Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 53

Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1985 53 Vilborg Björns- dóttir - Kveðjuorð Kædd 1. janúar 1914 Dáin 29. iúní 1985 það ævistarf þeirra allra og stað- festi Drottinn verk þeirra með náð Að morgni dags, laugardaginn 29. júní, kallaði Drottinn Vilborgu Björnsdóttur, Austurgötu 5, Hafn- arfirði, heim í sín eilífu Föðurhús. Hún hafði þá lokið um 50 ára þjónustu á akri Guðs, við að safna saman í Hans blessa ríki. Vilborg ólst upp í föðurhúsum við gott atlæti. Þrátt fyrir það brá fljótt skugga á líf hennar. Er fyrsti áratugurinn hafði runnið sitt skeið tók að bera á sjóndepru hjá henni sem jókst stöðugt með árunum. Til að áhrifa hennar gætti minna var Vilborg látin fá gleraugu sem urðu sterkari og sterkari með hverju ári sem leið og höfðu þau mjög mikil óþægindi í för með sér. Að 10 árum liðnum var hún farin að nota sterkustu gler sem fáanleg voru og enn versnaði sjónin. Framundan hjá ungu stúlkunni var ekkert nema blinda. Vilborg hafði spurnir af því að Drottinn væri farinn að bera nafni sínu vitni meðal þjóðar okkar, m.a. með því að lækna sjúka, fyrir bænir þjóna sinna. Hún fór á samkomu þar sem fagn- aðarerindi Jesú Krists var boðað. Drottinn leiddi prédikarann í að flytja frásögnina um blinda manninn sem Jesús læknaði. Orð- in gengu lifandi og máttug beint inn í hjarta hennar og fékk hún jafnframt sannfæringu um, að eins og Hann læknaði blinda manninn á hérvistardögum sínum svo var Hann máttugur að gefa henni sjónina því að „Jesús Krist- ur er í gær og í dag hinn sami og um aldir". Á samkomunni sagði hún engum frá því sem átti sér stað innra með henni en næsta dag fór hún til Guðrúnar Jóns- dóttur og bað hana að biðja fyrir sér til lækninga. Ekki þarf að orð- lengja það að Drottinn stóð við fyrirheit sitt og gaf henni sjónina á ný. Hún tók þegar af sér hin þrúgandi gleraugu og las upp frá því smæsta letur gleraugnalaust svo lengi sem hún lifði. Þessum vitnisburði sagði Vilborg marg- sinnis frá á opinberum samkom- um og Drottinn staðfesti hann jafnframt, því að hún söng og spil- aði á orgel á samkomum og las nótur gleraugnalaust alla tið. Skömmu síðar fóV Vilborg að starfa með Guðrúnu og Salbjörgu Eyjólfsdóttur sem þá þegar voru byrjaðar að vinna að útbreiðslu Fagnaðarerindis Jesú Krists ásamt fleirum. Upp frá því varð sinni. Vilborg var búin að þjóna Drottni sínum yfir 30 ár er fund- um okkar bar fyrst saman. Þannig var að móðir mín veiktist og fór á spitala. Ekkert varð við sjúkdóm hennar ráðið og sögðu læknar að hún ætti skammt eftir ólifað enda sjúkdómurinn sagður vera hinn hræðilegi vágestur krabbamein. Þannig er það, við mennirnir ályktum en Guð ræður. Einn af fyrrverandi sveitungum móður minnar hafði samfélag með fyrr- nefndum trúarsystkinum. Hann frétti af veikindum hennar og bað um að beðið væri fyrir henni. Drottinn var við til að heyra bæn- ir barna sinna, bornar fram í ör- uggu trúnaðartrausti til Hans sem allt vald hefur á himni og jörðu. Hann gaf móður minni lengra lif og lifir hún enn í dag nú áttræð að aldri — dýrð sé Guði. Það var þeg- Fædd 12. maí 1900 Dáin 23. júlí 1985 Að kvöldi dags 23. júlí andaðist í öldrunardeild Borgarspítalans Hafnarbúðum, Ólöf Guðrún Stef- ánsdóttir 85 ára að aldri. Hún fæddist í Kotleysu við Stokkseyri 12. maí 1900, en ólst upp i Kumbaravogi hjá foreldrum sínum Sesselju Sveinbjörnsdóttur frá Kluftum og Tungufelli í Hrunamannahreppi og Stefáni Ólafssyni frá Syðri Steinsmýri í Vestur-Skaftafellssýslu. Systkini Ólafar eru Valdimar fyrrv. vörubílstjóri nú á 89. ald- ursári og Guðrún, fyrrum sauma- kona, sem varð 95 ára sama dag- inn og systir hennar andaðist. Ólöf hélt til Reykjavíkur um 1920 og giftist nokkru síðar Hann- esi Jónssyni kaupmanni. Hann hafði áður verið kvæntur Andreu Andrésdóttur en missti hana. Hannes og Andrea eignuðust eina dóttur, Málfríði. Ólöf og Hannes bjuggu farsælu hjónabandi og eignuðust 11 börn sem öll eru á lífi. Þau eru talin í aldursröð: Sveinbjörn, yfirverk- stjóri, kvæntur Halldóru Sigurð- ardóttur, þau eiga þrjá syni. Stefán, verkstjóri, var kvæntur ar þær systur í Drottni, Guðrún og Vilborg, komu til móður minnar til að biðja fyrir henni að ég sá þær í fyrsta sinni. Mér er kunnugt um að, að við svipaðar kringum- stæður hefur fjöldi landsmanna hitt Vilborgu og notið ríkulegrar blessunar Drottins fyrir. Vilborg ferðaðist í marga ára- tugi vítt og breitt um landið ásamt systkinum sínum í Drottni við út- breiðslu Fagnaðarerindisins. Þá höfðu þau málgagn þess, „Fagnað- arboðann", meðferðis og hefur það Asdísi Jónsdóttur, þau slitu sam- vistir, þau áttu 2 börn saman. Pét- ur deildarstjóri kvæntur Guðrúnu Árnadóttur þau eiga 2 börn. Sess- elja, gift Málfreð Friðrikssyni skósmið á Sauðárkrók þau eiga 5 börn. Áður hafði Sesselja eignast 1 dóttur. ólafur Hannes, prentari, kvæntur Þorbjörgu Valgeirdóttur, þau eiga 2 dætur, Andrea Kristín, starfsmaður flugmálastjóra, ógift, bjó með móður sinni. Björgvin, starfsmaður Flugleiða, hann er kvæntur Margréti Hallgrímsdótt- ur, þau eiga tvö börn. Áður hafði Björgvin eignast son með Dóru Magnúsdóttur. Jóhann, húsgagna- smiður, kvæntur Margréti Sig- fúsdóttur, þau eiga 3 dætur. Jón Stefán, húsasmiður, kvæntur Droplaugu Benediktsdóttur, þau eiga 4 börn. Sigurður Ágúst, stýri- maður, var kvæntur Erlu Lárus- dóttur. Þau slitu samvistir. Þau eignuðust 1 son. Yngst systkinanna er Þorbjörg Rósa, gift Guðmundi Haraldssyni járnsmið. Þau eiga 3 dætur. Afkomendur ólafar og Hannes- ar munu núna orðnir um 70—80 talsins. Oft var þröngt í búi og annasamt á þessu mannmarga heimili en allt bjargaðist þó vel. Má þar þakka dugnaði og starfs- ómögulegt var þar við að bæta. Helgi var afbragðs starfsmaður, samviskusamur svo af bar, gædd- ur miklum hæfileikum og reynslu. Hann var ekki mikill að vallar- sýn, alltaf mjög grannholda, en seiglan einstök. Lengi barðist hann hetjubaráttu við þann sjúk- dóm sem lagði hann að velli og oft mátti ekki á milli sjá hvor mundi sigra. Allir vinnufélagarnir virtu Helga og þótti vænt um hann. Það kom berlega í ljós, þegar hann var sjötugur og hélt okkur stórveislu, þáði góðar gjafir og hlý handtök. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra vinnufélaganna þegar ég segi að hans sé sárt saknað, enda lagði hann alltaf gott til málanna og Helgi Jósefsson Keflavík - Minning Fæddur 13. nóvember 1913 Dáinn 21. júlí 1985 Sunnudaginn 21. júlí sl. lést á Borgarspítalanum í Reykjavík, Helgi Jósefsson, Smáratúni 15, Keflavík. Helgi fæddist 13. nóvember 1913 í Kambakoti í Vindhælishreppi á Skagaströnd. Ungur að árum fór hann til dvalar hjá frændfólki sínu á Síðu í Refasveit í Húnvatnssýslu og var þar við bústörf og aðra vinnu, sem til féll fram yfir tvítugt. Á þessum árum herjaði kreppa og atvinnuleysi. Það var því ekki á hvers manns færi að komast til mennta eða stofna til búskapar. Helgi ákvað því að hleypa heim- draganum og freista gæfunnar annarstaðar. Örlögin beindu hon- um til Keflavíkur, en þangað flutti hann 1935 og þar hefur hann dval- ið síðan. Þetta sama ár gekk hann að eiga Gyðu Helgadóttur frá Stóra-Ósi í Miðfirði, sem verið hefur honum traustur og elsku- legur lífsförunautur í fimmtíu ár. Þau reistu sér notalegt hús við Smáratún í Keflavík. Þar var allt- af gott að koma. Húnvetnsk gest- risni réði þar ríkjum. Þeim Gyðu og Helga varð tveggja barna auðið en þau eru Björn lögreglumaður I Reykjavík og Þóra húsmóðir í Keflavík, bæði bera þau uppruna sínum gott vitni. Barnabörnin og barnabarnabömin glöddu ævi- kvöld Helga meira en orð fá lýst. Fyrst eftir komuna til Keflavík- ur stundaði Helgi sjóinn, síðan gerðist hann vörubílstjóri, en það kom fljótt í ljós, að hann var lag- inn við vélar og þegar Olíufélagið hf. hóf starfsemi sína á Keflavík- urflugvelli, réðist hann þangað, sem bifvélavirki. Þar starfaði hann uns hann réð sig til starfa á vélaverkstæði Varnarliðsins í kringum 1960 og þar hefur hann starfað til dauðadags. Ég kynntist Helga, þegar ég hóf störf hjá Varnarliðinu 1967. Við vorum sveitungar og þekktum hvorn annan af orðspori, svo það lá í hlutarins eðli að milli okkar myndaðist vinátta, sem aldrei hef- ur fallið skuggi á þessi 18 ár. Helgi var svo sannarlega vinur vina sinna og þess fékk ég og fjölskylda mín að njóta alla þá tíð sem hans naut við. Umhyggja hans og hug- ulsemi var slík á allan hátt að Ólöf Guðrún Stef- ánsdóttir - Minning blað staðið landsmönnum til boða frá árinu 1935. Hann flytur kenn- ingu í Guðs heilaga orði ásamt vitnisburðum um mátt og kær- leika Hans til okkar mannanna barna. Þar getum við fræðst um kærleika og speki Guðs og vegna fyrirheitanna notið handleiðslu Hans og sigurs. Vilborg starfaði við útgáfu Fagnaðarboða frá upphafi. Þar skrifaði hún eigin vitnisburð, vann með öðrum við þýðingar úr erlend- um blöðum og útbjó blaðið til prentunar. Hún hafði oft á orði að Drottins vegna þyrfti að gæta alls eins vel og kostur væri og vandaði allt sem hún vann eftir bestu getu. Nákvæmni hennar og samvisku- semi var við brugðið í hvívetna. Drottinn hafði gefið henni góðar gáfur sem Hann varðveitti með trúfesti sinni meðan dagur entist. Vilborg var listaskrifari og voru margir sem nutu þess að fá í hend- ur Biblíur sem hún hafði ritað í blessunarorð. Hún var minnug þess að maðurinn réttlætist ekki af verkum sínum heldur fyrir trú á Jesúm Krist og þess vegna var hún stöðugt vakandi og biðjandi í Hans nafni. Ilmur af lífi Drottins streymdi frá þessu dygga barni Hans til þeirra sem njóta vildu. Frá tvítugsaldri er Drottinn læknaði Vilborgu með krafti sín- um fékk hún að njóta góðrar heilsu því að Hann var hennar hirðir og hana brast ekkert. Hún gekk heilshugar út í þjónustuna við Hann og fékk náð til að mæta á allar samkomur sem haldnar voru í trúarsamfélagi hennar meðan hún lifði. Viku fyrir and- látið spilaði hún og söng af fullum krafti á samkomu í Hörgshlíð 12 í Reykjavík. Tveimur og hálfum sól- arhring fyrir andlátið var síðasta samkoma áður en hún var kölluð heim og enn var Vilborg á sínum stað. Nokkru síðar var stund hennar komin, að ganga inn til þeirrar hvíldar sem Drottinn hef- ur búið öllum sem Hann elska. Ég minnist Vilborgar með sár- um trega, en hjarta mitt er fullt af þakklæti til Drottins fyrir að hafa fengið að kynnast henni og njóta samvista við hana og samfélags í trúnni. Það er von mín og bæn að Drottinn okkar haldi áfram að kalla sanna og dygga verkamenn í víngarð sinn til að bjóða inn í veislusal himnaríkis, svo að hús Hans verði fullt. Katla Ólafsdóttir orku Ólafar sem aldrei féll verk úr hendi og lagði oft nótt við dag til að sinna sínu stóra heimili og voru þau samhent um það hjónin. Lengst af, eða í hálfa öld, stóð heimili þeirra á Ásvallagötu‘65. Allt var hreint og fágað innan- húss og voru börnin látin hjálpa til við heimilisstörfin og hér sann- aðist hið fornkveðna að „fár er sem faðir, en enginn sem móðir." Það var mál manna að Ólöf hefði verið falleg kona, tíguleg í framkomu og fasi. Að hún var góð kona og móðir fengu börnin að reyna og njóta og þakka minninguna um allar góðu samverustundirnar, sem verða aldrei fullþakkaðar. Hannes Jónas, eiginmaður ólaf- ar, andaðist 21. júlí 1971 og síðan alltaf var hann reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Þessi fátæklega kveðja til Helga vinar míns á að vera lítill þakk- lætisvottur fyrir þá hlýju og vin- semd, sem hann alla tíð sýndi mér og fjölskyldu minni. Ég sendi Gyðu og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð hugga þau og styrkja. Jóhann Baldurs hafa þær mæðgur Andrea og Ólöf haldið heimili saman. Þær voru mjög samrýndar og annaðist Andrea móður sína af mikilli umhyggju til síðasta dags. Þegar heilsu Olafar fór að hraka þurfti hún oft á vistun á hjúkrun- arheimili að halda og var þá þrautalendingin að fá hvíldarinn- legg á öldrunardeildina í Hafnar- búðum. Þar er allur aðbúnaður til fyrir- myndar og starfsfólkið upp til hópa hið ágætasta. Það kom oft fram hjá Ólöfu þakklæti til starfsfólks fyrir þá miklu umhyggju sem það sýndi henni og öðrum vistmönnum og taldi hún að þessu fólki yrði seint þakkað. Ólöf hafði sterka skapgerð, grandvarleiki var þar í fyrirrúmi og vandaði hún allt sitt dagfar. Hún var mikil trúkona þó hljótt færi og efaðist ekki um heimkom- una. Blessuð sé minning um góða konu og móður. P.H. Blómastofa Fríöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiðöllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öli tiiefni. Gjafavörur. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 + Móðir okkar, tengdamóöír, amma og langamma, ELKA GUÐRÚN ARADÓTTIR frá Sólmundarhöffta. lést í Hrafnistu, Reykjavík, þriöjudaginn 23. júlí. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju miövlkudaginn 31. júlí kl. 10.30 árdegis. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.