Morgunblaðið - 28.07.1985, Side 56
TIL DAGLEGRA NOTA
SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR.
Ruddaleg
árás á van-
færa konu
VUNG VANFÆR kona fannst vió
illcmm um hálffimm í gærmorgun
og gekk blóó upp úr henni. Vegfar-
andi kom aó og tilkynnti lögreglu.
Konan var flutt í sjúkrahús og kom í
Ijós að hún var með innvortis blæó-
ingar.
Hún bar að maður hefði komið
til hennar og beðið að koma með
sér. Hún hefði neitað og hefði
maðurinn þá sparkað í kvið henn-
ar og skilið eftir liggjandi í göt-
unni. Konan mun komin rúma
fjóra mánuði á leið og lá á sjúkra-
húsi í gær. Hún hefur ekki misst
fóstur, en óvíst hvort það hafi
skaðast.
Unga konan gat gefið lýsingu á
’ V árásarmanninum og hóf lögregla
víðtæka leit. Um hálf níu í gær-
morgun var maður handtekinn í
nágrenninu. Yfirheyrslur yfir
honum hófust undir hádegi í gær
og er enn óljóst hvort hann var að
verki. Hann hefur komið við sögu
hjá lögreglunni fyrir grófar árásir
á fólk.______^ ( ^
5 á slysadeild
-eftir árekstur
UM klukkan 12.45 í gær, laugardag,
varð harður árvkstur tveggja fólksbíla
á gatnamótum Kleppsvegar og Laug-
arnesvegar.
Ökumenn beggja bílanna voru
fluttir á slysadeild, ásamt þremur
farþegum úr öðrum bílnum. Ekki
var vitað um líðan fólksins þegar
Morgunblaðið fór í prentun eftir
hádegið í gær.
Davíð Oddsson borgarstjóri tekur á móti Jacqueline Picasso í boði sem hann hélt í Höfða í gær. Morgunbiaðið/Þorkeii
„LÍST VEL Á KJARVALSSTAÐI"
KKKJA málarans Picasso, Jacqueline Picasso, kom hingað til lands {
gærmorgun til að ræða við forráðamenn I.istahátíðar í Reykjavík 1986 um
sýningu á verkum eftir Picasso.
Frú Picasso skoðaði salarkynni Kjarvalsstaða og Listasafns íslands
í gærmorgun. I hádeginu bauð borgarstjóri til hádegisverðar í Höfða
og við það tækifæri spurði blaðamaður Morgunblaðsins hvernig henni
litist á aðstæður. „Salarkynnin eru mjög góð. Sérstaklega er ég hrifinn
af austursal Kjarvalsstaða," sagði frú Picasso. Salvör Nordal, fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar, sagði að hugmynd þessi hefði upprunalega
komið frá Erró. „Öryggisgæsla þarf að vera mjög mikil ef af þessu
verður. Gæsla þyrfti að vera dag og nótt. Jacqueline Picasso kemur
sjálf til landsins til þess að setja sýninguna upp ef af henni verður."
V
Jóhann Hjartarson;
„Anægður
með að stór-
meistaratitill
er í höfn“
„Ég er að sjálfsögðu ánægður með að stórmeistaratitill er í höfn þó
maður taki þessu með jafnaðargeði," sagði Jóhann Hjartarson, sem í
gær tryggði sér þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli þegar hann
gerði jafntefli við Svíann Harry Schussler á Norðurlandamótinu í skák
í Gjövik í Noregi.
Þar með hlaut Jóhann 8 vinn-
inga, jafnmarga og Norðmaður-
inn Simen Agdestein, sem gerði
jafntefli við Yrjola. Helgi Óíafs-
son átti líklega unna biðskák við
Jens Chr. Hansen og stefndi í 8
vinninga.
Fjórir norrænir skákmenn
verða útnefndir stórmeistarar á
FIDE-þingi i næsta mánuði. Helgi
Ólafsson, Jóhann Hjartarson,
Curt Hansen og Simen Agdestein.
„Menn hafa tjáð mér að titillinn
sé í höfn, þó smá formgalli sé á,
því Helgi og Hansen eru ekki
formlega orðnir stórmeistarar.
En enginn á von á öðru en ég verði
útnefndur stórmeistari," sagði Jó-
hann.
Mikil óánægja er meðal skák-
manna með þá ákvörðun forseta
Skáksambanda Norðurlanda að
keppni um NM-titilinn verði út-
kljáð með stuttu hraðmóti efstu
manna í dag, sunnudag. „Við tefl-
um ekki einvígi undir slikum
kringumstæðum — unnum íþrótt
okkar of mikið til þess. Ákvörðun-
in var tekin að okkur forspurðum.
Við mætum ekki til leiks og krefj-
umst þess, að fullur umhugsun-
artími verði í einvíginu, sem verði
haldið síðar. Átak hefur verið
gert til að gera veg Norðurland-
amótsins sem mestan. Þessi
ákvörðun forsetanna gengur þvert
á þá stefnu, — er móðgun við
skákmennina og Norðurlanda-
mótið," sagði Jóhann Hjartarson.
Útflutningur á ísfiski í gámum hefur margfaldast:
Nýtt met -1900 tonn
seld í næstu viku
GÁMAUTFLUTNINGUR á fiski á Bretlandmarkað hefur stöðugt farið vax
andi á undanförnum mánuðum, jafnhliða sölu fiskiskipa á ísfiski erlendis.
Gert er ráð fyrir að nýtt met verði sett í sölu á ferskum ísfiski í næstu viku,
en þá er áætlað að 1900 tonn verði seld á breskum fiskmörkuðum. Mest
hefur vikusalan hingað til verið 1700 tonn, nú í byrjun júlímánaðar, en allt
þetta ár hefur aldrei verið selt undir eitt þúsund tonnum á viku til Bretlands.
„Þetta er feikileg aukning,*
sagði Kristján Ragnarsson, for-
maður Landssambands íslenskra
útvegsmanna, í samtali við Morg-
unblaðið. Aðspurður hvort þeir
óttuðust ekki verðfall vegna of
mikils framboðs, sagði hann að
þeir hefðu verið smeykir við það.
„Ég fór til Englands á dögunum
til að athuga hvort hætta væri á
ferðum og ræddi við umboðsaðila
okkar. Við höfum haldið þokka-
legu verði i allt sumar og ennþá
eru engir fyrirboðar um að það
breytist og við höfum ekki séð
ástæðu til að grípa inní. Það hefur
allt gengið vel og enginm snurða
hlaupið á þráðinn. Markðurinn
virðist stöðugt eflast og taka við
auknu framboði,“ sagði Kristján.
Kristján sagði að hann hefði
Þyrlimni skilað til Frakklands
TF-SIF, þyrlan sem Landhelgisgæslan hefur haft að láni frá frönsku Aero-
spatiale-þyrluverksmiðjunum, fór í gærmorgun áleiðis til Frakklands. Er
fyrirhugað að skila þyrlunni á mánudagsmorgun.
TF-SIF millilenti á Höfn i
Hornafirði og Færeyjum á leið
sinni til Skotlands þar sem fyrir-
hugað var að gista í nótt. í dag,
sunnudag, var fyrirhugað að
fljúga henni suður um Bretlands-
eyjar og yfir til Norður-Frakk-
lands þar sem flugmennirnir ætla
að gista og skila þyrlunni síðan á
mánudagsmorgun. Gunnar Berg-
steinsson, forstjóri Landhelgis-
gæslunnar, sagði að verksmiðj-
urnar stefndu að afhendingu nýju
þyrlunnar í lok ágúst og kæmi hún
þá hingað heim í byrjun septem-
ber. Nýja þyrlan er sömu gerðar
og TF-SIF, en betur búin tækjum.
meðalverði
hingað til.
sem fengist hefði
óttast að útgerðaraðilar í Grimsby
væru þeim öndverðir vegna þessa
mikla framboðs og þeim fyndist
við íslendingar bjóða niður verðið
fyrir þá. Sú hefði ekki verið raun-
in. Það eina sem við þyrftum að
varast væri að bjóða fram lélegan
fisk, en það gæti reynst afdrifa-
ríkt. Það mætti alls ekki gerast og
ætti ekki að þekkjast að við send-
um fisk út í óeinangruðum gám-
um, eins og hefði verið raunin. Þá
ættu gámarnir að vera hvítir og
nauðsynlegt væri að breiða yfir
gámastæðurnar þegar þær biðu í
höfnum erlendis til að hlífa þeim
við sólskininu. Á ferð sinni í Eng-
landi hefði hann séð vatnið fossa
úr gámastæðum með ísfiski, enda
hitinn yfir 20 stig, gámarnir bláir
og dræju því meiri hita til sín en
elía og engin yfirbreiðsla til hlífð-
ar. Slíkt mætti ekki gerast.
Kristján sagði aukninguna á ís-
fisksölu til Bretlands margfalda
samanborið við fyrra ár. Eins
mörg skip seldu aflann erlendis og
löndunaraðstaða fékkst fyrir, en
hún væri takmörkuð. Því hefði
verið brugðið á það ráð að flytja
fiskinn út í gámum. Það væri
augljós hagur sjómanna og út-
gerðarmanna með hliðsjón af því
Alvarlegt umferðarslys
á ísafirði:
Bfllinn lenti á
bryggjupolla
ALVARLEGT umferðarslys
varð á ísafirði um klukkan 4.30
í fyrrinótt. Bíl var ekið á
bryggjupolla á hafnarbakkan-
um og slasaðist fólkið sem í
bílnum var.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á ísafirði er talið að
bílnum hafi verið ekið hratt
niður á bryggjuna og ökumað-
urinn misst þar stjórn á honum.
Hafnaði bíllinn á polla a hafn-
arkantinum, en hefði annars
farið í sjóinn eða í bát sem þar
lá bundinn við bryggjuna. Bíll-
inn er af Rover gerð, tiltölulega
nýlegur, og er hann talinn ónýt-
ur. í bílnum voru piltur og
stúlka um tvítugt og voru þau
flutt á sjúkrahúsið. Pilturinn
hlaut höfuðáverka og var ekki
kominn til meðvitundar um
klukkan 10.30 I gærmorgun, en
þó ekki talinn í lífshættu. Stúlk-
an slasaðist minna. Samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar er
ökumaðurinn grunaður um ölv-
un við akstur.