindir, Mývatn, Hvannalindir,
Kverktjöll og víöar. Til baka um
Báröardal. Gist í húsum. Farar-
stjóri: Hjalti Kristgeirsson.
4. 8.-18. ágúat (11 dagar): Horn-
vík. Dvaliö í tjöldum i Hornvík
og farnar dagsgönguferöir frá
tjaldstaö á Hornbjarg, Hælavík-
urbjarg og viöar. Fararstjóri: Gisli
Hjartarson.
5. 0.-14. ágúst (6 dagar): Land-
mannalaugar — Þórsmörk.
Gengiö milli sæluhúsa.
6. 18.-20. ágúst (5 dagar):
Fjallabaksleiö og Lakagfgar.
Gist i húsum.
7. 16.-21. ágúst (6 dagar): Land-
mannalaugar — Þórsmörk.
Gengiö milli sæluhúsa.
Þaö er ódýrara aö feröast með
Ferðafélaginu Upplýsingar og
farmiöasala á skrifstofunni,
Öldugötu 3.
Feröafélag Islands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR 11796 og 19533.
2.-5. ágúst
1) Álftavatn - Hóimaárbotnar •
Strútalaug. (Fjallabaksleiö
syóri.) Gist i húsi.
2) Hveravellir • Þjófadalir -
Blöndugljúfur. Gist í húsi.
3) Landmannalaugar - Eldgjá -
Hrafntinnusker. Gist i húsi.
4) Skaftafell - Kjós - Miófells-
tindur. Gönguútbúnaöur. Gist i
tjöldum.
5) Skaftalell og nágrenni. Stutt-
ar/langar gönguferöir. Gist i
tjöldum.
6) Óræfajökull • Sandfellsleió.
Gist í tjöldum.
7) Sprengisandur - Mývatns-
sveit - Jökulsárgljúfur - Tjömes
- Sprengisandur. Gist i svefn-
pokaplássi.
8) Þórsmörk - Fimmvöröuháls -
Skógar. Gist í Þórsmörk. Þórs-
mðrfc, langar/stuttar gönguferö-
ir. Gist i húsi. Brottför i allar ferö-
irnar er kl. 20.00 föstudaginn 2.
ágúst.
3.-5. ágúst:
Þórsmörk. Brottför kl. 13.00.
Gist í Skagfjörösskála.
Ferðist um óbyggöir meö Feröa-
félaginu um verslunarmanna-
helgina. Pantiö timanlega. Upp-
týsingar og farmiöasala á skrlf-
stofu Ff, Öldugötu 3.
Ferðafélag Islands.
UTIVISTARFERÐIR
Utivistarferöir
Feröir um verslunarmanna-
helgina 2.-5. ágúst:
1. Núpsstaóaskógar. Fallegt og
afskekkt svæöi innaf Lómagnúpi.
Tjaldaö viö skógana. Gil, gljúfur
og fossar. Gengiö á Súlutinda og
fl. Möguleiki á silungsveiði. Far-
arstj. Þorleifur og Kristján.
2. Eldgjá • Langisjór - Land-
mannalaugar: Gist í góöu húsi
viö eldgjá. Ganga á Sveinstind
o.fl. Hringferö aö Fjallabaki.
3. Homstrandir - Hornvik: Tjald-
bækistöö i Hornvík. Ganga á
Hornbjarg og víöar. Fararst|óri:
Gisli Hjartarson.
4. Dalir - Breiðafjaróareyjar:
Gist i svefnpokaplássi. Hringterö
um Dali. fyrir Klofning og viöar.
Sigling um Breiöafjaröareyjar
Stansaö í Flatey. Fararstjóri Ein-
ar Kristjánsson o.fl.
5. Þórsmörk: Brottför föstud. kl.
20.00. Ennnfremur daglegar
ferðir alla helgina. Brottför kl. 8
aö morgni. Frábær gistiaöstaða
í Utivistarskálanum Básum.
Gönguferöir viiö allra hæfi. Far-
arstjóri: Bjarki Haröarson.
6. Kjölur - Kerlingarfjöll: Gist i
húsi. Hveravellir, Snækollur o.fl.
Hægt aö hafa skíöi.
Uppl. og farmióar á skritst.,
Lækjarg. 6a, simar: 14606 og
23732.
Sjáumst.
Útivist.
UTIVISTARFERÐIR
Miövikudagur 31. júlt
KL 8.00. Þórsmörfc. Dagsferö og
fyrir sumardvöl.
Kl. 20.00. Sandfellskofi — Fjallið
eina. Létt ganga.
Munió fjölskylduhelgi i Þórs-
mörk 9.-11. ágúst. Gönguferöir,
leikir, kvöldvökur. Nánar auglýst
siöar. Ódýr ferö.
Sjáumst.
Utivist
Gott tækifæri til aö upplifa margt
þaö helsta sem miöhálendi ís-
lands býöur upp á. Fararstjórl:
Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir.
4. Hornstrandir — Homvfk 1.-8.
ágúst. Fararstjóri: Gisli Hjartar-
son.
5. Borgarfjöróur eystri — Seyó-
is-fjöróur — 9 dagar 3.-11.
ágúst.Ganga um vikurnar og
Loömundar-
fjörö til Seyöisfjaröar. Fararstjóri:
Jón J. Elíasson.
6. Göngu- og hestaferö um
eyóifirói á Austurtandi, berja-
ferö. Ath. breytta áætlun. 8 daga
ferö. Brottför 18. ágúst.
Nánari uppl. og farmiöar á skrifst.
Lækjargötu 6a, simar 14606 og
23732.
öí\)Nársk ót/
fK 'V
ÚTIVISTARFERÐIR
Ódýrar sumarleyf isferö-
ir með Útivist
1. Sumardvöl i Útiviatarskálan-
um Báaum. Básar er sannarlega
staöur fjölskyldunnar. Hálf vika,
vikudvöi eöa lengur. Skipulagö-
ar gönguferóir mánud., þriöjud.,
fimmtud. og um helgar. Odýrasta
og eitt skemmtilegasta sumar-
leyfiö
2. Landmannaiaugar — Reykjar-
dalur — Þórsmörk — S dagar.
7.-11. ágúst. Bakpokaferð
3. Háiendíshringur 3.-11. ágúst.
Gæsavötn — Askja — Kverkfjöll.
Froskköfunsrnémskeið verð-
ur haldið dagana 24. ágúst til
1. september að Farfugla-
heímilinu Reykjanesi. Nám-
skeiöinu lýkur með prófi sem
miöast við tveggja stjörnu
alpjóðleg réttindi til sport
köfunsr.
Innifaliö i námskeiösgjaldi eru
auk kennslu og bóklegra
kennslugagna, ferðir, gisting
og fullt fæöi.
Allar nánari upplýsingar veitt-
ar hjá
Bandalagi laúmakra Fartugla.
Sími (91) 10490.
Farfuglar
ÉÉL